Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2012, Page 10
10 Fréttir 19. mars 2012 Mánudagur
Margir þáðu fría aðstoð
n Lögrétta veitti hjálp vegna skattframtals
Þ
etta hefur gengið framar öll-
um vonum. Um 200 manns
hafa komið hingað í dag
og það hefur verið röð út
að dyrum í allan dag,“ sögðu Sig-
ríður Marta Harðardóttir og Sif
Steingrímsdóttir, skipuleggendur
skattadagsins sem haldinn var í Há-
skólanum í Reykjavík á sunndag-
inn.
Lögrétta, félaga laganema í HR,
hélt daginn í samstarfi við KPMG,
Arion banka og Mannréttindaráð
Reykjavíkurborgar en þá var veitt
endurgjaldslaus ráðgjöf við gerð
skattframtala. Auk sérfræðinga voru
túlkar sem aðstoðuðu fólk á kín-
versku, víetnömsku og pólsku.
„Við höfum aðallega afgreitt fólk
sem talar ekki íslensku. Það var
kannski ekki mikið sem þurfti að
gera í framtalinu en skiljanlega er
fólk óöruggt með að fylla þetta út
sjálft.“ Þær segja að margir af þeim
Íslendingum sem leituðu til þeirra
hafi verið óvissir um einhver atriði
og einungis viljað fá staðfestingu
hjá þeim. Þær nefna sem dæmi
konu sem hafi leitað til þeirra. Hún
hafi verið með mjög einfalt framtal
en þar sem hún hafði alltaf feng-
ið fagaðila til að sjá um framtalið
treysti hún sér ekki til að gera það
sjálf. Þrátt fyrir að framtöl séu ein-
föld segja þær mikilvægt að fólk fari
vel yfir þau og skoði alla liði því oft
geta lítil atriði farið fram hjá okk-
ur. „Við náum að aðstoða alla sem
komu hingað í dag og þeir sem leit-
uðu til okkar skiluðu framtalinu
sínu í dag.“
Þær voru því ánægðar með dag-
inn og sögðu að fyrst og fremst væri
þetta mjög skemmtilegt og vildu fá
að þakka KPMG, Arion banka og
öllum sjálfboðaliðunum sem að-
stoðuðu.
gunnhildur@dv.is
Skattadagur Lögréttu Lögfræðinemar í HR veittu landsmönnum aðstoð við framtölin.
M
y
n
d
S
ig
tr
yg
g
u
r
A
r
i
Ógeðfellt bréf sent femínista:
Hildi var
hótað lífláti
Femínistanum Hildi Lilliendahl
Viggósdóttur barst nafnlaust hót-
unarbréf á laugardagskvöldið.
Í bréfinu er Hildi hótað líkams-
meiðingum og lífláti á afar grófan
hátt. „Ég vil sjá þig dauða. Ég vil
sjá þig brenna lifandi,“ er á meðal
þess sem bréfritari skrifar. Hildur
hefur tekið virkan þátt í kvenrétt-
indabaráttu að undanförnu en
hún bjó meðal annars til albúm-
ið „Karlar sem hata konur“ á Fa-
cebook nýverið. Lögreglan ákvað
að láta rannsókn málsins bíða
þar til fram yfir helgina sem nú
er liðin.
Stefán Eiríksson lögreglustjóri
sagðist í samtali við DV á sunnu-
dag ekki geta tjáð sig um einstök
mál en þegar hann var spurður
hvort ekki væru neinir starfsmenn
á vakt til þess að ganga í gróf hót-
unarmál sagði hann að svo væri,
„… ef málið er þess eðlis að það
kallar á skjót viðbrögð.“ Annars
bíði það næsta virka vinnudags,
eins og raunin var í þetta sinn.
Bréfið er afar ógeðfellt en það
hefst á þessa leið: „Ég vil sjá þig
dauða. Ég vil sjá þig brenna lif-
andi, ég vil vera sá sem hellir yfir
þig olíu og starir á þig á meðan
þú grátbiður um miskunn, síðan
sleppi ég eldspýtunni.“
Hildi var eðlilega brugðið
vegna málsins, eins og hún lýsti
á Facebook: „Æ, ég fékk svo ótrú-
lega grafískt og andstyggilegt hót-
unarbréf. Ég er bara lítil allt í einu.
Hrædd og skrítin.“
Bréfinu fylgdi skjáskot af nafn-
inu hennar og heimilisfangi af vef
símaskrárinnar ásamt meðfylgj-
andi skilaboðum: „Býrðu hérna?
Kannski maður komi aðeins við?“
Blaðamaður DV spurði Hildi
að því á hvaða forsendu lögreglan
hefði hafnað því að ganga strax í
málið. Hún sagði að vinkona sín
hefði fengið þau svör að hún gæti
kært sendinguna á mánudaginn,
annað myndi engu skila. Hún var
þó beðin um að hringja aftur ef
maðurinn kæmi heim til hennar.
M
aðurinn sem handtekinn
var á Eyrarbakka síðastlið-
inn föstudag, eftir að hafa
hringt í Neyðarlínuna og
gefið í skyn að hann væri
vopnaður, hafði unnið tímabundið
að öryggismálum innan fangelsisins
á Litla-Hrauni. Hann fékk far með
eldri konu og þegar lögreglan veitti
þeim eftirför reyndi hann að blekkja
hana á þann hátt að um væri að ræða
æfingu á vegum fangelsisins. Hún
ætti ekki að stoppa þó að lögreglan
gæfi henni merki um slíkt.
Með námskeið um öryggismál
Maðurinn hafði jafnframt í hótun-
um við lögregluna. Hann hótaði því
að ráðast gegn lögreglumönnum
ef þeir myndu freista þess að ná til
hans. Samkvæmt tilkynningu frá lög-
reglu var leitað aðstoðar sérsveitar
ríkislögreglustjóra sem kom á Eyrar-
bakka.
Samkvæmt heimildum DV hafði
maðurinn verið með námskeið fyrir
starfsfólk Litla-Hrauns um öryggi á
vinnustað. Þegar hann mætti í vinnu
á föstudag var það þó hann sjálfur
sem var með ógnandi tilburði við
starfsfólk fangelsisins. Fangaverðir
vísuðu manninum út og hringdu í
lögreglu.
Sagði að um æfingu væri að
ræða
Maðurinn stöðvaði þá bíl eldri konu
sem var á ferð um Eyrarbakka og bað
hana um að aka með sig í vesturátt.
Maðurinn á að hafa sagt konunni
að um æfingu hjá fangelsinu væri
að ræða, hún skyldi því ekki láta sér
bregða ef hún sæi lögreglubíla koma
aðvífandi. Eftir stutta stund heyrð-
ist í sírenum og þegar lögreglubíl-
ar með blikkandi ljós nálguðust bíl-
inn sagði maðurinn konunni að hún
ætti ekki að stöðva bifreiðina heldur
halda akstrinum áfram, þetta væri
hluti af æfingunni. Konan stöðvaði
þó bifreiðina, þar sem hana grunaði
að ekki væri allt með felldu. Komu þá
hlaupandi að bílnum lögreglumenn
frá lögreglunni á Selfossi vopnaðir
skammbyssum og klæddir skotheld-
um vestum.
Mikill viðbúnaður
Maðurinn veitti ekki mótþróa við
handtöku en konan var flutt í burtu
í sjúkrabifreið og maðurinn hand-
járnaður og færður í lögreglubifreið.
Samkvæmt heimildum DV var mikill
viðbúnaður á staðnum. Samkvæmt
ábendingu hafði maðurinn einnig
reynt að stöðva rútu með skólabörn-
um, en það hefur ekki fengist stað-
fest.
Konan sem um ræðir staðfesti at-
vikið við blaðamann DV en vildi ekki
tjá sig frekar um málið.
Andlegt ástand metið
Ekki er vitað hvað manninum gekk
til en læknir var fenginn til að meta
andlegt ástand hans og er hann
grunaður um að eiga við geðræn
veikindi að stríða. Hann mun ekki
vera í gæsluvarðhaldi vegna málsins.
Málið er litið alvarlegum augum.
Varðstjóri á Litla-Hrauni vildi
ekkert tjá sig þegar blaðamaður leit-
aði upplýsinga um málið. Ekki náð-
ist í Margréti Frímannsdóttur, fang-
elsisstýru á Litla-Hrauni, við vinnslu
fréttarinnar.
Blekkti konu og
hótaði lögreglu
n Hélt námskeið um öryggismál en ógnaði starfsfólki og svo lögreglu„Maðurinn á að
hafa sagt konunni
að um æfingu hjá fang-
elsinu væri að ræða, hún
skyldi því ekki láta sér
bregða ef hún sæi lög-
reglubíla koma aðvífandi.
Hanna Ólafsdóttir
blaðamaður skrifar hanna@dv.is
Litla-Hraun Maðurinn hafði
unnið tímabundið að öryggis-
málum innan fangelsisins.
Tveir fluttir á
sjúkrahús
Tveir voru fluttir á sjúkrahús eftir
að þrír bílar lentu saman á Reykja-
nesbrautinni á milli Voga og
Grindavíkurvegar á sunnudags-
kvöld. Meiðsl þeirra eru ekki talin
alvarleg. Samkvæmt upplýsing-
um frá lögreglu var mikil hálka á
veginum og skafrenningur þegar
slysið átti sér stað. Loka þurfti
Reykjanesbrautinni um tíma
vegna slyssins.