Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2012, Síða 11
Fréttir 11Mánudagur 19. mars 2012
n Hélt námskeið um öryggismál en ógnaði starfsfólki og svo lögreglu
É
g fæ um 125.000 krónur frá líf-
eyrissjóðnum en það er tekinn
skattur af því svo eftir standa
rúmar 70.000 krónur. Nú fæ
ég einnig örorkubætur en þær
skerðast þar sem greiðslan úr lífeyr-
issjóðnum fer yfir frítekjumark. Þeg-
ar upp er staðið fæ ég rétt rúmlega
140.000 krónur á mánuði og þegar ég
hef borgað leiguna, sem er 139.000
krónur, er ansi lítið eftir,“ segir Ólafur
Pálmason bifvélavirki sem greindist
með krabbamein fyrir fjórum árum
og hefur undanfarið verið í stífum
lyfjameðferðum. Hann hefur ekki
getað unnið í tæpt ár og er því í afar
erfiðri fjárhagslegri stöðu.
Dóttir hans hefur komið af stað
söfnun á Facebook þar sem fólk er
beðið að styrkja föður hennar sem
hefur nú ekki lengur efni á lyfjum.
„Ég átti sjóð en nú er hann gjörsam-
lega búinn og ég verð að lifa á vinum
og vandamönnum,“ segir hann.
Lyf fyrir 40.000
krónur á mánuði
Ólafur segir að fólk hafi tekið ágæt-
lega í söfnunina og hann hafi feng-
ið 30– 40.000 krónur sem hafi gert
honum kleift að borga lyfin en hann
þarf að kaupa lyf fyrir um það bil
40.000 krónur á mánuði. „Um síð-
ustu mánaðamót fékk ég leiðrétt-
ingu frá Tryggingastofnun vegna of-
greiðslu sem gerði það að verkum
að ég átti um 12.000 krónur eftir og
með því og peningum sem söfnuð-
ust fyrir mig gat ég keypt lyf. Annars
hefði ég ekki haft efni á þeim.“
Hefur ekki efni á að hafa börnin
Ólafur setti fyrirspurn á Facebook-
síðuna fyrir skömmu um hvort ein-
hver vissi um vinnu fyrir hann. Þar
sagðist hann verða að vinna því
hann hefði ekki efni á því að vera
veikur og halda áfram í lyfjameð-
ferð. Aðspurður hvort hann geti
unnið segir hann að í rauninni hafi
hann ekki þrek til að vinna. Hann
hafi bara verið svo örvæntingarfull-
ur. „Ég varð bara að gera eitthvað því
ég lifi ekki svona. Svo á ég börn og
ég get ekki einu sinni boðið þeim að
koma til mín. Þau hafa alltaf verið
mikið hjá mér og þegar allt var eðli-
legt voru þau hjá mér nær hverja
helgi. Nú get ég ekki boðið þeim
hingað því ég hef ekki efni á því að
gefa þeim að borða,“ segir hann og
bætir við að þetta sé afar erfitt fyrir
börnin og erfitt fyrir þau að skilja að-
stæðurnar.
Alls staðar skorið niður
Ólafur ætti að fá svokallaðan lyfja-
styrk en fær hann ekki vegna barna-
lífeyris. Hann segist þó aldrei fá
þann lífeyri heldur renni hann til
barnsmóður hans. Aðspurður hvort
hann hafi rætt um það við Trygg-
ingastofnun segist hann hafa gert
það en kerfið virki bara svona. „Þetta
er allt öfugsnúið. Ég hef líka sótt um
afsláttarkort en það tekur langan
tíma fyrir það að ganga í gegn. Þeg-
ar ég spurði hverju það sætti var sagt
að það væri svo mikið að gera og að
það vantaði mannskap. Það er alls
staðar skorið niður og þegar maður
sækir um eitthvað er bitið af því eins
og hægt er.“
Hann bendir einnig á að fyrr á
árinu hafi hann legið inni á spítala í
rúma viku. Þá hafi hann verið send-
ur í alls konar rannsóknir og þar á
meðal æðamyndatöku. „Ég þurfti að
fá skyggingarefni og þegar ég kom
heim kom reikningur fyrir efninu. Þó
svo að ég hefði legið inni þegar ég fór
í myndatökuna. Þetta voru bara 2.000
krónur sem er kannski ekki há upp-
hæð en þetta er fljótt að safnast sam-
an. Hver blóðprufa hjá lækni kostar
rúmar 600 krónur og hver heimsókn
til læknis 3–4.000 krónur. Þegar mað-
ur þarf að fara oft til læknis þá verða
þetta háar upphæðir þegar upp er
staðið.“
Hefur ekki efni á að
borga grunnkostnað
Hann segir að þangað sem hann hafi
leitað hafi hann fengið þau svör að
ekkert sé hægt að gera því hann hafi
verið svo tekjuhár í fyrra og þar sem
hann sé einstaklingur þá fái hann
ekki styrki. Fjölskyldufólk og börn
gangi fyrir. „Ég hef leitað til kirkjunn-
ar og félagsþjónustunnar en fæ þessi
svör. Ég skil það svo sem en það er
misskilningur að það sé ódýrara að
vera einn í heimili. Það er alltaf viss
grunnkostnaður og ég hef ekki efni
á þeim kostnaði eins og er. Eins og
staðan er í dag í kerfinu þá er þetta
hryllingur. Þar sem ég er einstakling-
ur þá er allt lokað og ég á að geta séð
um þetta sjálfur.
Það er ekkert gert til að létta undir
með manni. Það er ekki nóg með að
maður standi í þessum þreytandi og
sálrænt erfiðu veikindum heldur þarf
maður einnig að hafa peningaáhyggj-
ur. Ég er ekki að tala um að fá að lifa
eins og kóngur heldur bara að eiga í
mig og á.“ Hann segist því miður ekki
hafa verið með sjúkdómatryggingu
því þá væri staða hans allt önnur. Það
sé þó ekki hægt að vera vitur eftir á.
Upp á aðra kominn
Bíll Ólafs bilaði um daginn og þótt
hann gæti vel gert við hann sjálfur
hefur hann ekki þrek til þess. Hann
er því upp á vini og vandamenn
kominn með að komast á milli staða.
„Ég er búinn að lifa á fjölskyldunni
minni upp á síðkastið því allt sem
ég fæ dugar ekki fyrir því allra nauð-
synlegasta. Nú er ég líka upp á aðra
kominn með að komast á milli staða.
Það er þó eiginlega bara upp á spítala
sem ég fer og heim aftur.“ Hann segir
þetta ekkert sældarlíf og að það angri
hann mest að geta ekki gert neitt og
vera upp á aðra kominn.
Hefur varla efni á að borða
Ólafur greindist með blóðkrabba
en læknar segja að batahorfur séu
góðar. Í kjölfar krabbameinsins fékk
hann svo slagæðabólgu sem hann
segir að sé erfið. Út af henni sé hann
á miklum sterum. „Vegna þeirra
hef ég þyngst um 37 kíló þrátt fyr-
ir að borða nánast ekkert. Ég borða
kannski eina beyglu á dag og smá
ab-mjólk því ég hef ekki efni á meiru
og borða ekkert grænmeti eða ann-
an hollan mat. Maður verður voða-
lega þreklítill þegar maður borðar
ekki og ég borða ekki því ég hef ekki
efni á því.“
Hann segir það erfitt þegar systir
hans hringir og býðst til kaupa eitt-
hvað handa honum í búðinni því
hann hugsi ekki um hvað hann þyrfti
að borða heldur hvað kostar minnst
og dugar lengst. „Maður getur ekki
ætlast til að aðrir borgi ofan í mann
mat. Það eiga allir nóg með sig.“
Tætt sálartetur
Aðspurður um framhaldið segir
hann að barnanna vegna verði hann
að berjast áfram. Hann ætli sér að
komast út úr þessu en eins og staðan
er í dag sé sálartetrið tætt og svart-
nættið svakalegt.
„Það er einhvern veginn ekkert
sem maður getur gert. Maður berst
bara frá degi til dags við að halda sál-
artetrinu í lagi. Ég vakna á morgnana
og fer fram í stofu, leggst þar út af og
reyni að lesa. Það er þó oft erfitt því
sterarnir hafa haft áhrif á sjónina.
Þannig eyðir maður dögunum og
bíður eiginlega bara eftir kraftaverki
á hverjum degi.
Það eina sem ég bið um er að
geta staðið uppréttur og þurfa ekki
að betla af öðrum. Ég fer ekki fram
á annað,“ segir hann og bætir við að
hann vilji byrja að vinna eins fljótt
og mögulegt er. Á meðan hann sé í
meðferðunum sé það erfitt og hann
hefði því þurft stuðning á meðan.
Hann sé svekktur og sár út í kerf-
ið. Hann hafi unnið í öll þessi ár og
borgað í það allan tímann. „Svo þeg-
ar maður þarf á kerfinu að halda þá
fær maður höfnun,“ segir hann að
lokum.
Ólafur Pálmason hefur barist við krabbamein
í fjögur ár og ekki getað unnið í tæpt ár. Hann
hefur hvorki efni á lyfjum né mat þegar hann
hefur greitt leiguna.
Svartnættið
er Svakalegt
Bað um hjálp á Facebook
Ólafur setti fyrirspurn um vinnu á Facebook-síðu sína fyrir skömmu en þar stóð einnig:
„Látið þetta berast eins víða og þið getið því ég hef mikla trú á að þið gætuð hjálpað mér
út úr þessum hryllingi ef viljinn er fyrir hendi, því ef ekkert gerist á ég ekkert annað eftir
en að ljúka mínu lífi. Ég hef ekki getað hitt börnin mín því ég á ekkert til bjóða þeim. Það
eina sem er til að borða er vatn og verður ekki breyting á því fyrr en ég get farið að vinna
aftur. Þetta er neyðarkall frá mér, ég er búinn að standa í þessu í fjögur ár og við það að
hætta í lyfjameðferðinni set ég mig í mikla hættu en ég get bara ekki meira. Með von að
einhver geti hjálpað mér og bjargað lífi mínu kv Óli.
P.S [...] vonandi sjá sem flestir þessi skrif mín því þau eru mjög áríðandi fyrir mig og eru
spurning upp á líf eða dauða hjá mér.“
Gunnhildur Steinarsdóttir
gunnhildur@dv.is
Viðtal „Ég borða kannski
eina beyglu á dag
og smá ab-mjólk því ég
hef ekki efni á meiru og
borða ekkert grænmeti
eða annan hollan mat.
Ólafur Pálmason glímir við erfið veikindi
Á lítið sem ekkert eftir þegar hann hefur greitt
leigu og getur ekki keypt lyf. Mynd SigTryggUr Ari