Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2012, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2012, Qupperneq 16
Sandkorn A ðgát skal höfð í nærveru vöru- merkis. Þeir sem vinna við fréttir reka sig á ósýnilega veggi sem koma í veg fyrir að þeir geti sagt almenningi alla fréttina. Þegar veitingastaður brýtur ítrekað reglur um hreinlæti er þagað, í staðinn fyrir að gera það að reglu að opinbera allar niðurstöðurnar. Mögulega eru gefnar upp almennar og tölfræðilegar upplýs- ingar, sem hjálpa almenningi lítið að taka upplýsta ákvörðun. Þegar ákveðið var að birta gagnagrunn yfir efnainni- hald í íslenskum matvörum, var það ekki hluti af áætluninni að birta nöfn á vörunum í gagnagrunninum. Þegar bakarí, pítsustaðir og fleiri nota iðnaðarsalt í matvæli sín er þeim gefinn frestur til að klára saltið og svo þagað um hverjir notuðu það í þeirri von að þrýstingurinn verði ekki óbærilegur. Þegar mælingar sýndu ófullnægjandi hreinlæti í tveimur af hverjum þremur ísvélum, var kosið að leyna því hvaða ísbúðir væru hreinar og hverjar ekki, af tillitssemi við vöru- merkin. Heilbrigðiseftirlitið lætur ekki vita af veitingastöðum sem brjóta ítrekað reglur, ekki vegna þess að almenningur hafi hag af leyndinni heldur fyrirtækin sem brjóta af sér. Þetta er hluti af ein- hvers konar prinsippi í íslenska kerfinu. „Við Íslendingar höfum verið feimin við þetta, að nefna vörumerki,“ útskýrði Ingibjörg Gunnarsdóttir, pró- fessor í næringarfræði, í fréttum Rík- isútvarpsins á föstudag, þar sem hún gagnrýndi vörumerkjaleyndina. „Það er allt svona dulnefni. Við megum voðalega lítið, allavega opinberir starfsmenn, tjá okkur um að þetta vörumerki er slæmt og þetta er gott.“ Þegar ákveðið var að koma á fót sérstakri ríkisstofnun, Lýðheilsu- stöð, til að uppfræða almenning um hollustu og vega upp á móti blekkj- andi áhrifum auglýsinga, var formleg eða óformleg vinnuregla hjá stofnun- inni að tala ekki um einstakar vöru- tegundir eða vörumerki, heldur aðeins almennt. En fólk kaupir ekki almennt í matinn, heldur ákveðnar vörur undir vörumerki. Þegar upp kemur ofbeldi á skemmtistað eða bar og blaðamenn hringja í lögregluna til að leita upp- lýsinga um atvikið, neitar lögreglan að gefa upp á hvaða veitingastað ofbeldið hafi átt sér stað. Meira að segja barir njóta nafnleyndar. Leyndarhyggjan er á engan hátt bundin við matvæla- og veitingageir- ann, eins og komið hefur í ljós fyrir landsdómi og í skýrslu rannsóknar- nefndar Alþingis um bankahrunið. Allt gekk út á að vernda vöru- merkið Ísland, en litlar sem engar raunverulegar aðgerðir. Leyndarhyggjan gegnsýrir allt kerfið, oft án nokkurrar skiljanlegrar ástæðu. Það versta er að þeir góðu, sem hafa allt sitt á hreinu, líða fyrir leynd- ina. Um leið minnkar hvatinn til að hafa allt á hreinu. Betra er að eyða orkunni í annað. Það kostar til dæmis orku að fyrirbyggja saurgerla- myndun í ísvélum. Og orka er kostnaður, sem hækkar verð. Er ódýri ísinn ódýrari vegna skorts á hreinlæti? Við megum ekki vita það. Í Danmörku er almenningur upp- lýstur um ástand veitingastaða, mat- vöruverslana, ísbúða, bakaría og annarra staða sem selja matvæli með svokölluðu broskarlakerfi. Úttektir heilbrigðisfulltrúa eru gerðar opin- berar og fyrirtækin fá broskall sem gefur til kynna einkunnina. Engin ástæða er til að ætla að Íslendingar höndli verr að vera upplýstir en Danir. Hins vegar virðist viðmiðið í íslenska kerfinu vera öfugt. Það spyr sig hvort það sé nauðsynlegt fyrir almenning að vita það, en ekki hvort nauðsynlegt sé að leyna því. Trúverðugleiki Sigurðar n Eitt af þeim atriðum sem vöktu athygli í vitnaleiðsl- unum í landsdómi var þegar Sigurður Einarsson var látinn sverja eið að vitnisburði sínum. Kaupþingsmaðurinn var eina vitnið sem látið var sverja slíkan eið að loknum vitnisburði sínum. Talið er að Andri Árnason, lögmað- ur Geirs Haarde, hafi ekki metið vitnisburð Sigurðar sem mjög sannfærandi og hafi þess vegna viljað koma þeim skilaboðum áleiðis til Kaupþingsmannsins, dóm- ara landsdóms og almenn- ings. Vitnið Sigurður lítur ekki vel út fyrir vikið. Kristrún dyggur stuðningsmaður n Fáir stuðningsmenn Geirs H. Haarde hafa verið eins sýnilegir í réttarhöldun- um yfir honum og Kristrún Heimisdóttir, fyrrverandi að- stoðarkona samfylkingar- ráðherranna Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur og Árna Páls Árnasonar. Líkt og Krist- rún hefur greint frá hefur hún verið gagnrýnd harkalega fyrir þennan stuðning af félögum sínum í Samfylkingunni. Kristrún lætur þessa gagn- rýni hins vegar ekki á sig fá og styður sinn Geir sem mest hún má. Samstaða Kristrúnar og Geirs er því þverflokkspólitísk ef svo má segja. Hverjir taka 365? n Viðskiptablaðið greindi frá því að hópur fjárfesta hefði áform um að kaupa 365 miðla, sem halda úti Stöð 2, Bylgjunni, Frétta- blaðinu, Vísi og fleiri fjöl- miðlum. Sagt var að í hópnum væru fyrrverandi starfsmenn 365. Eins og DV greinir frá í dag vilja Simmi og Jói eignast félagið, ásamt öðrum fjárfestum. Sá orðrómur hefur einnig verið uppi að aðstandendur Fréttatímans, ljósmyndar- inn Teitur Jónasson, ritstjór- inn Jón Kaldal og fleiri séu einnig áhugasamir. Þeir hafi reynslu af rekstri fjölmiðla, sem gæti heillað hluthafa. Annar sem gæti að sögn verið áhugasamur er Helgi Þorsteinsson, fyrrverandi auglýsingasali á Stöð 2 og fasteignasali, sem skildi ný- verið við 365-samsteypuna. Skapið fór alveg með mig Vonandi launast það síðar Edda Hermannsdóttir segist fljót upp. – DV Kalli Bjarni tók á sig alla sök af smygli. – DV Persónuvernd vörumerkja „Er ódýri ísinn ódýrari vegna skorts á hreinlæti? Við megum ekki vita það. E f ég hringi í 112 TREYSTI ég því að löggan komi og biðji fólkið á efri hæðinni að hætta að halda vöku fyrir öllum í húsinu. Ég TREYSTI því hins vegar ekki að löggunni takist að koma öllum hvít- flibbaglæponum eða eiturlyfjasölum í tugthúsið þar sem þeir eiga heima. Þaðan af síður TREYSTI ég því að lög- reglan komi á vettvang og vaggi mér í svefn eða lögreglukórinn rauli fyrir mig vögguljóð ef ég ligg andvaka út af fjárhagsáhyggjum. Lögreglan hefur nefnilega það ákveðna hlutverk að framfylgja lögunum og ég TREYSTI því að hún geri það eftir bestu getu. Samtölin við Bjarna Ben Ef ég kveiki á útvarpinu TREYSTI ég því að fréttirnar byrji kl. sex svo stund- víslega að ég geti stillt klukkuna mína eftir því. Ég TREYSTI því að fréttastofa RÚV reyni að segja satt og rétt frá og fari alls ekki að skálda upp frásagnir af eldgosum og jarðhræringum til að brjóta upp einhæfni hversdagsleikans. Ég TREYSTI því hins vegar ekki að fréttir þingfréttaritarans af landsdómi séu ólitaðar af hennar persónulegu skoðunum og stundum finnst mér að samtöl hennar við Bjarna Benedikts- son ættu alls ekki að vera í fyrri frétta- tímanum, heldur seinna á dagskránni þegar börn innan við kynþroskaaldur eru farin í háttinn. Traust Alþingis Ég TREYSTI því ekki að magn af TRAUSTI sé mælanlegt eins og fjöldi hænueggja í sexeggjapakkningu eða greiðslujöfnuður við útlönd eða vind- hraði á Rangárvöllum. Þótt ég sjái hann aldrei og þekki hann aðeins sem brostna rödd í há- talarakerfi TREYSTI ég flugmanni hjá Iceland Express til að fljúga með mig til Kaupmannahafnar ef hann seg- ist vera á leiðinni þangað. Hvort ég mundi kaupa af honum notaðan bíl er svo önnur saga. Ég TREYSTI því að innan við 10% þeirra sem spurðir eru hvort þeir TREYSTI Alþingi svari spurningunni játandi. TREYSTA Alþingi? TREYSTA því TIL HVERS? Ekki TREYSTI ég því að Alþingi sjái til þess að skuldirnar mínar gufi upp. Ekki TREYSTI ég því að Alþingi skipti gæðum og auðlindum landsins hnífjafnt á milli okkar íbúanna. Ekki TREYSTI ég Alþingi til að tryggja að við séum öll jöfn fyrir lögunum með því að hafa aðgang að toppendur- skoðendum og dýrustu stjörnulög- fræðingum sem hægt er að kaupa fyrir peninga. Ég TREYSTI Alþingi hins vegar til þess að þeir sem þar eiga sæti rífist eins og hundar og kettir allan lið- langan daginn og haldi svo áfram að þrasa langt fram á kvöld í Kastljósi eða öðrum fréttaskýringaþáttum og mæti síðan í Silfur Egils á sunnudögum til að halda áfram að gjamma og grípa fram í hver fyrir öðrum. Græða á daginn – grilla á kvöldin Hins vegar TREYSTI ég því að þeir sem kosnir eru á Alþingi af íslenskum almenningi séu trúir sínum flokkum fram í rauðan eða bláan dauðann og láti hvorki röksemdir né raunveruleika hafa minnstu áhrif á grundvallarskoð- anir sínar og hugsjónir flokksins. Ég ætlast til að þingmenn okkar sjálfstæðismanna standi sína vakt um einstaklingsframtakið svo að þessi þjóð geti haldið áfram að græða á dag- inn og grilla á kvöldin. Alveg eins og við setjum súrefnisgrímuna fyrst á okkur sjálf og svo á börnin ber okkur skylda til að hlúa fyrst og fremst að út- gerðaraðlinum og auðmönnum þessa lands, því að þaðan hrjóta molarnir sem eru næring okkar almennings. Mínir menn mega ekki láta komm- únistapakkið stöðva gangverk þjóð- félagsins. Hér þurfum við stóriðju og ekkert röfl með það. Óspillta náttúru getum við skoðað í þjóðgarðinum um helgar. Annað verðmætamat en peningar Ég ætlast líka til þess að þingmenn okkar félagshyggjufólks standi sína vakt um samhjálpina, samábyrgðina, jafnréttið og virðinguna fyrir umhverfi okkar og náttúru landsins. Við verðum að standa uppi í hárinu á þeim sem þykjast eiga óveiddan fiskinn í sjónum og braska með hann samkvæmt frum- burðarrétti hins sterka. Við verðum að taka upp annað verðmætamat en peninga, neyslu og gróða áður en fiskimiðin hafa verið ryksuguð og hver foss í landinu virkjaður til að fabrikkur sem forpesta andrúmsloftið séu settar niður í hverri sveit. Ég TREYSTI 63 alþingismönnum, handvöldum gladíatorum, til að berj- ast um þessa hagsmuni – svo að ég þurfi ekki sjálfur að fara út og hlaða götuvirki og lenda jafnvel í handalög- málum við andstæðinga mína sem berjast fyrir öðrum hagsmunum en mínum. Hins vegar áskil ég mér allan rétt til að fyrirlíta þessa 63 alþingismenn, út- húða þeim og hæða þá við hvert tæki- færi, og fyrst og fremst hef ég rétt til að segjast ekki bera snefil af TRAUSTI til þeirra. TRAUSTI – til hvers? En þó ég TREYSTI þessu hyski auð- vitað ekki fyrir barni yfir læk hef ég aldrei látið undir höfuð leggjast að nota kosningarétt minn og taka þátt í Alþingiskosningum. Þannig er lýð- ræðið. TRAUST – hvað er nú það? Kjallari Þráinn Bertelsson „Ekki TREYSTI ég því að Alþingi skipti gæðum og auðlindum landsins hnífjafnt á milli okkar íbúanna. Leiðari Jón Trausti Reynisson jontrausti@dv.is Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir Ritstjórar: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) og Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri: Stefán T. Sigurðsson (sts@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Hönnunarstjóri: Jón Ingi Stefánsson (joningi@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: DV.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR 16 19. mars 2012 Mánudagur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.