Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2012, Page 17
Dómstóll götunnar
Fréttin hefur
verið fjarlægð
Þjóðleikhúsið
er samt fínast
Pressan baðst afsökunar og fjarðlægði frétt um DV. – PressanGrínistinn Arli Eldjárn hefur verið að skemmta á Norðurlöndum. – DV
Af tapi, tjóni eða ráni
„Nei, alls ekki. Ég vil bara fá sem
mest af honum.“
Guðmann Ísleifsson,
41 árs framkvæmdastjóri
„Já, ég bjóst nú við að sumarið
væri komið. Þetta er alltaf svona,
fyrst kemur sumar og vetur til
skiptis sex sinnum og í sjöunda
sinn þá er þetta komið.“
Steinunn Steinþórsdóttir,
18 ára nemi í MR
„Nei.“
Sigríður Jakobsdóttir,
64 ára atvinnulaus.
„Nei, fínt að hafa hann fram að
páskum allavega.“
Sumarliði Rúnarsson,
40 ára matreiðslumaður
„Já, pínu. Manni finnst þetta vera
komið gott af snjónum, en ég
er ekkert að láta þetta á mig fá
mikið.“
Bergsveinn Þórsson,
28 ára starfsmaður Minjasafns
Reykjavíkur
Finnst þér verra
að fá snjó aftur?
M
ikill er máttur orðsins. Sá sem
segir frá stjórnar nefnilega
ansi miklu um hvað okkur
finnst, hvort sem okkur líkar
það betur eða verr. Því er ábyrgð fjöl-
miðlamanna á framsetningu frétta
mikil.
Bankarnir græða
Fyrir síðustu helgi sendu tveir stóru
bankanna frá sér ársreikninga fyrir
síðasta ár. Sem fyrr er hagnaðurinn
gífurlegur en nú fylgja sögunni fréttir
af „tapi“ vegna dóms Hæstaréttar um
gengistryggð lán frá 15. febrúar. Hagn-
aður Landsbankans eftir skatta var 16,9
milljarðar króna en gert er ráð fyrir að
dómur Hæstaréttar þýði 38 milljarða
niðurfærslu á lánasafni bankans. Í
kynningu frá bankanum segir: „Þessi
ráðstöfun dregur verulega úr hagn-
aði ársins og rýrir arðsemi eigin fjár.“
Sem sagt, ef ekki hefði komið til þessi
óheppilegi dómur Hæstaréttar, ef
ósáttir lántakendur hefðu ekki verið að
vesenast þetta, hefði hagnaðurinn slag-
að í 55 milljarða á síðasta ári. Bömm-
er! Svipuð viðhorf eru uppi hjá Arion
banka sem hagnaðist um 11,1 milljarð
á síðasta ári. Á þeim bænum hefur
dómur Hæstaréttar minnkað hagnað-
inn um 13,8 milljarða sem hlýtur að
hafa verið svekkjandi fyrir æðstu menn
og vesalings kröfuhafana. Og hvernig
sögðu fjölmiðlar frá þessu? Á mbl.is
birtist frétt á föstudaginn undir fyrir-
sögninni „Tapa 51 milljarði á dómn-
um“. Og ríkisútvarp allra landsmanna
talar einnig um tap. Á föstudaginn birt-
ist fréttin „Tapa 38 milljörðum á gengis-
dómi“ á vef þeirra.
Gengistryggð lán
sem mannréttindi
En skoðum nú aðeins hvað í raun er
um að ræða. Á árunum 2004–2007
buðu þau fjármálafyrirtæki sem þá
störfuðu neytendum nýjung á lána-
markaði, svokölluð gengistryggð lán.
Loksins sátu Íslendingar við sama
borð og aðrir íbúar hins vestræna
heims. Þeim bauðst að fjármagna
íbúðakaup eða annað án þess að
greiða lánsfjárhæðina margfalt til
baka. Þetta þótti mikil mannréttinda-
bót enda voru menn orðnir þreyttir
á að borga af verðtryggðu lánunum
sínum en horfa á höfuðstólinn hækka
í sífellu. Það er nefnilega ekki góð
skemmtun. Á móti kom reyndar að
gengið gat sveiflast til og frá þannig
að fólk þurfti að hafa borð fyrir báru
og geta mætt svona 30% gengisfalli.
Gengið féll hins vegar mun meira en
það og lántakendur sátu í súpunni.
Sumarið 2010 kom svo í ljós að sam-
kvæmt íslenskum lögum voru þessi
lán ólögleg. Kerfið brást við þeim
tíðindum fyrst með tilmælum en svo
lagasetningu sem skelltu svoköll-
uðum seðlabankavöxtum á lánið frá
lántökudegi í stað gengistryggingar.
Það var kallað leiðrétting og fólkið
sem hafði farið svo illa að ráði sínu að
taka ólögleg lán (skítt með það þótt
það hafi verið gert í góðri trú) átti bara
að vera ánægt með hana. Nú voru
nefnilega flestir íslenskir lántakend-
ur jafnilla settir, hvort sem þeir voru
með gengistryggð lán eða hina hefð-
bundnu verðtryggðu hörmung. Málið
leyst, ekki satt?
En svo dúkkuðu upp óánægðir
skuldarar, fólk sem var jafnvel að
gaspra um evrópskan neytendarétt
sem stjórnvöld höfu reyndar innleitt
í íslenska löggjöf en engum finnst í
raun skipta neinu máli. Þetta fólk fór í
mál og þrátt fyrir að fjármálafyrirtækj-
unum hefði ítrekað tekist að koma í
veg fyrir að Hæstiréttur gæti svarað
spurningunni um hvort það stæðist
íslensk lög, jafnvel stjórnarskrá, að
reikna himinháa vexti á lán mörg ár
aftur í tímann, þrátt fyrir að allir gjald-
dagar hefðu verið greiddir, þá varð
svar Hæstaréttar að lokum bæði rétt-
látt og sanngjarnt. Samningar skulu
standa. Það „tap“ sem bankarnir færa
nú í bækur sínar eru því peningar
sem þeir áttu aldrei. Þetta var væntur
ávinningur af ólöglegu athæfi þeirra
sem þeir komust ekki upp með, þökk
sé Hæstarétti og þeim lántakendum
sem tóku slaginn.
Hver er að ræna hvern?
Eftir allt sem á undan er gengið í ís-
lensku þjóðfélagi. Eftir allt það raun-
verulega tjón og tap sem hrun banka-
kerfisins hefur valdið íslenskri þjóð á
síðustu árum; er til of mikils mælst að
fjölmiðlar hagi orðum sínum þannig
að með því að lesa fréttir fái maður
glögga mynd af því hver er að reyna að
ræna hvern?
„Það „tap“ sem
bankarnir færa
nú í bækur sínar er því
peningar sem þeir
áttu aldrei.
Erilsamt í HR Lögrétta veitti á sunnudaginn fólki ókeypis aðstoð við að skila skattframtalinu sínu. Margir nýttu sér þjónustuna.
Mynd SiGtRyGGuR ARiMyndin
Umræða 17Mánudagur 19. mars 2012
Kjallari
Margrét
Tryggvadóttir
1 „Ég sver það ég kúgaðist ég varð svo reið“ Andrea Kristín Unn-
arsdóttir segist hafa reiðst fórnarlambi
líkamsárásar vegna hótana þess.
2 „Hakka þig í búta með veiðihnífnum mínum“ Hildi
Lilliendahl barst óhugnanlegt hótunar-
bréf frá ónefndum aðila.
3 Rannsókn á grófri lífláts-hótun þolir bið Stefán Eiríksson
segir að mál sem þoli bið bíði næsta
virka dags.
4 Himnasending að vera ekki háð sykri Sirrý Svöludóttir hefur
verið á paleo-mataræði síðan síðasta
sumar.
5 „Ég vil sjá þig brenna lifandi“ DV birti skjáskot af hótunarbréfi sem
sent var Hildi Lilliendahl.
6 Adele í uppáhaldi Tinna Gunnlaugsdóttir sendi frá sér lag og
myndband á vefsíðuna Youtube og
fékk mikil viðbrögð.
7 Forsetaframbjóðandi vekur athygli á Facebook Myndband
af forsetaframbjóðandanum Ástþóri
Magnússyni þar sem hann talar meðal
annars um „tannlausar og taílenskar
kellingar“ í partíi vekur athygli á
Facebook.
Mest lesið á DV.is
Hann
kemur oft
Fyrrverandi vaktstjóri á N1 segir Davíð Oddsson sólginn í lottó. – DV