Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2012, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2012, Síða 18
Fjárhagslegt helvítiEl d sn ey ti Bensín Dísilolía Algengt verð 262,5 kr. 263,4 kr. Algengt verð 262,3 kr. 263,2 kr. Höfuðborgarsv. 262,2 kr. 263,1 kr. Algengt verð 262,5 kr. 263,4 kr. Algengt verð 264,7 kr. 263,4 kr. Melabraut 262,3 kr. 263,2 kr. 18 Neytendur 19. mars 2012 Mánudagur Frábær lítil verslun n Lofið að þessu sinni fær Péturs- búð en viðskiptavinur segir hana frábæra litla verslun. „Þetta er kaupmaðurinn á horninu og þar sem þjónustan er frábær, starfsfólkið indælt og vöru- verð mjög hóflegt. Ég var með kort sem ég þurfti að koma í póst og þegar ég spurði hvort póst- kassi væri í nágrenn- inu bauðst eigandinn til að taka kortið og póstleggja það fyrir mig því hann átti leið á póst- húsið seinna um daginn. Það er ekki oft sem maður verður var við svona frábæra þjónustu nú til dags.“ Óljóst tilboð n Lastið fær Húsasmiðjan en eftir- farandi barst DV: „Ég keypti íbúð nýverið og fékk sendan póst frá Húsasmiðjunni með afslætti af ýmsum vörum sem nýtast í íbúð- ina. Ég var rosalega glöð og viss um að þetta myndi heldur betur borga sig enda var 20 prósenta afsláttur af raftækjum, tveir fyrir einn af málningu og fleira. Þar sem mig vantaði einmitt þvottavél og máln- ingu fór ég þangað til þess að nýta mér til- boðið. Í bréfinu stóð að af- sláttur á raftækjunum gilti ekki á lægsta lága verðinu, og ekki af vörum sem væru á afslætti eða tilboði, sem mér finnst auðvitað mjög eðlilegt. Það voru þó engin raftæki til sölu sem ekki voru á afslætti eða lægsta lága verðinu. Jæja, þá ætlaði ég að fá málningu en þá var bara 2 fyrir 1 af veggjamálningu með 5% gljástyrk en það stóð ekki í bréfinu. Mér finnst þetta rosalega gott fram- tak og í lagi að það gildi ekki á ein- hverju ákveðnu en það verður þá að standa nákvæmlega í bréfinu á hverju afslátturinn gildir.“ DV hafði samband við Húsasmiðj- una og fékk eftirfarandi viðbrögð: „Fjöldi viðskiptavina nýtir sér þessi tilboð og er ánægður með þau. Þetta tilfelli virðist byggt á einhverjum misskilningi sem við viljum endilega fá tækifæri til að leiðrétta og biðjum viðkomandi að hafa samband við markaðs- stjóra Húsasmiðjunnar í netfangið magnusm@husa.is þannig að við- komandi geti nýtt sér tilboðið eins og til stóð. Okkur er umhugað um að viðskiptavinir Húsasmiðjunnar fái alltaf bestu kjör sem bjóðast á markaðnum á hverjum tíma.“ SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS Lof&Last É g lenti í slæmum málum út af smálánum en á tímabili var ég að borga 70.000 krónur á mánuði. Á endanum voru það foreldrar mínir sem hjálpuðu mér út úr þessum vítahring og án þeirra væri ég ennþá í föst í þessu,“ segir Júlía Marie Crawford, 19 ára. Hún segist þekkja marga sem hafi lent illa í smálánunum. „Maður tekur ekki bara eitt lán“ Júlía útskýrir hvernig hún hafi freist- ast til að taka smálán hjá Kredia upp á 10.000 krónur í lok mánaðar síðasta sumar. „Þetta byrjaði mjög saklaust en ég átti engan pening og fannst tilvalið að taka bara eitt 10.000 króna lán. Ég hugsaði með mér að ég gæti alveg borgað 12.000 krónur um mánaðamótin. Þetta varð þó fljótlega að vítahring því ég komst að því að maður tekur aldrei bara eitt lán. Þetta er svo þægilegt og þú getur, hvenær sem er, fengið peninga beint inn á reikninginn,“ segir Júlía og bætir við að það hafi ekki liðið langur tími þar til hún var farin að taka lán til að borga það eldra. Hún tók að meðaltali fjögur til fimm lán á mánuði en hámark láns- upphæðar var 40.000 krónur. „Þegar ég byrjaði að taka lán hjá Kredia var lánstíminn 15 dagar en ég reyndi að greiða um mánaðamót og því voru þau alltaf komin í vanskil og ég fékk reglulega innheimtubréf. Ég fór sem betur fer aldrei í verri vanskil og veit því ekki hvernig þessi fyrirtæki eru í innheimtumálum.“ Boðið hærra lán fyrir jólin Júlía segir að hún hafi ekki þurft að sýna fram á neina greiðslugetu og ekki þurft að fara í greiðslumat. Yf- irdrátturinn sem hún var með hafi ekki haft áhrif og einungis hafi ver- ið farið fram á að hún væri ekki á vanskilaskrá. „Fyrst færðu heimild upp á 10.000 krónur og þegar þú hefur borgað það getur þú fengið 20.000 krónur, svo 30.000 krónur og svo stigmagnast þetta. Ég fékk mest 40.000 krónur en ég man að í des- ember var viðskiptavinum boðið upp á 80.000 króna lán. Ég tók sem betur fer ekki svo hátt lán.“ Hún segist aldrei hafa verið í eins mikilli skuld og hún var í í byrj- un árs. Hún og fyrrverandi sam- býlismaður hennar hafi verið með ágæt laun, áttu aukapening og lifðu góðu lífi. Það eina sem þau þurftu að borga var örfáir reikningar en á vissum tímapunkti ákváðu þau að klippa kreditkort hans til að koma í veg fyrir að lenda í skuldum. Eft- ir það hafi þau þurft að fá smá- lán. „Hann var nálægt gjaldþroti um daginn og ég hef þurft að lifa á mömmu og pabba. Það er rosalega leiðinlegt, að reyna að vera fullorð- inn og sjálfstæður og fá þetta svo yfir sig.“ „Bara ekki taka smálán“ Þrátt fyrir að foreldrar Júlíu hafi aðstoðað hana við að komast út úr þessu í janúar og hún hafi ekki fengið lán síðan þá senda Kredia og Hraðpeningar henni SMS-skila- boð nokkrum sinnum í viku þar sem henni er boðið nýtt lán. „Ég hugsa stundum hvort ég eigi ekki bara að taka eitt lán í viðbót og það er voðalega freistandi stundum, sér í lagi þegar þeir ota þessu svona að manni.“ Aðspurð hvað hún mundi ráð- leggja öðrum segist hún vilja vara alla við smálánunum. „Ég mæli ekki með þessu við neinn, ekki einu sinni mína verstu óvini því þetta er mesta helvíti sem þú getur lent í peningalega séð. Ég hef aldrei skuldað svona mikinn pening. Líf- ið er bara svo miklu betra ef maður vinnur fyrir peningunum og á fyrir því sem maður þarf að kaupa. Ég segi við fólk, sérstaklega ungt fólk sem er nýflutt að heiman, að það sé betra að vera blankur í nokkra mán- uði og borða þess vegna bara spag- ettí í einhvern tíma. Bara ekki taka smálán.“ n Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is n Júlía Marie tók smálán n Það var fljótt að vinda upp á sig og fyrr en varði var hún komin í vítahring „Fljótt að vinda upp á sig“ „Vissulega er þetta hluti af vandræðum þeirra sem leita til okkar, allavega hluta þeirra,“ segir Svanborg Sigmarsdóttir, upplýsingafulltrúi Umboðs- manns skuldara. Hún bendir á að oft sé það fólk sem er í verri stöðu sem taki slík lán en þeir sem eru með meiri greiðslugetu fái frekar yfirdrátt eða ódýrari lán. „Þetta er líka svo fljótt að vinda upp sig, sér í lagi þegar fólk tekur lán hjá einu fyrirtæki til að borga upp lán hjá öðru.“ Hún segir að Umboðsmaður skuldara muni fagna því þegar smálán falli undir lög sem skýri umhverfi lána- fyrirtækjanna. Fjallað var um smálánafyrirtækin í DV fyrir skömmu. Þar var rætt við Breka Karlsson, forstöðumann Stofnunar um fjármálalæsi, sem sagði að þetta væri hið versta mál. „Fyrirtæki þessi höfða til þeirra sem síst skyldi, þeirra sem eru í verstu stöðunni og það er í raun verið að níðast á minni máttar,“ sagði hann. Hildigunnur Hafsteinsdóttir, lögfræðingur hjá Neytendasamtökunum, tók í sama streng og sagði samtökin hafa varað við slíkum lánum. „Eins og er verður fólk bara að passa sig og vera meðvitað en okkur finnst það ekki nóg. Þarna er verið að ráðast á viðkvæma hópa og í raun er verið að veiða fólk í gildru,“ sagði hún og benti á að þeir sem væru í góðri fjármálastöðu færu í banka og fengju lán þar. Smálán höfðuðu meira til fólks sem er í slæmri stöðu og gæti ekki fengið lán á annan hátt. „Ég man eftir bréfi frá ungu pari en konan hafði tekið smálán. Hann tók svo lán til að greiða hennar lán og svo koll af kolli. Þetta verður vítahringur sem erfitt er að komast út úr, þó svo upphæðirnar séu ekki háar. Nú eru komin fimm fyrirtæki til að velja úr og þetta geta orðið umtalsverðar skuldir ef þú tekur lán alls staðar,“ segir Hildigunnur. Júlía Marie Var komin í slæma stöðu vegna smálána. MYND SIgTRYggUR ARI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.