Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2012, Page 22
Nútímaleg glæpasaga
G
læpasagan hlýtur að
taka breytingum á
meðan glæpir nú-
tímans, mansal og
þrælahald, herja á öll sam-
félög eins og pest. Morðgáta
leyst í teboði á ættaróðali er
löngu týnt minni þótt það
hafi visst afþreyingargildi. Í
Evrópu týnist fólk, lætur lífið
eða lifir í ógn allt sitt líf. Sögur
þeirra eru ósagðar og glæp-
irnir óleystir. Sagan um Kon-
urnar á ströndinni er nútíma-
leg glæpasaga sem fjallar að
meginþræði um þessa nýju
ógn og þær gátur verða seint
leystar af sérvitringi í teboði.
Söguhetja bókarinnar er
leikmyndahönnuðurinn Ally
Cornwall sem leitar eigin-
manns síns sem er þekktur
rannsóknarblaðamaður. Eig-
inmaður hennar hefur farið
undir yfirborðið í upplýsinga-
leit og ætlað sér að afhjúpa
net mansals og þrælahalds í
Evrópu.
Hann hverfur og Ally
ákveður að hafa uppi á hon-
um. Með barn undir belti.
Í Frakklandi hefst eltingar-
leikur Ally við sannleikann,
hún fetar í fótspor eigin-
manns síns og rekur upp
sömu þræði. Það er dimm
og drungaleg Evrópa sem
blasir við lesendum þess-
arar glæpasögu. Frakkland,
Spánn og Lissabon fá á sig
annað og ekki jafnglæst yfir-
bragð.
Höfundurinn Tove beitir
skemmtilegum en einföld-
um stílbrögðum við að segja
sögu þessa og persónu-
sköpun nægir til að halda
söguþræðinum uppi. Það er
áhrifamikið að stilla upp ást-
fanginni og barnshafandi
konu á móti illmennum sem
svífast einskis. En veikleiki
sögunnar felst í ógn-
inni. Ógnin er bæði
ógreinileg og einföld-
uð. Þá helst í illmenn-
inu franska sem er
að mínu mati heldur
fyrirsjáanlegt. Vell-
auðugur og siðspilltur
athafnamaður sem
nauðgar og skemmtir
sér á snekkju meðan
raunin er líklegast sú
að hin sönnu illmenni
í þrælahaldi og man-
sali sjá aldrei fórn-
arlömb sín. Þau eru
tölur á blaði. Í stuttu
máli er Konurnar á
ströndinni þrælgóð
glæpasaga sem vísar
á forvitnilegan máta í
nútímann.
22 Menning 19. mars 2012 Mánudagur
Þýskir
bíódagar
Þýskir kvikmyndadagar í Bíó
Paradís voru settir í ann-
að sinn á laugardaginn og
standa til 25. mars. Þema
hátíðarinnar í ár er fjölskyld-
an í öllum sínum myndum.
Opnunarmynd daganna
er Almanya – Velkomin til
Þýskalands, eftir Yasemin
Samdereli. Alls verða sýndar
sjö nýjar myndir frá þessu
forna kvikmyndaveldi, sem
á undanförnum árum hefur
gengið í gegnum hressilega
endurnýjun lífdaga. Mynd-
irnar eru allar sýndar með
enskum texta.
Ævintýri
Múnkhásens
Leikritið Ævintýri Múnkhá-
sens verður frumsýnt í Gafl-
araleikhúsinu á fimmtudag.
Uppselt er á frumsýninguna
en hægt er að kaupa sig inn
á forsýningu á þriðjudag
og generalprufu á miðviku-
dag á helmingsverði. Báðar
sýningarnar eru klukkan 18.
Leikarar eru meðal annars
Gunnar Helgason, Ágústa
Eva Erlendsdóttir, Gunn-
ar Björn Guðmundsson og
Magnús Guðmundsson.
Leikritið er ætlað fyrir alla
aldurshópa.
Nætur-
gárun
Gillon hefur sent frá sér plöt-
una Næturgárun. Maðurinn
að baki Gillon er Gísli Þór
Ólafsson en hann kallar sig
Gillon. Gísli hefur áður sent
frá sér fimm ljóðabækur, á
árunum 2006–2010. Lögin á
Næturgárun eru frá árunum
1997–2010 og upptökur fóru
fram hjá Sigfúsi Arnari Bene-
diktssyni í stúdíó Benmen.
Aðrir flytjendur á plötunni
eru þau Sigurlaug Vordís Ey-
steinsdóttir, Andri Már Sig-
urðsson og Fúsi Ben ásamt
sópransöngkonunni Ísabellu
Leifsdóttur.
Kristjana
Guðbrandsdóttir
kristjana@dv.is
Bækur
Konurnar
á ströndinni
Höfundur: Tove Alsterdal.
Útgefandi: Veröld.
392 blaðsíður
Ekkert teboð Morðgáta leyst í teboði á
ættaróðali er löngu týnt minni þótt það hafi visst afþreyingargildi. Sagan um Konurnar á ströndinni er nútímaleg glæpasaga.
Besti molinn
n HönnunarMarsipanið snýr aftur! Á Hönn-
unarMars, dagana 22.–25. mars, verður aftur
hægt að fjárfesta í og háma í sig Hönnunar-
Marsipan. Það er jafnvel betra en í fyrra því nú
er það blátt og til styrktar krabbameinssjúkum.
Lakkrískonfektkubbarnir eru hannaðir af Örnu
Rut Þorleifsdóttur og Rán Flygenring og fram-
leiddir í samstarfi við sælgætisgerðina Sambó.
Netin hnýtt
n Netagerðin opnaði verslun og vinnustofu við
Mýrargötu í október síðastliðnum. Aðstandendur
Netagerðarinnar sýna hönnunarvöru sem vísar
til netagerðar. Með þessu leitast hönnuðir við að
endurlífga fyrri starfsemi hússins og tengja hana
núverandi starfsemi, þ.e. hönnun, myndlist og
tónlist. Í Netagerðinni eru: Bryndís Bolladóttir,
Stáss, Volki og Kongó. Opnunarhóf er 22. mars
frá kl. 16–18. Netagerðin, Nýlendugötu 14.
Stefnumót hönnuða
og bænda
n Stefnumót hönnuða og bænda, samstarfs-
verkefni LHÍ og Matís, teflir saman tveimur
starfsstéttum með það að markmiði að skapa
einstakar afurðir og auka verðmæti. Af þessu
tilefni verður opnuð heimasíða verkefnisins,
designersandfarmers.com. Verkefnið er styrkt
af Tækniþróunarsjóði, Framleiðnisjóði land-
búnaðarins og Hönnunarsjóði Auróru. Spark
Design Space, Klapparstíg 33.
Fyrirmyndarborg
– Model City
n Borg rís í sölum Ráðhússins. Fjölskyldur og
börn geta fengið úthlutað lóð í skipulagi sem
verður komið fyrir á gólfi Ráðhússins, þar byggja
þau hús, torg og garða. Þeir sem ekki sjá sér
fært að taka þátt geta fylgst með af svölum
Ráðhússins. Allt efni er endurunnið afgangs-
efni. Ráðhús Reykjavíkur.
Mundi The Journey /
Ferðalagið
n Ný vetrarlína Munda: The Journey, eða
Ferðalagið, verður sýnd með óvenjulegu sniði
í Rauðhólum. Sögusvið nýjustu stuttmyndar
Munda er meðal annars Rauðhólar, en myndin
er gerð í kringum vetrarlínuna og er söguþráður-
inn unninn út frá nafni línunnar. Búast má við
ævintýralegu umhverfi þar sem áhorfendur
fá innsýn í The Journey. 24. mars, 16:30–17:30.
Rauðhólar.
Phobophobia
n Teiknarar eru um allt heima hjá þér. Þeir hafa
teiknað bækurnar í hillunum, bæklingana á
stofuborðinu og aftan á morgunkornspakkann
í eldhúsinu. Phobophobia er samsýning 34
íslenskra teiknara og nú er tími til kominn að þú
heimsækir þá! Bíó Paradís, Hverfisgötu 54.
Hönnun í
hávegum höfð
n Í tilefni HönnunarMars sýnir Epal verk hátt í 20
íslenskra hönnuða, þekktra jafnt sem nýrra og
upprennandi. Á sýningunni eru bæði fullmótaðir
hlutir sem og hugmyndir á frumstigi; húsgögn,
leikföng, ljós, teppi og nytjahlutir. Opnunarhátíð
verður miðvikudaginn 21. mars frá kl. 17.00–
20.00. Epal, Skeifunni 6.
Arctic Plank
n Sýnd eru ný húsgögn: sófar, bekkir, borð og
ljós. Arctic Plank sérhæfir sig í hönnun og fram-
leiðslu innréttinga og húsgagna úr endurunnu
hráefni. Húsgögnin sem eru sýnd að þessu
sinni eru unnin úr vörubrettum, steypu og
endurunnum segldúk. Kex Hostel (á pallinum),
Skúlagötu 28.
5
Í mars lifnar borgin við og verður öllu litríkari og smartari en venjulega. Lilja Gunnarsdóttir,
ritstjóri hjá Hönnunarmiðstöð Íslands, valdi bestu og girnilegustu molana úr dagskránni 22.–25. mars.
8 bestu molarnir
á Hönnunarmars
1 2 3 4
6 7 8