Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2012, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2012, Side 10
„Eftirsjá mín Er Einlæg“ 10 Fréttir 13.–15. apríl 2012 Helgarblað GALLABUXUR Verð STUTTERMASKYRTUR Verð 5990,- 4490,- ÁVALLT VEL KLÆDDUR AKUREYRI S:4627800. SMÁRALIND S:5659730. KRINGLUNNI S:5680800. LAUGAVEGI S:5629730 F yrir tæpum tuttugu árum urðu mér á mistök sem ég sé enn eftir,“ segir Svavar Hall- dórsson, sambýlismaður Þóru Arnórsdóttur forseta- frambjóðanda. Svavar svarar hér dreifibréfi sem gengur manna á milli og DV greindi frá á fimmtudags- kvöld. Í bréfinu er rifjaður upp tutt- ugu ára gamall líkamsárásardómur yfir Svavari. Í bréfinu er sagt berum orðum að maðurinn sem varð fyrir árásinni hafi orðið alvarlega veikur í kjölfar hennar, af ólæknanlegum sjúkdómi. Hefur DV leitað álits lækn- is sem segir að slíkt geti ekki staðist. Heimildir DV herma að innan her- búða stuðningsmanna Þóru sé það litið alvarlegum augum að bréf þetta gangi manna á milli en í kjölfar um- fjöllunar DV sendi Svavar frá sér yfir- lýsingu. Braut tvær tennur Svavar var dæmdur vegna líkams- árásarinnar árið 1993. Hann var þá 23 ára og árásin átti sér stað árið áður. Í líkamsárásinni brotnuðu tvær tennur í manninum sem er jafnaldri Svavars. Í yfirlýsingu sem Svavar hef- ur nú sent frá sér segist hann gera sér grein fyrir alvarleika árásarinnar. „Ég geri mér fulla grein fyrir því að það sem ég gerði honum var verulega slæmt og eftirsjá mín er einlæg. Þetta er líklega það versta sem ég hef nokk- urn tímann gert nokkrum manni á ævi minni.“ Svavar var dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi vegna árásarinnar og gert að greiða skaðabætur vegna hennar. Blöskra ásakanir Það sem fer fyrir brjóstið á fólki er að í bréfinu eru annars vegar ásakanir á Svavar tengdar hrörnunarsjúk- dómi sem maðurinn glímir við og hins vegar að sagt er berum orðum að Svavar hafi ekki greitt miskabætur sem honum bar að greiða vegna málsins. Heimildir DV herma að það sé rétt að skaðabætur hafi ekki verið greiddar, en að málsaðilar hafi gert með sér samkomulag þar að lútandi. Leiðir Svavars og mannsins lágu aftur saman síðar meir og hafa þeir gert upp málið sín á milli. „Seinna lágu leiðir okkar saman og við sætt- umst. Mér er verulega hlýtt til þessa manns og ég er honum þakklátur fyrir hversu stórmannlega hann tók afsökun minni,“ segir Svavar. „En þetta var dómgreindarskort- ur af minni hálfu,“ segir hann, „ef ég gæti tekið þetta til baka þá myndi ég gera það á svipstundu.“ Nú, þegar tæpir þrír mánuðir eru til kosninga og sex frambjóðendur hafa stigið fram, er ljóst að kosninga- baráttan er hafin og að hún verður hörð. Herbúðir frambjóðenda vinna nú hörðum höndum að því að koma sínum frambjóðanda á framfæri. Hvert sem bréfið á rætur sínar að rekja virðist sem aðilar víli ekki fyrir sér að beita áróðursherferðum sem þessari. „Þetta verður leðjuslagur“ „Allt svona skaðar en engu að síður gæti þetta orðið til þess að fólki blöskri og þyki þetta fyrir neð- an beltisstað og ákveði að styðja hana,“ segir Jón Hákon Magnússon, framkvæmdastjóri KOM almanna- tengsla. Hann telur málið allt í raun út í hött. Svavar hafi verið ungur maður, ungir menn geri stundum hluti sem þeir eiga ekki að gera, en hann hafi beðist afsökunar, náð sátt- um og þar með ætti málinu að vera lokið. „En það eru einhverjir andstæð- ingar sem hugsanlega sjá tækifæri til að höggva í hann,“ segir Jón Há- kon. Fjöldapósturinn um Svavar kemur honum ekki á óvart og hann býst við að baráttan harðni enn. „Það var alveg við þessu að búast. En þetta ætti ekki að verða til þess að hún fari ekki í framboð. Því miður held ég að það verði allt dregið fram, og ekki bara um Þóru. Þetta verð- ur leðjuslagur, þó vonandi ekki jafn slæmur og í Bandaríkjunum núna.“ „Þetta er líklega það versta sem ég hef nokkurn tímann gert nokkrum manni á ævi minni. n Svavar fær kaldar kveðjur í dreifibréfi n „Verður leðjuslagur,“ segir almannatengill Ásta Sigrún Magnúsdóttir blaðamaður skrifar astasigrun@dv.is Kaldar kveðjur Svavari eru sendar kaldar kveðjur í bréfinu sem gengur manna á milli. Hann segist iðrast. mynd eyÞór árnason

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.