Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2012, Side 21

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2012, Side 21
Fréttir 21Helgarblað 13.–15. apríl 2012 Olíublautur þvottur skapar hættu Á innan við ári hefur þrisvar komið til brunatjóns hjá við- skiptavinum VÍS þar sem sjálfsíkveikjur hafa orðið í þvotti út frá matarolíum, segir í tilkynningu frá trygginga- félaginu. Þar segir einnig að fyrir utan þau tjón sé VÍS kunnugt um fimm önnur tilvik þar sem kviknað hefur í út frá olíum eða tekist hefur á síðustu stundu að bleyta í þvottinum og afstýra bruna. Það mun vera vel þekkt að kvikn- að getur meðal annars í viðarolíu í tuskum, svampi eða öðru slíku og er þá getið um þá hættu á umbúð- unum. En sjálfsíkveikja getur einnig orðið í þvotti sem smitaður er matar- eða nuddolíu jafnvel þótt hann hafi verið þveginn því það getur enn ver- ið talsvert eftir af olíu sem ekki þvæst úr tauinu. Það sem gerist er að inni í hrúgunni verður efnahvarf sem myndar hita. Því stærri sem hrúg- an er, því meiri verður einangrunin og hitastigið hækkar hraðar. Að lok- um verður hitinn það mikill að eld- ur kviknar. Ýmis bleikiefni í þvotti geta aukið þessa áhættu en eftir að þvottur er þveginn þá er utanað- komandi hiti líkt og þurrkari skilyrði. VÍS bendir á að þau fyrirtæki sem þetta getur átt við séu meðal ann- ars veitingahús, nuddstofur, bakarí, efnalaugar, bifreiðaverkstæði, hót- el og atvinnurekstur þar sem viður er olíuborinn. Þessi áhætta getur líka verið á heimilum, meðal annars þegar viðarolía hefur verið borin á húsgögn eða matarolía þerruð upp.  Til að fyrirbyggja sjálfsíkveikju er ráðlegt að bleyta olíublautar tuskur, setja þær strax í poka og loftæma hann. Þá er ráðlagt að þvo olíusmit- aðan þvott strax og ekki nota þurrk- ara þegar slíkur þvottur er þveginn. Nánari leiðbeiningar má finna á DV.is. astasigrun@dv.is n Stundum kviknar sjálfkrafa í olíublautum þvotti Ekki er allt sem sýnist Meira að segja þvottur getur verið hættulegur. Hauck greiddi bara Hluta af verði búnaðarbankans n Millifærslukvittanirnar vegna kaupanna á Búnaðarbankanum n Þýski bankinn lét millifæra „algjör- lega sens- laust“ „Þessi útlenski banki sem átti að vera Hauck & Auf- häuser sem var einhver lítill prívatbanki í Þýskalandi sem enginn hafði heyrt á minnst og hafði í rauninni enga getu til þess að taka þátt í, jafnvel þó að Búnaðarbankinn væri ekkert sérstaklega stór. Þess vegna fannst okkur þetta alltaf skrýtið þegar þetta var að gerast. Upphaflega átti að vera Société Générale sem það þótti […] þetta var allt eitthvað rosalega skrýtið. [… [O]g maður hitti hann og maður upplifði það að hann hefði alveg eins getað verið að kaupa ísbúð, hann vissi ekkert hvað hann var að kaupa. Það var algjörlega senslaust [svo] að hann hafi verið að leggja svona mikla peninga undir, þannig að ég hef alltaf verið sannfærð- ur um það að þetta var bara einhvers konar framvirkur samningur, eða eitthvað slíkt, sem að eða einhvers konar útfærsla þar sem hann var bara fulltrúi fyrir aðra aðila.“ Sigurjón Árnason, fyrrver- andi bankastjóri Landsbank- ans og fyrrverandi fram- kvæmdastjóri rekstrarsviðs Búnaðarbankans, um kynni sín af Peter Gatti, fulltrúa þýska bankans, í skýrslu- töku hjá rannsóknarnefnd Alþingis.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.