Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2012, Side 30

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2012, Side 30
Sandkorn U mræðan á Íslandi er á stund- um gjörsamlega á haus. Sláandi dæmi um ruglið er að finna í umræðum um Ice- save þar sem margur þykist hafa höndlað sannleikann. Þótt engin leið sé að sjá fyrir hvernig endanlegt uppgjör verður fullyrðir einn hópur- inn að við höfum stórgrætt á þeirri ákvörðun núverandi forseta að hafna samningum um Icesave. Annar hóp- ur fullyrðir að við töpum hund ruðum milljóna á þeirri afstöðu. Menn reikna sig bláa í báðar áttir. En eng- inn veit þó í rauninni neitt því málið er fyrir dómi og niðurstaðan þar er engan veginn fyrirsjáanleg. Öfgaöfl til hægri og vinstri hafa sameinast í stækri þjóðernishyggju sem nærist á því að öll ríki Evrópu- sambandsins séu andvíg Íslandi og jafnvel haldin hatri í garð þessa örríkis við ysta haf. Nú þegar máls- höfðun með aðild Evrópusam- bandsins er að verða blákaldur veruleiki rísa íslensku öfgamenn- irnir upp og heimta uppgjör Íslands við Evrópusambandið. Við eigum að hætta viðræðum um aðild að ESB og helst að segja hyskinu stríð á hendur. Allt er þetta uppnám vegna þess að óreiðumenn í íslenskum banka sviku út sparifé í nágranna- löndum okkar og settu bankann sinn á hausinn. Íslensk stjórnvöld tryggðu allar innistæður skúrka- bankans á Íslandi, langt umfram lagaskyldu, en neita að bæta útlend- ingum tjónið. Þegar hinir sviknu krefjast síðan réttlætis og vilja fá peningana sína trompast öfga- mennirnir og tala um fantaskap. Tónninn var sleginn þegar maður- inn sem setti Seðlabanka Íslands á hausinn sagði í sjónvarpsviðtali að ekki kæmi til greina að Íslendingar tækju á sig skuldir óreiðumanna í útlöndum. En við tókum á okkur skuldir þeirra hér heima. Fólkið sem vill fá sparifé sitt aftur er hópur af föntum sem vill Íslandi illt. Það er hamrað á því að allir sem rísi gegn þjófnaði Landsbankans séu óvinir Íslands. Við erum föst í ruglumræðu sem á sér rætur í apa- pólitík hins íslenska Alþingis þar sem rétt og rangt skiptir engu en aðalatriðið er að rífast dagana langa um hvað sem er. Við höfnuðum samningum um Icesave og verðum nú að taka því sem að höndum ber. Forseti Íslands stöðvaði samninga- ferlið og þjóðin sagði nei við að borga Icesave. Nú verðum við að berjast fyrir dómstólum með hrein- leikann að vopni og vona að nei- ið verði ekki dýrkeypt. Og það má hverjum hugsandi manni vera ljóst að óvinir Íslands eru ekki þjóðirnar sem skúrkarnir okkar rændu. Við erum sjálfum okkur verst. Þjóðernissinnarnir hafa hamrað á að Icesave-málið sé dæmi um óvini okkar í Evrópu. Nú vilja menn að viðræðum um aðild að ESB verði slitið til að mótmæla því að útlend- ingar sæki rétt sinn á hendur Íslend- ingum. Þetta er auðvitað fráleitur málflutningur og engin ástæða til að blanda saman aðildarumræðum og dómsmáli um Icesave sem við báð- um sjálf um. Íslendingar verða að klára samningaferlið. Þjóðin verður að meta áhættuna af hinu yfirþjóð- lega valdi og svara því á grund- velli niðurstöðu samnings hvort við göngum í sambandið eða ekki. Öfgaöfl þjóðernishyggjunnar mega ekki ráða örlögum Íslendinga. Drjúgir dagpeningar n Eftirlaunamennirnir Björn Bjarnason og Styrmir Gunn- arsson gerðu vel í því að láta Evrópuvakt sína birta sundurliðað í hvað ríkis- styrkur til þeirra vegna Evr- ópumála fór. Þar kom í ljós að drjúgur hluti fór til að greiða dagpeningagreiðslur vegna ferðalaga til Evrópu auk þess að yfirvigt Björns var bókfærð. Forvitnilegt væri að sjá hvernig launa- greiðslum til þeirra félaga er háttað og hvort launin eru í samræmi við dagpeningana. Sem kunnugt er skerðist líf- eyrir þegar sá sem þiggur fær laun annars staðar. Kóngurinn Bubbi n Þegar litið er til sölu á dægurtónlist á Íslandi kemst enginn með tærn- ar þar sem Bubbi Mort- hens er með hælana. Frá árinu 1978 til vorra daga hefur Bubbi komið 27 plötum í fyrsta sæti í sölu. Sem dæmi kemur Sálin hans Jóns míns næst með níu plötur. Björk hefur sjö sinnum komist á topp- inn og Björgvin Halldórsson fimm sinnum. Stuðmenn og Páll Óskar hafa komist jafnoft á efsta tind. Þessar tölur eru samkvæmt úttekt Bárðar Bárðarsonar. Leðjuslagur n Margt bendir til þess að slagurinn um forsetastólinn verði einhver sá subbuleg- asti um árabil. Fjöldapóstur hefur gengið manna í milli á Facebook þar sem vegið er harkalega að Svavari Hall- dórssyni, eiginmanni Þóru Arnórsdóttur og rifjað upp dómsmál á hendur honum. Augljóst er að fljúgandi meðbyr Þóru hefur kall- að fram þessi viðbrögð. Þá hefur skipulega verið dreift leiðindum um Herdísi Þor- geirsdóttur sem líkleg er talin til árangurs í kosningunum. Með höfðingjabrag n Þess er beðið að Stefán Jón Hafstein, starfsmaður Þróunarstofnunar, gefi það upp hvort hann þori í forsetaslag- inn. Stefán hefur yfir sér nokkurt yfir- bragð þjóð- höfðingja og þykir auk þess vera vel ætt- aður og til þess fallinn að sitja að Bessastöðum. Meðal þeirra sem nefndir eru sem stuðningsmenn hans er Össur Skarphéðinsson utan- ríkisráðherra en þeir eru samflokksmenn. Líklegt er talið að Stefán Jón leggi ekki í slaginn. Ég var vaktstjóri þarna Ég held að ég sé orðin það nú þegar Andri Ólafsson las fréttir með 5 mínútna fyrirvara. – DV Söngkonan Anna Mjöll þegar hún er spurð hvort hún geti orðið ástfangin að nýju. – Lífið Íslensk apapólitík Leiðari Reynir Traustason rt@dv.is „Óvinir Íslands eru ekki þjóðirnar sem skúrkarnir okkar rændu F réttablaðið birti forustugrein um daginn undir yfirskriftinni „Al- þingi þarf að vanda sig“. Þar segir m.a: „Stjórnskipunar- og eftirlits- nefnd þingsins hafði tillögu stjórnlaga- ráðs að breyttri stjórnarskrá til umfjöll- unar í fimm mánuði.“ Þetta er ekki rétt. Frumvarpið var afhent Alþingi 29. júlí 2011. Við erum að tala um átta mán- uði, ekki fimm. Átta mánaða leit Síðan segir í leiðaranum: „Í stað þess að fara efnislega ofan í saumana á málinu, leita umsagna sérfræðinga, skýra óskýrt orðalag, lagfæra mis- ræmi í ákvæðum … skilaði meirihluti nefndarinnar af sér ómerkilegri og illa unninni þingsályktunartillögu um að þjóðin yrði spurð álits á tillögu stjórn- lagaráðs.“ Ekki er þetta heldur rétt. Nefndin ræddi við sérfræðinga og aðra, vann úr þessum viðræðum og spurði stjórnlagaráð síðan bréflega um hugs- anlega „óskýrt orðalag“ og hugsanlegt „misræmi í ákvæðum“ á fáeinum stöð- um í frumvarpinu. Hvorugu reyndist vera til að dreifa, svo sem stjórnlagaráð skýrði í svari sínu til þingnefndarinn- ar 11. marz sl., enda gaf nefndin ekki heldur neitt slíkt í skyn í bréfi sínu til stjórnlagaráðs. Ef í frumvarpinu væri að finna dæmi um „óskýrt orðalag“ og „misræmi í ákvæðum“, hefði rit- stjóri Fréttablaðsins trúlega tilgreint þau. En það gerði hann ekki, þótt ætla megi, að hann og aðrir andstæðingar frumvarpsins hafi leitað með logandi ljósi að slíkum dæmum í átta mánuði. Stjórnlagaráð hafði færum ráðgjöfum og sérfræðingum á að skipa við vinnu sína. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn eiga þrjá fulltrúa í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis, alla löglærða. Þessum þrem fulltrúum minni hlutans hefði verið í lófa lagið „að fara efnislega ofan í saumana á málinu, leita umsagna sérfræðinga, skýra óskýrt orðalag, lagfæra misræmi í ákvæðum …“ eins og Fréttablaðið lýsir eftir, en þeir hafa þó engin gögn lagt fram í þá veru, ekki frekar en meiri hluti nefndarinnar. Mér dettur ekki í hug að efast um, að þau eru öll eins og ritstjórinn að reyna að vanda sig. Þingnefndin leitaði ekki álits er- lendra sérfæðinga á frumvarpi stjórn- lagaráðs. Á því getur varla verið önnur skýring en sú, að nefndinni þótti það ástæðulaust eftir að hafa kynnt sér frumvarpið. Nefndin leitaði ekki heldur til Feneyjanefndarinnar, sem á vegum Evrópuráðsins er iðulega fengin til að fjalla um nýjar stjórnarskrár í álf- unni með lýðræði og mannréttindi að leiðarljósi. Lýðræði og mannréttind- um er gert hátt undir höfði í frumvarpi stjórnlagaráðs. Því hefur þingnefndin trúlega ekki séð ástæðu til að leita eftir umsögn Feneyjanefndarinnar. Leiðari Fréttablaðsins heldur áfram: „Það liggur svo fullkomlega í augum uppi að málið var vanreifað og óklárað af hálfu Alþingis að það er mikil blessun, en alls ekki bölvun, að þjóðin skuli ekki verða spurð álits á tillögum um breytingar á stjórnarskrá samhliða forsetakosningunum.“ Blaðið missir marks. Alþingi fól stjórnlagaráði að semja frumvarp til nýrrar stjórnarskrár, þar eð Alþingi hefur ekki tekizt að gera það í 67 ár þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Hlutverk Alþingis nú þarf ekki að vera annað en að standa við eigin samþykkt um að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um frumvarpið samhliða forsetakjöri 30. júní, eða síðar í haust. Þjóðin ræður Fréttablaðið segir: „Þingið þarf að taka efnislega afstöðu til þeirra til- lagna sem fyrir liggja“. Þingið þarf þess þó einmitt ekki. Þingið fól öðr- um að vinna verkið og á því ekki að hrifsa það til sín aftur. Staðhæfingar Fréttablaðsins um „innri mótsagnir í grundvallarplaggi stjórnskipunar- innar“ eiga ekki við rök að styðjast, enda myndi blaðið þá trúlega tefla fram þeim rökum. Enginn hefur á átta mánuðum nefnt nokkurt gilt dæmi um „innri mótsagnir“. Full- yrðingar um „innri mótsagnir“ og annað í þeim dúr eru yfirvarp þeirra, sem reyna að klæða andúð sína á frumvarpinu í lagatæknilegt dular- gervi. Frumvarpið á andstæðinga eins og eðlilegt er. Sumir eru andvígir auðlindum í þjóðareigu, jöfnu vægi atkvæða, greiðum aðgangi að upp- lýsingum og ýmsum öðrum réttar- bótum, sem frumvarpið kveður á um. Leitt er að sjá Fréttablaðið bergmála andstöðu sérhagsmunahópa gegn sjálfsögðum mannréttindum. En þeir eiga ekki Ísland. Þjóðaratkvæði er ætlað að sannreyna vilja fólksins í landinu. Þjóðin á sig sjálf. Að vanda sig Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir Ritstjórar: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) og Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri: Stefán T. Sigurðsson (sts@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Hönnunarstjóri: Jón Ingi Stefánsson (joningi@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: DV.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR 30 13.–15. apríl 2012 Helgarblað Kjallari Þorvaldur Gylfason „Þjóðaratvæði er ætlað að sannreyna vilja fólksins í landinu. Þjóðin á sig sjálf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.