Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2012, Qupperneq 40

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2012, Qupperneq 40
40 13.–15. apríl 2012 Helgarblað Sakamál 11 mínútur liðu áður en morðinginn Donald Harding var liðið lík í gasklefa í Arizona í Bandaríkjunum. Meðan á aftökunni stóð barðist Donald um í fjötrunum og froða lak úr munni hans. „Það var augljóst að þessi maður þjáðist. Þetta var ofbeldisfullur dauðdagi … Við drepum dýr á mannúðlegri máta,“ sagði sjón- varpsfréttamaður sem fylgdist með aftökunni. Donald eyddi síðustu andartökunum í að bölva Grant Woods ríkissaksóknara, sem var viðstaddur, í sand og ösku og sýna honum fingurinn. U m s j ó n : K o l b e i n n Þ o r s t e i n s s o n k o l b e i n n @ d v . i s xxx x xxx xxx xxx Þ egar Edith Muhr lagði fót- gangandi af stað heim- an frá sér í gegnum skóg- lendi og akra í Perigord í Frakklandi 10. september 2009 grunaði hana ekki að um yrði að ræða hennar hinsta göngutúr. Áfangastaður hennar var veitinga- staður í rúmlega sex kílómetra fjarlægð, Auberge des Marroniers í Lanquais í Dordogne, þar sem hún hugðist snæða hádegismat með Rolf, eiginmanni sínum. Edith, eldri kona sem var að jafna sig eftir baráttu við brjósta- krabba, hafði unun af göngutúr- um, en eiginmaður hennar deildi ekki þeirri ástríðu og hafði ákveð- ið að aka að veitingastaðnum og bíða hennar þar. Til að komast á áfangastað þurfti Edith að fara yfir landareign bónda nokkurs, Yves Bureau. Ekki er með góðri vissu hægt að full- yrða hvað gerðist en svo virðist sem leiðir Edith og Yves hafi skar- ast og hann með valdi flutt hana í hlöðuna á býli sínu þar sem hann batt hana við uppréttan stiga, eins og Jesú á krossinn. Sundurlimuð lifandi Yves var 58 ára, lág- og riðvaxinn og öflugur, og Edith hafði ekkert í hann að gera. Hún vissi ekki hvað- an á sig stóð veðrið og baðst mis- kunnar þegar hann fór að munda hin ýmsu eggverkfæri. En Yves hófst handa við að skera af henni fingurna og blóðið rann í stríðum straumum. Yves kippti sér ekkert upp við sársauka- og skelfingarvein Edith og þegar allir fingur höfðu verið klipptir af greip hann kjötsax og slátrarahníf og hófst handa við að skera af henni hand- og fótleggi. Eitt sinn öskraði Edith svo hátt að kalt vatn rann milli skinns og hörunds á nunnu sem var í heim- sókn á nálægu býli. Nunnan ákvað að kanna málið frekar en þeg- ar hún nálgaðist hlöðu Yves kom hann skeiðandi út á móti henni. „Hér er allt í sóma,“ sagði hann sefandi og traustvekjandi rómi. „Ekkert til að hafa áhyggjur af.“ Nunnunni var afar létt og snéri frá og Yves snéri aftur til sinnar óhugnanlegu iðju. Fyrsta frásögnin af mörgum Á sama tíma og Edith var skorin í bita beið Rolf óþreyjufullur á veit- ingastaðnum. Edith var þýsk, sem og eiginmaður hennar, og Rolf var fullkunnugt um þá áherslu sem Edith lagði á stundvísi. Á endanum gafst Rolf upp á biðinni og settist upp í bifreið sína og ákvað að aka til móts við konu sína, í von um að rekast á hana. Klukkan hálf þrjú hafði Rolf sam- band við lögregluna og sagði sín- ar farir ekki sléttar. Þegar húmaði að kveldi fann lögreglan þrjá hluti sem Rolf staðhæfði að tilheyrðu Edith; gleraugu, sætuefni og speg- il. En Edith var hvergi að sjá. En lögreglan fékk eina vísbend- ingu þó veigalítil væri; einhver hafði séð hvíta Renault Express- bifreið á stað þar sem alla jafna var lítið um bílaumferð. Næsta morgun var lögreglan ekki lítið undrandi þegar hvítri Renault Ex- press-bifreið var ekið upp að lög- reglustöðinni og lagt þar. Út úr bifreiðinni steig Yves og hafði upplýsingar – fyrstu frásögn hans af mörgum: „Í gær, um há- degisbil, þurfti ég að létta á mér og sá bíl og bifhjól.“ Lögreglunni þótti undarlegt að enginn annar hefði séð umrædd farartæki – og hví hafði þessi bóndi skyndilega gefið sig fram til að segja lögregl- unni þessi tíðindi? Frásögn á frásögn ofan Lögreglan ákvað að kíkja nánar á býli Yves og þar beið þeirra ógeð- felld sýn. Blóð úr Edith var upp með veggjum og um gólf hlöð- unnar, og að auki leifar skepnu sem Yves hafði slátrað og gert að. Í uppþvottavél Yves fann lög- reglan föt Edith, enn rök og með blóðblettum. Yves var handtek- inn. „Allt í lagi. Ég skal segja ykk- ur hvað raunverulega gerðist. Ég stoppaði til að míga og fann sund- urlimað lík konu við slóðann. Ég varð skelfingu lostinn. Ég setti líkamshlutana í skottið á bíln- um mínum og ók að tjörninni og fleygði þeim út í. En þeir flutu. Ég náði þeim aftur upp á tjarnarbakk- ann, setti þá í tóma áburðarpoka og fleygði þeim inn á kornakur.“ Yves vildi ekki upplýsa um hvað kornakur var að ræða og fljótlega kom í ljós að það skipti litlu máli því ný útgáfa varð til. „Ég ók eftir veginum þegar nak- in kona stökk fyrir bílinn. Ég gat ekki komið í veg fyrir það – það var slys. Ég setti hana í bílskottið og fór með hana í útihús á bak við hús hjá mér. Ég reyndi að hafa munnmök við hana, en hún var dauð. Ég skar hana í hluta sem ég setti í poka og henti á kornakurinn.“ Yves fór með lögreglunni á kornakurinn og þar fundust nokkrir pokar með líkamsleifum Edith. Yves var kærður fyrir morð. Óljósar ástæður Þrátt fyrir að gengið væri á Yves gaf hann aldrei upp ástæður ódæðisins og þegar kviðdómi voru sýndar ljósmyndir af vett- vangi og öðru sem tengdist morð- inu gantaðist Yves og hló í réttar- salnum. Þegar dómarinn spurði Yves hvort hann væri ekki fús til að segja allan sannleikann þvertók hann fyrir að vera sekur yfirhöf- uð – þrátt fyrir, auk allra annarra sannana, að hringar Edith hefðu fundist ofan á þverbita í hlöðu hans. „Klukkan var hálf eitt þegar ég stoppaði við slóðann til að létta á mér. Ég heyrði bílhurð skellast og þegar ég kannaði það nánar sá ég nakinn líkama þessarar konu liggja við vegarbrúnina. Ég ýtti við henni með priki, Hún var ekki á lífi. Ég fór í kerfi og flýtti mér heim. Nokkrum tímum síðar fann ég, í hlöðunni minni, sama nakta lík- amann – sundurlimaðan og hrúg- að upp fyrir framan dráttarvélina mína,“ sagði Yves. „Svo líkaminn komst inn í hlöðuna þína af eigin rammleik?“ var Yves spurður. Yves svaraði ein- faldlega: „Ég veit það ekki.“ Þegar þar var komið sögu draup meira að segja verjandi Yves höfði og muldraði fyrir munni sér: „Þetta er enn ein útgáfan af því sem gerðist.“ Samkvæmt lögregl- unni kom Yves með 27 útgáfur af atburðarásinni. Í september 2011 var Yves Bu- reau dæmdur til lífstíðarfangelsis án möguleika á reynslulausn fyrr en eftir 20 ár. sundurlimuð n Hugðist snæða með manni sínum n Endaði ævina í hlöðu nágrannans„Þegar þar var komið sögu draup meira að segja verjandi Yves höfði og muldraði fyrir munni sér: „Þetta er enn ein útgáfan af því sem gerðist.“ Yves Bureau Hafði útskýringar á reiðum höndum – í 27 útgáfum. Fórnarlamb Yves Edith Muhr hlaut hryllileg örlög. Vinkonurnar – úlfar í sauðargæru B estu vinkonur Michelle „Missy“ Avila voru Karen Severson og Laura Doyle. Missy var 17 ára stúlka, vinsæl og lag- leg. Karen, einnig 17 ára, var and- stæða Missy; hávaxin og glímdi við of mikla líkamsþyngd. Í októberbyrjun 1985 fóru Laura og Missy saman til Stonehurst Park í Sun Valley í Los Angeles. Þar voru þær búnar að mæla sér mót við Karen og stúlku að nafni Eva Chirumbolo. Einhverra hluta vegna hringdi móðir Lauru, Barbara, í móður Missy, Irene, síðar þann sama dag og spurði hvort Missy væri komin heim. Daginn eftir hafði Missy ekki skilað sér og Irene hafði samband við lögregluna. Þann 4. október gengu göngugarpar fram á illa farnar líkams- leifar Missy í Big Tajunga-gilinu í Angeles-þjóðgarð- inum. Sítt hár Missy hafði verið tætt af höfði hennar og gerð hafði verið mislukkuð tilraun til að hylja líkið. Karen varð svo mikið um að hún flutti inn til móður Missy, svaf í rúmi hennar og gekk jafnvel í fötum hennar, eins og mögu- legt var. Laura Doyle sagðist hafa séð Missy á tali við tvo unga karlmenn í bláum Chevrolet Camaro-bíl, en lögreglan hafði ekkert fast í hendi og enginn var handtekinn. Móðir Missy og Karen brugðu meira að segja á það ráð að angra ökumenn blárra Camaro-bifreiða. Í þrjú ár gerðist fátt markvert í málinu en þá handtók lögreglan tvo einstaklinga – Karen Severson og Lauru Doyle. Við réttarhöld sem hófust í janúar 1990 fullyrti Eva að Lauru og Missy hefði orðið sundurorða; Laura hefði ásakað Missy um að sofa hjá kærasta sínum. Ósættið vatt upp á sig og Laura og Karen drógu Missy niður að lækjarsprænu, en þá hafi Evu ekki litist á blikuna og hún farið í bílinn þeirra. Skömmu síðar komu Laura og Karen einar til baka og í bílnum hentu þær gaman að því að hafa myrt Missy – drekkt henni í lækjarsprænunni. Þrátt fyrir vitnisburð Evu voru Laura og Karen, 9. mars 1990, sakfelldar fyrir mann- dráp í stað morðs af ásetningi og dæmdar til 15 ára til lífstíðarfangelsis. Karen var sleppt í desember í fyrra og Laura kemur næst fyrir skilorðsnefnd í júlí í ár. Laura (efri) og Karen
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.