Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2012, Side 42

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2012, Side 42
42 13.–15. apríl 2012 Helgarblað „Sýning sem þið megið alls ekki missa af“Menning m e n n i n g @ d v . i s | d v . i s / m e n n i n g Tengdó eftir Val Frey Einarsson „Ef þessi mynd snertir þig ekki, þá ertu frá Kapítol“ The Hunger Games SELDU FLEIRI PLÖTUR EN MADONNA Hljómsveitin Of Monsters and Men náði í vikunni besta árangri sem íslensk hljómsveit hefur náð á bandaríska Billboard-listan- um. Uppselt er á alla tónleika hljómsveitarinnar í Bandaríkjunum en aðeins tvö ár eru frá því þau unnu Músíktilraunir. 55 þúsund plötur eru seldar í Bandaríkjunum og það á einni viku. DV kynnti sér hljómsveitina og velgengni hennar. Þ au hafa náð að hitta þráðbeint í mark,“ segir Arnar Eggert Thoroddsen, blaða- maður og tónlistar- spekúlant, um árangur hljóm- sveitarinnar Of Monsters and Men í Bandaríkjunum. Frægðarsól hljómsveitarinnar hefur risið hratt undanfarið. Platan My Head is an Ani- mal hefur selst í 55 þúsund eintökum síðan hún kom út í Bandaríkjunum þann 3. apríl síðastliðinn. Hún fór beint í sjötta sæti Billboard-listans í Bandaríkjunum yfir mest seldu plötuna í öllum flokk- um og í 1. sæti listans yfir mest seldu rokkplöturnar. Það þykir ótrúlegur árangur en á sama tíma seldi söngkonan Madonna 46 þúsund eintök af sinni plötu sem kom út tveimur vikum á undan plötu Of Monsters and Men. My Head Is an Animal sit- ur nú í þriðja sæti vinsælda- lista iTunes og er ofarlega á sölulista vefjarins Amazon. Þetta er með betri árangri sem íslenskir tónlistarmenn hafa náð í Bandaríkjunum en Björk náði níunda sæti Bill- board-listans með plötunni Volta sem kom út 2007. Sigur Rós náði 15. sæti listans með plötu sinni Með suð í eyrum við spilum endalaust. Á mála hjá Universal Saga hljómsveitarinnar hófst fyrir alvöru þegar hún vann Músíktilraunir fyrir aðeins tveimur árum, eða árið 2010. Hlutirnir hafa gerst hratt síð- an. Sama ár var þeim boðið að spila á Iceland Airwaves-tón- listarhátíðinni og það var þar sem útvarpsstöðin KEXP tók upp lagið þeirra Little Talks. Í febrúar í fyrra fengu þau samning við Record Records um útgáfu fyrstu plötu sinnar. Fyrsta breiðskífa sveitarinnar, My Head is an Animal, leit svo dagsins ljós í september. Sum- arið á undan var lagið Little Talks vinsælasta lagið og voru því margir sem biðu spennt- ir eftir plötunni. Í kjölfarið skrifuðu þau undir samn- ing við Universal um útgáfu plötunnar utan Íslands. Meðlimir hljómsveitarinn- ar eru sex talsins. Nanna Bryn- dís Hilmarsdóttir er eina kon- an en hún syngur og spilar á gítar. Strákarnir eru svo fimm talsins; þeir Ragnar Þórhallson sem syngur og spilar á klukku- spil og melódíku, Brynjar Leifsson sem spilar á gítar, Arnar Rósenkranz Hilmars son á trommur, Kristján Páll Krist- jánsson á bassa og Árni Guð- jónsson á píanó og hljómborð. Miklir vinir Hljómsveitin varð til þegar Nanna Bryndís fékk vini sína til að spila undir hjá sér. Hún hafði verið að spila undir nafninu Songbird frá árinu 2007 sem var þá sólóverkefni hennar. Hún fór svo í tón- leikaferðalag með Trúbatrix- um, kvenkyns trúbadorum, og þróaði stíl sinn enn frek- ar. Hún fékk síðan þá Brynj- ar og Ragnar til að spila með sér og úr varð hljómsveit. Þau skiptu um nafn og tóku þátt í Músíktilraunum og sigruðu. Eftir Músíktilraunir bættust hinir meðlimirnir við sveitina. „Það besta við þetta allt saman er hvað við erum góðir vinir. Við eyðum miklum tíma saman og ég held það eigi eftir að styrkja okkur nú þegar alvaran er tekin við,“ sagði Nanna í við- tali við DV í nóvember síð- astliðnum. Hljómsveitin var valin Bjartasta von ársins 2011 í áramótablaði DV og þar höfðu álitsgjafar með- al annars þetta að segja: „Diskurinn þeirra er frábær, ég er búin að hlusta enda- laust á hann og fæ aldrei leið á honum. Ég hef mikla trú á þessum krökkum og hlakka mikið til næsta disks frá þeim,“, „Eiga eftir að gera góða hluti í framtíðinni,“ og: „Einhver mest spennandi hljómsveit síðustu ára. Ætla að spá þeim heimsfrægð á næstu árum.“ Hljómsveitin hlaut einnig Menningar- verðlaun DV fyrir árið 2011 í flokki tónlistar. Góður árangur Bandaríkin eru oft talin ansi erfiður markaður fyrir tón- listarmenn að komast inn á. Of Monsters and Men virðist þó hafa það sem sem þarf til að heilla bandarísku þjóðina. „Þessi markaður þykir mjög erfiður. Þetta eru 4–5 atriði sem ganga upp og koma sam- an. Svo er þetta oft bara eitt- hvað í vindinum og oft er þetta algjört happadrætti,“ segir Arnar Eggert um velgengni bandsins vestanhafs. „Þetta er gríðarlega gott hjá þeim þó að það sé kannski erfitt að bera þetta saman við einhverja aðra tíma í poppinu. Einhvern tím- ann hefðu kannski 55 þúsund seld eintök skilað 90. sæti en þetta er þannig tími í plötu- sölu að það er ekki beint hægt að miða við það en þetta er auðvitað mjög góður árangur,“ segir Gunnar Lárus Hjálmars- son, eða Dr. Gunni eins og hann er gjarnan kallaður. Hljómsveitin er núna á tónleikaferðalagi um Banda- ríkin sem hófst á tónleika- hátíðinni South by Southwest 13. mars og hefur hún spilað á um 20 tónleikum og uppselt hefur verið á þá alla. Uppselt áður en var auglýst Hljómsveitin nýtur vinsælda víða annars staðar en í Banda- ríkjunum. „Þetta er besta tón- listarútflutningsvara Íslands. Þetta er eitt flottasta bandið frá Íslandi þessa dagana,“ segir Róbert Aron Magnússon, tengiliður Iceland Airwa- ves-hátíðarinnar í London og tónleikahaldari. Hann segir gríðar legan áhuga vera á bandinu en uppselt varð á ein- um degi á tónleika með þeim sem fram fara í maí í London og Róbert stendur fyrir. „Ég var ekki einu sinni byrjaður að auglýsa að miðarnir væru til sölu þegar það var orðið upp- selt. Það er mjög óvenjulegt, sérstaklega þar sem hljóm- sveitin hefur ekkert verið kynnt hér í Bretlandi. Þetta voru ekki Íslendingar sem voru að kaupa miðana, þeir áttuðu sig ekki einu sinni á því að þau væru að fara að spila.“ Magnaður umboðsmaður Umboðsmaður hljómsveitar- innar er Heather Kolker sem starfar hjá umboðsskrifstof- unni Paradigm Agency í New York og hefur séð um tón- leikabókanir fyrir hljómsveitir á borð við MGMT og Edward Sharpe & The Magnetic Ze- ros. Of Monsters and Men er þó fyrsta hljómsveitin sem hún tekur að sér umboðs- mennsku fyrir. „Heather er svo ansi magnaður umboðs- maður og með mjög skýra sýn á tónleikaferðalag okkar um Bandaríkin eftir áramót,“ sagði Nanna Bryndís um um- boðsmanninn í fyrrnefndu viðtali við DV. „Heather, umboðsmað- urinn þeirra, er frábær og rosalega vel tengd, það hefur hjálpað þeim mjög mikið en það breytir því ekki að það er Viktoría Hermannsdóttir viktoria@dv.is Viðtal Hljómsveitin Hér eru meðlimir hljómsveitarinnar. Nanna og strákarnir Nanna Bryndís stofnaði hljómsveitina en áður hafði hún verið með sólóverkefnið Songbird. „Þetta er tón- list sem pass- ar inn í ákveðinn stíl sem er móðins núna. Slær í gegn Hljómsveitin gerir það gott í Bandaríkj- unum og seldi 55 þúsund eintök af plötunni sinni á einni viku. Platan My Head Is an Animal selst eins og heitar lummur í Bandaríkjunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.