Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2012, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2012, Side 20
20 Lífsstíll 7. maí 2012 Mánudagur M egrunarlausi dagurinn, al- þjóðlegur baráttudagur gegn megrun, átröskun- um og fordómum vegna holdafars, var haldin á sunnudag- inn. Vefsíðan likamsvirding.is með Sigrúnu Daníelsdóttur sálfræðing í fararbroddi stóð af því tilefni fyrir vitundarvakningarherferðinni „Fyrir hvað stendur þú?“ en fjölmargir Ís- lendingar hafa tekið þátt í herferð- inni. Sigrún segir feita sem granna og aðra þá sem séu vaxnir út fyrir rammann almennt mæta fordómum og að mörgum þyki í lagi að segja manneskju ógeðslega út frá holda- fari hennar. Svona öðlast þú sjálfs- virðingu Rannsóknir sýna að mikilvægi góðrar sjálfsvirðingar er meira en flest annað þegar á reynir og tengist reyndar mjög því að bera virðingu fyrir eigin líkama og öðrum. Sjálfsvirðing byggist á tveimur þáttum: trú á eigin getu og sjálfs- trausti. Trú á eigin getu er trú á skilvirkni hugarins, trú á hæfni sína til að hugsa, læra, taka réttar ákvarðanir og bregðast við breyt- ingum á skilvirkan hátt. Sjálfs- traust er sú upplifun að eiga skil- ið árangur, velgengni, vellíðan, ánægju og hamingju. Að hafa gott sjálfstraust merkir að maður nær að nýta vel það sem manni er gefið. Hvort sem það varðar líkamsvöxt, aðstæður í lífinu eða hæfileika og gáfur. Samkvæmt Nathaniel Brand- en, höfundi bókarinnar Self- Esteem at Work, þurfum við að minna okkur á eftirfarandi þætti til að öðlast sjálfsvirðingu. 1. Að lifa meðvitað Vertu vakandi og efldu tilfinning- ar og meðvitund um eigin líðan og annarra. 2. Að viðurkenna sjálfan sig Ekki lifa í afneitun. Viðurkenndu bæði vanmátt þinn og styrkleika með æðruleysi. Þetta gildir um viðhorf þín til annarra líka. 3. Sjálfsábyrgð Að bera ábyrgð hefur mikið að segja um sjálfsvirðingu. Þeir sem ákveða að taka ábyrgð á eigin vel- líðan og því að ná settum mark- miðum öðlast undantekningar- laust meiri sjálfsvirðingu. 4. Ekki fela þig – sýndu styrk Vertu þú sjálf/ur. Þeir sem eru sannir og trúir eigin gildum og reyna ekki að þóknast öðrum eru með miklum mun meiri sjálfs- virðingu en aðrir. Sjálfstyrkur er æðsta stig sjálfsvirðingar og í raun mjög stórt hugtak sem felur í sér bæði að rækta með sér gildi og láta þau endurspeglast í að- gerðum okkar. Ég stend fyrir … n Þekktir Íslendingar sem tóku þátt í herferðinni Fegurð Tónlistarmaður- inn Daníel Ágúst stendur fyrir fjölbreytta fegurð. Að líða vel í eigin skinni Borgarfulltrúinn Oddný Sturludóttir stendur fyrir það að okkur eigi að líða vel í eigin skinni. É g gleymi því aldrei þegar stelpa í skólanum sagði við mig að ef ég væri ekki svona feitur og bólugrafinn þá væri ég örugg- lega sætur. Hún meinti örugg- lega vel en á þessum tímapunkti var ég niðurlægður,“ segir Vilhjálmur Þór Davíðsson sem veit hvernig er að vera of þungur en Vilhjálmur var 130 kíló þegar hann var 18 ára og segir framkomu fólks í hans garð allt aðra þá en í dag. Blöskraði framkoman Vilhjálmur segist ekki sjálfur hafa áttað sig á því hversu feitur hann var orðinn fyrr en honum var bent á það í verslun. „Ég ætlaði að kaupa mér gallabuxur en var tjáð af af- greiðslumanninum að það væru ekki til nógu stórar buxur á mig. Mér blöskraði gríðarlega þessi fram- koma og ég verð að viðurkenna að þetta pirrar mig ennþá. Það hefði verið hægt að gera þetta með meiri nærgætni, til dæmis með því að segja að buxur í minni stærð væru ekki til þessa stundina,“ segir Vil- hjálmur sem fór í framhaldinu að skoða sín mál. „Ég vildi gera eitt- hvað áður en ég stefndi heilsu minni í voða og fór í einkaþjálfun hjá góðri vinkonu minni. Ég vissi af fólki sem hafði farið í magaminnkunarað- gerðir og fannst hræðilegt til þess að hugsa að þar myndi ég enda,“ segir Vilhjálmur sem var kominn á slæm- an stað andlega og líkamlega áður en hann tók sig taki. Algjört svartnætti „Þarna var ég ekki kominn út úr skápnum. Ef einhver skaut því að mér að ég væri hommi eða að ég væri hommalegur þá leitaði ég huggunar í mat. Matur var mitt deyfilyf og flótti frá sjálfum mér. Ég var kominn í vítahring – var allt of feitur og fastur inni í skápnum. Þetta var algjört svartnætti,“ seg- ir Vilhjálmur alvarlegur í bragði en bætir svo við: „Ef ég fer inn í fata- búð í dag tekur starfsfólkið brosandi á móti mér. Ég lendi ekki lengur í því að komast ekki í neinar stærðir. Fólk er líka hætt að skipta sér af því sem ég borða. Þegar ég var feitur var ég ítrekað spurður hvort ég ætlaði virkilega að borða meira. Vinir mín- ir og aðrir reyndu að stoppa mig í át- inu. Það angraði mig og varð til þess að ég fór kannski í huggunarát þegar ég var orðinn einn.“ Lífið betra í dag Vilhjálmur segir eflaust margt líkt með fordómum og skiln- ingsleysi gagnvart feitum og samkynhneigðum. „Ég varð fyrir aðkasti áður en ég kom út úr skápn- um en eftir að ég viðurkenndi kyn- hneigð mína hef ég ekki fundið fyr- ir neinu. Kannski er það vegna þess að hrottar sem leggja í einelti elta þá aumari uppi en eiga erfiðara með að særa hrausta og heilbrigða manneskju sem er sátt við sig. Það er örugglega alveg jafn særandi og erfitt fyrir sálarlífið að mæta skiln- ingsleysi vegna kynhneigðar og holdafarsins.“ Aðspurður segist hann sjálfur ekki hafa fordóma gagnvart feitum. „Ég viðurkenni samt að þegar ég sé feita manneskju langar mig oft að pikka í öxlina á henni og segja henni að það sé hægt að léttast. Lífið er miklu betra þegar maður er grann- ur. Ég hreyfi mig og held mér í formi heilsunnar vegna en auðvitað er ekk- ert leiðinlegt til þess að vita að mað- ur líti líka vel út í flottum fötum.“ indiana@dv.is Leitaði huggunar í mat „Hún meinti örugg- lega vel en á þess- um tímapunkti var ég niðurlægður. n Vilhjálmur Þór Davíðsson var 130 kíló þegar hann var 18 ára Ennþá í skápnum Vilhjálmur Þór Davíðs- son leið ekki vel á unglingsárunum. Þá var hann feitur og inni í skápnum. Hraustur Vilhjálmur segist hreyfa sig og halda sér í formi heilsunnar vegna en það saki ekki að líta vel út í leiðinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.