Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2012, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2012, Blaðsíða 4
4 Fréttir 23. maí 2012 Miðvikudagur Fá 373 milljóna afskrift n Skiptum lokið á rekstrarfélagi Bang & Olufsen K röfuhafar eignarhaldsfélags- ins Næstu aldamóta ehf. hafa afskrifað rúmlega 340 millj- ónir króna af skuldum félags- ins. Næstu aldamót var móðurfélag rekstrarfélags danska raftækjafyrir- tækisins Bang & Olufsen á Íslandi og var úrskurðað gjaldþrota í Héraðs- dómi Reykjavíkur í apríl í fyrra. Næstu aldamót ehf. átti félagið Aldamót ehf. sem var rekstrarfélag sem rak verslun í Síðumúla 21 sem seldi raftækin frá Bang & Olufsen á Íslandi. Það félag er líka gjaldþrota og er skiptum á því lokið með tæp- lega 33 milljóna króna afskrift. Aug- lýsingar um skiptalokin á félögunum tveimur er að finna í Lögbirtinga- blaðinu. Samtals er því um að ræða 373 milljóna afskrift. Eigendur félagsins voru þeir Ósk- ar Tómasson, sem jafnframt var for- stjóri verslunarinnar, en hann átti 40 prósenta eignarhlut, Bjarni Ósk- arsson, sem einnig átti 40 prósenta eignarhlut, og eignarhaldsfélagið Laugaból sem meðal annars var í eigu Guðmundar Birgissonar, sem kenndur er við bæinn Núpa í Ölfusi. Í viðtali við Viðskiptablaðið árið 2010 sagði Sigurgísli Bjarna- son, einn af aðstandendum Bang & Olufsen á Íslandi, að mjög vel hefði gengið að markaðssetja danska merkið í góðærinu á Íslandi á árun- um 2005 til 2008. Sagði Sigurgísli að íslenska verslunin hefði verið næst- stærsti söluaðili Bang & Olufsen- tækja heiminum – aðeins Rússar keyptu meira miðað við höfðatölu. „Á Íslandi höfum við verið sölu- hæstir innan danska félagsins mörg ár, t.d. árunum frá 2005 til 2008. Sal- an hefur þó heldur dvínað síðustu tvö árin,“ sagði Sigurgísli. ingi@dv.is Höfum opnað okkar vinsæla Kebab stað við Hamraborg 14a Kópavogi Hádegistilboð alla daga Sími: 555-4885 Einn vinsælasti Kebab staðurinn á höfuðborgarsvæðinu! Opið virka daga frá 11–21 og um helgar frá 13–21 Hamraborg 14 a 200 Kópavogi www.alamir.is Gunnari Birgissyni gert að greiða sekt Gunnar I. Birgisson, fyrrverandi bæjarstjóri í Kópavogi, þarf að greiða 150 þúsund krónur í sekt vegna brota tengdum störfum hans fyrir Lífeyrissjóð starfs- manna Kópavogs. Gunnar var ásamt Sigrúnu Ágústu Bragadótt- ur dæmdur í Héraðsdómi Reykja- ness á þriðjudag fyrir að hafa veitt Fjármálaeftirlitinu rangar upplýs- ingar um lánveitingu lífeyrissjóðs- ins til bæjarsjóðs Kópavogsbæj- ar. Gunnar var stjórnarformaður sjóðsins og Sigrún Ágústa fram- kvæmdastjóri sjóðsins. Stjórnin og framkvæmdastjórinn voru ákærð vegna hundraða milljóna króna láns Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogs til bæjarsjóðs Kópa- vogsbæjar árið 2008 og 2009. Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins, Flosi Ei- ríksson, fyrrverandi bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, Jón Júlíus- son og Sigrún Guðmundsdóttir voru sýknuð í málinu en þau voru stjórnarmenn í sjóðnum.  Dópsali fór á taugum Lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af manni á þrítugsaldri um helgina vegna gruns um að hann væri undir áhrifum fíkni- efna. Þegar lögreglumenn fóru að ræða við hann varð hann gríðarlega stressaður og skalf og svitnaði.  Var hann spurður hvort hann væri með eitthvað ólög- legt í fórum sínum. Svaraði maðurinn með því að sækja fjóra poka af kannabisefnum í úlpuvasa sinn. Var hann í kjöl- farið handtekinn. Taugaveiklun mannsins var síst á undanhaldi þegar lögreglan ræddi nánar við hann á lögreglustöð og kom í ljós við yfirheyrslu að hann var með fleiri beinagrindur í skápnum. Nánar tiltekið fata- skápnum á heimili hans þar sem lögreglan fann kannabis- poka við húsleit og fíkniefni í krukku í eldhúsinu. Gekkst hinn stressaði maður við því að vera fíkniefnasali. Guðmundur á Núpum Eigendur raftækjaverslunarinnar sem seldi vörur Bang & Olufsen hafa fengið 373 milljónir af skuldum sínum afskrifaðar. G runur leikur á að Sigurður Hólm Sigurðsson, sem lést á Litla-Hrauni síðastliðinn fimmtudag, hafi verið barinn til bana af tveimur samföng- um sínum. Samkvæmt heimildum DV eru mennirnir sem grunaðir eru um verknaðinn þeir Annþór Krist- ján Karlsson og Börkur Birgisson sem báðir eru þekktir ofbeldismenn og eiga langan sakaferil að baki. Sáust á öryggismyndavélum Samkvæmt heimildum DV eiga Ann- þór og Börkur að hafa ráðist á Sigurð vegna ágreinings sem kom upp vegna bifreiðar sem þeir sökuðu Sigurð um að hafa stolið. Bifreiðin var í eigu þriðja aðila. Sigurður hóf afplánun á Litla- Hrauni síðastliðinn miðvikudag og hafði nýlega verið fluttur í sömu bygg- ingu og Annþór og Börkur dvöldu í. Á upptöku úr öryggismyndavél- um sem staðsettar eru á fangagangi sést hvar Annþór og Börkur fara inn í fangaklefa Sigurðar nokkru áður en hann lést. Meint árás náðist þó ekki á upptöku. Samkvæmt heimildum DV veittu þeir Sigurði nokkur högg sem talið er að hafi leitt hann til dauða. Bráðabirgðaniðurstöður krufningar benda til að Sigurður hafi látist af völd- um innvortis blæðinga. „Brjóta niður aðra fanga“ Mikil sorg ríkir á meðal fanga og starfs- fólks Litla-Hrauns vegna atburðarins. Samkvæmt heimildum er þó einnig nokkur léttir á meðal fanga þar sem Annþór og Börkur hafa verið færðir í einangrun á meðan málið er rann- sakað. Á mörgum fanganna að hafa staðið mikil ógn af þeim þar sem þeir eru sagðir hafa farið um hótandi og hrellandi. „Þeir brjóta niður aðra fanga, þeir brjóta menn undir sig,“ seg- ir fangi á Litla-Hrauni um þá Annþór og Börk. Hann segir Sigurð hafa verið mann sem vildi engum illt. „Hann var gæðablóð sem skaðaði aldrei annan en sjálfan sig.“ Fanginn vill meina að vegna ótta við Annþór og Börk hafi Sigurður leynt áverkum sínum og bor- ið þjáningar sínar eftir árásina í hljóði. Engan hafi grunað hvað var í vænd- um „Hann leyndi áverkum sínum og sársauka fyrir öðrum föngum.“ Systir Sigurðar sagði í samtali við DV bróður sinn hafa verið „gull af manni“ en treysti sér ekki til að tjá sig frekar um andlát hans og þær kring- umstæður sem nú eru í rannsókn. Fjölmargir af vinum og kunningj- um Sigurðar hafa heiðrað minningu hans á Facebook-síðu hans. Þar er honum lýst sem hjartahlýjum manni sem og góðum vini vina sinna. Þakka honum margir fyrir góð kynni. „Óvini mína sé ég um sjálfur“ Annþór, sem sagður er þekktasti handrukkari Íslands, og Börkur voru handteknir um miðjan mars síðast- liðinn eftir undirheimarassíu lög- reglunnar. Þeir eru nú báðir ákærðir fyrir stórfelldar líkamsárásir og ólög- mæta nauðung og bíða þess að mál þeirra verði tekin fyrir dóm. Í einu málanna eru þeir Annþór og Börkur grunaðir um að hafa ráð- ist ásamt fleiri mönnum í heimildar- leysi inn í hús og veist hrottalega að þeim sem þar voru með golfkylf- um, spýtum, handlóðum og hafna- boltakylfu með þeim afleiðingum að mennirnir hlutu alvarlega áverka. Samkvæmt heimildum DV urðu Annþór og Börkur vinir þegar þeir sátu inni á Litla-Hrauni fyrir nokkru. Annþór sat þá inni fyrir stórfellt fíkni- efnasmygl en Börkur vegna tilraun- ar til manndráps þegar hann réðst á mann með öxi á veitingastaðnum A. Hansen í Hafnarfirði árið 2004. Eftir að hafa hlotið reynslulausn eiga þeir í sameiningu að hafa verið umfangs- miklir í undirheimum Reykjavíkur og haldið þeim í ógnargreipum. Á Facebook-síðu sinni segir Börkur um sjálfan sig: „Guð verndar mig fyrir vinum mínum… en óvini mína sé ég um sjálfur.“ Aldrei áður morð á Litla-Hrauni Páll Winkel fangelsismálastjóri sagði í samtali við DV að fangelsis- yfirvöld vissu í raun ekkert meira en lögregla og að ekki hefði leik- ið grunur á að um refsivert athæfi væri að ræða eftir að Sigurður lést í síðustu viku. „Það lék enginn grunur á slíku þegar þetta átti sér stað og við erum því bara að frétta þetta eins og aðrir. Hafi þarna ver- ið um morð að ræða er það í fyrsta skipti sem slíkt gerist innan veggja fangelsisins. Það hefur aldrei gerst áður.“ Aðspurður um viðbrögð fangelsisyfirvalda vegna málsins sagðist Páll ekki geta tjáð sig um það að svo stöddu. Rannsókn málsins er í hönd- um lögreglunnar á Selfossi, tækni- deildar lögreglu höfuðborgar- svæðisins og réttarmeinafræðings. Rannsóknin er á byrjunarstigi og vildi lögreglan ekki veita frekari upplýsingar um hana eða málsat- vik að svo stöddu. Það var í síðustu viku sem DV.is greindi fyrst allra frá því að fangi hefði látist í fangelsinu á Litla- Hrauni. Sagði lögreglan á Sel- fossi manninn hafa óskað eftir að- stoð síðastliðinn fimmtudag þegar hann lenti í andnauð en ekki væri grunur um að lát mannsins hefði borið að með saknæmum hætti. „Hann leyndi áverk- um sínum og sárs- auka fyrir öðrum föngum. n Grunur um fyrsta manndráp í sögu Litla-Hrauns n Hefnd vegna bíls „Gæðablóð sem vildi enGum illt“ xxxx xxxxx Grunaðir Annþór Kristján Karlsson og Börkur Birgisson sem báðir eiga langan sakaferil að baki eru grunaðir um morð. GRUNAÐIR Sigurður Hólm Sigurðsson f. 01.05.1963 d. 17.05.2012

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.