Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2012, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2012, Blaðsíða 2
2 Fréttir 23. maí 2012 Miðvikudagur K röfuhafar eignarhaldsfélags í eigu Eggerts Magnússonar hafa afskrifað tæplega 650 milljóna króna skuldir hjá fé- laginu. Félagið heitir Kex ehf. Félagið var tekið til gjaldþrotaskipta í janúar og lauk skiptum á búi þess þann 4. maí síðastliðinn. Engar eign- ir fundust í búinu upp í kröfurnar sem námu samtals 647,7 milljónum króna. „Engar eignir fundust í búinu,“ segir í Lögbirtingablaðinu. Eggert er fyrrverandi formaður Knattspyrnusambands Íslands (KSÍ) og fyrrverandi stjórnarformaður knattspyrnufélagsins West Ham. Hann var einnig forstjóri kexverk- smiðjunnar Fróns á sínum tíma. Egg- ert var stjórnarformaður og einn af hluthöfum West Ham eftir að Björgólf- ur Guðmundsson, aðaleigandi Lands- bankans, keypti félagið árið 2006. Landsbankinn bað um gjaldþrotið Í Lögbirtingablaðinu í lok nóvember í fyrra kom fram að Landsbankinn stefndi Eggerti fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur vegna skulda Kex ehf. Það var því Landsbankinn sem keyrði félagið í þrot. Orðrétt sagði í blaðinu: „Hér með er lagt fyrir fyrir svarsmann gerðarþola, Eggert Magnússon, með lögheimili í Bret- landi, að mæta þá fyrir dómi (11. janúar 2012) og halda uppi vörnum ef einhverjar eru, en ella má búast við að krafan verði tekin til greina með úrskurði um gjaldþrotaskipti.“ Kex ehf. tengdist ekki kexfram- leiðslu heldur var tilgangur þess skil- greindur sem fasteignarekstur, kaup og sala, lánastarfsemi og annað slíkt. Félagið var stofnað árið 2005. Á rekstrarárum sínum skilaði fé- lagið aðeins einu sinni ársreikningi, árið 2009. Þar kom fram að hlutafé félagsins væri 500 þúsund krónur og að engin starfsemi hefði verið í því það árið. Starfsemi félagsins virðist því hafa verið talsvert umsvifameiri en fram kom í ársreikningnum. Hver ástæðan er fyrir kröfunum á félagið liggur þó ekki fyrir. Eggert fjárfesti hins vegar meðal annars í Eimskip- um fyrir hrunið 2008 og sat í stjórn Burðaráss, fjárfestingarfélagsins sem var klofið út úr Eimskipum, eftir yfirtöku Björgólfsfeðga á fyrirtækinu. Líklegt má telja að Landsbankinn hafi fjármagnað þau viðskipti. Ýtt út úr West Ham Lítið hefur frést af Eggerti í fjölmiðl- um eftir að Björgólfur Guðmunds- son sá til þess að hann lét af störf- um hjá West Ham árið 2007 eftir nokkuð dræmt gengi og rekstur liðs- ins. Eggert seldi þá 5 prósenta hlut sinn í knattspyrnuliðinu til Björg- ólfs sem tók við stjórnarformennsk- unni í félaginu af honum. West Ham hafði verið mjög aðsópsmikið á leik- mannamarkaðnum í Bretlandi í tíð Eggerts sem stjórnarformanns og keypt stjörnur eins og Craig Bellamy, Kieron Dyer og Freddie Ljungberg fyrir háar fjárhæðir og gert við þá langa og dýra samninga. Þá greindi breska blaðið Sunday Telegraph frá því í ársbyrjun 2010 að Eggert hefði ætlað að kaupa brasil- íska fótboltamanninn og vandræða- gemsann Adriano af ítalska liðinu Inter Milan í ágúst 2007. Adriano kostaði 15 milljónir punda og vildi fá 110 þúsund pund í vikulaun. Í Te- legraph var Eggert sagður hafa viljað kaupa leikmanninn þrátt fyrir þetta. „Látið til skarar skríða,“ á hann að hafa sagt í símtali við útsendara West Ham sem fóru til Mílanó til að spyrj- ast fyrir um Adriano. Eggert var í frétt Telegraph sagður hafa fengið grænt ljós á kaupin frá Björgólfi. Adriano ákvað hins vegar á endanum að vera áfram hjá Inter og fór því ekki til West Ham þótt vilji Íslendinganna hefði staðið til þess. Gerði lítið úr Eggerti Brottför Eggerts frá West Ham í lok árs 2007 átti sér stað eftir að sam- skipti hans og Björgólfs Guðmunds- sonar höfðu verið stirð um nokk- uð langt skeið. Í viðtali við Björgólf í breska blaðinu The Observer í Afskrifuðu tæpAr 650 milljónir hjá EggErti n Eignalaust félag Eggerts n Landsbankinn bað um þrotið n Átti 5 prósent í West Ham„Það er hægt að líta á Eggert eins og Coca- Cola-skiltið Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Engin hótun, segir Margrét: Gjörólíkar hugmyndir Það var engin hótun í þessu af okkar hálfu,“ segir Margrét Tryggvadóttir þingmaður Hreyf- ingarinnar í samtali við DV um það hvort það verði lögð fram van- trauststillaga gegn ríkisstjórninni á næstunni. „Þetta er auðvitað ríkisstjórn með meirihluta og ef kæmi fram van- traust væri hún ekkert endilega fallin,“ bendir Margrét á. Hún segir að einfaldlega beri of mikið í milli þegar hugmyndir um skuldavanda Íslendinga eru ræddar, hugmyndir ríkisstjórnarinnar og þingmanna Hreyfingarinnar séu gjörólíkar. „Ég held að það hefði verið ágætt fyrir hana til að koma þessum stóru málum í gegn,“ segir hún um samningaviðræðurnar um stuðn- ing Hreyfingarinnar. „Þau voru alveg tilbúin til þess að ræða við okkur, en hugmyndir okkar í skuldamálum eru töluvert aðrar og þau voru ekki tilbúin til þess að fara alla leið fannst okkur og þau voru kannski komin styttra í þessum pælingum en við.“ „Það sem kom okkur mest á óvart var að það voru margir sem brugðust ókvæða við og spurðu hvort við ætluðum virkilega að styðja þessa ríkisstjórn,“ segir Mar- grét. „En ég held að eina leiðin til þess að leysa þessi mál sé með samvinnu. Okkur fannst við verða að reyna að þoka þessum málum áfram á einhvern hátt og breyta jafnvel þessum áhersluatriðum hjá ríkisstjórninni.“ Aðspurð hvort hún telji ríkis- stjórnarflokkana ekki óttast áfram- haldið segir Margrét: „Ég hugsa að þau haldi að þau komist áfram þennan síðasta spöl.“ Of gott til að vera satt Ef tilboð hljómar of gott til að vera satt, þá er það næstum örugg- lega raunin, segir lögreglan á höfuðborgarsvæðinu en í dagbók hennar á þriðjudag segir af manni sem sá reiðhjól auglýst til sölu á netinu á dögunum. Margur hefur farið flatt á því. Umræddur maður sló til og keypti hjólið enda verðið mjög gott. Síðar kom á daginn að reiðhjólið var stolið en seljand- inn sagðist hafa fundið það. Hvort sem það var satt eða logið átti við- komandi að sjálfsögðu ekki að slá eign sinni á hjólið og selja það á netinu. Reiðhjólið var haldlagt og því síðan komið aftur í réttar hendur. Eigandi þess hafði haldið til haga svokölluðu stellnúmeri hjólsins og það var lykillinn að því að upplýsa málið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.