Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2012, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2012, Blaðsíða 21
Afmæli 21Miðvikudagur 23. maí 2012 23. maí 2012 40 ára Wioleta Iwona Kaczynska Hrannargötu 5, Reykjanesbæ Etsuko Satake Gnoðarvogi 66, Reykjavík Mariusz Stanislaw Kaczmar Kötlufelli 5, Reykjavík Jónas Ingi Pétursson Ölduslóð 24, Hafnar- firði Sigurður Rúnar Sigfússon Skógarhólum 30, Dalvík Kristín Jónsdóttir Þórðargötu 22, Borgarnesi Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson Miðtúni 20, Höfn í Hornafirði Ingigerður A Kristjánsdóttir Skipalóni 21, Hafnarfirði Eyþór Kristinn Jóhannsson Undirhlíð 18, Selfossi Georg Pétur Kristjánsson Vættaborgum 8, Reykjavík Áslaug Júlíusdóttir Furulundi 5a, Akureyri Björg Jóhannsdóttir Klukkubergi 29, Hafnarfirði Guntis Bogdanovs Bakkagerði 1, Reykjavík Deividas Pletisas Fossheiði 60, Selfossi Margrét Gísladóttir Breiðumörk 11, Hvera- gerði 50 ára Stefanía Sif Thorlacius Haðalandi 6, Reykjavík Katrín Pétursdóttir Bakkavör 40, Sel- tjarnarnesi Sigrún Bjarnhéðinsdóttir Urðargili 26, Akureyri Snjólaug Kristinsdóttir Kirkjuvegi 3, Ólafs- firði Steinunn Böðvarsdóttir Hólmatúni 47, Álftanesi Hannes Hjalti Gilbert Tjarnargötu 41, Reykjanesbæ Garðar Jón Bjarnason Drekavöllum 8, Hafnarfirði Carl Friðrik Möller Hæðargarði 2, Reykjavík Sigurður Þór Sigurðsson Hverfisgötu 49, Reykjavík Hanný Heiler Dynjanda, Höfn í Hornafirði 60 ára Sigurður Vilhjálmsson Hlaðbrekku 6, Kópavogi Halldór Sigþór Harðarson Vallarbraut 1, Hafnarfirði Jóhanna Magnúsdóttir Ártúnum, Blönduósi Grétar G. Ingvarsson Ásvegi 15, Akureyri Þóra Þorsteinsdóttir Kjartansgötu 3, Reykjavík 70 ára Runólfur G. Þórðarson Grundarhvarfi 13, Kópavogi Sólrún Jóhannesdóttir Ásbraut 3, Kópavogi Karl Sigurgeir Óskarsson Grænahjalla 29, Kópavogi Sverrir Sigurðsson Dragavegi 11, Reykjavík Ottó B. Jakobsson Reynihólum 9, Dalvík Valgarður Jóhannesson Vallarási 4, Reykjavík Elín Guðrún Hafberg Kelduhvammi 12a, Hafnarfirði 75 ára Kristján Ásmundsson Ferjunesi 2, Selfossi Barði Theódórsson Nesbala 6, Seltjarnarnesi Inger Ragnarsdóttir Þykkvabæ 15, Reykjavík 80 ára Ásmundur Valdemarsson Halldórsstöðum 1, Fosshólli Jónína Gunnarsdóttir Fossgötu 7, Seyðisfirði Steinunn Þorleifsdóttir Njarðarvöllum 6, Reykjanesbæ Hreinn Hauksson Bræðratungu 11, Kópavogi Snjólaugur Þorkelsson Hjarðarholti 1, Akranesi Anna Hjaltested Klapparhlíð 3, Mosfellsbæ 85 ára Rósa Fjóla Guðjónsdóttir Hjallabraut 33, Hafnarfirði Sigrún Hróbjartsdóttir Hamri, Sauðárkróki Jóna Stefánsdóttir Kleppsvegi Hrafnistu, Reykjavík 95 ára Knútur Bjarnason Kirkjubóli, Þingeyri 106 ára Guðríður Guðbrandsdóttir Furugerði 1, Reykjavík 24. maí 2012 40 ára Ruzanna Matosyan Dvergholti 12, Mos- fellsbæ Manoj Panachimoottil Madhavan Hátúni 22, Reykjanesbæ Thipyawan Sampaothong Hraunbæ 90, Reykjavík Hilmar Þór Guðmundsson Ljósvallagötu 20, Reykjavík Haraldur Guðni Eiðsson Álfkonuhvarfi 43, Kópavogi Brynja Ása Birgisdóttir Safamýri 71, Reykjavík Bjargey Steinarsdóttir Þórólfsgötu 7a, Borgarnesi Kristín Vilborg Sigurðardóttir Melabraut 4, Seltjarnarnesi Númi Arnarson Þrastarási 8, Hafnarfirði Jón Álfgeir Sigurðarson Háaleitisbraut 16, Reykjavík Hrafn Guðmundsson Baugakór 15, Kópavogi Kjartan Jónsson Bræðraborgarstíg 32, Reykjavík Sigurlaug Hanna Leifsdóttir Laugartröð 7, Akureyri Ester Erlingsdóttir Burknavöllum 11, Hafnarfirði Leifur Heiðar Leifsson Fellahvarfi 14, Kópavogi Ásta Sóley Haraldsdóttir Trönuhólum 10, Reykjavík Herborg Hauksdóttir Stekkjarhvammi 25, Hafnarfirði Ásta Huld Henrysdóttir Brekkutúni 6, Kópavogi Sandra Björk Jóhannsdóttir Bjarkarhrauni 11, Borgarnesi Sigurður Örn Gunnarsson Kálfhólum 27, Selfossi Erlendur Steinn Guðnason Hringbraut 100, Reykjavík Jóhann Valur Ólafsson Sporatúni 31, Akur- eyri 50 ára Hólmfríður Margrét Bjarnadóttir Ferjuvogi 21, Reykjavík Birgir Þorsteinn Jóakimsson Seilugranda 20, Reykjavík Bogi Sigvaldason Blikahöfða 16, Mosfellsbæ Steinunn Pétursdóttir Hófgerði 12a, Kópavogi Björn Líndal Traustason Hlíðarvegi 13, Hvammstanga Trausti Ragnar Einarsson Garðhúsum 45, Reykjavík Agnes Þór Björnsdóttir Norðurtúni 9, Siglufirði Sigurður Ólafsson Granaskjóli 31, Reykjavík Borghildur Freysdóttir Stóra-Dunhaga 2, Akureyri 60 ára Hallfríður Erla Guðjónsdóttir Sviðholtsvör 3, Álftanesi Þóra Engilbertsdóttir Álakvísl 47, Reykjavík Hrönn Pétursdóttir Hljóðalind 14, Kópavogi Þorgrímur Aðalgeirsson Háagerði 14, Húsavík Hörður Jónsson Hofi 2, Sauðárkróki Rósa Steinsdóttir Flyðrugranda 16, Reykjavík Matthías Eydal Garðhúsum 21, Reykjavík Ingibjörg Ólafsdóttir Bólstaðarhlíð 52, Reykjavík 70 ára Þórný Björnsdóttir Laugarbrekku 1, Húsavík Margrét Lárusdóttir Grenilundi 11, Garðabæ Garðar Erlendsson Boðaþingi 2, Kópavogi Sigurður Óttar Jónsson Einbúablá 22b, Egilsstöðum Helga Aðalsteinsdóttir Koltröð 4, Egils- stöðum Eyjólfur Þorkelsson Lindarflöt 28, Garðabæ Hallfríður Tryggvadóttir Suðurgötu 18, Reykjavík Guðmundur Árnason Duggugerði 10, Kópaskeri 75 ára Björn Finnbogason Þvergötu 4, Ísafirði Björn Jörgen Sigurbjörnsson Hlíð, Skagastr. Guðrún Árnadóttir Nesgötu 27, Neskaupstað Valgerður Erla Óskarsdóttir Höfðavegi 1, Vestmannaeyjum 80 ára Sigurgeir Jónsson Fagurhólsmýri 2, Öræfum Aðalheiður Guðmundsdóttir Sæbóli 9, Grundarfirði Ólafur Sigurðsson Skógarseli 11, Reykjavík Guðrún Sigurðardóttir Flókagötu 23, Reykjavík Óskar Jónsson Melabraut 19, Seltjarnarnesi Arne Guðbjörn Magnússon Skaftahlíð 20, Reykjavík Stefanía Guðmundsdóttir Hallskoti, Hvolsvelli Kristín Jónsdóttir Skarðshlíð 2, Hvolsvelli 85 ára Eivor Jónsson Melasíðu 6c, Akureyri Elísabet Meyvantsdóttir Stigahlíð 24, Reykjavík Ingibjörg Vigfúsdóttir Safamýri 53, Reykjavík Elísabet Vigfúsdóttir Vallarbraut 6, Reykjanesbæ 95 ára Guðrún Esther Magnúsdóttir Fossi, Búðard. Þórður Viggó Guðnason Skógarseli 43, RVK 101 ára Guðrún U.J. Straumfjörð Sóltúni 2, Reykjavík Afmælisbörn Til hamingju! B jörn er fæddur að Eyri í Mjóafirði við Ísa- fjarðardjúp og ólst þar upp til níu ára aldurs. Þá flutti fjölskyldan að Kirkjubæ í Skutulsfirði sem nú er nánast á Ísafirði en á þeim árum var samt nokkur spotti að fara í bæinn. „Þetta var bara sveit, það voru fimm bæir í Engidalnum á þeim árum. Ég held að það hafi ekki verið nema sjö kílómetrar út á Ísafjörð en það var dágóður spotti fyrir lítinn dreng.“ Skömmu eftir að fjölskyld- an flutti að Kirkjubæ fékk Björn það hlutverk að koma mjólkinni af bænum til kaupenda á Ísafirði sem þurftu dropann daglega. „Það var farið að senda mann með mjólkina út á Ísa- fjörð um leið og maður réð við hest og kerru. Ég varð ungur mjólkurpóstur. Ætli ég hafi ekki verið 10–11 ára þegar ég byrj- aði flutningana og ég hef verið í flutningum allar götur síðan,“ segir þessi hægláti bílstjóri með seigluna í svipnum. Sautján ára að aldri réðst Björn á vörubíl í vegavinnu við Djúp, árið eftir keypti hann bíl- inn og hefur síðan gert út eigin vöru- og flutningabíla. Á köfl- um hefur hann átt leigubíl með stórbílaútgerðinni. Hann var því ungur þegar hestarnir urðu að hestöflum. Ótal sögur lifa meðal bíla- manna á Vestfjörðum um ró- semi og seiglu Björns. Oft þurfti að brasa daga og nætur á heið- um uppi við handmokstur og endalaust basl með slitnar keðj- ur. En ekkert bugaði Björn. Eitt sinn var hann sem oftar í far- arbroddi Vestfjarðabílanna og menn voru að velta fyrir sér í talstöðinni hvort vogandi væri að fara keðjulaust niður eina snarbratta og hlykkjótta heið- ina. Úr varð að Björn lét sig hafa það. Illmögulegt var að ráða við stóran flutningabílinn á mjóum snarbröttum veginum og stór- an hluta leiðarinnar rann hann meira og minna þvert niður eftir veginum en allt slapp þetta hjá Birni sem endranær. Þegar hin- ir bílstjórarnir sem biðu uppi kölluðu í hann í talstöðinni og spurðu um færið niður heiðina stóð ekki á svarinu. Rólegur sem ævinlega kom hann í stöðina: „Ætli megi ekki kalla það renni- færi.“ Björn rekur núna nýjan flutningabíl sem frændi hans keyrir að mestu en sjálfur ók kappinn með póstinn til Vestfirðinga síðustu tólf ár en nýlega var leiðin boðin út að nýju og þá voru aðrir sem fengu verkefnið. Björn fór síðustu póstferðina í janúar. Björn er ekki mikið fyrir miklar veislur sjálfum sér til dýrðar og mun því ekki efna til mikils mannfagnaðar á þessum tímamótum. „Ég hélt aðeins upp á sextugsafmæl- ið en þegar ég varð sjötugur var ég bara með kaffi hérna á verkstæðinu hjá mér og það verður eins núna. Menn koma við hérna hjá mér og fá kaffi og kannski eitt- hvað lítilræði með því,“ seg- ir þessi ótrúlegi kappi sem hefur stundað flutninga í 65 ár við misjafnar aðstæður. Örugglega er hann einn eft- ir í flutningum af þeim ól- seigu víkingum sem byrjuðu á hestvögnum. G uðbjörg Þóra er fædd og uppalin á Ísafirði þar sem frelsi barna var mikið og alls kyns uppátæki reynd. „Það var æðislegt að alast upp þarna með öllum þessum náttúrubörnum. Við vorum alltaf að búa til ævintýri, ýmist í fjallinu eða fjörunni. Ég var líka mikið í íþróttum, keppti á skíðum og náði mér í nokk- ur verðlaun þar og svo var fót- boltinn og hlaupin líka. Það var alltaf nóg að gera.“ Sex ára byrjaði hún að læra klassíska tónlist á píanó og tel- ur það vera eitthvað það besta sem hún hafi gert í lífinu. „Ég var í píanónáminu þangað til ég varð 12 ára, þá fannst mér hallærislegt að vera að fara í píanótíma meðan hinir krakk- arnir voru að gera eitthvað nútímalegra,“ segir Þóra og plokkar strengi á klassískum gítar. „Tónlistin hefur samt fylgt mér alla tíð, ég lærði á gítar og svo hef ég samið mikið af tón- list. Er eiginlega búin að reyna fyrir mér með flestar tónlistar- stefnur. Bróðir minn er í hipp- hopp-hljómsveit og við höfum gert mikið saman. Einu sinni báðu þau mig um að koma með sér á Aldrei fór ég suður, en ég var of feimin til að fara á svið og svo fannst mér eitt- hvað furðulegt við að þriggja barna móðir væri á sviði á helstu rokkhátíð landsins að fremja hipphopp-tónlist.“ Þóra hefur fengist við margar hliðar listarinnar, auk þess að skapa tónlist hefur hún fengist við flestar gerðir myndrænnar tjáningar og eftir hana liggur töluvert efni. „Nú er ég að fara í sjónlistadeild Myndlistaskólans í Reykja- vík. Þar er farið í allt það sem ég hef áhuga á í listinni nema auðvitað tónlistinni en þar er ég vel stödd og mjög frjó.“ Hún segist ekki alltaf hafa farið alveg eftir bókinni í líf- inu og rifjar upp skemmtilega ferð um Svínavatn. „Við fór- um nokkrir krakkar á sæþotu og auðvitað tók ég ekkert eftir því þegar verið var að þylja yfir okkur reglurnar og hvernig ætti að stöðva tækið. Ég bara æddi af stað og var komin á mikla ferð þegar ég áttaði mig á að ég kunni ekki að stoppa þetta, ég sveif yfir flotbryggj- una. Það var heilmikið stökk og áfram þaut ég þar til bens- ínið þraut,“ segir Þóra hlæj- andi og segir lífið ekki alltaf símjúkt silki. Hún er ekki alveg búin að ná því að hún sé að verða 30 ára, finnst það ekki mjög lítið. „Það eru verulega blendnar tilfinningar sem fylgja þessu, mér líður alls ekki eins og ég sé svona gömul. Ég er bara ung kona. Þessi áfangi ýtir samt við mér að klára það sem ég hef látið bíða. Koma mér í skóla og gera eitthvað meira með tónlistina. Kannski að ég eigi eftir að fara á svið á Aldrei fór ég suður. Ég held aldrei upp á afmælið mitt og það verður eins núna. Samt skilst mér að ég komist illa upp með það. Held að til standi eitt- hvað óvænt sem ég veit ekkert um. Það verður þá að mæta því eins og öðrum hörmung- um,“ segir þessi tónelska kona einlæg og glöð. Björn Finnbogason bifreiðastjóri, 75 ára 24. maíAfmælisbarnið Hestur varð að hestöflum Stórafmæli Lífið er ekki símjúkt silki Guðbjörg Þóra Ingimarsdóttir músikgerðarkona, 30 ára 24. maí Fjölskylda Guðbjargar n Foreldrar: Ingimar Halldórs- son bókhaldari f. 1949 Kristín Karlsdóttir afgreiðslumær f. 1952 n Maki: Þórarinn Örn Egilsson ljósmyndanemi f. 1985 n Börn: Ernir Leó Hlynsson f. 1998 Arnar Máni Sigurbjörnsson f. 2003 Egill Ingimar Þórarinsson f. 2009 „Tónlistin hefur samt fylgt mér alla tíð“ Þóra hefur fengist við margar hliðar listarinnar, auk þess að skapa tónlist hefur hún fengist við flestar gerðir myndrænnar tjáningar og eftir hana liggur töluvert efni. Flutningar í 65 ár Ótal sögur lifa meðal bílamanna á Vestfjörðum um rósemi og seiglu Björns.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.