Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2012, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2012, Blaðsíða 15
Spurningin Opið bréf til velferðarráðherra „Já, ég ætla að horfa og held með Íslandi.“ Guðný Erla Guðnadóttir 25 ára, starfsmaður Arctic Adventures „Nei, ég ætla ekki að horfa, mér finnst Eurovision rosalega leiðinlegt.“ Sigríður Dögg Arnardóttir 29 ára, sjálfstætt starfandi kyn- fræðingur „Já, ég ætla að horfa. Ég held með Íslandi.“ Tinna Björg Jónsdóttir 21 árs „Ég get það eiginlega ekki, ég er að fara á starfsmannafund.“ Thelma Geirsdóttir 21 árs, starfsmaður 66°Norður „Nei, ég efast um það.“ Dóra Hrund Gísladóttir 23 ára listamaður Handtökum teiknarann V ið Íslendingar þurfum nú mest á því að halda að hefta þá sem annast skopmyndateikningar. Það er gjörsamlega óþolandi að máttarstólpar samfélagsins séu teiknaðir upp með svívirðilegum hætti og settir í afkáralegt samhengi til að koma á þá höggi pólitískt. Eitt svívirðilegasta dæmið af þess- um toga kom fram um helgina þegar sá ESB-sinnaði ritstjóri Ólafur Steph- ensen lét þý sitt teikna herra Ólaf Ragnar Grímsson nakinn og í þokka- bót með pínulítið typpi. Svarthöfði var að fá sér ristað brauð með osti og sultu á laugardagsmorguninn þegar við honum blasti hryllingsmyndin. „Fokking fríblaðið,“ æpti hann upp yfir sig og frussaði ristaða brauðinu yfir kaffivélina og örbylgjuofninn. En það er stundum eins og þjóðin sé lokuð gagnvart hneykslismálum. Enginn sagði neitt um þessa aðför sem átti að sýna forsetann í hlutverki nakta keisarans sem hélt að hann væri í föt- um. Réttsýnin braust ekki fram fyrr en á þriðjudagsmorgni í Bítinu á Bylgj- unni þegar Ólafur Ísleifsson, hagfræð- ingur og boðberi réttlætis og sann- leika, benti á glæp teiknarans sem væri slíkur að öllu fólki hlyti að vera misbjóðið. „Er þetta ekki lögreglu- mál?“ spurði Ólafur brostinni röddu. Auðvitað á að kæra þetta lið til lög- reglunnar og sekta það og fangelsa. Nokkur fordæmi eru fyrir því í lýð- veldissögunni að tekið sé á guðlasti og öðru óeðli. Þannig var tímaritið Spegillinn afgreitt á sínum tíma. Og þið munið Spaugstofuna sem guð- lastaði í aðdraganda páskanna. Þeir kónar voru að vísu ekki dæmdir en þeir fengu ákæru. Það jaðrar við guðlast að sýna okkar ástkæra Ólaf Ragnar Grímsson nakinn og með pínulítið typpi. Allir vita að þessu er öfugt farið. Nú verður að láta til skarar skríða. Sérstakur saksóknari þarf að hefja rannsókn í einum hvelli. Hann getur byrjað á því að gera húsleit hjá teiknara fríblaðsins og hneppa hann í varðhald. Nauð- synlegt er að fjölmiðlar fái að mynda handtökuna. Vonandi tekst Ólafi að fá manninn dæmdan. Það má ekki í öllum fíflaganginum gleyma þeim alvarlegu áhrifum sem skopmynda- teikningar geta haft. Teikningarnar af Múhameð spámanni settu heims- byggðina á annan endann. Teikningin af okkar eigin Múhameð spámanni á Bessastöðum hefur sett Ísland á ann- an endann. Ef ekkert verður gert mun siðleysið verða varanlegt. Svarthöfði Þ etta bréf er birt hér þar sem svo erfitt er að fá viðtal eða svör frá ráðherra, og þar sem ráðu- neytið virðist ekki taka neitt alvarlega á málum eða kvörtunum. Það væri óskandi að ráðuneytið tæki upp eitthvað númerakerfi þannig að menn fengju að vita hvar þeir væru í röðinni með að fá viðtal hjá ráð- herra, í stað þess að fá dag eftir dag nákvæmlega engar upplýsingar í því sambandi. Það mál sem ég vildi vekja til máls við ráðherra, er varðandi ósannindi og rangar upplýsingar er embætti Landlæknis heldur uppi yfir Synflo- rix-bóluefnið gegn pneumokokkum, þar sem því er logið að almenningi: „Alvarlegar aukaverkanir eru ekki þekktar,“ og hvað eina, þegar að 14 börn af 15.000 börnum létust af því í klínísku rannsóknunum er fóru fram í Argentínu 2007–2008, eða næstum því 1 barn af 1.000 börnum. Ofan á allt þegar vitað er til þess að dæmt var í þessu máli gegn bóluefna- fyrirtækinu GlaxoSmithKline algjör- lega í óhag og aðstandendum fórn- arlamba í vil. Það er samt greinilegt á öllu, að fjölskyldur með ungbörn 3–9 mánaða eiga ekkert að fá að vita, og það er eins og menn hjá embætti Landlæknis séu á því, að fjölskyldur eigi bara að taka þessa áhættu svona algjörlega óafvitandi. Það væri óskandi að ráðherra reyndi að beita sér í þessu máli, þar sem að ábyrgðaraðilinn með fræðslu til almennings í þessu sambandi hefur ekki verið að sinna henni neitt að viti. Það væri óskandi að farið væri ofan í þessi mál, þar sem hér hefur ekki heldur verið gefinn út einn einasti bæklingur yfir eitt einasta bóluefni hvað varðar innihaldsefni, áhættur, alvarlegar aukaverkanir o.s.frv. Þær upplýsingar sem fólk fær hins vegar þarna eru mjög takmarkaðar og lé- legar yfir öll bóluefni. Hvaða vit er í að hafa þetta allt svona, eru menn að bíða eftir því að upp kemst, svona rétt eins og gert var í PIP- brjóstapúðamál- inu allt og frá 2010 og til dagsins í dag (eða þegar að upp kemst)? Það má segja að víða sé pott- ur brotinn hjá þessu embætti hvað varðar tilkynningaskyldu og eftirlit. Í því sambandi spyrja menn af hverju þekkist það ekki hjá ráðherra að skipa sjálfstæða óháða rannsóknarnefnd til að fara ofan í öll þessi eftirlits- og tilkynningarmál hjá embætti Land- læknis er upp hafa komið eins og t.d. ritalin- og concerta- málið, og PIP- brjóstapúðamálið? Í stað þess að ráð- herra láti, liggur við segja, embættið um að rannsaka sjálft sig, þannig að almenningur reikni ekki lengur með neinum breytingum, svörum eða neinu. Hvaða vit var annars í því að skipa nýja nefnd við aðra er Álfheiður Inga- dóttur hafði áður skipað í varðandi ritalin- og concerta-lyfin, eða þá hlaupa allt í einu til Persónuvernd- ar þegar embætti Landlæknis hafði allar heimildir og engar takmarkanir í grunninum? Af hverju var ekki hægt að skipa sjálfstæða og óháða nefnd til fara ofan í ritalin/concerta-málið, eða núna þetta PIP-brjóstapúðamál? Eins og staðan er í dag þá reiknar almenningur ekki með að einhver verði látinn sæta ábyrgð vegna allra þessara mála sem upp eru komin hjá embætti Landlæknis, hvað þá að ráðherra skipi einhvern tímann sjálf- stæða, óháða rannsóknarnefnd til að fara ofan í öll þessi mál eða neitt. Það væri samt óskandi að ráðherra sæi sér nú einu sinni fært til að beita sér fyrir því að embætti Landlæknis fjar- lægði burt þessi ósannindi og að fólk fengi í staðinn upplýsingar um að Synflorix-bóluefnið gegn pneumo- kokkum hafi valdið 14 dauðsföllum í klínískum rannsóknum á 15.000 börnum (2007–2008). Einnig er ósk- að eftir því að gefnir verði út bækl- ingar yfir öll bóluefni sem í notkun eru hér hvað varðar innihaldsefni, áhættur, alvarlegar áhættur o.s.frv. í stað þess að við sitjum uppi með þetta ómögulega drasl allt saman sem við búum við í dag. Hvernig er það er hægt að fá ráð- herra og þá sem standa að þessari bólusetningu til að taka á sig pers- ónulega fjárhagslega ábyrgð fyrir því að Synflorix-bóluefnið sé öruggt með undirskrift, þar sem hér þekk- ist ekki að greiða fólki skaðabætur vegna bóluefna sem fullyrt er að séu örugg? Blómabreiða í blíðunni Það væsti ekki um þennan í fíflabreiðunni í Nauthólsvík þegar veðrið lék við höfuðborgarbúa fyrr í vikunni. Mynd Eyþór ÁrnasonMyndin Umræða 15Miðvikudagur 23. maí 2012 1 Skopmynd af forseta „ósmekkleg og niðrandi, smánandi og lítilsvirðandi“ Ólafur Ísleifsson, lektor er ekki sáttur við skopmynd er birtist af forseta Íslands í Fréttablaðinu þann 19. maí síðastliðinn. 2 „Fyrr skal ég dauð liggja en að láta þau komast upp með þetta“ Viðtal við konu sem varð fyrir hrottalegri árás fjögurra aðila sem tengjast Hells Angels. 3 Þriðji Bandaríkjamaðurinn með holdétandi bakteríu á skömmum tíma Bobby Vaughn bólgnaði allur upp og þurfti að leggjast inn á sjúkrahús. Hann hefur farið í fimm aðgerðir og hafa læknar fjarlægt um hálft kíló af holdi. 4 Auglýsti svarta en löglega vinnu í Dagskránni „Hentar stúlkum og strákum laun ca 2,5 milljón Aðeins duglegt fólk kemur til greina“ 5 Hlífar gaf saksóknara puttann Atvikið átti sér stað þegar saksóknari sagðist ekki sjá ástæðu til að hafa lokað þinghald við þingfestingu á máli gegn Hlífari. Hann er ákærður vegna morðs á fyrrverandi kærustu sinni. 6 „Ég vil meina að hann hafi sloppið ótrúlega vel“ Framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar slasaðist illa er hann féll við eggjatínslu. Mest lesið á DV.is „Jú, það passar“ „Það er ekkert sér- stakt markmið“ „Svo spila ég“ Þóra Helgadóttir hagfræðingur dansar á ólympíuleikunum. – DVRakel Þorbergsdóttir vill ekki festast í hlutverki fréttalesara. – DVLea Gunnarsdóttir er yngsti tískubloggari landsins. – DV Ætlar þú að fylgjast með Eurovision í kvöld? Kjallari Þorsteinn Sch. Thorsteinsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.