Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2012, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2012, Blaðsíða 27
Fólk 27Miðvikudagur 23. maí 2012 n Örlar á gagnrýni á Ólaf Ragnar í bréfi til stuðningsmanna E ins og þið hafið ef til vill frétt eignaðist ég stóra og heilbrigða stúlku á föstudag. Næstu daga ætlum við að sinna fjölskyld- unni og safna kröftum fyrir það sem framundan er,“ rit- ar Þóra Arnórsdóttir forseta- frambjóðandi í bréfi sem barst vinum og stuðningsmönnum hennar fyrr í vikunni. En litla stúlkan dafnar vel. „Ég fékk að líta til þeirra í byrjun vik- unnar og sú stutta er mjög svo mannaleg og einstaklega vær,“ segir Sigrún Þorgeirsdóttir, kosningastjóri Þóru, en hún veitir sjálf ekki viðtöl á meðan hún safnar kröftum. Í bréfinu vísar Þóra í já- kvæðar niðurstöður síðustu skoðanakönnunar sem birt- ist á fæðingardegi stúlkunn- ar. Um er að ræða fimmtu tölfræðilega marktæku könn- unina röð sem sýnir forystu Þóru. Hún segir niðurstöð- urnar mjög uppörvandi en í samræmi við það sem hún hafi fundið á ferðum sínum um landið. „Forsetinn þarf með fram- komu sinni og orðræðu að endurspegla mikilvæg sam- félagsleg gildi, dreifa gleði, samstöðu, jákvæðni og stolti, bera hróður lands og þjóð- ar sem víðast og hughreysta þjóðina á erfiðum stundum. Þetta einingarhlutverk getur forseti illa rækt ef hann rekur eigin stjórnmálastefnu. Lög- gjafar- og framkvæmdavald- ið eiga að rækja sínar skyldur og forsetinn á aðeins að taka í taumana ef brýna nauðsyn krefur – og þá er það þjóð- arinnar að taka lokaákvörð- un,“ segir Þóra meðal ann- ars í bréfinu og örlar þarna á gagnrýni á sitjandi forseta og einn mótframbjóðanda hennar, Ólaf Ragnar Gríms- son. Þóra virðist þó ætla að hafa gleðina og jákvæðnina að leiðarljósi í kosningabarátt- unni, því í bréfinu segir jafn- framt: „Munum að það erum við sem ráðum því hvernig okkar kosningabarátta er og verður: Hrein og bein, jákvæð og mörkuð af gleði og bjartri framtíðarsýn fyrir íslenskt samfélag.“ Smáauglýsingar smaar@dv.is sími 512 7004 Opið virka daga kl. 10.00–18.00 og laugardaga kl. 11.30–15.00 BÍLALIND.is - Funahöfða 1 - 110 Reykjavík - S: 580-8900 VW TOUAREG V8 Árgerð 2004, ekinn 135 Þ.km, sjálfskipt- ur, leður, lúga, samlitur og virkilega fallegur! Verð 2.790.000. Raðnr.322132 - Jeppinn fagri er í salnum! LEXUS IS200 Árgerð 2004, ekinn aðeins 59 Þ.km, sjálfskiptur. Verð 2.350.000. Raðnr. 284345 - Bíllinn fallegi er á staðnum! BMW 545I 06/2004, ekinn 170 Þ.km, bensín, 6 gíra. Tilboðsverð aðeins 2.390.000 stgr. Raðnr. 321472 Bíllinn er á staðnum! SUNLIGHT C 52 K HJÓLHÝSI kojuhús. 06/2007, Verð 2.690.000. Raðnr. 310028 - Húsið er á staðnum klárt í ferðalagið! M.BENZ ML320CDI Árgerð 2007, ekinn 97 Þ.km, dísel, sjálfskiptur, leður, lúga. Mjög flott eintak! Verð 6.290.000. Raðnr. 310101 Jeppinn vinsæli er í salnum! VW GOLF TRENDLINE 09/2006, ekinn AÐEINS 51 Þ.km, 5 gíra, sóllúga, álfelgur! Verð 1.450.000. Raðnr. 310122 - Sá flotti er á staðnum! JEEP GRAND CHEROKEE LIMITED 4WD 5,7 HEMI Árgerð 2005, ekinn 112 Þ.km, sjálfskiptur, leður ofl. Verð 2.390.000. Raðnr. 322160 Jeppinn fallegi er á staðnum! MAZDA RX-8 0/2005, ekinn 84 Þ.km, sjálfskiptur, vindskeið, frúarbíll! Verð 2.440.000. Gott lán ca. 1.650þkr. Raðnr. 284428 - Töffarinn er á staðnum! BMW 630M útlit 05/2005, ekinn 83 Þ.km, sjálfskiptur, leður, M-felgur ofl. Verð 5.890.000. Raðnr.284412 - Kagginn er í salnum! Tek að mér Hreinsa þakrennur, laga riðbletti á þökum, gluggaþvottur, hreinsa lóðir og tek að mér ýmiss smærri verkefni. Upplýsingar í síma 847-8704 eða á manninn@hotmail.com Funahöfða 1, 110 Reykjavík S. 567 4840 www.hofdahollin.is Minkapels til sölu, ný yfirfarinn Upplýsingar í síma: 898-2993 Beinteinn. Gerum tilboð í alla flutninga. Frysti- vagnar, malarvagnar, flatvagnar, gröfur ,kranabílar." Silfri ehf - s: 894-9690 SUBARU IMPREZA AREO 11/2007, ekinn AÐEINS 26 Þ.km, sjálf- skiptur, lyklalaust aðgengi og fleira skemmtilegt. Verð 3.190.000. Mjög jákvæður fyrir skiptum! Raðnr. 270291 - Bíllinn er í salnum, skínandi fagur! CHEVROLET CORVETTE C5 Árgerð 2002, ekinn aðeins 27 Þ.km, sjálf- skiptur, leður, og fleira skemmtilegt. Öllum strákum langar í þennan! Verð 4.290.000. Raðnr. 282184 - Kagginn er í salnum! M.BENZ S 450 4MATIC Árgerð 2010, ekinn 44 Þ.km, metan, sjálfskiptur og allur aukabúnaður m.a. 20“ AMG felgur og ný dekk. Verð 20.900.000. Raðnr. 282234 - Bíllinn er í salnum, stórglæsilegur! Til leigu 3ja herbergja, 90fm efri hæð í litlu húsi 105 Rvk. Geymsla á lofti, aðgangur að þvottahúsi í kjallara og garður. Gæludýr velkomin. Reyklaus. Verð kr. 120.000- á mánuði án rafmagns og hita. Bakaábyrgð og meðmæli. Upplýsingar sendist á leiga105rvk@gmail.com „Hrein og bein“ Þóra segir forsetann þurfa að dreifa gleði og jákvæðni. Baráttan verður „hrein og bein“ Heimurinn er fallegri úr lofti n Sigríður Elva úr Íslandi í dag er með flugdellu á háu stigi É g er meira og minna alin upp í lítilli rellu. Pabbi var áhugaflugmaður og flestar mínar minning- ar úr barnæsku eru úr aftursæti flugvélar,“ segir fjöl- miðlakonan Sigríður Elva Vil- hjálmsdóttir úr Íslandi í dag en Sigríður er með mikla flug- dellu. Sigríður Elva er búin með bóklega hlutann af flug- náminu og er byrjuð á verk- lega þættinum. Aðspurð seg- ist hún ekki ætla að skipta um starfsvettvang, allavega ekki enn sem komið er. „Sjónin í pabba hef- ur versnað mikið svo ég var hætt að geta flogið með hon- um. Þess vegna ákvað ég að drífa mig í námið – til að geta endurgoldið greiðann. Hann er búinn að fljúga svo mikið með mig. Ætli þetta verði ekki hobbí í bili en auðvitað væri voðalega gaman að enda sem „bush pilot“ einhvers staðar í Fjarkanistan í framtíðinni. Ég lærði hjá Geirfugli en þeirra aðstaða er núna félagsmið- stöðin mín. Það er svo ynd- islegt að sitja þar með þess- um gömlu kempum, hlusta á hetjusögur og drekka kaffi. Þeir hafa ekki gert mikið grín að mér en ég viðurkenni að ég stakk ef til vill dálítið í stúf þegar ég var að mæta þangað á kvöldin beint úr vinnunni og því stífmáluð.“ Sigríður Elva er tiltölu- lega nýkomin heim úr flugi til Frakklands. „Ég flaug með flugkennaranum mínum á einshreyfilsvél. Því má, með pínu stílfærslu, ljúga því að ég hafi tekið minn fyrsta „cross country“-tímann minn yfir Ermarsundinu. Draumurinn er að fljúga í kringum hnött- inn á lítilli flugvél. Ég skil ekki af hverju flestir eru hræddari við litlar vélar. Það er mikið betra að vera í rellu, það eru nefnilega eru helmingi minni líkur á að missa mótor ef mað- ur er með einn en tvo.“ Þótt að Sigríður sé ekki flughrædd skilur hún óttann. „Í dag finnst mér ég hvergi öruggari en í flugvél. Svo er líka allt fallegra séð úr loftinu. Heimurinn er fallegri það- an. Það er voðalega erfitt að útskýra þessa ástríðu – mér finnst bara allt svo yndislegt í flugvél. Ég skil samt alveg þá sem eru flughræddir því sjálf lenti ég í slysi á báti árið 2004. Þá varð ég undir sódí- ak á ferð og fékk bátskrúfuna í öxlina. Lengi á eftir var ég sjúklega farartækjahrædd og sérstaklega í farþegaþotum. Mér fannst svo óþægilegt að sjá ekki hver væri að stýra. En eftir martraðarflugferð til Asíu þar sem við lentum í veseni á hverjum legg komst ég yfir hræðsluna. Í þessari ferð þurftum við til dæmis að fljúga í gegnum stríðssvæði, vera með risa stóra rottu um borð og hætta við lendingu. Fyrst þeir náðu að rífa risa- vaxna breiðþotu upp aftur á örskammri stundu þarf mað- ur ekkert að óttast. Það þarf svo rosalega margt að fara úr- skeiðis til að eitthvað gerist.“ indiana@dv.is Flottur hópur Sigríður flaug ásamt flug- kennara sínum á einshreyfilsvél til Frakklands um daginn. Með flugdellu Sigríður Elva var alin upp í aftursæti flugvélar. Pabbi hennar er hættur að fljúga. Hún ákvað að læra að fljúga til að geta boðið honum í flugferð. Með ástríðu fyrir flugi Sigríður Elva er búin með bóklega hlutann í flugprófinu og er byrjuð á þeim verklega.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.