Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2012, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2012, Blaðsíða 6
6 Fréttir 23. maí 2012 Miðvikudagur „Mótmælir því harðlega“ n Talsmaður Herbalife segir efnin ekki valda lifrarskaða H erbalife mótmælir því harðlega hvernig DV tengir vörumerki fyrirtækisins, og þar með allar vörur þess, við lifrarskaða í frétt 21. maí síðastliðin,“ segir Julian Cacc- hioli, starfsmaður á samskiptasviði Herbalife í Bretlandi, í yfirlýsingu sem hann hefur sent DV vegna umfjöllun- ar blaðsins um alþjóðlega rannsókn á tengslum Herbalife og lifrarskaða sem tveir íslenskir læknar taka nú þátt í. DV sagði frá rannsókninni á mánudaginn. Í yfirlýsingu Julians segir: „ Engin efni sem vitað er til að valdi lifrarskaða hafa fundist í okkar vörum. Ekki hef- ur heldur verið sýnt fram á ótvírætt orsakasamband á milli vörutegunda sem framleiddar eru af fyrirtækinu eða innihalds þeirra og lifrarsjúkdóma. Frá árinu 2005, þegar vörumerkið var fyrst tengt við lifrarskaða, hafa ríkistjórnir í 26 löndum um allan heim látið rann- saka málið og komist að þeirri niður- stöðu að engar aðgerðir væru réttlæt- anlegar gegn Herbalife vörum.“ Í frétt DV kom fram að tveir íslensk- ir læknar, Sigurður Ólafsson og Einar S. Björnsson, rannsaki tengsl lifrar- skaða og notkunar á fæðubótarefninu Herbalife á Íslandi. Einar sagði í sam- tali við blaðið að þeir hefðu fundið tíu tilfelli hjá Íslendingum þar sem talið er að lifrarskaða megi rekja til notkun- ar á fæðubótarefninu. Hann sagði að lifrarskaðinn hefði gengið til baka hjá þessum tíu einstaklingum eftir að þeir hættu að nota Herbalife. Lifrarskaðinn birtist meðal annars í ógleði, slapp- leika og gulu. Í yfirlýsingu Julians kemur hins vegar fram að vörur Herbalife séu hættulausar: „Vörur Herbalife eru fylli- lega öruggar til neyslu í samræmi við lýsingar á umbúðum. Það hefur ítrek- að sýnt sig að Herbalife er ábyrgðar- fullt fyrirtæki sem setur hagsmuni viðskiptavina sinna ávallt í forgang.“ Rannsókn Sigurðar og Einars mun væntanlega hjálpa til að leiða það í ljós hvort þessi staðhæfing er sönn. ingi@dv.is Segir Herbalife skaðlaust Talsmaður Herbalife segir að engin efni í Herbalife valdi lifrarskaða. Datt af baki í hrossarekstri Lögreglumenn á Suðurnesjum voru í eftirlitsferð um helgina þegar þeir veittu athygli stóru hrossa- stóði, sem verið var að reka á Mánagrund í Keflavík og var það á mikilli ferð. Við nánari skoðun sáu þeir að tvö hross með hnökkum, en knapalaus, voru á fleygiferð í rekstrinum. Hafði skyndilega kom- ið styggð að hrossunum og þau tekið á rás með þeim afleiðingum að þau runnu til í möl og knap- arnir duttu af baki. Þegar að var gáð reyndist annar knapanna liggja á jörðinni og hinn var að huga að honum. Lögregla boðaði þegar sjúkrabíl á staðinn og var annar knapinn, kona um þrítugt, flutt á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þar sem hún fékk aðhlynningu. Hoppað á bílnum Skemmdarverk á bifreið var tilkynnt til lögreglunnar á Suðurnesjum á sunnudag. Þegar lögreglumenn komu á vettvang kom í ljós að hoppað hafði verið á vélarhlíf bílsins, vélarhlífin rispuð og sparkað í framrúðuna og hún brotin. Lögreglan rannsakar málið. Þá segir í tilkynningu lögreglunn- ar að nokkuð hafi borið á því í umdæminu að undanförnu að reiðhjólum hafi verið stolið. Nýverið var einu slíku stolið þar sem eigandinn hafði skilið það eftir við Sundmiðstöðina í Keflavík. Lögregla hefur rök- studdan grun um hverjir voru þar að verki. Þá var öðru hjóli stolið þar sem það stóð læst í innkeyrslu við íbúðarhús. Bæði eru hjólin verðmæt og mikill missir að þeim fyrir eigend- urna sem eru ungir að árum. Ökuþrjótur á ofsahraða Karl á þrítugsaldri var stöðvaður við akstur á Reykjanesbraut í Hafnar- firði á mánudagskvöld eftir að bíll sem hann ók mældist á 150 kíló- metra hraða á móts við Vallahverfi. Maðurinn reyndist vera undir áhrif- um fíkniefna en hann hefur margoft gerst sekur um umferðarlagabrot og hafði þegar verið sviptur ökuleyfi. Eigandi bílsins var með í för og sat í farþegasæti en viðkomandi var sömuleiðis í annarlegu ástandi. Í slenska ríkið greiðir 248,3 milljónir króna til Atlantshafsbandalagsins, NATO, vegna ársins 2012. Íslend- ingar fjármagna aðeins lítinn hluta af rekstri bandalagsins en upphæð- irnar reiknast út sem hlutfall af vergri landsframleiðslu hvers aðildarríkis fyrir sig. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu NATO nam framlag Ís- lands á tímabilinu 2010 til 2011 um 0,006 prósentum af heildarkostnaði við rekstur bandalagsins. Útgjöld ís- lenska ríkisins hafa snarhækkað eftir hrun, eða um 182,3 milljónir króna á síðustu fimm árum. Gera má ráð fyrir því að stór hluti hækkunarinnar sé tilkominn vegna gengisbreytinga en ekki liggur fyrir hvort það sé eina skýringin. Tvöfaldaðist eftir hrun Langmesta hækkunin á framlög Ís- lands til NATO átti sér stað árið 2010. Þá fóru framlögin úr 87,6 milljónum króna upp í 216,4 milljónir króna. Í fjárlögum ársins 2010 var ekki gert ráð fyrir jafn mikilli hækkun og raunin varð en það var leiðrétt í fjár- aukalögum sem samþykkt voru í lok ársins 2010. Hækkunin sem sam- þykkt var í fjáraukalögunum nam 113 milljónum en það er um tíu milljón- um krónum meira en þær 103 millj- ónir sem upphaflega átti að leggja bandalaginu til. Frá árinu 2007 hefur framlag Ís- lands til bandalagsins numið samtals 910,7 milljónum króna, samkvæmt fjárlögum og fjáraukalögum. Þessi tala gæti þó breyst þar sem enn hef- ur ekki komið fram hvort hækka eða lækka þurfi fjárframlagið með fjáraukalögum en þau verða að öll- um líkindum samþykkt í lok ársins. Langstærstur hluti þessa tæpa millj- arðs sem farið hefur úr ríkissjóði til NATO er tilkominn á árunum 2010– 2012. Framlög þess tímabils eru 76 prósent af heildarframlagi Íslands til bandalagsins á síðustu fimm árum. Borgum minnst allra Ísland er stofnmeðlimur að NATO og eitt 28 aðildarríkja. Kostnaðurinn við bandalagið skiptist í ákveðnu hlut- falli á milli allra aðildarríkjanna og bera þau mismikinn kostnað hvert. Íslendingar greiða minnst allra að- ildarþjóðanna til bandalagsins en Bandaríkjamenn borga langmest. Bandaríkin standa í raun undir um 22 prósentum af rekstri Atlantshafs- bandalagsins samkvæmt upplýs- ingum á vefsíðu NATO. Bretar, Þjóð- verjar og Frakkar koma svo næstir í röðinni en ásamt Bandaríkjamönn- um standa þjóðirnar undir rúm- lega helmingi af öllum kostnaði við bandalagið. Þrátt fyrir að framlag Íslendinga kunni að vera smávægilegt í sam- hengi við heildarkostnað vegna reksturs bandalagsins þá er NATO sú alþjóðastofnun sem Íslendingar greiða hvað mest til. Undir liðnum 3.401 í fjárlögum, sem snýr að al- þjóðastofnunum, kemur fram að að- eins þróunarsjóður EFTA og alþjóð- leg friðargæsla fær hærri framlög úr ríkissjóði en NATO. Lítil meðal stórra Íslendingar borga lítið til NATO miðað við hvað þjóðir á borð við Bandaríkin og Þýskaland gera. Mynd ReuTeRS Framlög til NatO haFa margFaldast n Ríkið hefur greitt tæpan milljarð til NATO á fimm árum 2007 2008 2009 2010 2011 2012 66 65,2 87,6 216,4 227,2 248,3Hér má sjá þróun framlaga úr ríkissjóði Íslands frá árinu 2007 í milljónum króna. Á tímabilinu hafa framlögin margfaldast en líklegasta skýringin á því er mikið gengishrun krónunnar haustið 2008. HeiMiLd: ALþingi Framlögin hafa margfaldastAðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.