Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2012, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2012, Qupperneq 14
F yrir síðustu jól varð Berglind Steindórsdóttir fyrir hroða- legri árás aðila sem tengjast mótorhjólagengi. Ráðist var inn á heimili hennar og henni misþyrmt með þeim hætti að hún mun sennilega aldrei bíða þess bæt- ur. Meðal annars var reynt að klippa af henni fingur og hún var beitt grófu kynferðislegu ofbeldi. Aðkoman var beinlínis skelfileg og unga konan var milli heims og helju. Nokkrum dög- um eftir þessa árás var aftur ráðist á hana í því skyni að brjóta hana niður líkamlega og andlega. Undanfarna fimm mánuði hefur hún verið undir vernd og í felum fyrir ofsækjendum sínum. Það varð þó ekki til þess að ofsóknunum linnti því kveikt var í bifreið hennar sem brann til ösku. Það er ótrúlegt að svona hlutir geti gerst í litlu, friðsömu landi. „Ég gjörsamlega missti trúna á mannfólkið,“ sagði hún við DV um líðan sína eftir þessa atburði. Enginn þarf að efast um að það er stórt skref hjá ungu konunni að vitna fyrir dómi og stíga fram og segja sögu sína. Alltof margir láta kúga sig til að þegja um illvirkin og gefa þannig glæpa- hyskinu aukið afl. Ögmundur Jónasson innanríkis- ráðherra hefur skorið upp herör gegn þeirri villimennsku sem fylgir ákveðnum glæpasamtökum. Ráð- herrann hefur sýnt þann kjark að lýsa stríði á hendur þeim sem gera út á ofbeldi og ótta. Saga Berg- lindar undirstrikar þörfina á því að spyrna fast við fótum gegn þeirri fúlmennsku sem fylgir umræddum glæpasamtökum. Sjálf á hún virð- ingu skilið fyrir þann kjark að rísa gegn ofbeldisfólkinu sem reyndi að brjóta hana niður með grófara of- beldi en Íslendingar eiga að venjast. Það er hlutskipti Berglindar að þurfa að vera í felum og á flótta undan kvölurum sínum. „Ég hef ekkert frelsi til að gera eitt eða neitt, ég get ekki verið á opinberum stöðum, get ekki talað við neinn …“ sagði Berg- lind við DV. Samfélagið verður að leggjast á eitt til þess að fyrirbyggja viðbjóð á borð við þann sem gerst hefur í lífi Berglindar. Allir verða að leggjast á eitt með yfirvöldum til að fjarlægja illgresið úr samfélaginu. Enginn má þar hvika. Kjarkur Berglindar verður að blása öðrum í brjóst því áræði sem þarf til að fara gegn illvirkjunum og eyða þessu illgresi. Þá þarf að hlúa að ungu konunni með öllum ráðum og tryggja svo sem auðið er að hún verði ekki fyrir frekari árásum. Staða hennar er ömurleg og óttinn er við hvert fótmál. „Ég þarf að flytja í burtu frá Íslandi ef ég vil eiga eitthvert líf,“ segir Berglind sem enn er í felum. Þeir sem réðust inn á heimili hennar bíða dóms. Sandkorn Eldhuginn hjá Gunnvöru n Fréttin um sigmanninn sem féll tugi metra í klettum við eggjatínslu í Stapa í Aðal- vík á Hornströndum í vik- unni vakti mikla athygli. Um var að ræða Einar Val Krist- jánsson, framkvæmdastjóra hjá Hraðfrystihúsinu Gunn- vöru og einn af eigendum fyrirtækisins. Einar Valur hefur stundað eggjatöku um áratugaskeið og þykir mikill eldhugi. Þykir Einar Valur hafa sloppið merkilega vel frá slysinu miðað við að- stæður en hann lenti á syllu um 25 metra yfir sjávarmáli. Eggjatínsla í þverhníptum björgum hefur verið hluti af lífsviðurværi og sögu íbúa á norðanverðum Vestfjörðum um aldir og halda menn eins og Einar Valur þessum sið við þó komið sé fram á 21. öldina. Davíð snupraður n Lesendur Morgunblaðs- ins fengu á þriðjudaginn ágætis innsýn inn í þá furðu sem mál- flutningur Davíðs Odds- sonar getur vakið hjá út- lendingum. Sendiherra Þýskalands á Íslandi, Herman Sausen, skrifaði grein í blaðið þar sem hann gagnrýndi Davíð fyrir að segja sendiherra Evrópusambandsins á Ís- landi, Timo Summa, blanda sér í innanríkismál Íslands með umræðu sinni um sam- bandið hér á landi. Sagði Davíð að Summa bryti með þessu gegn starfsreglum þeim sem gilda um slíka erlenda sendimenn. Sau- sen sagði skrif Davíðs í garð Summa vera „fjandsamleg“. Núverandi eigendur Morg- unblaðsins keyptu blaðið til að berjast gegn inngöngu Ís- lands í Evrópusambandið og er Davíð Oddsson helsti varðmaður þeirra hags- muna. Snuprur Sausens skipta Davíð því væntanlega litlu. „Mig langaði í Hörpu“ „Þetta er alltaf sama kraftaverkið“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir vildi verða forstjóri Hörpu. – DV Þóra Arnórsdóttir og Svavar Halldórsson eignuðust stúlku. – DV Leiðari Reynir Traustason rt@dv.is „Ég þarf að flytja í burtu frá Íslandi H ið nýja meðlagskerfi tryggir að tekið verði tillit til tekna beggja foreldra og að barni [sic] njóti þess þar af leiðandi að ákveðnu marki ef meðlagsgreiðandi hefur mun hærri tekjur en meðlagsmóttakandi. Með hliðsjón af þessu er ekki gert ráð fyrir að unnt verði að úrskurða eða dæma meðlagsskylt foreldri til að greiða viðbótarmeðlag.“ Svo segir í greinargerð frumvarps um breytingar á meðlagsákvæðum barnalaga. Ókei. En hvernig tryggir kerfið þetta? spurði ég IRR. Mér hefur alltaf þótt einkennilegt að íslenska meðlagskerfið sér ekkert athugavert við að börn hátekju-umgengnisfor- eldra lepji dauðann úr skel heima með tekjulágum lögheimilisforeldrum. Í núverandi kerfi er foreldrum heimilt að semja um upphæð meðlags- greiðslna, sem þó má „ekki vera lægri en sú upphæð sem lög um almanna- tryggingar ákveða“ eða „einfalt með- lag“, sbr. 55. gr. barnalaga 76/2003. Efnað foreldri vill greiða meira … Greinargerðin segir um núverandi kerfi: „Hafi foreldri fjárhagslegt bol- magn til þess að inna af hendi hærri framlög til framfærslu barnsins en [lág- marksmeðlag] er út frá því gengið að barn eigi að njóta þess í formi aukins meðlags.“ Sem sagt, ef meðlagsgreið- andi er efnaður mun viðkomandi auð- vitað vilja greiða meira en einfalt með- lag, kr. 24.230 og ekki veitir af nema lögheimilisforeldrið sé sterkefnað; samkvæmt skýrslu velferðarráðuneytis er „dæmigert viðmið fyrir útgjöld fjög- urra manna fjölskyldu á höfuðborgar- svæðinu … kr. 617.610,“ sem gerir um 155.000 kr. á mann. En hvað ef fjársterkt umgengnisfor- eldri vill ekki borga meira? Samkvæmt 57. gr. barnalaga getur sýslumaður úr- skurðað um viðbótarmeðlag, en aðeins ef foreldri „fullnægir … ekki fram- færsluskyldu sinni.“ Auðvelt er að færa rök fyrir því að 24.000 séu engan veginn full- nægjandi framfærsluframlag, en ef umgengnisforeldrið greiðir ein- falt meðlag er það talið hafa full- nægt framfærsluskyldu sinni. 64. gr. barnalaga heimilar hins vegar breytingu á „samningi eða dómsátt um meðlag“ ef „a. aðstæður hafa breyst verulega; b. samningur eða dómsátt gengur í berhögg við þarfir barns eða c. samningur eða dómsátt er ekki í samræmi við fjárhagsstöðu foreldra.“ Svo unnt er, fræðilega, sam- kvæmt núgildandi lögum að skikka umgengnisforeldrið til greiðslu við- bótarmeðlags. En ef breytingatillög- ur frumvarpsins verða að veruleika verður „einungis gert ráð fyrir að hið opinbera tryggi réttláta skiptingu lágmarksframfærslukostnaðar [kr. 54.000, skv. frumvarpinu] milli for- eldra sem tekst ekki að semja.“ Meðlagsgreiðsla foreldris með 100 milljón kr. mánaðarlaun: 53.892 Sýslumaður mun þá úrskurða um hlutföll hvors af þessum 54.000 krón- um með þessari flottu jöfnu: F x Tekjur UF (Tekjur UF + Tekjur LF) Ef LF hefur kr. 200.000 í tekjur og UF hefur kr. 400.000: UF greiðir kr. 36.000 til LF. Gaman er að leika sér með þessa jöfnu: LF hefur kr. 200.000 í mán.laun, UF hefur 4 milljónir í mán.laun: UF greiðir kr. 51.429. UF hefur 10 milljón- ir í mánaðarlaun, greiðslan verður kr. 52.941. UF hefur 100 milljónir í mán. laun: UF greiðir kr. 53.892. Kaupum hinn skóinn í næsta mánuði Hvers vegna verður ekki hægt að skikka foreldri til hærri greiðslna en lágmarksframfærslu? Vegna þess „að foreldrar sem [bera] hag barns síns fyrir brjósti [hljóta] að tryggja hags- muni barns að þessu leyti án aðkomu hins opinbera“ (ahahaha). „Hið nýja meðlagskerfi tryggir að tekið verði tillit til tekna beggja foreldra og að barni [sic] njóti þess þar af leiðandi að ákveðnu marki ef meðlagsgreið- andi hefur mun hærri tekjur en með- lagsmóttakandi.“ (Greinilega mjög ákveðnu marki, getum keypt einn skó núna og hinn eftir mánaðamót!). Svo „hvernig, verður í praxís tryggt að barnið njóti hærri tekna foreldris- ins?“ Rúmu hálfu ári síðar barst mér svar IRR: „Tillögur starfshópsins eru enn til skoðunar og umfjöllunar í ráðuneytinu. … Meðan svo er, er erfitt að fjalla efnislega um útfærslu ákvæða þess en allar athugasemdir og ábend- ingar … verða teknar til skoðunar …“ Tvö ár eru síðan frumvarpið var kynnt og ekki er hægt að svara hvernig grundvallarákvæðum þess er ætlað að virka í praxís? Skjóta fyrst, miða svo? Skjóta fyrst, miða svo? Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir Ritstjórar: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) og Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri: Stefán T. Sigurðsson (sts@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Hönnunarstjóri: Jón Ingi Stefánsson (joningi@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: DV.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR 14 23. maí 2012 Miðvikudagur Kjarkur Berglindar Leiðrétting n Missagt var í viðtali við Þórhall Þorsteinsson að Biskupsstofa ætti land á hálendi Austurlands. Hið rétta er að Þjóðkirkj- an á landið en Biskups- stofa hafði samband við Þórhall vegna málsins. Þá var einnig missagt að umhverfisstofnun hefði sagt umhverfisáhrifin óá- sættanleg, hið rétta er að Skipulagsstofnun gaf það álit. Að lokum var Karen Erla Erlingsdóttir rang- lega sögð Egilsdóttir. Það leiðréttist hér með „Auðvelt er að færa rök fyrir því að 24.000 séu engan veginn fullnægjandi framfærslu- framlag, en ef umgengn- isforeldrið greiðir einfalt meðlag er það talið hafa fullnægt framfærslu- skyldu sinni. Kjallari Íris Erlingsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.