Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2012, Blaðsíða 16
16 Umræða 23. maí 2012 Miðvikudagur
„Ekki tíðkast að aftur-
kalla orðuveitingar“
Ástasigrún Magnúsdóttir: Er
trúnaðarbrestur á milli núverandi
ríkisstjórnar og forseta? Ef svo er geta
landsmenn þolað það í að minnsta kosti ár í
viðbót náir þú kjöri?
Ólafur Ragnar: Nei, það er ekki trúnaðar-
brestur. Við utanríkisráðherra vorum í
síðustu viku saman í opinberri heimsókn
í Prag og héldum á lofti málstað Íslands í
makríldeilunni. Hins vegar hafði ákvörðun
mín í Icesave töluverð áhrif.
Arnar Sigurðsson: Herra forseti, hver
er afstaða þín til hvalveiða Íslendinga?
Ólafur Ragnar: Ég hef alltaf talið
að Íslendingar ættu að fylgja alþjóð-
legum samþykktum varðandi nýtingu
hafsins en höfum okkar rétt sem sjálf-
stæð þjóð.
Andri Sturluson: Ef þú værir ekki í
framboði, hver af frambjóðendunum
væri líklegastur til að hreppa atkvæði
þitt?
Ólafur Ragnar: Ég hef ekki velt því fyrir
mér. Þetta er allt ágætis fólk. Suma hef
ég þekkt lengi. Herdís var nemandi minn
og ég hef unnið mikið með Ara Trausta.
Helgi Eyjólfsson: Hvernig þótti þér
aðförin að þér í skopmynd Fréttablaðs-
ins um helgina? Er þetta enn eitt
dæmið um þá grímulausu afstöðu sem fjömiðlar
taka í kosningabaráttunni um forsetaemb-
ættið?
Ólafur Ragnar: Við opnun kosningamið-
stöðvar okkar í gær [sunnudag] hvatti
ég til þess að baráttan yrði málefnaleg
og kurteis. Fréttablaðið verður sjálft að
svara fyrir sínar aðferðir.
Agnar Þorsteinsson: Af hverju viltu
ekki setja forsetaembættinu
siðareglur?
Ólafur Ragnar: Við skoðuðum það mál.
Aðalatriði í siðareglum ráðherra og þing-
manna er að banna fjárhagsleg tengsl.
Stjórnarskráin er með skýr ákvæði sem
banna forseta að þiggja aðrar greiðslur
en laun sín. Því felur stjórnarskráin í sér
þær siðareglur fyrir forseta sem mestu
máli skipta.
Axel Egilsson: Nú ert þú að bjóða þig
fram til forseta í fimmta sinn. Ef þú
værir óbreyttur borgari myndi þér
finnast eðlilegt að sitjandi forseti sæktist eftir
því að halda áfram í embætti 5. kjörtímabilið í
röð?
Ólafur Ragnar: Á venjulegum tímum væri
eðlilegt að hætta eftir fjögur kjörtímabil.
Þjóðin er hins vegar enn að fara í gegnum
óvissutíma. Rúmlega 30 þúsund Íslendingar
báðu mig í ljósi þess að standa vaktina
áfram. Ég féllst á þá ósk.
Hallur Guðmundsson: Komdu sæll,
Ólafur. Þú gafst í skyn þegar þú gafst
kost á þér að ekki hefði komið fram
góður kostur sem arftaki þinn. Nú eru 6 sem eru
meðframbjóðendur þínir. Ertu enn á því að þú
sért besti kosturinn?
Ólafur Ragnar: Þetta er ekki rétt með
farið. Ég vísaði til þess ef margir
frambjóðendur nýrra kynslóða kæmu
fram með áherslur sem tryggja stöðu
forsetans. Þó að einn frambjóðandi sé
ungur að árum, þá á það ekki við um fleiri.
Disa skvísa: Hr. Ólafur, þú talar um að
þú munir sitja í 2 ár til viðbótar verðir
þú kosinn. Hvað ætlastu til að ná fram
á þessum 2 árum sem meðframbjóðendur þínir
sem vilja lengri setu gætu ekki náð fram?
Ólafur Ragnar: Ég hef aldrei sagt að ég
ætlaði bara að vera í tvö ár. Þetta er
áróður sem reynt var að læða að fólki,
m.a. með fréttunum sem Svavar bjó til á
RÚV þegar verið var að kanna framboð
Þóru. Það hefur alltaf verið skýrt að ég
býð mig fram til fjögurra ára.
Hildur Knútsdóttir: Ertu femínisti?
Ólafur Ragnar: Ég hef ávallt verið
jafnréttissinni og lagt ríka áherslu á að
konur hafi sama rétt og karlar, það hefur ætíð
verið andinn í minni fjölskyldu. Femínismi
er hugmyndafræðilegt hugtak sem hefur
margar ólíkar merkingar.
Njörður Helgason: Sælir. Hver verða
viðbrögð þín ef þú sem sitjandi forseti
tapar í kosningunum?
Ólafur Ragnar: Þá beygi ég mig af auðmýkt
fyrir dómi þjóðarinnar og þakka það traust
sem fólkið í landinu hefur sýnt mér á langri
leið.
Jóhannes Benediktsson: Kosninga-
skuld þín árið 1996 nam 28 milljónum.
Lagði einhver einn aðili meira en eina
milljón til greiðslu skuldarinnar? Ef já: Hver/
hverjir? Og hve mikið?
Ólafur Ragnar: Það voru þúsundir Ís-
lendinga sem tóku þátt í að fjármagna
kosningabaráttuna og fyrir uppgjöri
hennar var gerð grein á sínum tíma.
Hæstu upphæðina borgaði ég sjálfur.
Arnar Sigurðsson: Herra forseti,
myndir þú vilja sjá fleiri breytingar á
stjórnarskrá sem myndu styrkja
embætti þitt, s.s. að forsetaræði væri tekið
upp?
Ólafur Ragnar: Ég hef aldrei verið tals-
maður forsetaræðis og hef ávallt virt
grundvallarreglur íslenskrar stjórnskip-
unar. Forsetaembættið er lykilstofnun
í íslensku lýðræði ásamt Alþingi, dóm-
stólum og ríkisstjórn. Mikilvægast er að
styrkja betur sess dómstóla í stjórnar-
skrá og tryggja beinan rétt þjóðarinnar til
að óska eftir þjóðaratkvæðagreiðslum.
Sæunn Þórðardóttir: Er það rétt að
Bubbi Morthens sé að gera plötu um
kosningabaráttu þína eða semja
kosningabaráttulag?
Ólafur Ragnar: Ég hef ekki heyrt það. En
það yrði örugglega fín plata. Hann söng í
miðstöð okkar í gær.
Jóhann Páll Jóhannsson: Finnst þér
sómi að því, Ólafur, að kalla framboð
Þóru Arnórsdóttur „2007-framboð“
þegar þér er tileinkaður heill kafli í Rannsóknar-
skýrslu Alþingis vegna tengsla þinna við
útrásina og efnahagshrunið?
Ólafur Ragnar: Ég kallaði framboð Þóru
ekki 2007-framboð. En mér fannst það
dálítið 2007 að vera með kvikmyndaleik-
stjóra til að ákveða aðferðir í baráttunni.
Jenný Jensdóttir: Páll Skúlason sagði
að hlutverk forseta væri m.a. að vera
siðgæðisvörður þjóðarinnar! Ertu
sammála því?
Ólafur Ragnar: Forsetinn hefur mörg hlut-
verk. Ég er ekki sammála öllu sem Páll hefur
sagt um forsetaembættið. Margir þurfa að
tryggja siðgæði þjóðarinnar, fólkið í landinu,
einstaklingar, skólar, kirkjan. Og margir aðrir.
Sveinn Þórarinsson: Hver er afstaða
þín til úthafsveiða íslenskra aðila?
Rányrkja eða ekki?
Ólafur Ragnar: Íslendingar hafa sama rétt
og aðrar þjóðir til úthafsveiða ef fylgt er
alþjóðlegum reglum og tryggt að ekki sé
gengið á auðlindir hafsins. Ég áréttaði
það sjónarmið á heimsþingi um höfin sem
The Economist hélt í ársbyrjun.
Hallur Guðmundsson: Hvers vegna
ráðist þér með svona glórulausri
neikvæðni eingöngu að framboði Þóru
eins og að saka Svavar og Þóru um að búa til
fréttir sem grafa undan yður?
Ólafur Ragnar: Ég hef á engan hátt sýnt
því framboði neikvæðni. Ég lýsti hins
vegar skýrum málefnalegum ágreiningi
varðandi forsetaembættið milli mín,
hennar og annarra frambjóðenda. Það
var í alla staði málefnaleg umræða og
mikilvægt að efnisþættir séu á dagskrá
en ekki bara myndefni.
Sóley Tómasdóttir: Hvað áttirðu við
þegar þú sagðir að forsetakosningarnar
væru ekki fegurðarsamkeppni á fundi
fyrir nokkru?
Ólafur Ragnar: Þróunin í miðlun sam-
tímans, bæði í sjónvarpi og annars staðar,
leggur mikla áherslu á útlit, myndir og
annað slíkt efni, oft á kostnað raunveru-
legrar umræðu um kjarna málsins.
Jóhannes Benediktsson: Hvað áttir
þú við, þegar þú sagðir: Það er einlæg
ósk mín að þjóðin muni sýna því
skilning [...], muni ég hverfa til annarra verkefna
áður en kjörtímabilið er á enda og forsetakjör
fari þá fram fyrr.
Ólafur Ragnar: Ef þjóðinni hefur tekist
að eyða margvíslegri óvissu, varðandi
stjórnarskrá, stöðu þjóðarinnar á alþjóða-
vettvangi, efnahagslíf og lífskjör almenn-
ings og þegar kominn er stöðugleiki í
stjórnarfari og ný stjórnarskrá, þá myndi ég
ekki standa í veginum fyrir því ef þjóðin vill
þá velja sér nýjan forseta. Það er ákvörðun
þjóðarinnar, ekki mín.
Kári Jónsson: Ertu hlynntur tillögum
stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá ?
Ólafur Ragnar: Margar góðar
hugmyndir eru í tillögum stjórnlagaráðs,
sérstaklega um þjóðaratkvæði og mann-
réttindi. Hins vegar þarf að ræða hvers
konar stjórnskipun þær mynda í heild.
Ég hvatti til slíkrar umræðu við setningu
Alþingis í október.
Agnar Þorsteinsson: Ég hef sent
nokkrum sinnum fyrirspurn til embætt-
is þíns um fjölda þeirra sem embættið
hringdi í út af Icesave-undirskriftalistanum. Af
hverju hlítir embættið ekki upplýsingalögum og
svarar því?
Ólafur Ragnar: Ég þekki þetta mál ekki
nákvæmlega. Við gerðum eingöngu laus-
lega könnun sem sýndi að undirskriftirnar
voru alláreiðanlegar. Þetta var á engan
hátt vísindaleg eða stjórnkerfisleg at-
hugun.
Hrafn Arnarson: Er mótsögn milli þess
að taka eindregna afstöðu og vera
sameiningartákn?
Ólafur Ragnar: Orðið sameiningartákn
er vandmeðfarið. Forsetinn er fyrst
og fremst gerandi og valdhafi en ekki
tákn. Fáninn og skjaldarmerkið eru
tákn. Allir forsetar hafa þurft að taka
erfiðar ákvarðanir sem hafa skapað þeim
tímabundnar óvinsældir.
Helgi Eyjólfsson: Ef það yrði gerð
Hollywood-mynd um þig og þitt
lífshlaup, Ólafur, hver myndi leika þig?
Ólafur Ragnar: Russell Crowe.
Karen Gunnarsdóttir: Hversu
duglegur ertu að fara í ræktina og
hreyfa þig?
Ólafur Ragnar: Á hverjum morgni, hvern
einasta dag ársins, hvernig sem viðrar fer
ég í 30–45 mínútna kraftgöngu og geri
svo æfingar á eftir. Stundum með Sámi.
Þess vegna er hægt að sinna hinum miklu
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, er komin á fullt í kosningabaráttu fyrir forsetakosningarnar í sumar. Hann sat fyrir svörum
á Beinni línu á mánudag. Hann hvetur til þess að kosningabaráttan verði málefnaleg og kurteis.
Nafn: Ólafur Ragnar Grímsson
Starf: Forseti Íslands
Aldur: 69 ára
Menntun: Doktor í stjórnmálafræði