Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2012, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2012, Page 8
8 Fréttir 23. maí 2012 Miðvikudagur Helgi seldi fyrir 104 milljónir n Formaður lífeyrissjóðs VR og stór eigandi í Marel E ignarhaldsfélag Helga Magn­ ússonar, formanns stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunar­ manna, seldi á mánudaginn hlutabréf í Marel fyrir 104 millj­ ónir króna. Um var að ræða 680 þúsund hluti á genginu 153. Þetta kemur fram í flöggun til Kauphallar Íslands. Félagið heitir Eignarhalds­ félag Hörpu og er fjölskyldufyrir­ tæki í eigu Helga og skyldmenna hans sem erfðu málningarvöru­ fyrirtækið Hörpu. Helgi tengist hlutabréfaeign í Marel í gegnum þrjú félög og fyrir­ tæki: áðurnefnt félag, Hörpu, eign­ arhaldsfélagið Hofgarða, sem hann á persónulega, sem og Lífeyris­ sjóð verzlunarmanna sem á nærri 7 prósenta hlut í Hörpu sem verð­ metinn er á um 8 milljarða króna. Helgi er jafnframt stjórnarmaður í Marel, væntanlega vegna setu sinn­ ar í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunar­ manna. Helgi og félög tengd honum halda eftir nærri 4,8 milljónum hluta í Marel. Þau hlutabréf eru verðmetin á rúmlega 734 milljón­ ir króna miðað við gengi viðskipta Hörpu með hlutabréfin. Í lok apríl var greint frá því í fjöl­ miðlum að Helgi hefði persónulega keypt nærri 480 þúsund hluti í Mar­ el á genginu 157,5 í gegnum áður­ nefnt félag, Hofgarða. Gengið sem Harpa seldi á á mánudaginn er því rúmlega 4 krónum lægra. Á það hefur verið bent í fjölmiðl­ um að Helgi hafi notið góðs af því persónulega hvernig Lífeyrissjóður verzlunarmanna hafi fjárfest í Mar­ el eftir hrun en líkt og áður segir fer hann fyrir stjórn sjóðsins. Í um­ fjöllun um viðskipti Helga með hlutabréf í Marel í lok apríl sagði Magnús Halldórsson, ritstjóri við­ skiptafrétta á Stöð 2 og Vísi, í pistli á Vísi: „Helgi Magnússon fjárfestir hefur notið góðs af því hversu þétt Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur staðið á bak við Marel. Ekki síst eftir hrun, hefur sjóðurinn ítrekað tekið þátt í hlutafjáraukn­ ingum þegar þrengdi að fjármögn­ un fyrir félagið.“ É g geng út frá því að hann verði ekki sakfelldur fyrir nauðgun, þar sem hann hefur verið lát­ inn laus,“ segir Emma Bergen saksóknari í Växsjö í Svíþjóð. Sænskur dómstóll mun þann 30. maí næstkomandi dæma í máli Ís­ lendings sem gefið er að sök að hafa misnotað og nauðgað barnungri stúlku. Maðurinn er grunaður um að hafa á árunum 2007–2011 misnot­ að, áreitt og nauðgað stúlku. Emma Bergen, saksóknari í málinu segist búast við því að maðurinn verði ekki sakfelldur fyrir nauðgun, en hann hefur játað að hafa áreitt stúlkuna. Stúlkan, sem er fjórtán ára, kærði málið sjálf. Árið 2007, þegar misnotk­ unin er talin hafa byrjað, var stúlkan því aðeins tíu ára. Emma vildi ekki gefa blaðamanni upplýsingar um það hvernig stúlkan og maðurinn þekkjast eða hvort þau tengist fjöl­ skylduböndum. Líklega ekki sakfelldur fyrir nauðgun Brotin áttu sér stað bæði í Svíþjóð og á Íslandi og er kæra stúlkunnar tvíþætt. Annars vegar hefur hún kært manninn fyrir kynferðislega misnotkun á Íslandi og í Alvesta í sænsku Smálöndunum. Hins vegar hefur hún kært manninn fyrir að hafa nauðgað sér á árunum 2007– 2011 á Íslandi. Í gæsluvarðhaldsúr­ skurði yfir manninum kom fram að hann hefði viðurkennt kynferðis­ lega áreitni en neiti að hafa misnot­ að eða nauðgað stúlkunni. Emma segir í samtali við DV að maður­ inn hafi verið látinn laus úr gæslu­ varðhaldi. Í fyrstu var maðurinn því úrskurðaður í gæsluvarðhald þar sem lögregla og saksóknari töldu að ákveðin áhætta fælist í að mað­ urinn gengi laus; að sönnunargögn færu til spillis eða hann héldi ætluð­ um brotum sínum áfram. „Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna rannsóknarhagsmuna og til þess að hann gæti ekki haft áhrif á málið. En já, ég held að hann verði ekki sak­ felldur fyrir nauðgun,“ segir Emma, en vildi ekki gefa neitt upp um það hversu langan dóm maðurinn gæti hlotið fyrir þau brot sem hann hef­ ur játað. Langur tími eftir kæru Aðalmeðferð fór fram í málinu fyrr í þessum mánuði en maðurinn var fyrst handtekinn á föstudaginn langa og yfirheyrður yfir páskahelgina. Maðurinn naut aðstoðar íslensks túlks við yfirheyrslurnar. Saksóknara var í fyrstu gefinn mjög knappur tími til rannsókna þar sem talsverður tími hafði liðið frá því að málið var kært og þangað til að lögregla hóf form­ lega rannsókn og sótti manninn til yfirheyrslu. Brot sem þessi varða allt að tveggja ára fangelsisvist í Svíþjóð hið minnsta. Íslensk yfirvöld vita af málinu Lögregluyfirvöldum á Íslandi er kunnugt um málið, en það hefur þó ekki ratað inn á borð þeirra og sænsk yfirvöld fóru ekki fram á rannsókn hérlendis. Í samtali við DV sagði Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu: „Þetta hef­ ur ekki komið til okkar og við höf­ um ekki verið beðin um að rannsaka það.“ Fimmtán ára Stúlkan sem kærði segir brotin hafa átt sér stað á árunum 2007–2011. Árið 2007 var stúlkan 10 ára. Myndin eR sViðsett Ásta Sigrún Magnúsdóttir blaðamaður skrifar astasigrun@dv.is n Íslendingur í Svíþjóð hefur játað að hafa áreitt barn saksóknari vill þyngri refsingu Krefst 16 ára fyrir barnsmorð Ríkissaksóknari hefur áfrýjað til Hæstaréttar tveggja ára fangelsis­ dómi sem Agné Krataviciuté hlaut í Héraðsdómi Reykjavíkur 28. mars síðastliðinn fyrir barnsdráp. Ríkissaksóknari krafðist hámarks­ refsingar við aðalmeðferð málsins. Telur hann að ekki séu skilyrði fyr­ ir hendi til að beita refsimildandi úrræðum í þessu tilfelli. Agné var ákærð fyrir mann­ dráp, með því að hafa laugardag­ inn 2. júlí 2011, á baðherbergi í herbergi á þáverandi vinnustað sínum, Hótel Fróni, eftir að hafa fætt þar fullburða lifandi svein­ barn, veitt drengnum tvo skurð­ áverka á andlit með bitvopni og banað honum síðan með því að þrengja að hálsi hans uns hann lést af völdum kyrkingar. Agné hefur alltaf neitað sök. Agné neitar að hafa eignast barnið og hún neitar alfarið að hafa veitt drengn­ um áverka á andliti. „Ég vissi allan tímann að ég var ekki ófrísk,“ sagði Agné Krataviciuté er hún bar vitni fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur við aðalmeðferð málsins. Agné hefur undirgengist tvö geðmöt og hafa geðlæknar metið hana sakhæfa í bæði skiptin. Agné var dæmd samkvæmt 212. grein almennra hegningar­ laga. Refsirammi 212. greinar er sex ár, en hún er svohljóðandi: Ef móðir deyðir barn sitt í fæðing­ unni eða undir eins og það er fætt, og ætla má, að hún hafi gert það vegna neyðar, ótta um hneisu eða sökum veiklaðs eða ruglaðs hugarástands, sem hún hefur komist í við fæðinguna, þá varðar það fangelsi allt að 6 árum. Ríkis­ saksóknari vill hins vegar að Agné verði sakfelld fyrir manndráp sem er 211 gr. hegningarlaga, en há­ marksrefsing fyrir slíkan glæp er sextán ár.  Býst ekki við sakfellingu Krosstengdur Marel Helgi Magnússon tengist Marel sem hluthafi og stjórnarmaður í gegnum þrjú félög. Þá er hann jafnframt stjórnarmaður í Marel. Kæran DV hefur kæru og gæsluvarðhaldsúr- skurð undir höndum. Barnið hékk út um bílgluggann Lögreglumenn á Suðurnesjum höfðu á mánudag afskipti af öku­ manni sem þar var á ferð og veittu því athygli að stúlkubarn sem var farþegi í bílnum var ekki í bílbelti. Til að bæta gráu ofan á svart þá hékk stúlkan út um afturglugga bílsins meðan móðir hennar, sem ók bílnum, blaðraði í farsíma og tók ekki eftir neinu. Lögreglan gaf konunni stöðvunarmerki sem hún veitti ekki heldur athygli því hún var svo upptekin í símanum. Þegar hún varð lögreglu loks vör átti hún í erfiðleikum með að stöðva bif­ reiðina þar sem síminn virtist enn trufla hana. Það hafðist á endan­ um og gerði lögregla þá konunni grein fyrir alvarleika þessa athæfis og tjáði henni að lögregluskýrsla yrði gerð um málið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.