Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2012, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2012, Blaðsíða 18
18 Neytendur 23. maí 2012 Miðvikudagur Fáir hjóla til vinnu n Samkvæmt könnun FÍB hjóla einungis 7,8 prósent landsmanna R úmlega 70 prósent Íslendinga nota einkabílinn til að komast til og frá vinnu. Þetta er sam- kvæmt könnun sem var fram- kvæmd á heimasíðu Félags íslenskra bifreiðaeigenda sem 656 manns tóku þátt í. Í könnun FÍB var spurt: Hvernig ferðast þú aðallega til og frá vinnu? Næstalgengasti ferðamátinn hjá þeim sem svöruðu var reiðhjólið en 9,3 pró- sent svarenda sögðust hjóla, 7,8 pró- sent sögðust ganga en aðeins 6,2 pró- sent sögðust taka strætó. Fæstir, eða 4,3, prósent sögðust fá far með öðrum. Á síðunni hjoladivinnuna.is er bent á að í Kaupmannahöfn hjóli rúm- lega 30 prósent íbúa í vinnu og svipað margir í Oulu í Norður-Finnlandi. Það sé því vel gerlegt að nota hjólið sem samgöngutæki hér á landi. Þar segir einnig að hjólreiðar séu frábær leið til að ná daglegum skammti af hreyfing sem  Lýðheilsu- stöð mælir með, eða um 30 mínút- um á dag fyrir fullorðna og 60 mínút- um á dag fyrir börn. Þær spyrni því við hreyfingarleysi og offitu og lækki tíðni vöðva- og liðamótasjúkdóma, krabba- meins, kransæðasjúkdóma,  sykursýki og þunglyndis og lengi lífið um mörg ár. Þær geti líka sparað einstakling- um,  vinnustöðum og samfélaginu verulegar fjárhæðir vegna lægri tíðni alvarlegra sjúkdóma, slysa og fækk- unar veikindadaga. Með hjólreiðum sparist einnig eldsneytiskostnaður, bílastæðagjöld og fleira. Að lokum er bent á að auknar hjólreiðar gera sam- félagið okkar skemmtilegra, fallegra, rólegra og barnvænna. E ld sn ey ti Algengt verð 255,3 kr. 253,9 kr. Algengt verð 255,1 kr. 253,7 kr. Algengt verð 255,0 kr. 253,6 kr. Algengt verð 255,3 kr. 253,9 kr Algengt verð 257,3 kr. 253,9 kr. Melabraut 255,1 kr. 253,7 kr. Bættu fyrir mistök n Lofið fær N1 en DV fékk eftir- farandi sent: „Ég varð bensínlaus um daginn og fékk systur mína til að kaupa bensín, fá brúsa og koma með til mín. Þegar hún kom áttaði hún sig á því að stórt gat var á slöngunni sem ætl- að var til þess að hella í bíl- inn og annað á brús- anum sjálfum þannig að bensín gutlaði þar upp úr og ofan í motturnar í bíln- um hennar. Þegar ég reyndi að setja bensínið á bílinn fór það út um allt, bílinn, dekkið og að sjálfsögðu mig sjálfan. Ég kom svo við á bensínstöðinni til að skila brúsanum og fylla á bílinn sem angaði af bensíni að innan og leit ekki vel út eftir að fá slurk yfir sig líka. Starfsmaðurinn brást vel við, lét mig fá trekt svo ég gæti tæmt löggina úr brúsanum í bílinn minn og í ljósi þess að brúsinn hafði verið með gati, var sleginn af einn lítri af dælingunni minni. Fyrir þennan lítra ber að þakka, en það er mjög glæsilegt að stórt og öflugt fyrirtæki eins og N1 gefi framlínustarfsfólki sínu svigrúm líkt og þetta til þess að bæta upp fyrir mistök.“ Enginn sykurlaus ís n Lastið fá ísframleiðendur á Íslandi en maður sem þjáist af sykursýki er afar ósáttur við að fá ekki sykur- lausan ís. „Ég er sykursjúkur, langar oft í ís en má ekki borða sykur. Ég vil benda á að það eru þúsundir Ís- lendinga sem eru sykursjúkir fyrir utan allan þann fjölda af fólki sem er of feitur og forðast sykur. Að lokum vil ég einnig benda á að við hvetj- um börn og unglinga til að minnka sykurinn. Ég skil því ekki af hverju það er ekki framleiddur sykurlaus ís hér. “ Hjá Emmessís fengust þessi svör: „Emmessís framleiðir eina tegund af sykurlausum ís, Sykurlaus ís- blóm. Þessi var selst ágætlega en þó mun minna en hefðbundin ísblóm. Hún fæst í mörgum verslunum en þær verslanir sem ekki bjóða upp á mikið vöruúrval hafa ekki viljað bjóða upp á þessa vöru þar sem hún stenst ekki kröfur þeirra um veltuhraða. Lítil eftirspurn eftir sykur lausum ís er einmitt ástæð- an fyrir því að ekki er meira úrval af slíkri vöru á markaðinum en raun ber vitni. Emmessís hefur áður boðið upp á sykurlausa lurka en salan á þeim var mjög léleg og urðum við að hætta framleiðslu á þeim.“ SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS Lof&Last Hjólreiðar Ætla má að margir muni halda áfram að hjóla í vinnu eftir að átakinu Hjólað í vinnuna lýkur. T öluvert hefur verið skrifað um skaðsemi ofneyslu salts. en á síðu Lýðheilsustofnun- ar segir að með minni salt- neyslu megi lækka blóð- þrýstinginn töluvert og að áhrifin séu meiri en áður hafi verið talið. Aðrar rannsóknir sýna jafnframt að það sé í raun frekar auðvelt að venja sig af allri þessari saltneyslu og að það taki ein- ungis átta til tólf vikur að venja bragð- laukana af saltinu. Á síðu Food Stand- ards Agency  má finna nokkrar mýtur um salt sem vert er að hafa í huga. Ég get ekki verið að borða of mikið af salti þar sem ég salta ekki matinn sjálf/ur! Rangt Þar sem 75 prósent af saltinntöku okkar koma úr mat sem við kaupum, svo sem morgunkorni, súpum, sósum, tilbúnum mat og kexi, er auðvelt að innbyrða of mikið af því án þess að bæta við salti. Það nægir í sumum tilvikum að borða aðeins einn eða tvo skammta af ákveðnum matvælum til að vera búinn að fá meira en ráðlagðan dag- skammt af salti. Maturinn er alveg bragðlaus án salts Rangt Ef þú ert vön/vanur mat sem er mjög saltur eða að bæta við salti sjálf/ur er mögulegt að þú munir sakna saltsins til að byrja með. Þetta kemur til vegna þess að bragðlaukarnir eru orðnir vanir því að fá salt, og það mikið af því. Bragðlaukarnir geta hins vegar vanist hverju sem er og einnig því að fá minna salt en áður. Eftir einungis nokkrar vikur er líklegt að þú verður farin/n að njóta þess að borða saltminni mat eða jafn alveg saltlaus mat- væli. Auk þess getur saltið yfirgnæft annað bragð og þú byrjar að meta það að finna annað bragð af mat. Þú finnur hvort matur inniheldur mikið salt Rangt Sum matvæli sem innihalda mikið salt eru ekki sölt á bragðið. Stundum er það vegna þess að þau eru mjög sæt, til dæmis kex og morgunkorn. Auk þess geta bragðlaukarnir verið orðnir það vanir salti að þeir merkja ekki hvort maturinn sé saltur. Þegar fólk borðar mikið salt verða bragðlaukarnir ónæmir fyrir því. Það mun því koma á óvart hve mörg matvæli eru sölt þegar þú hefur vanið bragðlaukana af því. Einungis eldra fólk þarf að hafa áhyggjur af saltneyslu Rangt Þegar þú borðar mikið salt hækkar blóð- þrýstingurinn, sama á hvaða aldri þú ert. Það er minni hætta á að fá hjartaáfall þegar þú ert á þrítugs- og fertugsaldri en ef þú ert eldri. Sértu hins vegar með háan blóðþrýst- ing á yngri árum ertu í mun meiri hættu en þeir sem hafa eðlilegan blóðþrýsting. Fínna salt er betra en venjulegt borðsalt Rangt Annað orð yfir salt er natríum klóríð og það er natríum í saltinu sem eykur blóð- þrýstinginn. Það skiptir því engu máli hvort saltið er fínna og dýrara, hvort sem það er korn, kristallar eða flögur, það inniheldur alltaf natríum. Þú þarft meira salt í miklum hita þar sem þú svitnar meira Rangt Við missum einungis lítið magn af salti með svita, jafnvel þegar hitinn er sem mestur. Það er því engin ástæða til að borða meira salt þegar þú ert í miklum hita. Mikilvægast er að drekka nóg af vatni til að viðhalda nægilegum vökva í líkamanum. Ef ég minnka saltneysluna fær líkaminn ekki nógu mikið salt Rangt Það er í rauninni mjög erfitt að borða of lítið af salti. Þetta er vegna þess að við fáum svo mikið af því úr daglegum mat okkar. Fólk í sumum löndum lifir á brotabroti af því magni sem við neytum. Ég mundi vita ef ég væri með of háan blóðþrýsting Rangt Fjölmargir sem þjást af of háum blóð- þrýstingi vita ekki af því og finna ekki fyrir neinum einkennum. Þú getur ekki gert ráð fyrir því að þrýstingurinn sé í lagi án þess að hafa látið mæla hann. n Matur getur verið mjög saltur þó það finnist ekki á bragðinu Bragð án salts Það er vel hægt að gefa matnum aukið bragð án þess að nota salt og hér eru nokkrar ráðleggingar um hvernig farið er að því: n Notaðu ferskar kryddjurtir með pastanu, grænmetinu og kjötinu n Settu kjöt og fisk í kryddlög og láttu liggja í lengri tíma til að matvælin dragi í sig meira bragð n Notaðu hvítlauk, engifer, chili og límónu í snöggsteikta rétti eins og asíska rétti n Settu smá rauðvín í kássuna og pott- réttinn en hvítvín í rísottó og sósur með kjúklingi n Búðu til þinn eigin kjötkraft og sósu í stað þess að nota teninga. Eins getur þú leitað eftir tegundum sem innihalda minna salt. n Steiktu grænmeti, svo sem chili, fenniku, dvergbít, nípu og grasker til að ná fram bragðinu í þeim n Kreistu sítrónusafa yfir fisk og annað sjávarfang n Prófaðu aðrar tegundir af lauk, svo sem rauðlauk, vorlauk, hvítan lauk og skalottlauk. n Notaðu vel þroskaða og bragðmikla tómata og lauk til að búa til sósur n Notaðu svartan pipar til að krydda pasta, egg og fleira í stað saltsins n Lýðheilsustöð hefur sett fram ráðleggingar þess efnis að dagleg saltneysla kvenna fari ekki yfir sex grömm og saltneysla karla takmarkist við sjö grömm. Við borðum hins vegar að minnsta kosti níu grömm á dag að meðaltali og erum því yfir þessum ráðlögðu viðmiðum. Mýtur um salt Matargerð Það er í raun algjör óþarfi að salta mat sem við eldum sjálf og aðrar leiðir færar til að gefa matnum bragð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.