Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2012, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2012, Side 12
12 Erlent 23. maí 2012 Miðvikudagur Fjórir látnir eftir göngu á Everest n Hæsta fjall heims tekur sífellt hærri toll og sumir segja hlýnun jarðar um að kenna Í maí 1996 létust einn og sama dag- inn alls átta manns við klifur á tind hæsta fjalls heims; Everest. Minnst fjórir létust í hlíðum fjallsins um helgina og alls átta hafa týnt þar lífi það sem af er árinu. Helgin var þannig ein sú versta í þessu tilliti um langt skeið en fólk ferst þó með reglulegu millibili í hlíðum fjallsins. Sumir telja fjallið orðið erfið- ara viðureignar en áður var og skrifa það á hlýnun jarðar. Hún hafi í för með sér að mun minni snjór sest árlega í hlíðar Everest en áður var raunin sem aftur þýði að efsti hluti fjallsins er mun erfiðari yfirferðar fyrir fjallgöngufólk. Verst þykir að þau fjögur sem létust á fjallinu um helgina eru öll talin hafa verið búin að ná tindinum og verið á niðurleið þegar ósköpin dundu yfir. Ofþreyta og súrefnisskortur í kjölfar- ið er talin líkleg orsök enda var veður eins skaplegt og það framast getur orð- ið á Everest. Líklega var kappið við að ná tindinum of mikið til að orka væri eftir fyrir niðurleiðina sem á köflum er síst auðveldari en að fikra sig upp á við. Yfirvöld í Nepal hafa enn ekki orðið við beiðni fjallgöngufólks um að tak- marka aðgengi að Everest með ein- hverjum hætti og minnka með því hættuna á að á fjallið fari fólk sem ekki á þangað erindi enda enginn barna- leikur að klífa fjallið. Þúsundir sem reyna árlega verða frá að hverfa löngu áður en nálægt tindinum er komið vegna þreytu og slæms búnaðar eða bæði. Eftir sem áður getur hver sem kaupir sér leyfi til göngunnar farið á fjallið án vandkvæða. Það leyfi kost- ar reyndar rúmar þrjár milljónir ís- lenskra króna. Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is D ominique Strauss-Kahn, fyrrverandi framkvæmda- stjóri Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins, sætir nú rannsókn vegna hópnauðgunar sem franskur saksóknari telur að hann hafi átt þátt í. Rannsóknin hófst í vik- unni en hún er hluti af stærri rann- sókn á frönskum vændishring sem Strauss-Kahn er talinn tengjast með beinum hætti. Hópnauðgunin sem um ræðir er sögð hafa átt sér stað í Washington í Bandaríkjunum í des- ember árið 2010 en þá var Strauss- Kahn búsettur í borginni vegna starfa sinna fyrir Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Nauðgunin átti sér stað í kynlífssvalli á hóteli. Hafnar sem fyrr ásökunum Strauss-Kahn hefur í gegnum lög- fræðinga sína neitað sök í málinu og segir rannsóknina vera hluta af ófrægingarherferð á hendur sér. Þetta er ekki fyrsta rannsóknin sem beinist að Strauss-Kahn vegna kyn- ferðisofbeldis en eins og frægt er kærði bandarísk hótelþerna hann fyrir tilraun til nauðgunar á hóteli í New York. Málið var fellt niður þar sem ekki var talið að nægjanlegar sannanir lægju fyrir því að tilraun til nauðgunar hefði átt sér stað. Strauss- Kahn hefur nú stefnt konunni fyrir dóm og farið fram á að hún greiði honum eina milljón dala í skaðabæt- ur fyrir kæruna en hann sakar hótel- þernuna um að hafa logið þegar hún kærði málið til lögreglunnar. Ákærður vegna vændisstarf- semi Rannsóknin á hópnauðguninni er tilkomin vegna vitnisburða sem fram komu í rannsókn á vændishring í Lille. Ekki hefur verið lögð fram sér- stök kæra vegna nauðgunarinnar en samkvæmt frönskum lögum get- ur saksóknari heimilað rannsókn án þess að kvörtun eða kæra liggi fyrir. Samkvæmt franska dagblaðinu Li- beration var það belgísk vændis- kona sem sagði í yfirheyrslum vegna vændisrannsóknarinnar að hún hefði verið þvinguð til að stunda endaþarmsmök í kynlífssvallveislu í New York. Liberation segir að kon- an hafi sagt Strauss-Kahn hafi kom- ið fram vilja sínum á meðan annar maður hélt henni nauðugri. Ákæra liggur fyrir í vændismál- inu en í því er Strauss-Kahn, ásamt hópi annarra manna, gefið að sök að hafa flutt konur til borgarinnar Lille í Frakklandi til að veita kynlífsþjón- ustu. Þjónustuna átti að veita auðug- um viðskiptavinum á hótelum borg- arinnar. Auk Strauss-Kahn hefur hátt settur lögreglumaður verið ákærður í málinu. Verði Strauss-Kahn fundinn sekur á hann yfir höfði sér allt að 20 ára fangelsi. n Dominique Strauss-Kahn sætir rannsókn vegna hópnauðgunar Sakaður um aðra nauðgun Enn ein rannsóknin Strauss-Kahn hefur verið kærður fyrir vændis- starfsemi og sætir nú rannsókn vegna hóp- nauðgunar. Hann var á síðasta ári kærður vegna tilraunar til nauðgunar. Amma ákærð fyrir morð Bandarísk kona á áttræðisaldri hefur verið ákærð fyrir að skjóta barnabarnið sitt átta sinnum. Konan sagði í yfirheyrslum vegna málsins að hún hafi skotið piltinn, sem var á táningsaldri, þar sem hún hafi hræðst hann. Drengur- inn hringdi sjálfur í neyðarlínuna og tilkynnti um skotárásina. Sam- kvæmt AP-fréttastofunni skaut amman, sem heitir Sandra Layne, drenginn minnst fjórum sinnum eftir að hann hafði hringt í neyðar- línuna. Layne viðurkenndi verkn- aðinn þegar lögreglumenn komu á vettvang morðsins. Google Chrome vinsælastur Chrome-vafrinn frá Google hefur velt Internet Explorer-vafranum frá Microsoft úr sessi sem vin- sælasta netvafranum. Þetta sýna niðurstöður talningar fyrirtækis- ins StatCounter sem fylgist reglu- lega með heimsóknum á vefsíður, þar með talið hvaða netvafrar eru notaðir til að heimsækja síðurnar. Chrome-vafrinn var samkvæmt mælingu, sem birt var á mánu- dag, meira notaður en Internet Explorer miðað við vikuna þar á undan. Seint verður þó sagt að miklu muni á vöfrunum tveimur. Hvor um sig eru notaðir af um 32 prósentum netverja. Neyðarástand á Ítalíu Lýst hefur verið yfir neyðarástandi á norðausturhluta Ítalíu eftir að öflugur jarðskjálfti upp á 6 stig á Richter reið yfir landið á sunnu- dag. Fjöldi íbúðarhúsa skemmdist í skjálftanum og er talið að um það bil 5.000 manns séu heimilislausir eftir skjálftann. Meðal borga sem eru á svæðinu þar sem skjálftinn reið yfir er Ferrara en hún er á heimsminjaskrá UNESCO vegna fornra bygginga. Ljóst er að skjálft- inn eyðilagði fjölda merkilegra bygginga og listaverka en enn er ekki búið að meta hversu tjónið er mikið fjárhagslega. Minni snjór Talinn orsök fleiri dauðsfalla í hlíðum Everestfjalls.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.