Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2012, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2012, Side 13
Erlent 13Miðvikudagur 23. maí 2012 Sjálfumgleði af lífrænum mat n Fólk sem borðar lífrænan mat telur sig mega haga sér illa L ífrænt ræktaður matur hefur þau áhrif að fólk verður sjálf- umglatt og dómharðara, sam- kvæmt nýlegri rannsókn. Nið- urstöður rannsóknarinnar sýna með nokkuð afgerandi hætti að þeir sem koma nálægt lífrænt ræktuðum mat frekar en öðrum mat eru ólíklegri til að sýna skilning eða hjálpsemi. Niðurstöðurnar eru birt- ar í læknaritinu Social Psychological and Personality Science. Leyfum okkur að verða sjálfumglöð „Það eru rannsóknir sem sýna að þegar fólk getur gefið sér klapp á bakið fyrir eitthvað siðferðilega gott getur það orðið sjálfumglatt,“ segir Kendall Eskine, höfundur rannsókn- arinnar og aðstoðarprófessor við sál- fræðideild Loyola-háskólans í New Orleans, í samtali við bandarísku sjónvarpsstöðina MSNBC. „Ég tók eftir því að mikið af lífrænum mat- vælum er markaðssett með ákveðnu siðferðislegu orðfæri, eins og „heið- arlegt te“, og velti því fyrir mér ef þú tengdir fólk við lífrænt ræktaðan mat hvort það myndi klappa sér á bak- ið fyrir siðferðislega jákvætt og um- hverfisvænt val. Ég velti fyrir mér hvort það yrði óeigingjarnara eða ekki.“ Til að kanna hvort þetta væri rétt fékk Eskine 60 manns til að taka þátt í tilraun og skipti þeim svo nið- ur í þrjá mismunandi hópa. Ein- um hópnum voru sýndar myndir af matvælum sem voru augljóslega merkt sem lífrænt ræktuð, eins og eplum og spínati. Annar hópur- inn fékk svo að sjá myndir af þæg- indamat (e. comfort food), eins og kökum og kexi. Þriðji hópurinn fékk svo að sjá myndir af matvælum sem ekki voru lífrænt ræktuð og féllu ekki í flokkinn þægindamat, eins og hrísgrjón, sinnep og haframjöl. Verða dómharðari en aðrir Eftir að hafa séð myndirnar voru hóparnir svo spurðir ákveðinna spurninga er tengdust góðu eða slæmu siðferði. Hóparnir voru beðn- ir að gefa ákveðnum aðstæðum eða gjörðum einkunnir eftir því hversu slæmt siðferði fólkið teldi dæmin sýna. „Eitt dæmið var um þremenn- inga sem stunda kynlíf,“ segir Eskine. „Annað dæmi var um lögmann sem er á slysadeild á spítala að reyna að sannfæra fólk um að fara í mál vegna meiðsla þeirra. Síðan voru hóparnir beðnir um að dæma um siðferði hvers dæmis fyrir sig á skalanum ein- um til sjö.“ Niðurstöðurnar leiddu í ljós að sá hópur sem fékk að sjá myndir af líf- rænt ræktuðum mat var dómharðari en hinir hóparnir tveir. „Á skalanum einum til sjö var lífræni hópurinn að meðaltali í kringum 5,5 á með- an hlutlausi hópurinn var í kringum 5 og þægindahópurinn í kringum 4,89,“ segir Eskine sem segir mik- inn mun vera á niðurstöðunum eftir hópum. Vilja eyða minni tíma í sjálfboðavinnu Í öðrum hluta rannsóknarinnar voru þátttakendurnir beðnir um að vera sjálfboðaliðar í annarri tilraun, sem var ekki raunveruleg, og voru þeir spurðir hversu miklum tíma þeir væru tilbúnir að verja í sjálf- boðavinnu á skalanum 0 til 30 mín- útna. Líkt og með fyrri hluta rann- sóknarinnar skáru þeir sem voru í lífræna hópnum sig talsvert frá hin- um tveimur. Að meðaltali var lífræni hópurinn aðeins til í að verja 13 mín- útum sem sjálfboðaliðar á meðan hlutlausi hópurinn var tilbúinn að verja 19 mínútum og þægindahóp- urinn 24 mínútum. „Það er eitthvað við að vera í ná- munda við lífrænt ræktaðan mat sem lætur fólki líða betur með sjálft sig og gerir það að hálfgerðum skíthælum, býst ég við,“ segir Eskine. Hann seg- ir líklegustu skýringuna á þessu vera að fólk horfi á matvæli út frá einhvers konar siðferðilegum gildum. „Fólki getur fundist það hafa gert gott, að það hafi leyfi, eða rétt, til að gera eitt- hvað siðferðilega rangt seinna. Þetta er eins og að fara í ræktina, hlaupa nokkra kílómetra og líða vel með sjálfan sig og leyfa sér þess vegna að borða súkkulaðistykki.“ „Fólki getur fundist það hafa gert gott, að það hafi leyfi, eða rétt, til að gera eitthvað sið- ferðilega rangt seinna. Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is Dómharðari Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að sá hópur sem fékk að sjá myndir af lífrænt ræktuðum mat var dómharðari en hinir hóparnir tveir. Dópkóngur tekinn fyrir hrottaleg morð Mexíkóskir hermenn hafa hand- tekið glæpahöfuðpaurinn Daniel Elizondo, sem einnig er þekktur sem „The Madman“ en hann er talinn bera ábyrgð á 49 sundur- limuðum líkum sem fundust við vegkant nærri Monterrey 13. maí síðastliðinn. Á líkin vantaði höfuð, hendur og fætur og aðeins hægt að bera kennsl á fórnarlömbin með DNA-rannsókn. Niðurstöður hennar liggja ekki fyrir. Elizondo er einn leiðtoga Zetas-fíkniefnahringsins og hefur stýrt umfangsmiklu fíkniefna- smygli þess glæpahóps á völdum svæðum í Mexíkó. Hópmorðin í síðustu viku eru ein þau allra verstu sem framin hafa verið í dópstríðinu mexíkóska að því er Reuters-fréttastofan greinir frá. Lögreglan segir að þar sem engar tilkynningar hafi borist um fjölda- hvarf einstaklinga á svæðinu þá sé talið líklegt að fórnarlömbin séu innflytjendur frá Mið- eða Suður- Ameríku á leið sinni til Banda- ríkjanna. Glæpasamtökin ræna oft flökkufólki og krefjast lausnar- gjalds. Þeir sem ekkert fæst fyrir hljóta hrottafenginn dauðdaga. Skotárás eftir körfuboltaleik Rétt eftir að Oklahoma City Thun- der sló Los Angeles Lakers úr leik í úrslitakeppni bandarísku körfu- knattleiksdeildarinnar NBA að- faranótt miðvikudags voru átta manns skotnir í í fagnaðarlátum í Oklahoma-borg. Tveir þeirra sem skotnir voru eru í lífshættu en aðrir særðust ekki lífshættu- lega. Sparkað var í ólétta konu eftir að hún varð fyrir skoti í árásinni að sögn lögreglu en enginn hefur verið handtekinn og veit lögregl- an ekki hvort skotárásin tengd- ist úrslitum leiksins. Thunder er komið í úrslit vesturstrandarinnar þar sem það mætir San Antonio Spurs.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.