Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2012, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2012, Blaðsíða 26
Á sdís Rán lenti í hörðum jarð­ skjálftum í Búlg­ aríu þar sem hún býr. Fyrsti jarð­ skjálftinn sem reið yfir borgina Sofiu um mið­ nætti aðfaranótt þriðju­ dags að íslenskum tíma var 5,9 stig á Richter og þeir seinni um 5 á Rich­ ter. Ásdís segir fólk hafa hlaupið út úr húsum sínum og út á götu. Og í fjölbýlishúsinu sem Ás­ dís Rán býr í flúðu íbú­ ar á efri hæðum niður í íbúðir á neðri hæðun­ um. Þar á meðal hennar. „Hér er fullt hús af vin­ um sem búa ofar en ég og geta ekki farið heim! Ótrúlegt!“ sagði Ásdís Rán sem svaf ekkert að­ faranótt þriðjudags. „Stór jarðskjálfti skók Sofiu og það voru um 20 eft­ irskjálftar,“ sagði hún á Face­ book­síðu sinni. „Þetta var eins og atriði úr kvikmynd, göturnar fullar af hræddu fólki á náttfötunum með börnin sín í fanginu og heilu fjölskyldurnar yfirgáfu heim­ ili sín. Þetta voru skelfilegustu stundir lífs míns, að finnast ég algerlega hjálparlaus gegn kröftum móður náttúru.“ Miklar skemmdir á bygg- ingum Ásdís er að jafna sig eftir áfall­ ið. „Við erum öll í lagi, það eru allir bara í smá sjokki eft­ ir þetta,“ sagði Ásdís í samtali við blaðamann.“ Jarðskjálftinn var bæði stór og talinn geta valdið mann­ skaða. Netsamband rofnaði um tíma og íbúar borgarinn­ ar söfnuðust saman á götun­ um eins og Ásdís Rán sagði frá. Miklar skemmdir urðu á borginni, sprungur í bygging­ um, brotnir gluggar og inn­ viðir bygginga laskaðir. Mikl­ ir eftirskjálftar urðu eftir stóra skjálftann og voru þeir frá 3 til 5 á Richter. 50 eru slasaðir eftir skjálftann en enginn al­ varlega. Fólk var þó skelfingu lostið enda minnugt jarð­ skjálfta af svipaðri stærð ná­ lægt Bologna á Ítalíu þar sem sex létu lífið. Beið eftir að jörðin rifnaði í sundur Ásdís segir heimamenn telja að skjálftinn hafi jafnvel verið stærri en sá sem skók Ítalíu. „Ég bara beið eftir að húsið myndi hrynja og jörðin rifna í sundur. Þetta var rosalegt. Upptökin voru hér við borgarmörkin sem gerði skjálftann svona sterk­ an. Það eru ekki vanalega jarðskjálftar hér þannig að þetta er mjög sérstakt til­ felli.“ 26 Fólk 23. maí 2012 Miðvikudagur SkelfileguStu Stundir lífS mínS Myrkur og ryk Engar byggingar hrundu en skemmdir voru miklar á þó nokkrum þeirra í höfuðborginni Sofiu. Sat lengi og sagði sögur Ólafur Ragnar Grímsson var einbeittur á Beinni línu og svaraði hátt í 100 spurning­ um lesenda DV.is á mánu­ dag. Venjulega er aðeins setið fyrir svörum í um klukkustund og afköstin ekki nærri eins mikil. Aðeins einu sinni muna blaðamenn DV eftir álíka vinnusemi en það var þegar Hannes Hólm­ steinn Gissurarson mætti á Beina línu og hafði svo gam­ an af því að svara spurning­ um lesenda DV.is að hann vildi helst ekki fara. Ólafur Ragnar sat svo lengur á ritstjórnarskrifstofu DV og sagði blaðamönnum sögur úr stjórnmálum og kosningabaráttunni 1996 eftir að hafa þegið súkku­ laðiköku og kaffi. Trúlofuð og ófrísk Fegurðardrottninging fyrr­ verandi og fyrirsætan Chloé Ophelia Gorbulew hefur trú­ lofast kærasta sínum til tíu ára. Sá heppni heitir Árni Elliott en parið setti upp hringana í Mónakó á dög­ unum. Chloé og Árni búa í Frakklandi en þau eiga von á sínu fyrsta barni í sumar. Chloé bjó og starfaði sem fyrirsæta á Indlandi um tíma en síðar lærði hún arkitekt­ úr í Northumbria­háskóla í Newcastle. Bauð Sigurði Kára að kaupa hringinn Sigmar Guðmundsson, rit­ stjóri Kastljóss, fann gamlan trúlofunarhring við tiltekt heima hjá sér sem hann bar þegar hann var trúlof­ aður fyrrverandi sambýlis­ konu sinni, Birnu Braga­ dóttur. Þessu sagði hann frá á Facebook síðu sinni: „Alltaf gaman að finna hluti sem hafa verið týndir lengi. Í dag fannst gamli trúlof­ unarhringurinn minn. Síðan eru liðnar nokkrar kærustur. En inní hringnum er letrað „þín Birna“. Spurning hvort Sigurður Kári Kristjáns­ son vilji ekki kaupa hann fyrir lítið fé?“ n Ásdís Rán í jarðskjálfta í Sofiu n Hýsti nágranna sem flúðu heimili sín Á götum úti Íbúar Sofiu þustu út á götur. „Þetta var eins og atrið i úr kvikmynd, göturnar fullar af hr æddu fólki á náttfötunum með börnin sín í fanginu og heilu fjölskyldurnar yfirgáfu heimili sín,“ sagði Ásdís Rán. Hjálparlaus Ásdís segist hafa upplifað mikla skelfingu í höfuð- borg Búlgaríu, Sofiu, í hörðum jarðskjálftum aðfaranótt þriðjudags. Úr verslun í Sofiu Mikið hreinsunarstarf er fram undan. Stór jarðskjálfti Jarðskjálft- inn var 5,9 á Richter og Ásdís Rán segist hafa fundið allt að 20 sterka eftirskjálfta. „Hér er fullt hús af vinum sem búa ofar en ég og geta ekki farið heim!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.