Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2012, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2012, Blaðsíða 3
Fréttir 3Miðvikudagur 23. maí 2012 Styrkja tekjulágar konur n Menntunarsjóður Mæðrastyrksnefndar auglýsir eftir umsækjendum U m leið og þú ert komin með einhverja færni eða hæfni, búin að öðlast eitthvert próf, þá aukast möguleikar þínir á að geta fengið betur borgaða vinnu,“ segir Elín Hirst, formaður Menntun- arsjóðs Mæðrastyrksnefndar Reykja- víkur. Sjóðurinn var formlega settur á laggirnar þann 19. apríl síðastlið- inn og hefur það að marki að styrkja tekjulágar konur til náms. Nú er aug- lýst eftir umsækjendum um styrki úr sjóðnum og er um að ræða styrki til greiðslu skólagjalda, bókakaupa eða annars sem gerir umsækjanda kleift að ljúka námi. „Við beinum sjónum okkar til að byrja með að tekjulágum kon- um,“ segir Elín sem hefur verið virk í starfi Mæðrastyrksnefndar um nokk- urra ára skeið. Fyrstu styrkirnir verða veittir fyrir nám sem hefst næsta haust og mun megináherslan vera til að byrja með á að styrkja tekjulágar konur til náms sem Lánasjóður ís- lenskra námsmanna styrkir ekki. Stofnfé og höfuðstóll sjóðsins er fimm milljónir króna sem byggjast á gjöf Elínar Storr til Mæðrastyrks- nefndar. Í skipulagsskrá sjóðsins kemur fram að verja megi vöxtum af höfuðstólnum, ásamt fé sem safn- ast í sjóðinn, til að styrkja konurnar. Ásamt Elínu sitja þær Ragnhildur G. Guðmundsdóttir, Anna Pétursdótt- ir og Bryndís Kristjánsdóttir í stjórn sjóðsins. Umsóknareyðublað er að finna á vefsíðu Mæðrastyrksnefndar, maedur.is, og umsóknarfrestur er til 30. júní. viktoria@dv.is Afskrifuðu tæpAr 650 milljónir hjá EggErti n Eignalaust félag Eggerts n Landsbankinn bað um þrotið n Átti 5 prósent í West Ham september 2007 kom fram að hon- um þætti ekki mikið til Eggerts Magnússonar koma í starfi stjórnar- formanns West Ham. „Það er hægt að líta á Eggert eins og Coca-Cola- skiltið,“ sagði Björgólfur um Eggert sem verið hafði andlit liðsins út á við. Þetta virðist hafa farið fyrir brjóstið á Björgólfi sem leit ein- ungis á Eggert sem framlengingu af sér. Í viðtalinu lýsti hann því hvern- ig kaupin á West Ham hefðu farið fram með milligöngu Landsbank- ans í London. „Þetta kom í gegn- um Landsbankann í London og ég velti þessu fyrir mér sem viðskipta- tækifæri. Augljóslega þurfti ég að átta mig á því hvernig ég ætti að reka þetta, hver ætti að vera ábyrgur fyrir rekstrinum. Þá mundi ég eftir samtali mínu við Eggert og hringdi í hann.“ Gagnrýnin á Eggert Í ársbyrjun 2010 var birt viðtal við Eggert Magnússon í breska götu- blaðinu The Sun þar sem hann varði sig vegna þeirrar gagnrýni sem fram hafði komið á störf hans hjá West Ham, meðal annars að hann hefði eytt um efni fram. Gagnrýnin kom meðal annars fram í máli Davids Sullivan sem keypti helmingshlut í West Ham í ársbyrjun 2010. Sullivan sagði að slæma fjárhagsstöðu West Ham mætti rekja til ákvarðana Egg- erts sem stjórnarformanns. Eggert sagði þá að honum hefði verið sagt að meiri peningar væru til hjá liðinu en síðar kom í ljós og að hann hafði ekki einn tekið ákvarð- anir um leikmannakaup. „Kannski var mér talin trú um að meiri pen- ingar hefðu verið til en síðan kom á daginn. Mér var sagt að miklir peningar væru til staðar til að gera hluti.“ Þá sagði Eggert í viðtalinu að hann hefði íhugað að fara í mál við Björgólf vegna vangoldinna launa hjá West Ham upp á um 200 millj- ónir króna en að hann hefði hætt við það. Í maí í fyrra var fyrrverandi móð- urfélag West Ham, Hansa ehf., sett í þrot hér á landi. Skuldir félagsins námu rúmlega 23 milljörðum króna í árslok 2009 og var eigið félagsins neikvætt um rúmlega 15,5 milljarða króna. Ekki náðist í Eggert á þriðjudag- inn þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. n A ron Pálmi Ágústsson mætti í Héraðsdóm Reykjavíkur á mánudag en hann var ákærður fyrir fjársvik og vopnalagabrot. Aron Pálmi játaði að hafa svikið út gistingu á sjö hótelum og nýtt sér ýmiss konar þjónustu án þess að greiða fyrir. Fallið var frá ákærulið er varðar vopnalagabrot en sam- kvæmt ákæru átti Aron Pálmi að hafa verið með vasahníf af gerð- inni Dark Operation í anddyri Hót- els Þingholts á þeim tíma sem hann dvaldi þar. Við þinghaldið kom þó í ljós að hnífurinn fannst í ferðatösku Arons sem var inni á hótelherbergi og því ekki á almannafæri. Fallið var frá ákærunni gegn því að hníf- urinn yrði gerður upptækur. Ber við sjálfsvörn Aron Pálmi neitaði að tjá sig um brot sín við blaðamann annað en að „þetta mál væri búið“. Það virðist þó sem lagavandræði Arons séu ekki alveg búin, en hann er einnig ákærður fyrir líkamsárás sem á að hafa átt sér stað í Vest- mannaeyjum í nóvember í fyrra. Samkvæmt stöðufærslu á Face- book-síðu Arons Pálma frá því í janúar ber hann við sjálfsvörn í því máli. Samkvæmt heimildum DV var Aron Pálmi að vinna sem dyra- vörður á veitingastaðnum þar sem árásin átti sér stað. Blekkti starfsmenn vísvitandi Samkvæmt ákæru lagði Aron Pálmi fram VISA-kort sitt sem tryggingu fyrir greiðslu þrátt fyrir að hann vissi að engin innistæða væri fyr- ir greiðslu á kortinu og blekkti þar með vísvitandi starfsmenn hótel- anna. Tímabilið sem hótelsvik- in áttu sér stað var frá 17. júlí til 2. ágúst 2010 og eru flest hótelin í miðbæ Reykjavíkur, alls sjö talsins. Upphæðirnar nema frá 23 þúsund krónum upp í tæpar 170 þúsund krónur, en auk þess að gista á hót- elunum sveik hann út aðra þjón- ustu, svo sem mat og áfengi. Þá hringdi hann úr herbergissíma og þáði þjónustu á hárgreiðslustofu og í heilsurækt. Heildarupphæð brot- anna nemur um 550 þúsund krón- um. Fjögurra mánaða skilorðsbundin refsing Verjandi Arons Pálma mótmælti skaðabótakröfu Keahótela en sam- kvæmt henni og ákæru átti Aron Pálmi að greiða hótelkeðjunni skaðabætur vegna þriggja gisti- nótta sem hann greiddi ekki fyrir á Hótel Borg. Verjandi Arons benti dómnum á að Aron hefði einungis gist eina nótt á Hótel Borg og því ætti tjónið einungis að nema verði einnar nætur. Sækjandi benti á að Aron Pálmi hefði pantað herbergi í þrjár nætur og hefði því ekki verið hægt að leigja herbergið út á með- an. Aron Pálmi er með hreint saka- vottorð hér á landi og játaði brot sín greiðlega. Þótti dómnum því hæfileg refsing vera fjögurra mán- aða fangelsisvist, skilorðsbundin til tveggja ára. Hann þarf einnig að greiða Keahótelum um 130 þúsund krónur í skaðabætur. Játar hótelsvik „Aron Pálmi neit- aði að tjá sig um brot sín við blaðamann annað en að „þetta mál væri búið“. Hanna Ólafsdóttir blaðamaður skrifar hanna@dv.is n Aron Pálmi sveik út þjónustu fyrir hálfa milljón Í héraðsdómi Aron Pálmi Játaði sök í Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudag. Mynd SiGtryGGur Ari Auglýsa eftir umsóknum Menntunar­ sjóður Mæðrastyrksnefndar auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum en út­ hlutað verður úr sjóðnum í fyrsta skipti fyrir nám næsta haust. Elín er formaður sjóðsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.