Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2012, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2012, Blaðsíða 11
Komdu í áskrift! Skuldbinding Mánaðarverð Engin binding 3.091 kr. 3 mánuðir 2.944 kr. 6 mánuðir 2.688 kr. 12 mánuðir 2.473 kr. DV sent heim þrisvar í viku, á mánudögum, miðviku dögum og föstudögum. Netáskrift fylgir frítt með! Það er ódýrara en þig grunar! Hefur ekki efni á lögfræðingi Fréttir 11Miðvikudagur 23. maí 2012 n Ragna segist ekki geta borgað lögfræðikostnað n Sér ekki eftir að hafa farið út L ögfræðingurinn minn hérna úti er bara horfinn og hefur ekki svarað símtölum eða tölvupósti frá mér í átta daga,“ segir Ragna Erlendsdóttir, móðir Ellu Dísar Laurens. Eins og DV sagði frá í síðustu viku bíður Ragna þess nú að fá úr því skorið hvort hún fái aftur fullt forræði yfir Ellu Dís og geti farið með hana aftur heim til Ís- lands sem fyrst. Hún missti hluta af forræðinu eftir að hún fór með Ellu Dís til Bretlands í trássi við ráðlegg- ingar lækna hér heima. Henni var úthlutað lögfræðingi frá breska ríkinu til þess að sjá um mál hennar en hún segir hann ekki vera að standa sig. „Ég hitti nýjan lögfræðing í gær, konu sem var stór- hneyksluð á þessum vinnubrögðum en hún getur ekki hjálpað mér nema ég borgi henni 2.000 pund sem eru 400 þúsund íslenskar og þann pen- ing á ég ekki til,“ segir Ragna. Málið dautt ef hún ætti pening Síðan Ragna kom út til Bretlands hefur hún fengið að hitta Ellu Dís nokkrum sinnum en hún dvelur á stofnun fyrir fatlaða. „Ég hrein- lega kvíði því að hitta hana því hún heldur að ég sé að koma að ná í hana og svo þegar ég fer þá græt- ur hún svo sárt. Þetta er ekki spít- ali heldur stofnun, þarna eru engir læknar og það eru mjög fötluð börn sem dvelja þarna. Hún vill koma heim til mín og systra sinna sem hún hefur ekki séð síðan í janúar. Það er svo sorglegt að þau vilji ekki leyfa okkur að sameinast fyrr en kannski í fyrsta lagi í byrjun ágúst,“ segir Ragna sem að hennar mati er of seint enda hver dagur með Ellu mikilvægur. „Ég er í sjálfheldu og það er svo rosalega brotið á manni,“ segir hún. Ragna segir peningaleysi vera ástæðu þess að mál henn- ar gangi svo hægt fyrir dómstól- um. „Ef væri milljónamæringur og hefði góðan lögfræðing þá væri málið dautt og við komnar heim til Íslands.“ Sér ekki eftir að hafa farið út Þrátt fyrir að standa í stappi við bresk yfirvöld þá segist hún alls ekki sjá eft- ir því að hafa farið út, þrátt fyrir að ís- lenskir læknar hefðu ekki viljað að hún færi nema með læknisfylgd sem Ragna átti að borga fyrir, en Ragna taldi sig vera meira en fullfæra um að fljúga með hana sjálf og var flug- ið farsælt að hennar sögn. „Ég varð að fara út. Það bjargaði henni. Hún var að kafna því það var að lokast fyr- ir kokið á henni. Læknir hér úti gerði aðgerð á henni og sögðu læknar hér að læknarnir á Íslandi hefðu gert þetta kolvitlaust árið 2008.“ Allt önnur telpa Eftir vel heppnaða aðgerð núna í janúar í Bretlandi líður Ellu miklu betur að sögn Rögnu. „Þannig ég gerði það sem var rétt í stöðunni. Hún er núna komin með þessa greiningu sem hún hefði aldrei fengið ef ég hefði ekki farið með hana út,“ segir Ragna en Ella Dís var einnig greind í Bretlandi núna nýverið með genagalla sem er talin vera orsök veikinda hennar. Málaferlin ytra byrjuðu þeg- ar að barnsfaðir Rögnu fór heim til Íslands með hinar tvær dætur þeirra. „Það er löng saga en hann fór með þær heim án míns sam- þykkis. Eftir á að hyggja var það það besta í stöðunni en ég sá það ekki þá. Við fengum ekki húsnæði sem við áttum að fá þannig að þær hefðu verið heimilislausar. En síð- an þá hefur þessi bolti rúllað og er núna orðinn risastór.“ Fær hvergi hjálp Hún segist vera ráðalaus og hvergi fá hjálp. „Innanríkisráðuneytið get- ur ekki hjálpað mér, borgaraþjón- ustan í London getur ekki hjálpað mér og ekki sendiráðið. Ég er búin að leita úti um allt og það getur enginn hjálpað mér. Eins og alltaf, í gegn- um öll þessi veikindi Ellu, þá fæ ég aldrei hjálp nema frá almenningi. Ef það væri ekki fyrir almenning þá væri Ella ekki á lífi því ég fæ ekkert frá ríkinu. Engan ferðakostnað, dagpen- inga, ekki neitt, og það er einnig búið að taka af mér umönnunarbætur fyr- ir Ellu,“ segir hún og heldur áfram: „Ég er gjaldþrota, ég get ekki fengið lán í bankanum. Ég er hjálparvana og ekki með neina lögfræðiþjónustu. Þessi lögfræðingur sem ég fékk út- hlutað gerði bara það allra nauðsyn- legasta, fyllti út pappíra og svoleiðis og núna næ ég ekki í hann. Þannig að það lítur út fyrir að ég þurfi að verja mig sjálf í Hæstarétti í London og ég kann ekki einu sinni réttarensku. Þetta eru mannréttindabrot, það eiga allir rétt á almennilegum réttarhöld- um. Ég biðla bara til þeirra sem geta hjálpað mér, hvort sem það er for- seti Íslands eða bara hver sem er, að hjálpa mér að fá Ellu Dís heim sem fyrst og setja endapunkt á þessa mar- tröð.“ Ella Dís Ragna segir Ellu Dís gráta þegar hún fer frá henni. Með dætrum sínum Tvær af dætrum Rögnu eru á Íslandi en Ella Dís í Bretlandi. Systurnar hafa ekki hist í fimm mánuði. „Ég hreinlega kvíði að hitta hana því hún heldur að ég sé að koma að ná í hana og svo þegar ég fer þá grætur hún svo sárt. Viktoría Hermannsdóttir blaðamaður skrifar viktoria@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.