Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2012, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2012, Blaðsíða 20
20 Menning 23. maí 2012 Miðvikudagur Gömul skip Pálmi Gestsson hefur gefið út disk þar sem hann les 14 ljóð Þorsteins frá Hamri við undirleik Hrólfs Vagnssonar. Diskurinn ber titilinn Gömul skip. „Þorsteinn frá Hamri er eitt þjóðskálda okkar Íslend- inga og mér fannst skylda mín að gera þeim hátt undir höfði,“ sagði Pálmi en diskurinn er veglegur og með honum fylgja textar ljóðanna. Myndlist á Listahátíð Miðvikudaginn 23. maí kl. 17 verður sýningin Listahá- tíð OffVen(ue)/(you) opn- uð í sal hönnunardeildar Listaháskóla Íslands, Þver- holti 11. Það er hópur nemenda á fyrsta og öðru ári í mynd- listardeild skólans sem sýnir verk sín á þessari samsýn- ingu. Verkin eru af fjölbreytt- um toga og verður margt þar að finna sem grípa mun augu og anda sýningargesta. Sýningin stendur til 27. maí og eru sýningarstjórar Alexander Jean Edvard le Sage de Fontenay og Ívar Glói Gunnarsson. Nýr krimmi „Leikarinn er einstak- lega fjörug og kraftmikil glæpasaga, atburðarásin hröð og persónurnar dregnar sterkum drátt- um,“ segir í tilkynningu um nýja glæpasögu eftir Sólveigu Pálsdóttur, leik- ara og framhaldsskóla- kennara. Þetta er fyrsta skáldsaga Sólveigar. Í einu orði sagt alveg stór- kostlegt hjá þeim og fag- mennska fram í fingur- góma,“ sagði Páll Óskar Hjálmtýsson um frammi- stöðu Íslendinga í fyrri und- ankeppni Eurovision. Ísland komst áfram, auk níu annarra þjóða, og munu Greta Sal- óme Stefánsdóttir og Jón Jós- ep Snæbjörnsson stíga á svið á laugardaginn kemur. Fyrir- huguðum Eurovision-teitum Íslendinga um næstu helgi er því borgið. Mikil spenna ríkti í ís- lenska hópnum áður en stig- ið var á svið og því léttirinn mikill þegar nafn Íslands var dregið út. Átján lög voru flutt í gær- kvöldi í fyrri undankeppn- inni. Fyrsta lagið sem flutt var var frá Svartfjallalandi, Euro Neuro en það flutti Svartfell- ingurinn, Rambo Amadeus. Eftir flutning Rambo, steig íslenski hópurinn á svið og flutti lag Gretu Salóme, Ne- ver Forget. Í bakgrunni mátti líta glæsilegt myndband sem unnið var sérstaklega fyrir keppnina þar sem dulúð í eyðilegu landslagi ræður ríkj- um. Glæsileg á sviðinu – fiðlu- leikurinn sterkur Greta og Jónsi voru glæsileg á sviðinu í klæðnaði hönn- uðum af Rebekku A. Ingi- mundardóttur. Jónsi keppti í Eurovision öðru sinni og því reynslunni ríkari. Margir töldu áður en keppnin hófst að fiðluleikur Gretu myndi safna verðmætum stigum og sáu spámenn hliðstæðu í sviðsframkomu hennar og hins norska Alexanders Rybak sem spilaði til sigurs í Moskvu árið 2009. Páll Óskar gengur lengra og spáir Íslandi einu af fimm efstu sætunum í loka- keppninni á laugardagskvöld. Heppin með riðil Íslendingar þóttu fremur heppnir með riðil en við þá í forkeppninni kepptu með- al annars Írar með dúettinn geysivinsæla Jedward í farar- broddi, sem flutti lagið Water- line, ömmurnar frá Rússlandi sem hafa vakið mikla eftirtekt og dívan Ivi Adamou sem sló í gegn í grísku X Factor keppn- inni árið 2010, þá aðeins 16 ára. Öll þessi lög fara áfram í lokakeppnina. Undanúrslitakvöldin eru tvö og hið seinna verður þann 24. maí og úrslitin verða þann 26. maí. Sex lönd eru þegar komin í úrslit. n Ísland komst áfram með glæsibrag í Eurovision í Aserbaídsjan Það verður euro- teiti um helgina Sterk á sviðinu Þau Greta og Jónsi fluttu Never Forget og fiðluleikur Gretu heillaði salinn. Lag Gretu komst áfram Greta stóð sig eins og hetja ásamt félögum sínum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.