Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2012, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2012, Blaðsíða 10
10 Fréttir 23. maí 2012 Miðvikudagur Slapp „ótrúlega vel“ n Einar Valur féll við eggjatínslu og slasaðist illa É g vil meina að hann hafi verið mjög heppinn miðað við fall- ið og að hann skuli ekki hafa slasast mikið meira,“ segir eig- inkona Einars Vals Kristjánssonar, framkvæmdastjóra og eins af eigend- um Hraðfrystihússins Gunnvarar hf., en Einar Valur mjaðmagrindar- brotnaði er hann féll frjálsu falli sex til átta metra er hann var við eggja- tínslu í bergganginum Stapa í fjallinu Ritnum í Aðalvík á fjórða tímanum á sunnudag. Einar var fluttur með þyrlu Land- helgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi og lagður þar inn á gjör- gæslu. Hann hefur þurft að fara í að- gerð sökum áverka sinna en Viðar Konráðsson, tannlæknir á Ísafirði, sagði í samtali við vef Morgunblaðs- ins Einar hafa sigið niður stapann með tvöfalda taug til að vera örugg- ur, en hún slitnaði. Taldi Viðar svonefnda eggja- hvippu hafa dregið úr fallinu en í henni var Einar með 150 egg um sig miðjan líkt og bjarghring. „Það getur hafa tekið eitthvað af högginu,“ sagði Viðar við mbl.is. Hátt í tuttugu björgunarsveitar- menn frá björgunarsveitum Slysa- varnarfélagsins Landsbjargar á norð- anverðum Vestfjörðum tóku þátt í björgunaraðgerðum við Stapann. Slökkviliðið á Ísafirði greindi frá því að slökkviliðsstjóri frá Sauðárkróki hefði verið  staddur  í bát við Ritinn um það leyti sem útkallið kom og var hann ásamt björgunarsveitarmanni kominn á staðinn talsvert áður en aðrir sem tóku þátt í aðgerðunum.  birgir@dv.is Farþegi fékk heilablóðfall Tilkynning barst til lögreglunnar á Suðurnesjum skömmu eftir mið- nætti aðfaranótt mánudags þess efnis að flugvél væri að koma inn til lendingar á Keflavíkurflugvelli með farþega sem væri meðvitund- arlaus eftir heilablóðfall. Búið væri að kalla út sjúkrabifreið. Reynd- ist um að ræða tæplega sextugan karlmann sem var á leið með vél- inni frá Austurríki til Ríga í Lett- landi. Læknir og sjúkralið hlúðu að honum og var hann fluttur á Landspítalann í Fossvogi. Engar upplýsingar liggja fyrir um líðan mannsins. Farsímum, gjaldeyri og lyfjum stolið Brotist var inn í íbúðarhúsnæði í umdæmi lögreglunnar á Suður- nesjum um helgina og þaðan stolið tveimur farsímum að verð- mæti um 150 þúsund krónur, 1.000 evrum í reiðufé, skiptimynt og lyfjum sem voru í skrifborðs- skúffu. Á vettvangi mátti sjá að opnanlegur stofugluggi á vestur- hlið hússins stóð galopið. Engin önnur ummerki voru sjáanleg um innbrot í húsið. Þá var brotist inn í bifreið í umdæminu og stolið úr henni tölvu, myndavél, tösku með snjóbretti og öllum búnaði að verðmæti um 540 þúsund krónur. Málin eru til rannsóknar hjá lög- reglu. Kornsnákur í heimahúsi Lögreglumenn geta átt von á ýmsu í starfi sínu eins og glögglega kom í ljós í austurborg Reykjavíkur um helgina. Í ónefndu húsi þar reynd- ist vera snákur en dýrið var tekið í vörslu lögreglu og síðan flutt á dýraspítala þar sem gerðar voru viðeigandi ráðstafanir. Um var að ræða svokallaðan kornsnák og var hann rúmlega einn metri að lengd. Björgunin Frá björgunaraðgerðum síðastliðinn sunnudag. É g játa,“ sagði Hlífar Vatnar Stef- ánsson lágum rómi, aðspurður um afstöðu sína til sakarefna sem á hann voru borin í Hér- aðsdómi Reykjaness á þriðju- dag. Hrottalegt morð Með játningu Hlífars liggur fyrir að hann banaði Þóru Eyjalín Gísla- dóttur, fyrrverandi unnustu sinni, á heimili sínu í Hafnarfirði einhvern tímann á tímabilinu frá síðdegi fimmtudaginn 2. febrúar til hádegis föstudaginn 3. febrúar síðastliðinn. Morðið þykir óvenju hrottafengið en Hlífar játar að hafa stungið Þóru ítrekað með hníf í andlit og líkama og skorið hana á háls. Gekk ein stungan inn í vinstra lunga hennar og leiddi það ásamt öðrum áverkum til dauða hennar. Þóra var 35 ára þegar hún lést. Engin ástæða til að hlífa sakborningi Hlífar Vatnar, sem er 23 ára, var leiddur inn í Héraðsdóm Reykjaness í handjárnum í fylgd tveggja fanga- varða. Hann gekk niðurlútur inn í dómsalinn, klæddur í svarta hettu- peysu og íþróttabuxur. Hann virtist rólegur að sjá og svaraði spurningum dómara eilítið óöruggur og hikandi. Dómarinn tók þá ákvörðun að þinghaldið í máli gegn Hlífari verði opið en réttargæslumaður fjölskyldu fórnarlambsins hafði farið fram á að það yrði lokað til þess að verja fjöl- skyldu fyrir fjölmiðlaumfjöllun. Að sögn lögmannsins veit fjölskylda Þóru takmarkað um þá áverka sem Þóra hlaut en þau fengu ekki að sjá hana eftir andlátið. Fjölmiðlaum- fjöllun um málið hafi verið þeim afar þungbær. Verjandi Hlífars féllst á þá kröfu en saksóknari í málinu sá ekki ástæðu til að hlífa ákærða við fjöl- miðlaumfjöllun. „Eins blóðugt og óhugnanlegt þetta mál er þá sé ég enga ástæðu til þess að hlífa sak- borningi.“ Sýndi Hlífar saksóknara fingurinn, eins og sagt er, þegar sak- sóknari lét þau ummæli falla. Réttar- gæslumaður fjölskyldu fórnarlambs- ins hyggst kæra úrskurðinn um opið þinghald til Hæstaréttar. „Ógeðslega ómerkilegt“ Hlífar brást hinn versti við þegar hann var spurður út í afstöðu til bóta- kröfu aðstandenda og jós fúkyrðum í átt að lögmanni bótakrefjanda. Þeir sem krefjast bóta eru 17 ára sonur hinnar látnu og foreldrar hennar. „Djöfulsins viðbjóður að vera að sækja um bótakröfu. Fokka þú þér. Djöfull er það ógeðslega ómerkilegt,“ var afstaða Hlífars til kröfunnar en verjandi hans sagði að Hlífar hafnaði bótakröfunni að öllu leyti. Einnig sýndi Hlífar einkennilega hegðun þegar hann var leiddur úr dómsal og spurði kvikmyndatöku- menn fjölmiðla sem þar voru stadd- ir hvort að þeir vildu ekki slökkva á tímavélinni. Óreglumaður Hlífar fór sjálfur á lögreglustöð- ina við Flatahraun í Hafnarfirði  að morgni 6. febrúar síðastliðinn og greindi óljóst frá atviki sem hann sagði að hefði átt sér stað á heimili hans. Hann var í annarlegu ástandi og fóru lögreglumenn strax að heimili hans þar sem þeir fundu konuna látna. Samkvæmt heimild- um DV hafði hún verið látin á heim- ilinu í einhvern tíma. Hlífar hefur ítrekað komið við sögu lögreglu á undanförnum árum. Hann hefur verið í óreglu og mun hafa fjármagnað fíkni- efnaneyslu sína að miklu leyti með minniháttar afbrotum en hann hefur einnig verið dæmdur fyrir líkamsárás þar sem hann réðst á mann í gistiskýlinu við Þingholts- stræti sumarið 2010. Sakhæfur Hlífar Vatnar er metinn sakhæf- ur og fer ákæruvaldið fram á að hann verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Til vara er krafist að honum verði gert að sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun. Aðalmeðferð í málinu fer fram þann 22. júní en þar sem Hlífar hef- ur játað brotið þarf ekki að flytja sönnunarfærslur en vitni munu gefa skýrslu um málsatvik. Hanna Ólafsdóttir blaðamaður skrifar hanna@dv.is „Eins blóðugt og óhugnanlegt þetta mál er þá sé ég enga ástæðu til þess að hlífa sakborningi. Morðingi segir kröfu uM bætur óMerkilega n Hlífar játar á sig hrottafengið morð n Sýndi saksóknara fingurinn Játaði sök Hlífar Vatnar Stefánsson játaði í Héraðsdómi Reykjaness að hafa orðið fyrrverandi unn- ustu sinni að bana.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.