Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2012, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2012, Blaðsíða 24
24 Sport 23. maí 2012 Miðvikudagur R obin van Persie var besti sóknarmaður ensku úrvals- deildarinnar, David Silva besti miðjumaðurinn, Fabri- cio Coloccini bestur í vörn og markvörður Swansea þykir hafa stað- ið sig best milli stanganna í vetur. Þetta er niðurstaða einkunna- gjafar sem lesendur breska blaðsins The Guardian tóku þátt í og varð- ar leikmenn í efstu deild í allan vet- ur. Dagblaðið hefur nú tekið þá töl- fræði saman og kemur þar ýmislegt sennilega á óvart. Einkunnirnar voru frá 10 og niður úr eftir frammistöðu í hverjum leik fyrir sig og er glettilega í stíl við tölfræði Opta Sportsdata sem heldur nákvæma skrá yfir allt sem gerist á vellinum í öllum leikjum. Funheitir framherjar Engin spurning virðist þannig vera á hver var besti framherji efstu deildar í Englandi nýafstaðna leiktíð. Það var Robin van Persie hjá Arsenal og það bæði hjá lesendum The Guardian sem gáfu honum meðaleinkunnina 6,92 og hjá Opta er hann besti skot- maður deildarinnar með hvorki fleiri né færri en 138 skot á markramm- ann. Úr þeim skoraði Hollending- urinn alls 28 mörk. Næstbesti fram- herjinn hjá bæði lesendum og Opta er Wayne Rooney hjá Manchester United. Meðaleinkunn hans eftir veturinn er 6,87 og hann skoraði 26 mörk í deildinni. Á eftir þeim kom Sergio Aguero, sóknarmaður Manc- hester City. Skilvirkir miðjumenn Miðjumenn þurfa náttúrulega að hafa vit í kolli til að stýra leiknum og ráða miðjunni og auga fyrir hlutun- um til að skapa tækifæri fram á við eða verjast þegar það á við. Best til þess fallnir samkvæmt lesendakönn- un The Guardian voru þeir Mikel Ar- teta, sem skipti frá Everton til Arse- nal á leiktíðinni, Luka Modric hjá Tottenham og þeir Yaya Toure og Da- vid Silva hjá Manchester City. Hæsta meðaltalseinkunn fær Modric eða 6,85 meðan Arteta fékk 6,80 en Spán- verjinn Silva þótti þeirra bestur með meðaleinkunnina 6,88. Þessir snill- ingar eru líka skot- og sendingarviss- ir með afbrigðum. 91 prósent allra sendinga Mikel Arteta heppnuðust og sama gerðu 90 prósent allra send- inga Yaya Toure samkvæmt Opta. Þá vekur ekki síðri athygli að á topp fimm yfir heppnaðar sendingar eru tveir varnarmenn úr liði Swansea. Það eru Ashley Williams og Angel Rangel. Coloccini bestur í vörn Varnarlega þótti fyrirliði New- castle, Argentínumaðurinn Fabri- cio Colocc ini, standa sig best. Hans meðaleinkunn yfir tímabilið sam- kvæmt lesendum Guardian var 6,83 en rétt þar á eftir kom Vin- cent Kompany hjá Manchester City með einkunnina 6,78. Einnig þóttu þeir Luis Enrique hjá Liverpool og Kyle Walker hjá Tottenham góðir til verka. Það er hins vegar Moussa Dembéle hjá Fulham sem átti flest- ar heppnaðar tæklingar samkvæmt tölfræði Opta þennan veturinn. Hann vann 75 prósent allra tæklinga sem hann lét sig vaða í. Sömuleiðis er tölfræðin hjá Joe Allen hjá Swan- sea lítt síðri en 71 prósent allra hans tæklinga tókust. Og enn einn leikmaður Swansea City kemst á blað sem besti mark- vörður ensku deildarinnar leik- tíðina 2011/2012. Hollenski mark- vörðurinn Michel Vorm fær 7,02 í einkunn The Guardian og er einn- ig með besta hlutfall varinna bolta hjá Opta en Vorm át 73 prósent allra skota sem markrammann hittu. Spurt að leikSlokum Bestu leikmenn hvers liðs fyrir sig Arsenal Robin van Persie 6,92 Aston Villa Shay Given 6,53 Blackburn Junior Hoilett 6,22 Bolton Fabrice Muamba 5,67 Chelsea Juan Mata 6,66 Everton Marouane Fellaini 6,60 Fulham Moussa Dembélé 6,72 Liverpool Luis Suárez 6,76 Manchester City David Silva 6,88 Manchester United Wayne Rooney 6,87 Newcastle Tim Krul 6,87 Norwich Wes Hoolahan 6,71 QPR Jamie Mackie 6,35 Stoke Robert Huth 6,16 Sunderland Stéphane Sessègnon 6,23 Swansea Michel Vorm 7,02 Tottenham Luka Modric 6,85 West Brom Shane Long 6,49 Wigan Victor Moses 6,52 Wolves Steven Fletcher 5,78 n Samkvæmt lesendum Guardian n Þessir voru bestir á leiktíðinni Þeir bestu Tveir bestu framherjar ensku úrvalsdeildar- innar liðna leiktíð eru þeir Robin van Persie og Wayne Rooney. Bestur hjá Liverpool Merkilegt nokk, hugsa sumir, en Luis Suarez fékk hæstu einkunn allra leikmanna Liverpool þennan veturinn. Albert Örn Eyþórsson blaðamaður skrifar Gagnrýni í Grindavík Guðjón Þórðarson, þjálfari Grindavíkur, kippir sér lítt upp við gagnrýni vegna dapurlegs gengis síns liðs í byrjun Íslandsmótsins en Grindavík er eitt á botni Pepsi- deildar karla með eitt stig eftir fjóra leiki. Hefur liðið fengið á sig þrettán mörk í þessum leikjum eða 3,25 að meðaltali í leik. „Mað- ur lætur ekki svona byrjun slá sig kaldan en vissulega er dapurlegt að fá á sig öll þessi mörk. Menn verða bara að fara í grundvallar- atriðin. Virða þau og vinna sam- kvæmt þeim. Við erum að spila við góð lið og við getum ekki verið að færa liðunum sóknir eða tæki- færi eins og við höfum gert. Það er bara ekki hægt.“ Torres á förum? Spekúlantar telja nokkrar líkur á að Fernando Torres fari frá Chel- sea í sumar en kappinn er víst eilítið ósáttur við töluverða bekkj- arsetu hjá þeim bláklæddu. Fram- kvæmdastjóri félagsins ítrekar að hann eins og aðrir verði að berj- ast fyrir sæti sínu í liðinu og á því verði engin breyting. Jose litríki Mourinho verður aðalþjálfari Real Madrid til ársins 2016 samkvæmt nýjum samningi sem hann hefur gert við félagið. Mourinho tókst þetta tímabilið að gera Real að spænskum meistara og brjóta einokun Barcelona á því sviði síðustu ár á bak aftur. Kobe að ljúka leik Sé að marka Kobe Bryant er ekki langt áður en hann segir hingað og ekki lengra í körfuboltanum. LA Lakers er úr leik í úrslitakeppni NBA að sinni eftir að hafa tapað fjórum leikjum fyrir Oklahoma Thunder. Í viðtali eftir síðasta leikinn lýsti Kobe því yfir að það væri „mjög stutt“ í hans síðasta leik í bandaríska körfuboltanum. Kannski tekur hann eitt tíma- bil eða svo í Evrópu í kjölfarið en hann hefur lýst yfir áhuga á slíku gegnum tíðina. Mourinho framlengir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.