Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2012, Page 6
Segir arðinn fara upp í skuldir
Binni í Vinnslustöðinni segir arðinn sem
hluthafar taka út úr fyrirtækinu fara upp
í skuldir.
„Við verðum bara
að standa í skilum“
S
igurgeir Brynjar Kristgeirs
son, framkvæmdastjóri
Vinnslu stöðvarinnar í Vest
mannaeyjum, segir að skuld
setning eignarhaldsfélagsins
Seilar ehf., sem á 25 prósenta hlut í
Vinnslustöðinni, sé það mikil að fé
lagið þurfi að fá arð frá útgerðarfé
laginu til að geta staðið í skilum. Seil
ehf. keypti hlutinn í Vinnslustöðinni
árið 2002 og fjármagnaði hann að
stóru leyti með lánum. Sigurgeir, eða
Binni eins og hann er yfirleitt kallað
ur, á sjö prósenta hlut í Seil. Harald
ur Gíslason og Kristín Gísladóttir eru
stærstu hluthafar Seilar.
Eins og fram kom í fjölmiðl
um á fimmtudaginn ákvað stjórn
Vinnslustöðvarinnar að greiða 830
milljóna arð til hluthafa sinna í ár
vegna rekstrarársins í fyrra. Þenn
an sama dag, á fimmtudaginn, til
kynnti félagið um uppsagnir á 41
starfsmanni og boðaði sölu á einu
af skipum félagsins, Gandí. Ástæð
an sem gefin var upp fyrir niður
skurðinum voru frumvörp ríkis
stjórnarinnar um veiðigjöld og
stjórn fiskveiða.
Guðmundur segir uppsagnir
pólitískar
Í kjölfarið kom upp umræða um
hvort og þá hvernig slík arðgreiðsla
væri réttlætanleg á sama tíma
og tilkynnt væri um uppsagnir á
starfsmönnum fyrirtækisins.
Guðmundur Kristjánsson í
Brimi, einn af stærstu hluthöf
um Vinnslustöðvarinnar, sem þó
er í minnihluta í hluthafahópnum
og stjórn fyrirtækisins, sagði í við
tali við DV á föstudaginn að upp
sagnirnar hjá Vinnslustöðinni
væru pólitískar. ,,Þetta er sýndar
mennska, miðað við hvernig þetta
var kynnt í fjölmiðlum. Við vor
um ekki fylgjandi því að segja upp
þessum starfsmönnum. Minnihlut
inn ræður engu í þessu fyrirtæki,“
sagði Guðmundur. Inntakið í gagn
rýni Guðmundar var að uppsagn
irnar væru kynntar vegna boðaðra
breytinga ríkisstjórnarinnar á stjórn
fiskveiða og auknum veiðigjöldum.
Binni segir hins vegar að svarið
við þessari spurningu sé að finna í
mikilli skuldsetningu hluthafa Seil
ar.
Segir Seil þurfa arðinn
„Það vita það allir að þegar meiri
hlutinn í Vinnslustöðinni í Vest
mannaeyjum var keyptur árið 2002
lögðu þeir sem hann keyptu fram
eigið fé sem meðal annars var til
komið með eignasölu. Það fé var
nokkur hundruð milljónir auk þess
sem tekin voru lán. Af þessum lán
um verðum við að borga. Ekki get
um við greitt af lánum okkar með
peningum sem við tínum af trján
um; við getum þetta ekki nema með
því að fá peninga úr arðsömum
rekstri,“ segir Binni.
Hann segir þó, að arðgreiðslurn
ar sem fyrirtækið hefur greitt út hafi
aldrei verið hærri en sem nemi af
borgunum af vöxtunum á lánum
Seilar. „Arðgreiðslur hafa aldrei
verið hærri en svo að við höfum
einungis getað greitt vextina af lán
unum. Við höfum ekki tekið pen
inga út úr eignarhaldsfélögunum.
Við verðum bara að standa í skilum,
það er ekki flókið. Við erum bara
venjulegt skilafólk sem vill standa í
skilum með lánin sín. Þannig höf
um við hugsað og þannig viljum
við halda áfram að hugsa.“ Binni
vill ekki gefa upp hver sé viðskipta
banki Vinnslustöðvarinnar.
2,6 milljarða skuldir
Ársreikningar Seilar ehf. sýna að
arðurinn sem farið hefur til Seilar
á liðnum árum hefur ekki runnið
til hluthafa félagsins heldur upp í
afborganir á lánum. Í ársreikningi
Seilar ehf. fyrir árið 2010 kemur til
að mynda fram að skuldir félags
ins nemi tæplega 2,6 milljörðum
króna. Vinnslustöðin greiddi þá
út 460 milljóna króna arð, tæplega
3 milljóna evra, til hluthafa sinna
árið 2010 vegna rekstrarársins þar
á undan.
Móttekinn arður Seilar árið 2010
nam rúmlega 125 milljónum króna
og var arðgreiðslan út af hagnaði
Vinnslustöðarinnar.
Í ársreikningnum kemur fram
að í fyrra hafi Seil ehf. átt að greiða
rúmlega 156 milljónir króna í af
borganir af langtímaskuldum sín
um, nokkru hærri upphæð en fé
lagið fékk í arð frá Vinnslustöðinni.
Af þessu sést að arðurinn hefur
ekki runnið til hluthafa heldur upp
í skuldir vegna fjárfestingar þeirra í
hlutabréfunum í Vinnslustöðinni.
Binni segir að stóru hluthaf
ar Seilar, Kristín og Haraldur, hafi
einnig lagt peninga inn í einka
hlutafélagið. „Þau hafa lagt peninga
inn í Seil og ég veit bara að þetta fólk
á ekki meiri peninga til að leggja inn
í þennan rekstur.“ Binni vill meina
að aukin veiðigjöld til ríkisins þýði
að erfiðlega gæti orðið fyrir hlut
hafa Vinnslustöðvarinnar að standa
í skilum.
Halda uppsögnum til streitu
Binni segir aðspurður að niður
skurðurinn í starfsemi félagsins
muni því ekki verða endurskoðað
ur. „Ef við segjum ekki upp í þeim
rekstrareiningum sem taprekstur er
á, þá endar þetta með einni allsherj
ar uppsögn þegar fyrirtækið fer á
hausinn. Það er einfaldlega þannig
að ríkið er að setja okkur leikregl
ur sem við verðum að fara eftir og
þetta eru afleiðingarnar. Þær eru
vissulega pólitískar, þannig.“
n Binni í Vinnslustöðinni segir skuldsetningu eigenda Vinnslustöðvarinnar mikla
Ingi Freyr Vilhjálmsson
ingi@dv.is
Fréttaviðtal
Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum:
Hluthafar: Stilla útgerð 30 prósent (Kristján
Guðmundsson, Guðmundur Kristjánsson,
kenndur við Brim, og Hjálmar Kristjánsson)
Seil ehf. 26 prósent (Haraldur Gíslason,
Kristín Gísladóttir og Sigurgeir Brynjar
Kristgeirsson).
2012 830 milljónir króna
2011 472 milljónir króna
2010 457 milljónir króna
2009 0 krónur
2008 614 milljónir króna
2007 451 milljón króna
Arðgreiðslur 2007 til 2011: 2.824
milljónir króna
„Ekki
getum
við greitt af
lánum okkar
með peningum
sem við tínum
af trjánum
6 Fréttir 2. júlí 2012 Mánudagur
MC Mongols koma ekki:
Þótti ekki tíma-
bært að stofna
samtökin
Samkvæmt heimildum DV hefur
verið ákveðið að fresta stofnun
vélhjólasamtakanna MC Mong
ols hér á landi. Ástæðan er víst
sú að ekki þyki tímabært fyrir
samtökin að skjóta rótum hér og
það sé óráðið hvort eða hvenær
samtökin komi hingað til lands.
DV greindi frá því í janúar
síðastliðnum að MC Mongols
hafi boðað komu sína til Íslands
en í bloggfærslu á heimasíðu
MC Mongols Scandinavia um
heimsóknina til Íslands sagði að
fulltrúum samtakanna þyki
spennandi að kynna sér land og
þjóð, sérstaklega þar sem
Reykjavík sé þekkt fyrir öflugt
skemmtanalíf. Mongolsmenn
virtust einnig spenntir fyrir að
baða sig í Bláa lóninu og birta
mynd af þeim vinsæla ferða
mannastað á síðunni.
Vitað er að samtökin voru að
leita að meðlimum til að ganga í
samtökin hér á landi.
Lögreglan hefur sérstakar
gætur á nokkrum hópum og þar
á meðal MC Mongols sem hún
telur að tengist skipulagðri
glæpastarfsemi.
MC Mongols eru þekkt á
Norðurlöndunum þrátt fyrir að
vera tiltölulega ný þar um slóðir.
Mongols hafa komið sér upp fél
ögum víða í Noregi, Svíþjóð og
Finnlandi en þessi samtök voru
stofnuð í Bandaríkjunum undir
lok sjöunda áratugar síðustu
aldar.
Meðlimir í Mongols eru taldir
á bilinu 1.000 til 1.500 um allan
heim. Þeir eru taldir tengjast
fíkniefnasmygli, vopnasmygli,
bílþjófnuðum, okurlánastarf
semi, fjárkúgun og leigumorð
um. Líkt og með Bandidos eru
Hells Angelssamtökin skil
greind sem óvinir Mongols.
Lögreglan telur að samtökin
séu að undirbúa að skjóta rótum
hér á landi.
Sterkastur í
Suðurkjördæmi
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti
Íslands, var með áberandi mestan
stuðning í Suðurkjördæmi í for
setakosningunum á laugardag.
Hann fékk um 64 prósent greiddra
atkvæða í kjördæminu, 40 pró
sentustigum meira en Þóra Arn
órsdóttir, sem fékk næstflest at
kvæði í kjördæminu. Kjörsókn var
þó dræm í þessu kjördæmi líkt og
í öðrum. Kjörsókn í kjördæminu
var 68,3 prósent en ríflega 33.000
voru á kjörskrá.