Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2012, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2012, Page 14
14 Erlent 2. júlí 2012 Mánudagur Á bömmer í reykjavík L eikarahjónin Katie Holmes og Tom Cruise sáust síðast saman í Reykjavík á veitingastaðnum Sushi Samba þann 16. júní þar sem þau snæddu með dóttur sinni, Suri. Gestir á veitingahúsinu lýstu því að þau hefðu virkað eins og samheldin og ástfangin hjón. Ekkert benti til þess að hjónabandið væri á enda runnið og að Katie myndi sækja um lögskilnað frá ofurstjörnunni að- eins nokkrum dögum eftir að hún fór af landi brott. Vefmiðillinn Tmz sem sérhæfir sig í fréttum af fræga fólkinu segir að áður en þau komu hingað til lands hafi þau búið í sitthvorri íbúðinni í New York um nokkurt skeið. Á meðan þau voru bæði hér á landi virtist þó allt leika í lyndi, þau voru mynduð á gangi í mið- bænum þar sem þau héldust í hendur. Tom hefur getið sér orðs fyrir að lýsa ást sinni á Katie með óhefðbundn- um hætti og hefur það orðið til þess að auka enn áhuga fjölmiðla á sambandi þeirra. Í einu viðtali sagði hann: „Ég ætla ekki að leyna því. Ég er svo ham- ingjusamur og ég er ekki að fara að fela neitt eða verða feiminn. Þessi kona er einstök. Ég verð að segja að þessi kona er stórkostleg og ég hef aldrei haft það betra ... og ég er svo rosalega, rosalega, rosalega hamingjusamur. Ég get bara ekki hamið mig. Ég ætla ekki að þykj- ast. Ég er ekki að fara að þykjast.“ Sonur Cruise skemmti sér konunglega hér Það kom Cruise, að sögn miðla vest- anhafs, algjörlega í opna skjöldu að Katie skyldi fara fram á skilnað. Hann er sagður hafa gert sér grein fyrir því að hjónabandið væri ekki upp á sitt besta en hann hefði aldrei grunað að það væri við það að hrynja. Sautján ára sonur hans, Connor Cruise, sem var hér á landi í för með pabba sín- um, systur og stjúpmóður hefur verið iðinn við að birta myndir frá ferðinni hér á landi. Óvíst er hvort Tom og Katie voru með í för í öllum ævintýrunum en Connor hefur farið í flúðasiglingar nið- ur jökulá, kafað í Silfru, gengið upp á eldfjall, sigið niður í Þríhnúkagíg og farið í vélsleðaferð upp á jökul. Hann virðist hafa skemmt sér konunglega og skrifaði meðal annars á Twitter: „Ís- land er svo fallegt land. Ég hef aldrei skemmt mér betur um ævina með fjöl- skyldu minni.“ Afmælisveislan blásin af? Vinur leikarans sagði við Daily Mail að Cruise væri algjörlega niðurbrot- inn. Hann verður fimmtugur á þriðju- daginn og er sagður hafa áformað að halda stóra veislu í lúxusvillunni Hrafnabjörgum við Akureyri, sem einu sinni var í eigu Jóhannesar Jóns- sonar. David og Victoria Beckham, Will Smith og fleiri stórstjörnur voru sagðar á leið til landsins. „Það voru allir að tala um hverjum yrði boðið í partíið. Connor sonur hans var þegar kominn til Íslands og altalað var að þetta yrði mjög stór veisla. Það hefur allt breyst. Skilnaðurinn virðist hafa komið Tom algjörlega í opna skjöldu. Katie er líka sögð hafa verið orðin leið á Tom. „Þegar hann er ekki að vinna þá er hann annað hvort í ræktinni eða einhversstaðar með vinum sínum í Vísindakirkjunni.“ Annar heimildamaður sagði við breska blaðið: „Hann er niðurbrot- inn. Hann er einn af frægustu mönn- um heims en þegar þú sérð hann þá er hann núna er hann einn af sorg- mæddustu mönnum heims.“ Katie er sögð hafa verið mjög ósátt með ákvörðun leikarans um að vera á Íslandi á afmælisdaginn og sam- kvæmt breska blaðinu mun rifrildi í kringum það hafa verið dropinn sem fyllti mælinn. Tom er sagður hafa flogið með þyrlu til Reykjavíkur og dvalið í svít- unni á Nordica Hilton-hótelinu eftir að hann frétti af skilnaðinum. Ekkert hefur hins vegar sést til hans á hótel- inu undanfarna daga. Hann sást hins vegar fara um borð í einkaþyrlu sem hóf sig til flugs frá Reykjavíkurflugvelli á laugardaginn var. Vildi ekki barnið í Vísindakirkjuna Vísindakirkjan hefur spilað stórt hlut- verk í lífi Tom og Katie. Hann er þó sagður hafa verið miklu áhugasam- ari um kirkjuna heldur en hún sem hefur aldrei náð að tileinka sér trúar- brögðin jafn heitt og innilega og Tom. Suri er nú að komast á þann aldur sem Vísindakirkjan á að fara að spila stærra hlutverk í lífi hennar. Heimildir eru fyrir því að Katie hafi verið hrædd við það og viljað koma í veg fyrir að Tom fengi að móta lífsskoðanir henn- ar með þeim hætti. Hún var sjálf alin upp sem kaþólikki og er sögð hafa skráð Suri í kaþólskan einkaskóla á Manhattan. Það er víst ein ástæða þess að hún sótti um skilnað í New York en dómstólar þar eru þekktir fyr- ir að dæma foreldrum sjaldan sam- eiginlegt forræði. Katie vill fá fullt for- ræði yfir Suri en þau eru sögð hafa tekist á um hversu stórt hlutverk Vís- indakirkjan ætti að leika í lífi litlu stúl- kunnar. Hjónin hefðu gert kaupmála og skilnaðurinn snýst ekki um pen- inga enda bæði forrík. Nýjustu fregnir herma að Vís- indakirkjan líti nú á Katie sem einskonar andstæðing sinn og hún telji að menn á vegum Kirkjunnar elti hana hvert sem hún fer í svört- um og hvítum jeppum. Vefurinn Tmz telur að hún sé ekki væni- sjúk, heldur hafi papparazzi ljós- myndarar sem sitja fyrir henni talað um „dularfulla menn“ á jepp- um. Geimveran Xenu Tom fylgir Vísindakirkjunni af hug og hjarta. Í stuttu máli má segja að Vísindakirkjan sé trúarhreyfing sem varð til í kjölfar sjálfbetrunartækni sem vísindaskáldsagnahöfundur- inn L. Ron Hubbard skapaði. Með- limir kirkjunnar trúa á að menn séu ódauðlegar verur sem hafa gleymt eðli sínu. Með því að iðka trúar- brögðin vinni menn í því að losna við slæmar minningar þannig að menn geti starfað eftir fullri getu. Þessi aðferð hefur verið kölluð „endurskoðun líkamans“ og selur kirkjan áhangendum sínum lesefni og námskeið sem kennir fólki þessa aðferð. Hver „endurskoðun“ kostar um 1,2 milljónir króna. Þegar fólk hefur lokið „endur- skoðun“ þá er notast við sérstakt tæki sem kallast E-mælir sem mælir andlega vanlíðan með rafsegulvið- námi líkamans. Takmarkið er síð- an að öðlast hreinleika, en þá hef- ur fólki tekist að hreinsa öll ör af sál sinni. Þegar það gerist hefur það náð fullkomnun og getur hafið sig yfir efni og orku, tíma og rúm. Vís- indakirkjan er ekki viðurkennd sem trúarbrögð í Bretlandi, Frakklandi og Þýskalandi. Tom og aðrir meðlimir Vísinda- kirkjunnar trúa því einnig að fyr- ir 75 milljónum ára hafi geimveran Xenu sent milljarða þetana til jarð- ar, sprengt í loft upp og heilaþvegið. Þetanarnir eru á jörðinni og festa sig á mannfólkið. Þó er hægt að losa sig við þá með „endurskoðuninni.“ Margir meðlimir kirkjunnar hafna geðlækningum, telja þær af hinu illa og þær verði að leggja af. Tom Cruise, sem hefur skapað sér orð- spor fyrir skrýtna hegðun endrum og sinnum, hefur lýst afdráttarlausum skoðunum sínum á geðlæknum. „Ég hef aldrei verið sammála geðlæknis- fræðum; aldrei,“ sagði Tom eitt sinn í viðtali. „Það er ekkert til sem heitir ójafnvægi í efnaskiptum.“ Árið 2008 lak á Youtube 10 mín- útna myndband af Tom þar sem hann er að ræða um vísindakirkj- una. Óhætt er að segja að þar sé á ferð samhengislítið þvaður um meintan sannleika og hvernig kirkj- an geti hjálpað öðru fólki. Í öðru viðtali svaraði hann gagnrýnend- um sínum: „Sumt fólk ... ef því er illa við Vísindakirkjuna, þá segi ég bara fokkaðu þér! Í alvöru! Fokkaðu þér. Punktur.“ n Tom Cruise fór suður til Reykjavíkur eftir að hann frétti af skilnaðinum við Katie Holmes Skilin Katie Holmes og Tom Cruise á meðan þau voru ennþá hamingjusöm hjón. Hún hefur farið fram á skilnað frá stórstjörnunni. „Sumt fólk ... ef því er illa við Vísinda- kirkjuna, þá segi ég bara fokkaðu þér! Í alvöru! Fokkaðu þér. Punktur. Sorgmæddur Tom Cruise sást hefja sig til flugs í þyrlu frá Reykjavíkurflug- velli á laugardaginn. Hann er sagður vera algjörlega niðurbrotinn maður. Valgeir Örn Ragnarsson blaðamaður skrifar valgeir@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.