Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2012, Page 15
Datt niður og Dó
eftir að Dómur féll
Nánast allir flúnir
n Pesqueria í Mexíkó er draugabær
F
yrir tæpum þremur árum
bjuggu meira en 15 þúsund
manns í bænum Pesqueria í
Mexíkó, við landamæri Texas. Í
dag búa þar hins vegar aðeins nokkr
ar hræður sem hafa enn ekki flúið
bæinn vegna þess að þeir hafa ekki
efni á því. Þegar gengið er um bæ
inn sést yfirgefin bensínstöð, þar eru
engir bílar á ferli en hins vegar má
sjá sundurskotnar byggingar og bíla
sem hafa verið sprengdir í loft upp.
Pesqueria er einn af meira en 10
bæjum í norðurhluta Mexíkó sem er
orðinn að draugabæ vegna þess að
flestir íbúar hafa flúið undan nán
ast stanslausri skothríð. Pesqueria
og aðrir bæir í Norðurhluta Mexíkó
eru meðal vígvalla stríðsins á milli
fíkniefnahringja í Mexíkó sem hefur
kostað um 50 þúsund manns lífið á
síðustu fimm árum. Samkvæmt nýj
um tölum hafa um 140 þúsund íbú
ar flúið heimili sín í landinu í kjöl
far stríðsins, en það er sami fjöldi og
flúði heimili sín í stríðinu í Líbíu á
síðasta ári þegar Gaddafi einræðis
herra var steypt af stóli.
Einn af örfáum íbúum sem eftir
eru í Pesqueria, roskinn, fátækleg
ur maður, sagði við CNN sjónvarps
stöðina að hann myndi gjarnan vilja
flýja bæinn. „Ég bý við stanslausan
ótta og það er ástæðan fyrir því að
flestir eru fluttir héðan. Skotbardagar
eru nánast daglegir á þessu svæði og
ég myndi flýja ef ég hefði efni á því.“
Flestir íbúa bæjarins hafa flúið
yfir landamærin til Bandaríkjanna
þar sem þeir telja sig vera öruggari
eða til borgarinnar Monterrey sem er
í um 30 kílómetra fjarlægð.
Erlent 15Mánudagur 2. júlí 2012
Ofbeldi Lögreglan
er ekki einu sinni í
bænum lengur.
L
ögreglan í Phoenix í Arizona
í Bandaríkjunum telur að
Michael Marin, dæmdur
brennu vargur, hafi framið
sjálfsvíg í réttarsal með því að
innbyrða eitur, aðeins nokkrum sek
úndum eftir að kviðdómur komst að
þeirri niðurstöðu að hann væri sekur.
Myndavélar voru á Marin nær
allan tímann sem hann var inni í rétt
arsalnum á fimmtudaginn í síðustu
viku og af upptökum af dæma má sjá
örvæntingarfull viðbrögð hans við
úrskurðinum. Hann sást setja hend
ur fyrir andlit sitt og að því er virðist
troða einhverju upp í sig. Nokkrum
mínútum síðar, á meðan hann var
enn í réttarsalnum, féll hann í gólf
ið og lést.
Gleypti eitthvað
Málið er allt hið furðulegasta. Mar
in var sakfelldur fyrir að kveikja í lúx
usvillu í sinni eigu eftir að hann réð
ekki lengur við afborganir af henni.
Hann fannst ringlaður fyrir utan al
elda húsið eftir að hafa tekist að flýja
út úr því. Hann var klæddur í kafara
búning þegar lögreglu og slökkvilið
bar að garði.
Atburðarásin í dómshúsinu í
Pho enix var nokkurn veginn svona:
Marin kom inn í dómsal klukk
an 12:43 á fimmtudaginn. Það eina
sem hann virtist hafa í fórum sínum
var flaska með drykkjarvatni. Hann
fékk sér sopa áður en hann settist
við borð til þess að hlusta á niður
stöðu kviðdómsins. Tveimur mín
útum síðar tilkynnti kviðdómur
inn að hann væri sekur um það
sem hann var ákærður fyrir. Á einu
augabragði, án þess að mikið bæri
á, virðist sem hann hafi troðið ein
hverju upp í sig og kyngt. Hann hall
aði sér síðan aftur í sætinu á meðan
réttarhaldinu lauk og tóku viðstadd
ir ekki eftir neinu óvenjulegu. Um
það bil fimm mínútum síðar sást
hann aftur setja hendurnar fram
an í sig og svo virðist sem hann hafi
þá einnig gleypt eitthvað. Hann fékk
sér sopa af vatnsflöskunni klukkan
12:52 og sagði nokkur orð við kon
una sem sat við hlið hans.
Átti yfir höfði sér 16 ára fangelsi
Skyndilega fékk hann flog og það
byrjaði að freyða úr munnvikun
um. Hann féll í gólfið í flogakastinu
og viðstaddir reyndu að hjálpa hon
um. Hann var fluttur með hraði í
sjúkrabíl en 10 mínútum eftir að
hann féll í gólfið var hann úrskurð
aður látinn.
„Við erum eðlilega þeirrar skoð
unar að þetta hafi verið sjálfsvíg,“ seg
ir talsmaður lögreglunnar í borginni
um málið. „Við getum þó ekki stað
fest það fyrr en að krufningu lokinni.
Lögreglumenn hafa rætt við skyld
menni Marins að undanförnu til þess
að reyna að komast að því hvort hann
hafi gefið eitthvað í skyn um að hann
hygðist fyrirfara sér ef hann yrði sak
felldur.
Ekki var búið að ákveða refs
ingu brennuvargsins en hann átti
yfir höfði sér allt að 16 ára fangelsi.
„Við erum
eðlilega
þeirrar skoðunar
að þetta hafi
verið sjálfsvíg
n Talinn hafa gleypt eitur nokkrum sekúndum eftir að hann var fundinn sekur
Valgeir Örn Ragnarsson
blaðamaður skrifar valgeir@dv.is
Michael Marin Nokkrum sekúndum eftir að kviðdómur úrskurðaði hann sekan, sást hann
kyngja einhverju. Hann féll í gólfið og lést nokkrum mínútum síðar