Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2012, Page 16
Sandkorn
E
gill Einarsson, Gillzenegger,
er saklaus. Hann er saklaus
uns sekt sannast, eins og allir.
Hvað sem sagt er um að hann
hafi verið kærður þýðir það
ekki að hann sé sekur, enda hafa fáir
fullyrt nokkuð slíkt.
Þegar Egill var kærður fyrir nauð
gun síðasta vetur sendi hann frá
sér yfirlýsingu til fjölmiðla, þar sem
hann sakaði átján ára stelpuna, sem
kærði hann, um lögbrot: „Það er
refisvert að saka fólk ranglega um
lögbrot. Það er jafnframt refsivert
að hafa samband við handrukkara
í þeim tilgangi að kúga fé út úr fólki
... Tilgangurinn með þessum ásök
unum er því augljóslega ekki að ná
fram ákæru heldur einvörðungu að
sverta mannorð mitt,“ sagði hann.
Hann vissi, eins og flestir, að í
lýðræðisþjóðfélagi myndi fréttast
ef maðurinn sem var settur framan
á símaskrá landsmanna hefði ver
ið kærður fyrir slíkan glæp, hvað
þá maðurinn sem skrifar bækur
fyrir unga menn um mannasiði og
lífsleikni, leikur í sjónvarpsþáttum
um sama efni og hefur verið gagn
rýndur fyrir að ýta undir gildis
mat nauðgara með gríni um að láta
menn stunda kynlífsathafnir á nafn
greindum femínistum til að þagga
niður í þeim.
Yfirlýsing Egils leit út fyrir að
vera þaulhugsað markaðsbragð – að
vera fyrri til og sverta stelpuna opin
berlega. En þegar allt kom til alls hafði
stelpan ekkert til sakar unnið annað
en að kæra hann fyrir nauðgun.
Flestum nauðgunarkærðum er
vísað frá og það er ekkert sem segir
að þær séu allar að reyna að koma
höggi á hinn kærða. Þegar fólk lend
ir í kynferðisofbeldi er nógu erfitt
fyrir það að stíga skrefið og kæra,
þótt það þurfi ekki að standa og
falla með því að ákæra og dómur
náist fram.
Margir gengu of langt gagnvart
Agli Gillzenegger. Áberandi dæmi
um það var þegar fyrirtækið Já, sem
hafði gert hann að ritstjóra Síma
skrárinnar, framleiddi sérstaka lím
miða til að líma yfir mynd af hon
um, sem hann hafði sett framan á
Símaskrána. Egill hefur hins vegar
frá upphafi gert það sama og hann
sakar aðra um; að ásaka og sakfella
manneskju opinberlega fyrir glæp
sem ekki hefur verið rannsakaður.
Þótt Egill Einarsson sé saklaus,
þýðir það ekki að átján ára stelpan
sem kærði hann sé sek.
Hvað með börnin?
n Óvenjuhörð forræðisdeila
hefur teygt anga sína á Face
book og í fjölmiðla síðustu
daga eftir
að lögreglu
menn komu
á sjö bílum
og tóku þrjár
stúlkur af
móður sinni
á heimili í
Reykjavík. Málið snýst um
að móðirin, Hjördís Svan, var
dæmd til að leyfa föðurn
um, Kim Laursen, að umgang
ast dætur sínar. Hann býr í
Danmörku, eins og Hjördís
og stúlkurnar gerðu áður en
hún flúði til Íslands. Móð
irin hefur undanfarið birt
myndbönd af stúlkunum á
Facebook, þar sem þær eru
miður sín yfir deilunni og
vilja ekki fara. Hreinn Loftsson,
lögmaður konunnar, hefur
beðið Ögmund Jónasson inn
anríkisráðherra og Guðbjart
Hannesson velferðarráðherra
um að „stöðva þessa óhæfu“
og sýna kjark og manndóm í
þágu barnanna og kyrrsetja
þau þar til farið hefur verið
yfir ný sönnunargögn. Margir
styðja Íslendinginn í málinu,
en aðrir hafa velt því fyrir sér
hvort ekki sé of mikið á börn
in lagt að vera þátttakendur
í slíku stríði og þau þurfi að
upplifa að lögreglan yfirbugi
móður þeirra og taki þær frá
henni með valdi. Þess ber að
geta að DV var dæmt til að
greiða föðurnum miskabætur
fyrir að greina frá skýringum
móðurinnar á því hvers vegna
hún vildi ekki skilja börnin
eftir hjá honum, þar sem þær
þóttu ekki fullsannaðar.
Ljósmyndari í
lukkupottinn
n Júlíus Sigurjónsson, ljós
myndari Morgunblaðsins,
datt heldur betur í lukkupott
inn þegar
hann náði
myndum af
Tom Cruise og
Katie Holmes
á göngu í
Þingholts
stræti í júní.
Í erlendum fréttamiðlum
hefur komið fram að Tom
og Katie hafi lítið sem ekkert
sést saman frá því í febrú
ar. Mynd Júlíusar varð síðan
margfalt verðmætari þegar
Katie sótti um skilnað frá
Tom og er líklegt að um sé að
ræða eina dýrustu ljósmynd
sem Íslendingur hefur tek
ið, enda síðasta myndin af
þeim saman. Í kjölfarið hafa
laumuljósmyndarar streymt
til landsins til að ná skoti af
Tom.
Fagnaði í London
n Jónína Benediktsdóttir er
nú meðlimur í Framsóknar
flokknum, eins og flokkurinn
greindi frá með fréttatilkynn
ingu í vetur. Eins og flest
ir framsóknarmenn studdi
Jónína Ólaf Ragnar Grímsson
í forsetakosningunum. Að
loknum sigri hans sendi hún
skilaboð á Ólaf og Dorrit á
Facebook: „Til hamingju Dor-
rit Moussaieff og Ólafur Ragn
ar. Guð blessi forseta Íslands
og forsetafrú. Guð blessi
okkur öll. Greetings from
London.“
Nei, þetta er ekki
bruðl.
Engar sannanir
um falsanir.
Ari Edwald segir kaup 365 á nýjum 11 milljóna króna jeppa handa sér sé ekki bruðl. – DV Ástþór Magnússon sendi frá sér fréttatilkynningu vegna ógildingar forsetaframboðs síns. – DV
Hún er saklaus
N
ýlega synjaði Hæstiréttur ósk
sonarins, Andrésar Helga,
að fá að áfrýja máli sínu
E6157/2010.
Mér hefur þótt synjunin undar
leg í ljósi þess að Gaukur Úlfarsson
(E3619/2007) og Björn Bjarnason
(E3832/2011) fengu – eðlilega – að
áfrýja sambærilegum málum.
Samkvæmt svari Hæstaréttar við
fyrirspurn DV sem birtist í blaðinu
25. júní 2012 þarf eitt af þremur skil
yrðum að vera uppfyllt:
a) Dómurinn þarf að hafa verulegt
almennt gildi
b) Úrslit málsins verða að varða
mikilvæga hagsmuni þess sem leitar
áfrýjunarleyfis
c) Ekki sé útilokað samkvæmt fyr
irliggjandi gögnum að dómi kunni að
verða breytt svo einhverju nemi
Þannig að mig langar að leggja eft
irfarandi spurningar fyrir Hæstarétt:
Vegna a)
I. Hvaða verulega almenn gildi
höfðu mál Björns og Gauks sem mál
Andrésar hefur ekki?
II. Hvaða verklagsreglur og við
miðanir notar rétturinn við að meta
hvort mál hefur almennt gildi eða
ekki?
III. Hefur tjáningarfrelsi ekki al
mennt gildi að mati Hæstaréttar?
IV. Dómurinn snerist að hluta til
um ummæli á Facebook, sem er um
ræða í lokuðum vinahóp. Hefði ekki
haft almennt gildi að skera úr um
hvort Facebook telst opinber um
ræða? Það væri að minnsta kosti
fróðlegt að sjá skýringar Hæstarétt
ar á því hvers vegna slík umræða telst
opinber.
V. Og kannski almennt hefði verið
fróðlegt að fá úrskurð Hæstaréttar um
hvort sömu reglur gildi um umræður
í lokuðum vinahóp og gilda um um
ræðu í opinberum miðlum?
Vegna b)
I. Að hvaða leyti varða mál Björns
og Gauks mikilvæga hagsmuni þeirra
sem mál Andrésar varðar hann ekki?
II. Hvaða verklagsreglur og við
miðanir notar rétturinn við að meta
hvort mál varðar mikilvæga hags
muni áfrýjanda eða ekki?
III. Nú er Andrés námsmað
ur með litlar tekjur og talsverðar
skuldir vegna náms. Þannig verða
300.000 króna miskabætur, 650.000
málskostnaður auk dráttarvaxta
að viðbættum eigin lögfræðikostn
aði einfaldlega óviðráðanleg byrði.
Gjaldþrot er óhjákvæmilegt og hann
þarf að hætta námi. Eru þetta smá
vægilegir hagsmunir að mati Hæsta
réttar?
IV. Ef þetta eru smávægilegir hags
munir Andrésar, hvað þarf til að
Hæstiréttur meti hagsmuni mikil
væga?
Vegna c)
I. Hvaða atriði eru það í málum
Björns og Gauks sem urðu til þess að
ekki þótti útilokað að dómnum yrði
breytt?
II. Hvaða verklagsreglur og við
miðanir notar rétturinn við að meta
hvort líklegt sé að dómi verði breytt?
III. Hæstiréttur sneri við sams
konar úrskurði sama héraðsdómara
upp á sömu upphæð í sambærilegu
máli. Gefur það ekki tilefni til að ætla
að niðurstaða dómarans stangist á
við skilning Hæstaréttar á tjáningar
frelsi?
IV. Héraðsdómari telur að langvar
andi einelti sé ekki ofbeldi. Er þetta
eðlileg túlkun að mati Hæstaréttar. Ef
ekki, hefði þetta ekki nægt til að ætla
að ekki sé útilokað að ætla að dómn
um yrði snúið við?
V. Héraðsdómari samþykkir órök
studdar fullyrðingar stefnanda að
aðrir fjölmiðlar hafi tekið þessi um
mæli upp. Engin gögn komu fram
þessu til stuðnings enda færslan á lítt
sóttri vefsíðu og virk í örfáar klukku
stundir. Enginn fjölmiðill vísaði í
þessa færslu. Er ekki líklegra að fjöl
margar aðrar færslur á fjölsóttum vef
miðlum hafi frekar átt þátt í opinberri
umræðu? Og er þá nokkuð ólíklegt að
dómi héraðsdóms hefði verið snúið
við?
VI. Dómarinn telur það ósmekk
legt að vísa til dóma sem viðkom
andi hlaut fyrir talsvert löngu síðan.
Hvernig getur það verið ósmekklegt,
hvað þá refsivert, að vísa til dóma
um sams konar hegðun og verið er
að fjalla um? Væri ólíklegt að Hæsti
réttur sneri dómnum við þó ekki
kæmi annað til en þetta?
VII. Héraðsdómari virðist ekki
skilja að hægt sé að tala um brot
nema viðkomandi hafi verið dæmd
ur fyrir þau. Ekki virðist dregið í efa
í dómnum að um brot hafi verið að
ræða, aðeins að ekki hafi verið dæmt
vegna þeirra. Það má vera að þannig
sé það í réttarsal en þessi færsla var
á vef fyrir vini og kunningja. Er þetta
ekki nægileg ástæða til að ætla að
ekki hefði verið útilokað að Hæsti
réttur hefði endurskoðað dóminn?
VIII. Héraðsdómari virðist taka
það sem lykilatriði að stefnandi hafi
ekki tekið beinan þátt í einu af þeim
ofbeldisverkum sem um er fjallað.
Ekki fæst betur séð en að héraðsdóm
ari samþykki að stefnandi hafi átt
þátt í upptökum ofbeldisins og hvatt
til þess. Þarf þessi nýstárlega túlk
un dómara ekki rýni Hæstaréttar? Er
ólíklegt að Hæstiréttur hefði snúið
þessu við? Eða myndi Hæstiréttur Ís
lands vilja kynna þessa sérkennilegu
túlkun sem gott og gilt fordæmi á al
þjóðavettvangi? Er það misskilning
ur hjá mér að fólk hafi verið dæmt til
þungra refsinga af alþjóðadómstól
um fyrir að hvetja til ofbeldis og bera
þannig ábyrgð á því?
Með von um skýr og
skiljanleg svör
Og með kröfu um endurskoðun ákvörð
unar ef ekki eru skýrar ástæður fyrir hendi
sem réttlæta þessa ákvörð un. Ákvörðun
sem virðist ólíðandi mismunun Hæsta
réttar á rétti til réttlátrar málsmeðferðar
og að allir skuli vera jafnir fyrir lögum. Er
það ekki meira að segja bundið í stjórnar
skrá Íslands?
Opið bréf til Hæstaréttar
Leiðari
Jón Trausti Reynisson
jontrausti@dv.is
Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Ólafur M. Magnússon Ritstjórar: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) og Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is)
Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri: Stefán T. Sigurðsson (sts@dv.is)
Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Hönnunarstjóri: Jón Ingi Stefánsson (joningi@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: DV.is
F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð
Heimilisfang
Tryggvagötu 11
Hafnarhvoli, 2. hæð
101 Reykjavík
FRéTTASkoT
512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
512 7000
512 7010
512 7080
512 7050
AÐALnúmeR
RiTSTJÓRn
ÁSkRiFTARSími
AuGLýSinGAR
16 2. júlí 2012 Mánudagur
„Egill hefur hins
vegar frá upphafi
gert það sama og hann
sakar aðra um
„Ef þetta eru smá-
vægilegir hags-
munir Andrésar, hvað þarf
til að Hæstiréttur meti
hagsmuni mikilvæga?
Kjallari
Valgarður Guðjónsson