Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2012, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2012, Side 2
Víkingarnir snúa aftur 2 Fréttir 9. júlí 2012 Mánudagur Blóðugur eftir brotna flösku Nærri 100 mál voru skráð og af­ greidd hjá lögreglunni á höfuð­ borgarsvæðinu frá klukkan 23:00 á laugardagskvöld og fram til klukk­ an 7 á sunnudagsmorgun. Lög­ reglan sinnti til að mynda tveim­ ur líkamsárásarmálum, í öðru tilfellinu var maður skorinn með brotinni flösku utan við skemmti­ stað í miðborginni þannig að mik­ ið blæddi úr handlegg. Upphaf­ ið má rekja til ágreinings inni á staðnum. Þá var maður sleginn í höfuðið með glasi á dansgólfi á skemmtistað í miðborginni og hlaut hann við það skurði í andliti og á hendi .Í báðum tilfellum voru aðilar fluttir með sjúkrabifreiðum á slysadeild en ekki er um alvar­ lega áverka að ræða. Málin eru til rannsóknar hjá lögreglu. „Fjölvopnuð kona“ Tilkynnt var um „fjölvopnaða“ unga konu fyrir utan skemmti­ stað í miðborginni aðfaranótt sunnudags. Konan var með hót­ anir í garð dyravarða. Fram kom að hún væri með piparúða, hníf og kylfu. Konan fannst skömmu síðar, þá með myndarlega stál­ kylfu í handtöskunni. Í viðræðum við varðstjóra viðurkenndi konan að hafa verið með hníf skömmu áður en lögreglu bar að en að hún hefði tapað honum á hlaup­ um en hnífnum hafði hún fundið geymslustað milli brjósta. Hún tók fram að hann hefði illa tollað þar og ítrekað sigið niður á maga og því fór sem fór. Það kom ungu konunni, sem var nokkuð ölvuð, á óvart að slíkur vopna­ burður væri óheimill og að hún yrði kærð fyrir að hafa umrædda kylfu í fórum sínum. 55 fíkniefnamál „Besta útihátíðin gekk mjög vel fyr­ ir sig síðastliðna nótt,“ sagði Sveinn K. Rúnarsson yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli, á sunnudag. Nærri fimm þúsund manns voru á hátíðarsvæð­ inu á Gaddstaðaflötum aðfara­ nótt sunnudags. Fjórir voru fluttir í fangageymslur vegna ölvunar og fjórir voru fluttir í athvarf barna­ verndar á Hellu ölvaðir en töluverð ölvun var á svæðinu. Hátíðarhöld gengu þó engu að síður vel fyrir sig, að mati lögreglu. Um 55 fíkniefnamál komu upp á hátíðinni og nokkuð var um pústra, en engar líkamsárásir hafa verið kærðar. Þó gisti einn fanga­ geymslur á föstudag, grunaður um líkamsárás. „Lögreglan er, heilt yfir, ánægð með hátíðina sem fór að mestu vel fram og má þakka það mörg­ um samverkandi þáttum; góðu skipulagi hátíðarinnar, öflugri gæslu og síðast en ekki síst góðu veðri. Í slenskir auðmenn sem voru áber­ andi fyrir efnahagshrunið haustið 2008 eru margir hverjir farnir að sækja í sig veðrið að nýju. Þrátt fyrir fjölmörg tilvik afskrifta og niðurfellingar skulda standa þeir margir upp sem stóreignamenn, nú nokkrum árum eftir efnahagshrunið. Milljarðaskuldum hefur verið velt á herðar lánadrottna, sem í flestum til­ fellum eru erlendir bankar, en oftar en ekki er arðurinn sem fenginn var úr fyrirtækjunum enn í vasa fyrrver­ andi eigenda þeirra. Losna undan milljörðum Ekki liggur fyrir hversu miklar eign­ ir fyrrverandi útrásarvíkingar lands­ ins hafa til umráða eftir hrunið. Flestir misstu sínar helstu eignir þrátt fyrir að hafa haldið eftir mikl­ um verðmætum. Ekki hefur verið hægt að sækja arðgreiðslur fyrri ára sem greiddar voru úr eignarhalds­ félögum þessara einstaklinga sem nú liggja eftir gjaldþrota. Hundruð milljarðar króna hafa tapast með af­ skriftum þessara fyrirtækja og nema afskriftir tengdar helstu viðskipta­ jöfrum landsins á fimmta hundrað milljörðum króna, samkvæmt úttekt sem birtist í helgarblaði DV síðast­ liðinn föstudag. Annað orð yfir tap Orðið afskriftir þýðir í raun ekkert annað en tap og þegar lán eru afskrif­ uð er það sá sem lánaði fjármunina sem tapar. Gert var ráð fyrir talsverð­ um afskriftum þegar lán voru færð á milli gömlu bankanna og þeirra sem stofnaðir voru í kjölfar hrunsins. Það tap skrifast á kröfuhafa gömlu bank­ anna, sem eru að stærstum hluta er­ lendir aðilar. Afskriftir í nýju bönk­ unum skrifast hinsvegar á núverandi eigendur bankanna, sem til að mynda er ríkið í tilfelli Landsbankans. Helsta ástæðan fyrir afskriftum er sú að sá sem lánar peninginn sem afskrifa þarf, metur það svo að það borgi sig frekar að afskrifa en að ganga harðar fram. Lánadrottnar telja sem­ sagt betra að halda fyrirtækjunum lif­ andi undir stjórn þeirra sem stofnuðu til skuldanna frekar en að taka fyrir­ tækin yfir. Mikið af afskriftunum eru hinsvegar vegna fyrirtækja sem eiga engar eignir og engum langar að eiga. Kvótakóngar með tryggðar tekjur Arðgreiðslur fyrri ára, úr fyrirtækjum sem mörg hver eru nú gjaldþrota, og eignir sem viðskiptajöfrarnir fengu að halda vegna skuldauppgjöra við Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is Atli Þór Fanndal blaðamaður skrifar atli@dv.is n Íslensku útrásarvíkingarnir snúa aftur n Verðmætar eignir og gamlar arðgreiðslur koma sér vel Iðrun og endurreisn Guðmundur Ólafs- son, hagfræðingur segir iðrun og refsingu verða að fylgja upprisu og endurkomu. Treysta víkingum Íslenskir bankar virð- ast enn tilbúnir að lána stórum leikmönnum íslensku útrásarinnar. Á meðan staðan er sú er fátt óvænt við endurkomu víkinganna í íslenskt atvinnulíf. Bakkavararbræður Bakkavararbræðurnir Lýður og Ágúst Guðmundssyn- ir sáu á eftir stórum eignum í bankahruninu en þeir voru meðal annars stærstu eigendur Exista, sem var aðaleigandi Kaupþings banka. Þeir náðu að bjarga fyrirtækinu sínu Bakkavör út úr Exista með nauðarsamn- ingum sem gerðir voru við kröfuhafa félagsins, þrátt fyrir að einhverjir íslenskir kröfuhafar hafi lýst yfir andstöðu sinni. Bakkavör Group var stærsta fyrirtæki landsins á síðasta ári, með veltu upp á rúmlega 293 milljarða króna, samkvæmt umfjöllun Frjálsrar verslunar um 300 stærstu fyrirtæki landsins í árslok 2011. Bræðurnir eru komnir aftur á fullt skrið með fyrirtækið og eru farnir að gera sig breiða í íslensku viðskiptalífi. Björgólfur Thor Björgólfsson Björgólfur Thor Björgólfsson, sem var einn af stærstu hluthöfum Landsbankans fyrir hrun, er einn þeirra manna sem verið hafa jafn áberandi fyrir og eftir hrunið. Hann hefur frá hruni haldið því fram að hann muni borga allar sínar skuldir og að ekkert verði afskrifað. Hann er þó engu að síður tengdur fyrirtækjum sem hafa skilið eftir sig milljarða skuldir, nærtækasta dæmið er að sjálfsögðu Landsbanki Íslands, þar sem hann var einn stærsti eigandinn. Hann var þó ekki formlega hluti af stjórnendateymi bankans en faðir hans og viðskiptafélagi sat þess í stað í stjórn bankans. Björgólfur er einn af ríkustu mönnum landsins í dag en hann á verðmætar eignir bæði á Íslandi og fyrir utan landsteinanna. Karl Wernersson Það stefnir í 90 milljarða afskriftir hjá félögum sem tengjast Karli Wernerssyni. Þrátt fyrir það er hann í góðum málum persónulega en hann er eigandi lyfjaverslan- anna Lyfja og heilsu. Lyfjakeðjunni fékk hann að halda eftir að hafa náð að semja um skuldir við Íslandsbanka. Lyf og heilsa veltir milljörðum á hverju ári og er ljóst að fyrirtækið er mjög verðmætt. Karl hefur því fullar forsendur fyrir því að koma með öfluga innkomu inn í íslenskt viðskipta líf að nýju, eins og fyrir hrun, innan nokkurra ára. Ólafur Ólafsson Afskrifa þurfti 64 milljarða hjá félögum tengdum Ólafi Ólafssyni, sem jafnan er kenndur við Samskip, eftir efnahagshrunið. Hann var maðurinn sem leiddi S-hópinn við kaupin á Búnaðarbankanum í einkavæðingunni á fyrri hluta síðasta áratugar. Hann fór hátt og fékk meira að segja Elton John til að syngja í afmælinu sínu. Fallið var þó ekki svakalegra en svo að Ólafur á Samskip í dag. Fyrirtækinu fékk hann að halda í skuldauppgjöri við Arion banka. Bónusfeðgar Jón Ásgeir Jóhannes- son og Jóhannes Jónsson stofnuðu til tugmilljarða króna skulda í tengslum við Haga, Gaum, Baug og 1998 ehf. Félagið 1998 gat ekki staðið í skilum á skuld- um sínum þegar það var tekið til gjaldþrotaskipta eftir hrun. Afskrifa þurfti 30 milljarða króna. Félagið hélt utan um eignarhlut Jóns Ásgeirs og fjölskyldu hans í mörgum verðmætustu fyrirtækjum landsins. Þrátt fyrir afskriftir, gjaldþrota fyrirtæki og kyrrsetningu eigna er Jón Ásgeir þokkalega vel settur. Hann ekur um á glæsibílum og býr ásamt eiginkonu sinni, Ingibjörgu Pálmadóttur, í einu dýrasta og flottasta hverfi borgarinnar. Eignarhald á 365 miðlum, fjölmiðlasamsteypu Jóns Ásgeirs er ekki farin langt en fyrirtækið er að mestu í eigu Ingibjargar. Þykjast margir sjá fingraför Jóns á eignarhaldinu en hann starfar einmitt sem ráðgjafi hjá 365. Jóhannes vinnur nú að opnun Iceland-verslana hér á landi. Það er því ekki annað að sjá en að þeir feðgar séu aftur orðnir virkir í Íslensku atvinnulífi. Víkingarnir snúa aftur sína viðskiptabanka er meðal ástæða fyrir því að auðmennirnir eiga aft­ urkvæmt í íslenskt viðskiptalíf. DV hefur áður fjallað um hvers vegna erfitt getur reynst að teygja sig í vasa útrásarvíkinganna og sækja þessar greiðslur. Þeir viðskiptamenn sem byggt hafa fjárfestingar sínar á kvótaauð­ æfum eru hvað best settir. Ekki aðeins hafa þeir getað haldið arðgreiðsl­ unum heldur hafa þeir fengið að halda kvótanum sínum sem held­ ur áfram að mala gull. Kvótaeigend­ ur eins og Magnús Kristinsson, út­ gerðarmaður í Vestmannaeyjum, voru áberandi og fyrirferðamiklir í íslensku athafnalífi á árunum fyrir hrun en þeir notuðu margir hverjir hagnað úr sjávarútvegi til fjárfestinga í öðrum ótengdum greinum, eins og bankastarfsemi. Þorsteinn Már Baldvinsson, aðaleigandi Samherja, eins stærsta útgerðarfélags Íslands, var til að mynda stjórnarformað­ ur Glitnis banka þegar hann féll en hann var einn af eigendum bankans. Iðrun forsenda upprisu „Allir eiga sér endurreisn og upp­ risu ef þeir iðrast og hafa tekið út refsingu en sé það ekki þá eru það vond skilaboð,“ segir Guðmundur Ólafsson, hagfræðingur en DV leit­ aði eftir mati hans á þýðingu þess fyrir íslenskt atvinnulíf að stærstu leikmenn útrásarinnar séu farn­ ir að gera sig gildandi að nýju. Aðr­ ir viðmælendur blaðsins tóku undir þessi sjónarmið að afskriftir séu erf­ iðar en oft illnauðsynlegar. Spurn­ ingin sé þó hvort siðferðisleg endur­ reisn íslensks atvinnulífs hafi átt sér stað samhliða fjárhagslegri endur­ skipulagningu. Fjallað var um afskriftakónga Ís­ lands í síðasta helgarblaði DV. Rétt er að árétta að í þeirri umfjöllun sem og hér, er fjallað um afskriftir í félög­ um tengdum þeim aðilum sem hér eru nefndir en ekki aðeins afskriftir á persónulegri kennitölu þeirra. n „Allir eiga sér endur- reisn og upprisu ef þeir iðrast

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.