Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2012, Qupperneq 3

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2012, Qupperneq 3
H æstaréttardómararnir Jón Steinar Gunnlaugsson og Garðar Gíslason, sem láta af störfum 1. október næstkom­ andi, eiga rétt á háum eft­ irlaunagreiðslum fyrir störf sín þrátt fyrir stuttan tíma í starfi. Samkvæmt lögum um dómstóla geta dómarar látið af störfum og byrjað að þiggja eft­ irlaun 65 ára að aldri án þess að eftir­ launaréttur þeirra skerðist. Jón Stein­ ar fagnar 65 ára afmælinu sínu í ár og notar því fyrsta tækifærið til að láta af störfum. Garðar verður hinsvegar sjö­ tugur í ár og má því ekki starfa lengur samkvæmt lögum um störf hæstarétt­ ardómara. Launin óbreytt Jón Steinar var skipaður hæstarétt­ ardómari í október 2004 og hefur því setið í dómarasætinu í tæp átta ár. Áður starfaði hann sem prófessor í lögfræði við Háskólann í Reykjavík. Á þessum stutta tíma í dómarasætinu náði hann samt að tryggja sér eftirlaunaréttindi til jafns við þau laun sem hann hefur í dag. Eftirlaunaréttindi hæstaréttar­ dómara eru bundin í stjórnarskrá Ís­ lands þar sem kveðið er á um að þeir skuli ekki missa launin sín þrátt fyrir að hætta störfum við 65 ára aldur. Til að þetta ákvæði eigi við þarf að víkja dómurum úr starfi með dómi en flestir þeir dómarar sem látið hafa af störfum síðustu ár og áratugi hafa látið af störf­ um í samræmi við 61. grein stjórnar­ skrárinnar. Garðar hefur hinsvegar starfað um­ talsvert lengur en Jón Steinar í Hæsta­ rétti. Hann var skipaður dómari 1992 og hefur því setið í 20 ár í stóli dóm­ ara. Áður en hann settist í Hæstarétt var hann borgardómari. Garðar á, líkt og Jón Steinar, rétt á eftirlaunum ævi­ langt, sambærilegum þeim launum sem hann hefur í dag, óski hann sjálf­ ur eftir lausn í samræmi við stjórnar­ skrána. Óvíst er þó hvort Garðar nýti sér það ákvæði þar sem hann er í raun kominn á þann aldur að þurfa að fara á eftirlaun. Munar hundruðum þúsunda Réttindin eru umtalsverð þrátt fyrir að þau komi í veg fyrir aðrar lífeyris­ greiðslur til þeirra sem nýta sér ákvæði stjórnarskrárinnar. Samkvæmt núgild­ andi ákvörðun kjararáðs eru laun hæstaréttardómara 875.334 krónur á mánuði eða sem nemur 10,5 millj­ ónum króna á ári. Launin munu þó lækka á næstunni þar sem inni í laununum nú er tímabundin hækkun vegna aukins álags. Eftirlaunaréttindi Jóns Steinars eru mun meiri en annars fólks á vinnumarkaði. Hefði hann ver­ ið með jafn háar tekjur og nú frá 20 ára aldri og borgað í Lífeyrissjóð Versl­ unarmanna hefði Jón Steinar til að mynda aðeins átt rétt á 571.034 krón­ um á mánuði í lífeyrisgreiðslur. Þurfa bréf frá Ögmundi Til að Jón Steinar og Garðar fái hins­ vegar þessi eftirlaunaréttindi þarf það að líta þannig út á pappírum að þeim hafi í raun verið vikið úr starfi. Dómsmálaráðherra, sem nú er Ög­ mundur Jónasson, þarf að veita þeim lausn. Þannig þarf Ögmundur í raun að víkja dómurunum tveimur úr starfi með formlegum hætti til að þeir öðlist þennan eftirlaunarétt. Hingað til hafa langflestir Hæstaréttardómarar vik­ ið með þessum hætti og hefur hefðin verið sú að öllum dómurum sé vikið úr starfi óski þeir eftir því. Ekki náðist í Ögmund við vinnslu fréttarinnar. Í drögum stjórnlagaráðs sem liggja nú fyrir þinginu er stjórnarskrár­ ákvæðið um lífeyrisréttindi Hæstarétt­ ardómara afnumin. Gísli Tryggvason, fulltrúi í ráðinu, vakti athygli á mál­ inu innan nefndarinnar og skrifaði um málið á vefsíðu sína. Þar benti hann á að túlkun laganna hefði verið á þá leið að réttindin giltu alla ævi fyrir fyrrver­ andi Hæstaréttardómara þrátt fyrir að orðalag greinarinnar væri ekki endi­ lega á þá leið. Frekari breytingar á næstunni Talsverðar breytingar eru fyrirsjáan­ legar í Hæstarétti á næstunni. Gunn­ laugur Claessen, Árni Kolbeinsson og Ingibjörg Benediktsdóttir eru öll komin á eða að nálgast eftirlauna­ aldur dómara. Þegar hefur verið aug­ lýst eftir tveimur nýjum dómurum við Hæstarétt en það var gert á föstu­ dagsmorguninn síðasta, sama dag og Fréttablaðið greindi frá ákvörðun dómaranna tveggja um að hætta í október næstkomandi. Víkingarnir snúa aftur „Aðalmálið er að þeir náðust“ n Jón Steinar og Garðar Gíslason hætta í Hæstarétti í haust n Hildur Lilliendahl er ósátt við að talað sé um meinta gerendur M ér finnst það ekki skipta höf­ uðmáli hvernig þetta var orðað, aðalatriðið er að í báðum málum höfðum við hendur í hári þeirra grunuðu,“ seg­ ir Sveinn Kristján Rúnarsson yfir­ lögregluþjónn á Hvolsvelli aðspurð­ ur um orðalag í fréttatilkynningu sem hann sendi frá sér á laugardag. Fjölmiðlum barst ítarlegt yfirlit frá lögreglunni á Hvolsvelli, yfir atburði föstudagsins á Bestu útihátíðinni, sem fram fór á Gaddastaðaflötum um helgina. Í tilkynningunni kom fram að nauðgun hefði verið kærð sem og lík­ amsárás þessa nótt. Hildur Lilliendahl Viggósdóttir gerði athugasemdir við það hvernig yfirlitið er orðað og spyr hvort að það sé grundvallarmunur á réttarstöðu grunaðra í líkamsárásar­ málum og kynferðisbrotamálum. Hildur krefst skýringa á því hvers vegna talað er um aðila sem situr í fangaklefa grunaður um nauðg­ un sem „meintan geranda“, en aðila sem grunaður er um líkamsárás sem „geranda“, án þess að skeyta orðinu „meintur“ þar fyrir framan. „Er það afstaða embættisins að ekki þurfi að sanna brot til þess að menn teljist sekir? Hverju sætir sá greinarmun­ ur sem þið gerið á þessum tveimur mönnum?“ spyr Hildur í bréfinu. Sveinn segir að orðalagið hafi ekki verið meðvitað, þarna hafi jafn­ vel verið um að ræða ákveðna mál­ venju þegar slík mál séu rædd. Að auki hafi verið fjöl mörg vitni að líkamsárásinni. Slíkt hafi ekki ver­ ið um að ræða varðandi nauðg­ unina. „Það er kannski munurinn, en það er engin sérstök skýring á þessu. Mönnum er tamt að nota þetta orðalag“ segir hann og bætir við: „Málin eru í góðum farvegi og rannsókn gengur vel,“ sagði Sveinn Rúnar að lokum. astasigrun@dv.is Fréttir 3Mánudagur 9. júlí 2012 Milljónir í eftirlaun eftir átta ár í starfi Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is Sérréttindi Hæstaréttardómarar hafa talsvert meiri rétt til eftirlauna en aðrir íslenskir launþegar. Mynd Sigtryggur Ari Í góðum málum Jón Steinar ætlar að fara að skrifa bækur þegar hann lætur af störfum. Það getur hann gert án þess að hafa nokkrar fjárhagsáhyggjur því hann fær hundruð þús- unda á mánuði frá íslenska ríkinu í eftirlaunagreiðslur. „ Jón Steinar fagnar 65 ára afmælinu sínu í ár og notar því fyrsta tækifærið til að láta af störfum. Ósátt við orðalag „Er það afstaða embættisins að ekki þurfi að sanna brot til þess að menn teljist sekir?“ spyr Hildur. n Íslensku útrásarvíkingarnir snúa aftur n Verðmætar eignir og gamlar arðgreiðslur koma sér vel Hvað segja Alþingis- menn? Valgerður Bjarnadóttir Samfylkingin „Það er alveg ljóst að til þess að koma atvinnu- lífinu aftur í gang er nauðsynlegt að afskrifa. Sama hvað okkur finnst um hvort fólk á það skilið þá er nauðsynlegt að afskrifa skuldir eftir álíka hrun,“ segir Valgerður. „Spurningin er samt hvort þessi menn hafa lært af reynslunni. Menn verða að kunna að skammast sín.“ Lilja Rafney Magnúsdóttir VG „Auðurinn leitar þangað sem auðurinn er fyrir. Á meðan bankakerfið er tilbúið að styðja við bakið á sömu aðilum er erfitt að breyta því,“ segir Lilja Rafney. „Fólk skynjar að hluti af kerfinu sé að falla og rísa að nýju með sömu mennina. Það finnst manni blóðugt.“ Pétur Blöndal Sjálfstæðisflokkur „Peningar geta farið hring eftir hring og myndað mikinn gerviauð. Það eru eignir sem ekki eru til. Þetta er alþjóðlegt vandamál og er ekki bundið við Ísland og þarf því að laga með alþjóðlegu samstarfi,“ segir Pétur sem staddur er á þingi ÖSE í Mónakó. Pétur hefur þar fengið samþykkta ályktun um að þingmenn kanni hvort löggjöf þátttökuríkja heimili hringferla fjármagns. Eygló Harðardóttir Framsóknarflokkur „Afskriftir eru einfaldlega eitthvað sem við þurfum að fara í gegnum. Það er sárt, það er erfitt og maður er ósáttur við skiptinguna og að ekki hafi verið tekið nóg tillit til heimilanna en það varð bara að fara í þetta.“ Þór Saari Hreyfingin „Hlutafélagaformið og sú takmarkaða ábyrgð sem því fylgir er gott form en Íslendingar sýnist mér fremur öðrum þjóðum hafa leyft sér að misnota kerfið herfilega,“ segir Þór og bendir á að ekki sé hægt að búa við viðskiptalíf þar sem ábyrgð einstaklinga sé algjörlega undanskilin. „Ég tel að setja þurfi neyðarlög til að koma í veg fyrir að þessir menn – stærstu leikendur í hruninu, geti verið áfram í viðskiptum á Íslandi. Við höfum ekkert við þá að gera.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.