Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2012, Qupperneq 12
12 Fréttir 9. júlí 2012 Mánudagur
Uppljóstrari eltUr af
grUnsamlegUm mönnUm
n Íslenskir uppljóstrarar í sigti bandarískra yfirvalda n „Greinilega búnir að elta mig í nokkurn tíma“
„Ég hef ekki ferðast
til Bandaríkjanna
eftir að ég fór að starfa
með Wikileaks og það er
ekki á dagskrá.
Þ
eir voru greinilega búnir
að elta mig í nokkurn tíma,
veit ekki hve lengi. Veit ekki
hvort við erum að tala um
klukkutíma eða daga,“ seg-
ir Smári McCarthy, íslenskur upp-
ljóstrari og baráttumaður fyrir
tjáningarfrelsi, um lífsreynslu sem
hann varð fyrir í Bandaríkjunum á
dögunum.
Áreittur um miðja nótt
„Þegar ég var að ganga út úr metro-
stöð komu að mér tveir menn, sögð-
ust vera frá FBI og vilja spyrja mig
spurninga. Ég sagði bara að klukk-
an væri eitt um nótt og ég vildi ekki
tala við þá án lögfræðingsins míns,“
segir Smári og bætir við: „Þeir gáfu
mér kontakt-upplýsingar, ekki FBI-
nafnspjöld heldur handskrifað blað
með hotmail-netföngum.“ Smári
segist telja að hér hafi ekki verið
lögreglumenn á ferð heldur starfs-
menn einkarekins öryggisfyrirtæk-
is, undirverktakar á sviði öryggis-
mála, sem safna upplýsingum og
selja til ríkisstjórna. „Þessir starfs-
menn voru þá algjörlega úti að aka,“
segir Smári.
Stöðvaður af tollvörðum
Smári McCarthy, sem tók þátt í ráð-
stefnu um upplýsinga- og tjáningar-
frelsi í Bandaríkjunum, var einnig
áreittur af tollvörðum þegar flug-
vélin hans lenti í Washington. „Ég
lenti í yfirheyrslum á flugvellinum.
Talaði við þá í svona einn og hálf-
an klukkutíma, meðal annars um
Wikileaks,“ segir Smári. Þrátt fyrir
þessa atburði segist hann þó ekkert
hafa starfað með Wikileaks síðustu
misserin. Hann hafi aðeins tekið
þátt í lekanum árið 2010 á mynd-
bandinu fræga sem sýndi banda-
ríska hermenn murka lífið úr sak-
lausum borgurum í Bagdad.
Kristinn hættir sér ekki til BNA
Smári McCarthy er einn þeirra
þriggja Íslendinga sem starfað hafa
með Wikileaks. Hin eru Kristinn
Hrafnsson fréttamaður og Birgitta
Jónsdóttir, þingkona Hreyfingar-
innar. Að sögn Kristins, sem starf-
að hefur náið með Julian Assange
forsprakka Wikileaks, er áreitið sem
Smári McCarthy hefur orðið fyr-
ir ekkert einsdæmi: „Þeir sem hafa
verið að ferðast í Bandaríkjunum
og hafa einhver tengsl við Wikileaks
hafa verið stoppaðir á landamær-
unum, yfirheyrðir, þeim hefur ver-
ið hótað og svo eru gögn og tölv-
ur gerðar upptækar,“ segir Kristinn
og bætir við: „Þetta gildir jafnt um
bandaríska ríkisborgara og erlenda.
Ég hef ekki ferðast til Bandaríkj-
anna eftir að ég fór að starfa með
Wikileaks og það er ekki á dagskrá.“
Vöruð við af utanríkisráðu-
neytinu
Nýlega greindi Birgitta Jónsdótt-
ir frá því í pistli í breska dagblað-
inu Guard ian að íslenska utan-
ríkisráðuneytið hefði varað hana
sérstaklega við því að fara til Banda-
ríkjanna vegna gruns um að hún
væri undir smásjá bandarískra yf-
irvalda. Í samtali við DV segist hún
þó hafa fengið þau skilaboð frá
bandaríska dómsmálaráðuneytinu,
í gegnum sendiherra Bandaríkj-
anna á Íslandi, að engin rann-
sókn ætti sér stað á hennar mál-
um. „Þetta var nú kannski ekki alls
kostar heiðarlegt af þeim. Kannski
var þetta einhver orðaleikur, töl-
uðu um „criminal investigation“,“
segir Birgitta. Hún hefur ásamt Al-
þjóðaþingmannasambandinu átt í
málaferlum í Bandaríkjunum eftir
að dómsmálaráðuneyti Bandaríkj-
anna lagði hald á persónuupplýs-
ingar hennar af samskiptasíðunni
Twitter. Aðspurð segist hún ekki
vera hrædd við að fara til Bandaríkj-
anna en síður vilja „storka ráðgjöf“
sem hún hefur fengið frá bandarísk-
um lögmönnum sínum og íslenska
utanríkisráðuneytinu. Hún sakar
bandarísk yfirvöld um grófa aðför
að tjáningarfrelsinu. „Þetta er miklu
alvarlegra en fólk gerir sér grein fyr-
ir,“ segir hún.
Herferð gegn Wikileaks
„Menn virðast gjörsamlega hafa
misst fótanna í þessu draumalandi
frjálsræðis og frjálsrar fjölmiðlunar,“
segir Kristinn Hrafnsson og bend-
ir á að í Bandaríkjunum eigi sér nú
stað herferð gegn Wikileaks. „Það
kom í ljós í síðustu viku að umfang
FBI-rannsókna síðustu tveggja ára
er gríðarlegt. Málsgögnin, sem safn-
að var saman, nema um 42 þúsund
síðum. Og lögmaður Bradley Mann-
ings fullyrðir að aðeins fimmtungur
af þeim snúi að Bradley Manning
og restin að öðrum sem starfa með
Wikileaks.“ Í síðustu viku kom í ljós
að rannsóknin lýtur að meintum
brotum sjö einstaklinga sem ekki
eru nafngreindir en skilgreindir sem
stofnendur og framkvæmdastjórar
Wikileaks. „Ég reikna með að Juli-
an sé þar og vel gæti verið að ég sé
á þeim lista,“ segir Kristinn Hrafns-
son.
„Geta varðað dauðarefsingu“
Að sögn Kristins fer nú fram dóms-
mál tengt Wikileaks fyrir „undar-
legum rannsóknarrétti“ í Banda-
ríkjunum sem var ekki viðurkennt
opinberlega að væri til, fyrr en í
þar síðustu viku. „Í að minnsta
kosti einni stefnu sem birt hefur
verið er vísað til meintra brota á
bandarísku njósnalöggjöfinni frá
1917, löggjöf sem varla hefur ver-
ið hreyft við í áratugi enda sett í
andrúmi fyrri heimsstyrjaldarinn-
ar,“ segir Kristinn. Brot á njósna-
löggjöfinni geta varðað dauðarefs-
ingu. Kristinn bendir á að menn
á borð við Joe Biden, varaforseta
Bandaríkjanna, hafi kallað Juli-
an Assange hryðjuverkamann og
bætir við: „Ýmsir stjórnmálamenn
hafa kallað eftir því að starfsmenn
Wikileaks séu fangelsaðir og jafn-
vel meðhöndlaðir eins og Bin
Laden sem við vitum nú hvern-
ig fór fyrir.“ Af ofangreindu er ekki
furða að Íslendingar sem starfað
hafa með Wikileaks séu varir um
sig og hugsi sig tvisvar um áður en
þeir fara til Bandaríkjanna.
Jóhann Páll Jóhannsson
blaðamaður skrifar johannp@dv.is
Smári McCarthy Smári var áreittur í Bandaríkjunum vegna tengsla sinna við Wikileaks.
Birgitta Jónsdóttir Utanríkisráðuneytið hefur ráðið Birgittu frá því að ferðast til Bandaríkjanna.
Assange og Kristinn Hrafnsson
Kollegarnir eru ljáir í þúfu bandarískra
yfirvalda.