Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2012, Side 13
Ný slúðursíða
skýtur rótum
Fréttir 13Mánudagur 9. júlí 2012
„Svo ef þú ert með
eitthvað krassandi
skemmtilegt sendu mér
þá póst.
N
ý „Gossip Girl“ síða hef
ur skotið upp kollinum á
Akranesi, en DV fjallaði á
föstudag um íslenska vef
síðu í anda „Gossip Girl“
þáttanna þar sem ljót ummæli
voru viðhöfð um unglinga und
ir lögaldri. Nokkur ólga var með
al ungmenna þar sem enginn vissi
hver stæði að baki síðunni og hvað
yrði birt þar næst.
Mildari síða
Nýja síðan virðist ekki eins herská og
sú fyrri, en á þeirri nýju er fjallað um
ungmenni á Akranesi. Krakkarnir eru
nafngreindir, myndir jafnvel birtar af
þeim en talsmátinn er töluvert fínlegri
en var á fyrri síðunni. Síðan virðist
hafa verið opnuð fyrir um mánuði, en
ef marka má færslurnar á henni varð
hún virk fyrr en síðastliðinn laugardag.
Á henni er rætt um ungmenni sem eru
að slá sér saman, auk þess sem síðu
ritarinn óskar eftir því að fá slúður sent
í einkaskilaboðum. „Eins og þið skaga
menn vitið nú, þá eru írskir dagar!!
Gossip Girl vill að ÞÚ sendir sér allt
nýjasta slúðrið úr bænum! svo ef þú
ert með eitthvað krassandi skemmti
legt sendu mér þá póst.“
Ekki liggur fyrir hver stendur að
baki síðunni, en þeir foreldrar sem DV
ræddi við, könnuðust ekki við síðuna
og vissu ekki til þess að slíkar síður eða
einelti væru vandamál hjá nemend
um í aldurshópi barna þeirra.
Lokað eftir umfjöllun
DV fjallaði um herskáa Gossip Girl
síðu í helgarblaði sínu, en eftir að
blaðið fór að grennslast fyrir um
síðuna var henni fljótlega lokað og
á föstudag var ekki lengur hægt að
komast inn á hana. Enn er þó ekki vit
að hver var að verki en ljóst má vera
að sá hinn sami virðist hafa séð að sér.
Vefsíðan hafði einungis verið í gangi
í nokkra daga og því ekki komnar
margar færslur inn á hana en eigandi
síðunnar auglýsti eftir eldheitu slúðri
og leit því út fyrir að hann hafi ætlað
að halda henni úti lengur.
Lítið hægt að gera
Grímur Grímsson aðstoðaryfir
lögregluþjónn, sagði í samtali við
DV að lögreglan gæti lítið aðhafst í
slíkum málum þar sem síðan væri
vistuð erlendis og ekki væri vitað
hver stæði að baki henni. Kvart
anir höfðu ekki borist inn á borð
lögreglunnar vegna fyrri síðunn
ar. Í umfjöllun DV um málið kom
einnig fram að einelti, líkt og það
sem mátti greina á síðunni, virð
ist vera nokkuð algengt meðal
unglinga og sambærilegar vefsíð
ur virðast vera ágætlega þekktar
meðal ungmenna. „Maður sér
mikið af þessu. Ég hef reyndar
ekki séð akkúrat svona síðu áður
en þetta er mjög algengt inni á
Formspringsíðum,“ sagði starfs
maður í félagsmiðstöð í samtali
við DV og átti þar við vefsíðuna
Formspring.com.
n Slúðursíðu um íslenska unglinga lokað n Önnur skýtur rótum
Ný síða Síðan fyrir
Akurnesinga var stofn-
uð fyrir um mánuði en
varð ekki virk fyrr en á
laugardaginn.
Skortur á neyðarblóði
n Blóðgjafar hvattir til að mæta í Blóðbankann
Þ að er ekki neyðarástand en okkur vantar þetta neyðar-blóð,“ segir Anna Margrét Halldórsdóttir, sérfræðilækn-
ir hjá Blóðbankanum. Blóðbankinn sendi á fimmtudag ákall til svokall-
aðra O neg blóðgjafa og voru þeir blóðgjafar sem eru í þeim blóðflokki beðnir um að renna við í Blóðbank-
anum. Sú staða er í bankanum að aðeins eru til sextíu einingar af O neg blóði, en bankinn vill eiga 100 einingar.
Anna Margrét segir að á mið-
vikudag hafi komið fleiri en vana-
lega af O neg blóðgjöfum, en bet-
ur má ef duga skal. „Óskastaðan er að vera með hundrað einingar af O neg blóði. Það kom ekki gífurlegur fjöldi í gær [miðvikudag: innsk.blm] þó það hafi komið fleiri en vana-
lega,“ sagði Anna í samtali við DV á fimmtudag. Fólk í O-flokki mynd-
ar ekki mótefnisvaka og því er blóði
sem það gefur sjaldnast hafnað af blóðþega og geta nánast allir þegið slíkt blóð.
Á Vísindavef Háskóla Íslands kemur fram að blóðgjafa í O-flokki mætti því kalla algjafa og því er mik-
ilvægt að Blóðbankinn eigi nægilegt magn af slíku blóði.
Á sumrin eru blóðgjafar sérstak-
lega hvattir til þess að mæta en færri skila sér í blóðgjöf yfir sumartímann en á öðrum árstíðum. Margvíslegar ástæður eru fyrir því, meðal annars sumarleyfi, en af þeim sökum er fólk sérstaklega hvatt til þess að koma í bankann.
Anna Margrét áréttar að ágæt staða sé í öðrum blóðflokkum, en það sé þó alltaf mikilvægt að það skili sér 70–80 blóðgjafar á dag í bankann. astasigrun@dv.is
8 Fréttir
6.–8. júlí 2012 Helgarblað
88 eiga
von á sekt
Brot 88 ökumanna voru mynduð
á Hafnarfjarðarvegi á miðviku-
dag. Fylgst var með ökutækjum
sem var ekið Hafnarfjarðarveg
í suðurátt, yfir gatnamót Vífils-
staðavegar. Á einni klukku-
stund, eftir hádegi, fór 801 öku-
tæki þessa akstursleið og því óku
allmargir ökumenn, eða 11 pró-
sent, of hratt eða yfir afskipta-
hraða. Meðalhraði hinna brotlegu
var 74 kílómetrar á klukkustund
en þarna er 60 kílómetra há-
markshraði. Þrettán óku á 80 kíló-
metra hraða eða meira en sá sem
hraðast ók mældist á 91.
Vöktun lögreglunnar á Hafnar-
fjarðarvegi er liður í umferðar-
eftirliti hennar á höfuðborgar-
svæðinu, en síðastliðinn föstudag
varð harður, þriggja bíla árekstur
á fyrrnefndum gatnamótum og
voru sjö fluttir á slysadeild.
Lýst eftir
stolnum bíl
Lögreglan á höfuðborgar-
svæðinu lýsir eftir grá-
um Volkswagen Golf með skrán-
ingarnúmerinu MV-K12, en
bílnum var stolið frá bílaleigu við
Vatnsmýrarveg í Reykjavík í síð-
asta mánuði. Þeir sem geta gef-
ið upplýsingar um hvar bíllinn
er niðurkominn eru vinsamleg-
ast beðnir um að hafa samband
við lögregluna í síma 444-1000
eða senda tölvupóst á netfangið
abending@lrh.is.
Vantar blóð Blóðgjafar í O-flokki eru sér-
staklega hvattir til að mæta í Blóðbankann til að gefa blóð.
M
ikil umræða hefur verið
milli unglinga í netheim-
um vegna nýrrar vefsíðu.
Enginn veit hver stend-
ur að baki síðunni en á
henni eru viðhöfð ljót ummæli um
unglinga undir lögaldri. Slíkt einelti
meðal unglinga á internetinu virðist
vera mjög algengt að sögn þeirra sem
DV hefur rætt við.
Ekki vitað hver er með síðuna
Á vefsíðunni sem um ræðir eru birt-
ar myndir af unglingum, þeir nafn-
greindir og ljótir hlutir sagðir um þá.
Undir einni myndinni er þetta skrif-
að: „Hóra* einsvo sumir vilja frekar
kalla hana. Reið X á meðann hann
var á föstu með x.“ Stúlkan sem um
ræðir er 15 ára. Í öðrum færslum
eru viðhöfð misfögur ummæli um
viðkomandi einstaklinga sem eru á
meðfylgjandi myndum.
Vefsíðan var sett upp fyrir aðeins
örfáum dögum og því ekki komnar
margar færslur inn á hana en greini-
legt að sá sem stendur að baki síð-
unni ætlar sér að halda henni gang-
andi. Á miðvikudagskvöld auglýsti
sá hinn sami eftir meira slúðri til að
setja inn: „Gossip girl here. Vá strax
komin með 300 followers á 2 dög-
um! vel gert allir, nú má alveg fara
að senda inn eld heit gossip!“ Hug-
myndin er augljóslega sú sama og
er að baki þáttunum um Gossip Girl.
Þar sem viðkvæmar upplýsingar um
sögupersónur þáttanna eru settar á
vefsíðuna, veldur það sögupersón-
unum miklu hugarangri.
Erfitt að fylgjast með
DV hafði samband við móður einn-
ar stúlkunnar sem færsla er um inni
á síðunni. Móðirin kom af fjöllum
og sagðist ekki vita hvað væri hægt
að gera til þess að láta loka síðunni.
Henni fannst ekki gott að vita til
þess að mynd og ummæli um 14 ára
dóttur hennar væru inn á síðunni.
„Það er svo mikið af þessum síðum í
dag og erfitt að fylgjast með því sem
er að gerast á netinu,“ segir hún.
Í samtölum við nokkra unglinga
virðast síður sem þessar vera al-
gengar á internetinu. „Þetta er bara
einelti. Það er alltaf verið að setja
upp svona síður en yfirleitt lokar lög-
reglan þeim, þetta er mjög algengt,“
sagði einn þeirra.
Átta sig ekki á alvarleikanum
Starfsmaður í félagsmiðstöð ung-
linga sem DV ræddi við, segir mik-
ið um slíkar síður og að mikið sé
um einelti meðal unglinga á netinu.
„Maður sér mikið af þessu. Ég hef
reyndar ekki séð akkúrat svona síðu
áður en þetta er mjög algengt inni á
Formspring-síðum,“ segir starfsmað-
urinn og á við formspring.com. Þar
getur hver og einn verið með sína
síðu og svo getur hver sem er lagt
inn nafnlausa spurningu á viðkom-
andi. „Þar er oft mikið einelti inni á
síðunni og líka á Facebook. Krakk-
arnir eru að hakka sig inn á Face-
book-síður annarra og birta neyðar-
legar myndir. Svo er myndunum
kannski eytt en þá hafa þær staðið í
einhvern ákveðinn tíma og á meðan
hefur verið hægt að nota myndirn-
ar. Það er eins og þau átti sig ekki á
alvarleikanum og að svona geti verið
á internetinu í mörg ár.“
Geta ekki brugðist við
Þar sem vefsíðan er vistuð erlend-
is virðist lítið hægt að gera til þess
að láta loka henni. „Við getum ekk-
ert brugðist við þessu, ekki ef hún
er vistuð erlendis og ekki vitað hver
er að baki henni. Hins vegar ef það
kæmi fram kæra frá einhverjum sem
teldi á sér brotið og vissi hver héldi
úti síðunni þá myndum við skoða
það,“ segir Grímur Grímsson, að-
stoðaryfirlögregluþjónn hjá lög-
reglunni í Reykjavík. Grímur hafði
ekki séð tiltekna vefsíðu en kannað-
ist við vandamálið. „Við verðum svo-
lítið varir við þetta. Það koma reglu-
lega inn á borð til okkar svona mál þó
það sé lítið við þeim að gera. Ef það
er vitað hver er að baki síðunni þá er
frekar hægt að bregðast við því.“
„Þetta er
bara einelti“
„Gossip girl here.
Vá strax komin
með 300 followers á 2
dögum! vel gert allir, nú
má alveg fara að senda
inn eld heit gossip!
n Ólga meðal unglinga vegna íslenskrar slúðursíðu í anda Gossip Girl
Viktoría Hermannsdóttir
blaðamaður skrifar viktoria@dv.is
Íslensk slúðursíða Ólga er meðal unglinga sem DV talaði við en einhver heldur úti vefsíðu þar sem birtar eru myndir af unglingum og ljót ummæli viðhöfð um þá. Síðan er í anda Gossip Girl-síðunnar sem samnefnd þáttaröð er byggð á.
Mikið úrval af
fallegum skóm
og töskum
Gæði &
Glæsileiki
www.gabor . i s - f a cebook . com/gaborse r ve r s lun
FÁKAFENI 9 - Sími: 553 7060Opið mánud-föstud. 11-18 & laugard. 11-16
Sérverslun með
25 ár
á Íslandi
6. júli 2012
Viktoría Hermannsdóttir
blaðamaður skrifar viktoria@dv.is
Ásta Sigrún Magnúsdóttir
blaðamaður skrifar astasigrun@dv.is
uppljóstrari eltur af
gruNsamlegum möNNum
n Íslenskir uppljóstrarar í sigti bandarískra yfirvalda n „Greinilega búnir að elta mig í nokkurn tíma“
Óhugnanleg
lífsreynsla
uppljóstrara
n Bradley Manning pyntaður
Hermaðurinn Bradley Manning var
handtekinn í fyrra og sakaður um
að hafa lekið leyniskjölum frá Írak
til uppljóstrunarsíðunnar Wikileaks.
Honum hefur verið haldið í einangrun
í meira en tvö ár og lögmaður hans
segir að hann sæti ýmis konar
andlegum pyntingum í fangelsinu.
Til að mynda sé hann látinn vera
nakinn dögum saman, hann fái ekki
að sofa frá fimm að morgni til átta
að kvöldi og reyni hann að sofna sé
honum skipað að sitja eða standa. Þá
hefur samkynhneigð hans verið höfð
að skotspæni. Manning er sagður
gjörbreyttur og eyðilagður á líkama
og sál, en margir telja að með þessu
séu bandarísk yfirvöld að þvinga
Manning til að bera vitni gegn Julian
Assange, stofnanda Wikileaks.
Argentínumaðurinn Juan Ernesto
Mendez, helsti erindreki Sameinuðu
þjóðanna í málum er snúa að
pyntingum, hefur fordæmt með-
ferðina. Herdómstóll hefur lögsögu í
máli Mannings og líklega bíður hans
ævilangt fangelsi.
Kallar Obama hræsnara
Kristinn er óánægður með stjórn
arhætti Baracks Obama Banda
ríkjaforseta og segir að þeir séu
„ein mestu vonbrigði í pólitísk
um umskiptum sem sést hafa í
langan tíma.“ Hann telur að arfleifð
Obama verði sú að hafa setið sem
„einn mesti hræsnari Hvíta hússins
á seinni árum.“ Hann segir Obama
hafa lýst því yfir í kosningabar
áttu sinni árið 2008 að uppljóstr
arar væru mikilvægir fyrir lýðræðið
og þá ætti ekki að berja niður. Síð
an hafi hann snúið við blaðinu eft
ir að hann komst til valda: „Í hans
stjórnartíð hefur aldrei eins oft
verið beitt hörðustu úrræðum í að
reyna að lögsækja uppljóstrara inn
an kerfisins.“ Kristinn segir þetta
hafa gerst oftar í stjórnartíð Obama
heldur en í stjórnartíð allra annarra
forseta frá seinni heimsstyrjöldinni
samanlangt. „En á sama tíma þá
er kerfisbundið verið að leka upp
lýsingum frá stjórnkerfinu í Was
hington í því skyni að auka hróður
Obama fyrir kosningar,“ segir Krist
inn og bætir við: „Afstaða Obama
er alveg ótrúleg hræsnisfull.“
Tillaga Íslendinga felld
n Vildu að Palestína fengi þátttökurétt á ÖSE-þinginu
T
illaga Björns Vals Gíslasonar
og Róberts Marshall á þingi
Öryggis og samvinnustofn
unar Evrópu (ÖSE) var felld á
sunnudagskvöld, en tillagan fól í sér
að heimastjórn Palestínu yrði veittur
þátttökuréttur á þingi ÖSE og fengi
að senda áheyrnarfulltrúa á þingið.
Ísrael er eitt þeirra ríkja sem hafa slík
an rétt en þingmenn Bandaríkjanna,
sem venjulega eru hliðhollir Ísraels
ríki, börðust hatrammlega gegn til
lögunni. Þeim tókst ætlunarverk sitt
og var hún felld með 28 atkvæðum
gegn 22. Stóðu Norðurlandaþjóðirn
ar, England og Frakkland við hlið Ís
lendinga þegar atkvæði voru greidd.
Ljóst er að í stjórnartíð Samfylk
ingar og Vinstri grænna hefur Ísland
skipað sér í fremstu röð í baráttunni
fyrir réttindum Palestínumanna á
alþjóða vettvangi. Í fyrra samþykkti
Alþingi þingsályktunartillögu sem
gerði Ísland fyrst vestrænna ríkja til
að viðurkenna Palestínu sem sjálf
stætt og fullvalda ríki.
Heimastjórn Palestínumanna hef
ur þegar verið veittur þátttökuréttur
í fundum Evrópuráðsins, alþjóðlegu
þingmannasamtakanna og UNESCO.
Athygli vakti í fyrra, að þegar Palestína
fékk aðild að UNESCO hættu Banda
ríkin að veita fé til stofnunarinnar en
16 ára gömul bandarísk lög kveða á
um að ríkisstjórninni sé óheimilt að
greiða framlög til þeirra stofnana Sam
einuðu þjóðanna sem Palestína á að
ild að.
Fagnað á þingpöllum Íslendingar
fylgdu þingsályktunartillögunni um
Palestínu eftir á þingi ÖSE.