Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2012, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2012, Side 16
Sandkorn S tundum sést glitta í hvernig samfélagið virkar og hvern- ig er verið að skapa aðstæður, bak við tjöldin, sem eru slæm- ar fyrir heildina. Eitt af þess- um óopinberu leyndarmálum tengist fjölmiðlum, en sagan sýnir að varðar alla til framtíðar. Í síðasta góðæri reyndu stjórn- málamenn, fyrirtæki og auðmenn markvisst að lama opinbera umræðu. Og það tókst. Þetta birtist í mörg- um litlum atriðum sem sameigin- lega ollu allsherjarþrýstingi á þöggun. Sem dæmi má nefna að margir ráð- herrar Sjálfstæðisflokksins létu segja upp áskriftum ráðuneytanna að DV vegna andstöðu þeirra við að fjallað væri um þá með gagnrýnum hætti. Landsbankinn í tíð Björgólfs Guð- mundssonar var með auglýsinga- og áskriftabann á DV. Sjúkdómurinn í samfélaginu varð síðar augljós. Rann- sóknarnefnd Alþingis komst að þeirri niðurstöðu að ein af helstu orsökum efnahagshrunsins á Íslandi 2008 hefði verið yfirgnæfandi jákvæðni og gagn- rýnisleysi íslenskra fjölmiðla. Fyrir hverja „neikvæða“ frétt um Lands- bankann fyrir hrun birtust til dæmis 12 til 13 jákvæðar. Vandinn var í raun einfaldlega að fyrirtækin skrifa sjálf fréttir fyrir fjölmiðla. Fjórar af hverj- um fimm fréttum íslenskra fjölmiðla um fjármálafyrirtækin voru án sjálf- stæðrar efnisöflunar. Afleiðingunum var lýst í rannsóknarskýrslu Alþingis: „Því hærra hlutfall frétta sem byggðist á fréttatilkynningum, þeim mun fleiri þeirra voru jákvæðar. Aftur á móti fjölgaði neikvæðum fréttum eftir því sem greinandi umfjöllun fjölmiðla varð meiri“. Síðan varð hugarfarsbreyting og krafa almennings um frjálsa fjölmiðl- un varð of hávær til að hundsa. En á bakvið tjöldin beita fyrirtæki og auð- menn ennþá valdi sínu markvisst til að stöðva gagnrýna umræðu. Flestir bankarnir segja nú að þeir vilji ekki auglýsa í DV, því þeir vilja ekki „tengja sig við neikvæða umfjöll- un“. Það er auðvitað kaldhæðnislegt í ljósi niðurstöðu rannsóknarnefndar Alþingis. Baráttan gegn gagnrýni er ekki bundin við bankana. Eigandi skyndi- bitakeðju setti nýlega bann á aug- lýsingakaup í DV eftir að það var birt skyndibitagagnrýni, sem honum þótti vera of neikvæð. Hann notaði eigna- tengsl sín til að fá aðra skyndibita- staði í lið með sér í viðskiptabannið. Pítsustaður hætti að auglýsa vegna fasts dálks í DV þar sem neytendur gefa þjónustu og vörum lof eða last. Hann hætti að auglýsa vegna þess að neytandi sagði frá því að hann hefði fengið illa bakaða pítsu. Ferðaskrif- stofukeðja hætti að auglýsa vegna þess að birt var umfjöllun, sem inni- hélt gagnrýni á fyrirtækið. Fyrirtæki í matvælaframleiðslu dró líka út aug- lýsingar sínar, vegna þess að birt var frétt um afskriftir á lánum eigandans. Ef það er refsað fyrir að segja skoðun á samlokum eða pítsum, getur fólk ímyndað sér hvað gerist þegar um mikilvægari mál er að ræða – eins og viðskiptafléttur þeirra sem eiga fyrir- tækin. Það hefur kostað mörg högg. Auglýsingar eru lífsnauðsynleg tekjulind fyrir fjölmiðla. Þær eru eina tekjulind margra fjölmiðla. Viðskipta- aðgerðir sem beinast markvisst að því að refsa fyrir gagnrýna umfjöllun móta fjölmiðlana og samfélagið allt. Allt eru þetta auðvitað frjáls fyr- irtæki, meira að segja ríkisbankinn sem gerir út á samfélagslega ábyrgð og vinnur markvisst gegn gagnrýn- inni umræðu. „Hann á þetta og hann má þetta,“ er algengt svar frjáls- hyggjumanna við gagnrýni á aðgerð- ir auðmanna. En það er misskilning- ur að frelsi þýði að siðferði og ábyrgð eigi ekki við. Auðvitað eiga auðmenn og fyrirtæki líka að vera krafin um eðlilega og siðlega viðskiptahætti, eins og venjulegt fólk. Eigandi fyr- irtækis sem bannar auglýsingar hjá fjölmiðli – ekki á forsendum þess að þær virki ekki, heldur til að vinna að því markmiði að stöðva gagn- rýna umræðu – hegðar sér ósiðlega og skaðlega fyrir heildina. Heilbrigð fyrirtæki þola gagnrýni. Þau svara gagnrýninni með orðum, rökum og umbótum, frekar en að beita valdi sínu til að stöðva hana. Það er lykil- atriði í þjóðfélagssáttmálanum um lýðræðissamfélagið. Í umfjöllun DV í dag kemur fram að helstu gerendur í efnahagshrun- inu séu búnir að ná undir sig fótun- um að nýju og stefni í að verða aftur allsráðandi í íslensku viðskiptalífi innan fárra ára. DV hefur líklega fjall- að meira um gjörðir þeirra fyrir og eftir hrun heldur en aðrir fjölmiðlar og má því varla eiga von á góðu. Ritstjórnarstefna DV miðast við hagsmuni almennings, en ekki einstakra fyrirtækja eða valdaaðila í samfélaginu. Þegar svo er, má fólk segja skoðun sína á skyndibita, já- kvæða sem neikvæða, og það má líka segja frá undarlegum viðskiptaflétt- um auðmanna. Kannski segjum við of mikið. Kannski er kominn tími til að segja bara fréttir sem helstu valdamenn í samfélaginu samþykkja. Kannski, ef það væri ekki þannig að fólk hefur rétt á aðgangi að upplýs- ingum og gagnrýni, en á ekki að vera alfarið matað af jákvæðum fréttum um stórfengleg fyrirtæki, vörur, þjón- ustu, góðæri og athafnamenn. Gutti formaður n Talið er líklegt að nýr for- maður Samfylkingarinnar verði valinn í prófkjöri næsta haust. Þeir sem eru nefndir líklegastir arf- takar Jóhönnu Sigurðardóttur eru Árni Páll Árnason og Guðbjartur Hannesson velferðarráð- herra. Guðbjartur, sem er gjarnan kallaður Gutti, er líklegri til að njóta stuðnings Jóhönnu heldur en Árni Páll, sem var sviptur ráðherra- stóli og fór lítið leynt með óánægju sína. Ef Guðbjartur verður ofan á, má telja líklegt að samstarf vinstri flokkanna eigi sér meiri lífsvon en ella. Árni Páll með Bjarna Ben n Árni Páll Árnason er með þeim hægrisinnaðari í Sam- fylkingunni. Ef hann verður formaður Samfylkingarinn- ar í haust getur hann mynd- að brú yfir þá gjá sem liggur milli Samfylk- ingar, annars vegar, og Sjálf- stæðisflokks og Fram- sóknarflokks hins vegar. Árni Páll og for- mennirnir Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugs- son eru mestu mátar. Þeir hafa meðal annars sést saman við bjórdrykkju og innilegt spjall á 101 Hóteli Ingibjargar Pálma- dóttur og Jóns Ásgeirs Jóhann- essonar. Árni er því líklegur til að vera lykillinn að endurreisn ríkisstjórnar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks. Undur á Bessastöðum n Ólafur Ragnar Grímsson for- seti er eitt helsta pólitíska undur Íslands. Hann náði snilldarlega að snúa tapaðri stöðu gegn Þóru Arnórs- dóttur sér í vil og rúmlega það á tveim- ur mánuðum. Hann hefur sigrað hjörtu landsmanna með lýðræðisleg- um inngripum sínum í þing- ræðið. Nýjasta undrið er að lýðræðissýn hans umpólaðist daginn eftir kosningar. Hann segir nú að „ekkert vit“ sé í því að breyta stjórnarskránni „í bullandi átökum og ágrein- ingi“, en eins og vitað er vill Sjálfstæðisflokkurinn skrifa eigin stjórnarskrá. Ólafur hefur því snúið baki við lýð- ræðisferlinu, þar sem stjórn- arskráin var samin eftir for- skrift þjóðfundar, skrifuð af þjóðkjörnum fulltrúum utan stjórnmálaflokka, og verður samþykkt eða hafnað í þjóðar- atkvæðagreiðslu. Mögulegt er talið að andstaða Ólafs Ragnars gegn lýðræðislegri stjórnarskrá byggi á því að með stjórnarskrá stjórnlaga- ráðs er hann að nokkru gerð- ur óþarfur, þar sem hlutfall almennings getur knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu með undirskriftasöfnun – og því yrði hann ekki ómissandi ör- yggisventill lýðræðisins lengur. Hann er smá frekja Hann stóð sig eins og hetja Valdimar Guðmundsson tók að sér hundinn Þorvald. - DV Barnsfaðir Óskar Norðfjarðar tók á móti hennar sjötta barni. - DV. Veit fólk þetta? Ó lafur Ragnar áfram forseti – – Lúxusíbúðir í nýjum turni í Skuggahverfi seljast grimmt – – Umframeftirspurn var eftir hlutabréfum í fasteignafélaginu Reg- in hf. – Þessar fyrirsagnir stóðu svo fallega hlið við hlið á dv.is fyrir nokkrum dög- um að ég fylltist öryggiskennd og jafn- vel tilhlökkun. Hér er allt á góðri leið með að verða eins og áður var, áður en hið svokallaða Hrun reið yfir land og þjóð. Jóhanna og Steingrímur gera reyndar máttlitlar tilraunir til að þakka sér þann árangur að hafa á þremur árum náð að bjarga þjóðfélaginu okk- ar úr rústum Hrunsins og blása í það lífi með óskemmtilegum og sérdeil- is bragðvondum meðulum eins og niðurskurði, skattahækkunum, gjald- eyrishömlum og sparnaði. Þeir sem vita betur hlusta ekki á einhverjar lofræður um ótrúlegan árangur við ótrúlega erfið skilyrði. Bjarni Benediktsson hinn geðugi lög- fræðingur og fyrrum forstjóri, núver- andi formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur réttilega bent á að góður ár- angur í efnahagsmálum sé ekki ríkis- stjórninni að þakka. Auðvitað ber að virða það við Bjarna að hann er sjálf- um sér samkvæmur og telur að ríkis- stjórnir og stjórnmálamenn hafi enga stjórn á efnahag þjóðarinnar: Rétt eins og Hrunið var engum að kenna (og í rauninni var aldrei um neitt Hrun að ræða, nema í hæsta lagi „svokallað hrun“) þá getur efnahagsástand sem er með því besta sem þekkist í Evrópu alls ekki verið ríkisstjórn Jóhönnu Sig- urðardóttur að þakka. Því miður er alls ekki hægt að neita því að efnahagsástandið á landinu hefur stórbatnað á þremur árum frá því að núverandi ríkisstjórnar- meirihluti tók við. Það sanna hagtöl- ur sem hafa vakið alþjóðlega athygli. Þetta er samt ekki félagshyggjuflokk- unum sem stjórna hér ríkisrekstrinum að þakka heldur fiskinum í sjónum og hinum fórnfúsu útgerðarmönn- um sem sækja peninga handa okkur hinum (meira að segja listamönnum og öðrum letingjum) í greipar Ægis með ærnum tilkostnaði úr eigin vasa og mikilli sjálfsafneitun. Og það þrátt fyrir að stjórnarmeirihlutinn reyni allt hvað hann getur til að koma íslensk- um útgerðarmönnum og fjölskyldum þeirra og fyrirtækjum á kaldan klaka. Það er því ekki nokkur furða þótt skoðanakannanir bendi til þess að nú liggi í loftinu nokkur tilhlökkun eftir því að hin grámyglulega og sparsama ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms og félaga ljúki sínu kjörtímabili. Þá geta ungir og glaðbeittir erfðaprinsar Sjálf- stæðisflokks og Framsóknar gerst sól- konungar með reisn og rausn að hætti þeirra snillinga sem hér ríktu áður og tóku sér tæpast í munn lægri tölur en hundrað milljarða. Þá hefst hér að nýju sú gósentíð að sól verður á lofti alla daga og veðurfregnir því óþarfar, en þess í stað koma, eins og fyrr, spádómar á klukkutíma fresti í öllum miðlum um hlutabréfagengi frá New York til Tókýó og einkaþotur hringsóla yfir höfuð- borginni eins og mávager í æti. Og af borðum hinna ofboðslega ríku munu molarnir hrynja niður til okkar hinna eins og í kafaldsbyl sem aldrei lægir og við getum stækkað við okkur húsnæði um 100 fermetra á fjöl- skyldumeðlim, keypt okkur nýjan bíl með drifi á öllum hjólum og svo grill- um við nautasteikur á kvöldin og fram á nótt uns við rísum úr rekkju til að græða meira til að geta grillað stærri steikur og meyrari og kryddað þær með gulldufti. Og forsetinn okkar getur á ný far- ið að ferðast út í löndin, því að hver á að bera hróður þessarar stórkost- legu þjóðar út í heim ef ekki hann sem kann að orða hlutina? Hann opnar gamla ræðulagerinn og notar sam- bönd sín um allan heim til að útmála hversu stórkostleg sú þjóð er sem hef- ur gert hann að höfðingja sínum: „You ain‘t seen nothin‘ yet!“ verður aftur að kjörorði þjóðarinnar. Sjáiði ekki veisluna fyrir ykk- ur? Eruð þið blind? Hvern langar í norrænt velferðarþjóðfélag þegar allsnægtaborð veisluþjóðfélagsins er í boði? Hvern langar til að borga Icesa- ve þegar í boði er að neita að borga skuldir óreiðumanna? Hvern langar að borga sínar eigin skuldir þegar í boði er að greiða þær með því að taka ný og stærri lán á betri kjörum? Hver hefur áhuga á að lifa í hvers- dagslegum raunveruleikanum þegar logagylltir draumar eru í boði? Nýir og betri tímar eru á næsta leyti. Til þess benda góðar og jákvæð- ar fyrirsagnir í fjölmiðlum. Já, kæru vinir. Nú líður að því að gleðskapurinn hefjist á ný. Allir vel- komnir. – Ólafur Ragnar áfram forseti – – Lúxusíbúðir í nýjum turni í Skuggahverfi seljast grimmt – – Umframeftirspurn var eftir hluta- bréfum í fasteignafélaginu Regin hf. – You ain‘t seen nothin‘ yet! You ain‘t seen nothin‘... „Fyrirtæki og auðmenn beita ennþá valdi sínu á bakvið tjöldin Leiðari Jón Trausti Reynisson jontrausti@dv.is Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Ólafur M. Magnússon Ritstjórar: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) og Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri: Stefán T. Sigurðsson (sts@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Hönnunarstjóri: Jón Ingi Stefánsson (joningi@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: DV.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR 16 9. júlí 2012 Mánudagur Kjallari Þráinn Bertelsson „Nú líður að því að gleðskapurinn hefjist á ný. Allir velkomnir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.