Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2012, Page 20
Lifðu áhyggjulausu lífi
n 5 ráð til að fara eftir
Þ
að er eðlilegt að finna stund
um fyrir smá kvíða en sífelld
ar áhyggjur hafa mjög skaðleg
áhrif bæði á andlega og lík
amlega heilsu fólks. Ef þú vilt
eiga innihaldsríkt og áhyggjulaust líf
eru hér nokkur góð ráð til að fara eftir:
Komdu auga á ástæðuna
Það er eðlilegt að vera stundum stress
aður en einblíndu ekki um of á smá
atriðin, horfðu á heildarmyndina. Alls
ekki hræðast hana, því þú munt án efa
sjá eitthvað munstur í fari þínu sem
getur hjálpað þér að minnka stressið.
Gerðu eitthvað
Ekki láta óttann stoppa þig og stjórna
lífi þínu. Það er mjög auðvelt að gef
ast bara upp og afgreiða hlutina sem
eina af „staðreyndum lífsins“ en það
er bara sjálfskemmandi. Þú verður að
horfast í augu við vandamálið. Ef þú
hugsar út í „hvað er það versta sem
gæti gerst“ þá kemstu örugglega að því
að þú gætir alveg leyst það.
Skemmtu þér
Stundum er það besta sem þú get
ur gert við vandamál, að gleyma því.
Taktu þátt í skemmtilegum hlutum
til að dreifa huganum og hjálpa þér
að horfa á jákvæðu hliðarnar. Eyddu
tíma með fjölskyldunni, lestu góða
bók, farðu í spa; gerðu eitthvað sem
gleður þig.
Fáðu stuðning
Vinir og fjölskylda eru til staðar til að
styðja okkur. Þeirra sjónarmið get
ur hjálpað þér að sjá hlutina í skýrara
ljósi og svo getur bara oft verið heil
mikil hjálp í að tala upphátt um hvað
er að angra mann.
Slepptu tökunum
Það sem er búið er búið. Ekki láta þér
líða illa yfir einhverju liðnu. Þú get
ur ekki breytt því núna og það besta
sem hægt er að gera er að læra af for
tíðinni.
20 Lífstíll 9. júlí 2012 Mánudagur
Taska með
vínflöskuhólfi
Veitinga og skemmtistaðaeigend
ur eru varla hrifnir af handtösk
unum sem eru nú orðnar mjög
vinsælar erlendis samkvæmt Daily
Mail. Þessar töskur eru með sér
hólfi fyrir vínflöskuna og eru því
alveg kjörnar fyrir konur sem vilja
bara einhverja eina tegund af víni
og taka hana með sér í töskuna án
þess að það sé mjög áberandi eða
fyrirferðarmikið.
Hólfið fyrir vínið er úr stífara
efni en taskan sjálf svo að hún
helst á sínum stað og engin hætta
er á að hún verði fyrir hnjaski.
Ekki skemmir svo fyrir að yfirleitt
fylgir vínflaska hverri keyptri tösku
þegar fest eru kaup á svona grip.
Áhyggjur
Sífelldar
áhyggjur
hafa skaðleg
áhrif á
heilsuna.
Þjáist barnið af
aðskilnaðarkvíða?
n Ekki velja auðveldu leiðina; að láta þig hverfa þegar barnið sér ekki til
1 Vertu róleg og samkvæm sjálfri þér Það hjálpar að vera
alltaf með sömu rútínuna þegar þú kveður
barnið. Knúsaðu það og kysstu og segðu
bless – og FARÐU. Ekki koma til baka þótt
barnið gráti. Það gerir aðskilnaðinn erfiðari.
2 Búið til leik Leikir og einfaldar æfingar geta hjálpað til ef barnið
bregst illa við að vera skilið eftir hjá pabba
eða umönnunaraðila. Prófaðu leiki eins og
„Bö“ eða „Hvar er mamma? Hér er mamma“.
Þú getur falið andlitið bak við iljar barnsins.
Eða breiddu teppi yfir höfuð barnsins og
leyfðu því sjálfu að draga af sér og segja
„bö“. Flest börn elska svona leiki og læra að
mamma kemur alltaf aftur.
3 Æfið ykkur Segðu barninu að
þú ætlir í næsta herbergi
og að þú muni koma strax
aftur. Jafnvel þótt að barnið
skilji ekki orðin ennþá. Fáðu pabba með í lið.
Hann og barnið bíða eftir mömmu og spyrja
sig hvert hún hafi farið. Láttu barnið heyra í
rödd þinni þótt það sjái þig ekki. Komdu svo
og segðu: „Hér er mamma!“.
4 Skipulag Áður en þú snýrð aftur til vinnu mundu þá að kynna nýjan
umönnunaraðila fyrir barninu. Ef þú ætlar
að skilja það eftir hjá ættingja eða nýrri
barnapíu skaltu bjóða manneskjunni í
heimsókn svo barnið fái tíma til að aðlag-
ast. Byrjaðu pössunina rólega ef það er
möguleiki. Fyrsta daginn gæti barnið verið í
pössun í tvo klukkutíma, næsta dag í hálfan
dag og svo koll af kolli. Leyfðu barninu að
hafa uppáhalds tuskudýrið eða teppið sitt
með sér og mundu að aðlögunin verður
erfiðari ef barnið er þreytt, svangt eða lasið.
Tímasettu aðlögun svo best sé fyrir barnið.
5 Mundu að kveðja Stundum er aðskilnaðurinn svo erfiður fyrir
foreldrið að það gengur út frá því að barnið
eigi jafn erfitt. Þetta getur orðið til þess að
foreldrið velja að lauma sér í burtu á meðan
barnið sér ekki til í von um að forðast óþarfa
þjáningu. En þjáningu hvers er hér verið að
sneiða hjá? Og hvað gerist þegar barnið lítur
upp í leit að mömmu og kemst að því að
hún er horfin? Barnið gæti setið eftir sárt.
Jafnvel þótt það geti verið erfitt á stundum
er mikilvægt að undirbúa barnið með því
að tala við það og kveðja áður en þú ferð.
Þannig takmarkarðu glundroðann í huga
barnsins.
M
argar mömmur, og ein
hverjir pabbar auðvitað
líka, hafa miklar áhyggj
ur af aðskilnaðarkvíða – og
ekki bara fyrir hönd unga
barns síns. Þú skipuleggur næstu skref
vel og vandlega, velur staðinn og réttu
manneskjurnar til að hugsa um barnið
á meðan þú snýrð aftur til lífsins sem
hefur undanfarið setið á hakanum.
Samt sem áður þjást margar mæður af
gífurlegu samviskubiti þegar þær snúa
aftur til vinnu eftir barnsburð.
Aðskilnaðarkvíði felur í sér ótta við
aðskilnað frá foreldrum. Samkvæmt
vefsíðunni www.ljosmodir.is kemur
kvíðinn oft fram við sex mánaða aldur.
Eins ánægt og barnið er að geta hreyft
sig sjálft um, þá getur það í leiðinni
haft áhyggjur af því að mamma fari og
sé ekki til staðar þegar það þarf á henni
að halda.
5 skref til að sigrast
á aðskilnaðarkvíða
Lausn við appel-
sínuhúð fundin?
Svo virðist sem loksins sé komin
raunveruleg lausn á því vandamáli
sem margar konur þekkja sem
appelsínuhúð. Lausnin felst í að
ferð sem kallast Cellulaze, og snýst
um leysigeisla sem bræðir fituna
sem veldur því að húðin verð
ur óslétt. Geislinn ræðst einnig
á rót vandans, en það hafa aðrar
meðferðir ekki gert. Virtir lækn
ar sögðu í samtali við Wall Street
Journal að árangurinn sé „ekkert
annað en ótrúlegur“. En aðrir sér
fræðingar segja að þótt að með
ferðin lofi góðu, séu frekari rann
sóknir nauðsynlegar.
Barneignir
breyta konum
Samkvæmt rannsókn tekur það
flestar nýbakaðar mæður um 13
mánuði að komast aftur í það lík
amlega form sem þær voru í áður
en þær urðu ófrískar. Og það sem
meira er, að samkvæmt sömu
rannsókn tekur það yfirleitt meira
en heilt ár fyrir konur að upp
lifa sig sem kynverur. Í rannsókn
inni viðurkenndi ein af hverjum
sjö konum að ástríðan sem þær
upplifðu áður en þær urðu mæð
ur hefði aldrei komið að fullu aft
ur. Helsta orsökin fyrir skorti á
kynlöngun reyndist vera þreyta,
tímaleysi og það að geta ekki losn
að við fituna á maganum. „Barn
eignir breyta konum til framtíðar,“
segir sálfræðingurinn Elinor Wild.
„Það getur enginn ætlast til þess
að verða aftur nákvæmlega sama
konan og hún var áður en barnið
fæddist.“