Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.2012, Blaðsíða 25
Sport 25Mánudagur 23. júlí 2012
Skapa nýtt stórveldi í Evrópuboltanum
n Eigendur PSG eyða eins og enginn sé morgundagurinn
Þ
að er staðfest. Zlatan
Ibrahimovich er orðinn leik-
maður Paris Saint-Germain
í Frakklandi. Það var síðasta
púslið sem vantaði í fokdýrt liðið
sem er á einu ári að verða að nýju
stórveldi í Evrópuboltanum þökk
sé hyldjúpum vösum fjárfesta frá
Katar.
Hafa eigendurnir, sem keyptu
liðið með manni og mús í maí í
fyrra, keypt fjölda leikmanna og
stefna að því að gera það sama við
PSG og Roman Abramovich gerði
við Chelsea og Arabíufurstar við
Manchester City; taka miðlungs-
lið, kaupa tonn af góðum leik-
mönnum og stækka hillupláss fyrir
bikarana.
Hafa fjárfestarnir eytt 200 millj-
ónum evra í nýja leikmenn síðan
þeir komu að klúbbnum og þar á
meðal mölbrotið franska metið
fyrir verð á einum leikmanni. Það
var þegar félagið keypti Javier
Pastore á síðustu leiktíð fyrir 42
milljónir evra. Upphæðin er hærri
uppfærð til núvirðis en þær fúlg-
ur sem Roman Abramovich eyddi
fyrsta árið sem hann átti Chelsea.
Hingað til í sumar hefur buddan
verið opnuð þrívegis. Abrahimovic
er þriðji nýi leikmaðurinn síðustu
vikurnar. Hinir tveir eru Ezequiel
Lavezzi og Thiago Silva sem báðir
komu frá AC Milan. Er ár og dagur
síðan franskt félagslið heillaði frá-
bæra leikmennn frá Ítalíu en það
gera auðvitað risalaunin.
Keyptir leikmenn hingað
til eru: Kevin Gameiro, Milan
Bisevac, Blaise Matuidi, Jeremy
Menez, Salvatore Sirigu, Moha-
med Sissoko, Javier Pastore, Diego
Lugano, Maxwell, Alex, Thiago
Motta, Ezequiel Lavazzi, Zlatan
Ibrahimovich og Marco Verratti.
albert@dv.is
Úrslit
Pepsi-deildin
Grindavík – FH 0–1
Guðmann Þórisson (6.)
Staðan L U J T Skor Stig
1. KR 12 7 3 2 24:15 24
2. Stjarnan 12 5 6 1 25:19 21
3. FH 10 6 2 2 28:12 20
4. ÍBV 10 5 2 3 20:11 17
5. ÍA 11 5 2 4 18:22 17
6. Fylkir 11 4 4 3 14:19 16
7. Keflavík 11 4 3 4 19:16 15
8. Valur 11 5 0 6 16:15 15
9. Breiðablik 11 4 3 4 9:13 15
10. Fram 11 3 0 8 13:19 9
11. Selfoss 11 2 2 7 13:24 8
12. Grindavík 11 1 3 7 15:29 6
Næstu leikir
ÍBV – Selfoss Mánudag kl. 18:00
Keflavík – Fylkir Mánudag kl. 19:15
Valur – Fram Mánudag kl. 19:15
ÍA – Breiðablik Mánudag kl. 19:15
Albert Örn Eyþórsson
blaðamaður skrifar ritstjorn@dv.is
Breti sigraði í
Tour de France
Bretinn Bradley Wiggins endaði
sem sigurvegari í Tour de France
sem lauk í gær í París. Wiggins var
vel að sigrinum kominn en hann
nældi sér í gulu forystupeysuna
strax á sjötta degi keppninnar erf-
iðu og lét hana aldrei af hendi eft-
ir það.
Víst metnaður
hjá Arsenal
Deilt er á forráðamenn Arsenal
fyrir að endurnýja ekki saming
liðsins við markahrókinn Robin
van Persie og er það sagt til marks
um metnaðarleysi. Talið er víst að
Persie verði seldur annað á næstu
dögum. Arsene Wenger segir það
af og frá og segir að fjárhagslegt
öryggi liðsins sé alltaf númer eitt,
tvö og þrjú. Risasamningar geti
auðveldlega sett það í uppnám.S
pánverjinn Fernando Alonso
virðist vera að endurheimta
sitt allra besta form í Formúl-
unni en hann gerði sér lítið
fyrir og vann æsispennandi
keppni í Hockenheim í Þýskalandi
um helgina. Þa með varð Alonso
fyrsti ökumaðurinn þetta keppn-
istímabilið til að sigra þrjár keppnir.
Endaspretturinn var einn sá jafn-
asti í Formúlunni lengi en Alonso
átti í höggi við Jenson Button á McL-
aren og Sebastian Vettel hjá Red Bull
fram á síðasta hring. Með sigrinum
er Spánverjinn á Ferrari-bíl sínum
kominn í kjörstöðu í keppni öku-
manna með 34 stiga forskot á næsta
mann í þeirri keppni. Aðeins fimm
keppnir eru eftir á þessu tímabili og
má mikið gerast til að Alonso næli
sér ekki í enn einn heimsmeistaratit-
il. Sjálfur er hann þó lítillátur og seg-
ir titilinn alls ekki innan seilingar þó
margt og mikið þurfi að gerast til að
það verði ekki raunin.
Kallaði Hamilton vitleysing
Töluverða athygli vakti sú yfirlýs-
ing Sebastians Vettel eftir keppn-
ina að kalla Lewis Hamilton, öku-
mann McLaren, vitleysing fyrir að
aka eins og hann ætti lífið að leysa í
kappi við fremstu menn á Hocken-
heim þó að Hamilton væri heilum
hring á eftir fremstu mönnum. Hafði
sprunginn hjólbarði tafið Hamilton
það mikið en hann ók engu að síð-
ur eins og eldibrandur. Taldi Vettel,
sem á þeim tímapunkti var í harðri
keppni við Jenson Button og Fern-
ando Alonso, að kappið í Hamilton
hefði tímabundið kostað hann ann-
að sætið á eftir Alonso og allnokkrar
sekúndur þegar upp var staðið. „Ég
skil ekki tilganginn með að keppa við
fremstu menn í slíkri stöðu. Það er
varla neitt annað en vitleysisháttur.“
Óhófleg bjartsýni
Og reyndar grunar marga að Hamilton
sé nú orðinn eitthvað dasaður. Hef-
ur honum lítt gengið upp á síðkastið
og ekið svo illa að orðrómur hefur
verið uppi um að samning hans við
McLaren verði sagt upp. Hafa forráða-
menn McLaren þó ekkert gefið út um
að slíkt sé hugsanlegt. Hamilton hefur
ekið fyrir liðið allar götur síðan hann
hóf keppni á F1 2007. Hamilton er nú
37 stigum á eftir Fernando Alonso í
keppninni um heimsmeistaratitilinn
í greininni en telur sjálfur góðar líkur
að hann hampi titlinum í lok vertíðar.
Víti á Vettel
Eftir keppnina var ákveðið að refsa
Sebastian Vettel fyrir að fara fram úr
keppinaut sínum Jenson Button utan
brautar í keppninni í gær. Vítið var
20 sekúndu refsing í viðbót við tíma
hans í hringnum. Við það féll Vettel
og lið hans úr öðru sætinu á Hocken-
heim í það fimmta.
Upprisa alonso
n Spánverjinn vann sinn þriðja sigur í F1 n Með mikið forskot á aðra
Illa farið með gott kampavín
Vettel og Jenson hella yfir sigurvegarann á
Hockenheim brautinni. Keppnin var ein sú
harðasta í langan tíma.
Snýr aftur með stæl Alonso í baráttu við Vettel.
Að komast
ekki í skóna
Hinn yfirlýsingarglaði Diego Arm-
ando Maradona heldur því fram
að Cristiano Ronaldo sé lakari
leikmaður en Leo Messi. Ronaldo
sé vissulega frábær en hann gef-
ist of auðveldalega upp ef á móti
blási en það aftur á móti efli Messi
í sínum leik.
Síðasta púslið Zlatan er einn fjölmargra rándýrra leikmanna sem Parísarliðið hefur keypt
undanfarið. Mynd: REUTERS