Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2012, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2012, Síða 24
Í slenska handboltalands- liðið vann auðveldan tíu marka sigur á Túnis í riðla- keppni Ólympíuleikanna í London á þriðjudags- morgun. Lokatölur urðu 32–22 en Ísland er nú með fullt hús stiga eftir fyrstu tvo leiki sína á leikunum. Sigurinn var þó ljúfsár fyrir nokkra leikmenn íslenska liðsins því tveir strák- ar úr íslenska hópnum misstu vinnuna svo til í miðjum leik því danska stórliðið AGK lýsti sig gjaldþrota. Flugeldasýning í fyrri hálfleik Það er ekki hægt að lýsa fyrri hálfleik íslenska liðsins öðru- vísi en sem flugeldasýningu í handknattleik. Strákarnir okk- ar léku frábærlega og gerðu út um leikinn. Á markatöflunni mátti um tíma sjá stöðuna 11–3, Íslandi í vil. Í hálfleik var staðan 19–8 og ljóst að mikið yrði að fara úrskeiðis til að ís- lenska liðið missti sigurinn úr greipum sér. Tíu mörk – tíu krónur Í síðari hálfleik byrjuðu ís- lensku strákarnir af miklum krafti og komust í 24–9 en þá kom kæruleysislegur kafli í leik liðsins. Eftir þessa sterku byrjun liðsins varð munurinn minnstur sjö mörk en strák- arnir gáfu eilítið í og unnu að lokum tíu marka sigur. Íslensk- ir bifreiðaeigendur geta tekið gleði sína því einhver olíufé- lög hafa lofað afsláttarkjörum sem eru beintengd úrslitum leikjanna. Tíu króna afsláttur af lítranum var því staðreynd. Hjá Íslandi var Aron Pálm- arsson frábær í leiknum með 8 mörk. Guðjón Valur Sigurðs- son 7 og Alexander Petersson 5. Björgvin Páll Gústavsson varði 8 skot og kollegi hans Hreiðar Levý Guðmundsson varði 6 en þeir deildu leiknum bróðurlega á milli sín. Ljúfsár sigur En það dró til tíðinda annars staðar í handknattleiksheim- inum meðan leikur Íslands og Túnis stóð yfir. Tilkynn- ing barst frá hinum áður auðuga skartgripasala Jesper Nielsen í Dan- mörku. Hann lýsti því yfir að danska stórliðið AG København (AGK), sem hann hefur á undangengnum árum dælt peningum í, væri gjald- þrota. Tíðindin hafa bein áhrif Ísland, enda hafa nokkrir af okkar bestu leikmönnum leik- ið með liðinu. Snorri Steinn Guðjónsson og Arnór Atlason eru samn- ingsbundnir liðinu og þurfa því að róa á ný mið. Stórstjörnurn- ar Guðjón Valur Sigurðsson og Ólafur Stefánsson voru einnig á mála hjá liðinu á síðustu leik- tíð. Guðjón Valur er genginn til liðs við Kiel í Þýskalandi en framtíð Ólafs er óráðin eftir að samningur hans rann út. Bannað að tala Það vekur talsverða athygli að svo virðist sem Hand- knattleikssamband Íslands (HSÍ) hafi meinað íslensku leikmönnunum að tjá sig um gjaldþrot AGK. Guðjón Valur tjáði sig reyndar um málið á Vísi þar sem hann sagðist vera í sjokki yfir fregnunum. „Það er mjög leiðinlegt að þetta verk efni skuli ekki hafa geng- ið eftir því það er allt til alls þarna,“ var haft eftir horna- manninum frábæra eftir leik á Vísi. RÚV leitaði viðbragða hjá Guðjóni, Snorra, Atla og Ólafi eftir leik en þá mun HSÍ hafa gripið í taumana og meinað þeim að ræða málefnið. Þó að Snorri Steinn og Arn- ór muni vafalaust ekki eiga í vandræðum með að finna sér nýtt lið, enda frábær- ir leikmenn, er einnig ljóst að þessu AGK-máli fylgir óþægi- leg óvissa fyrir þessa leikmenn sem vonandi þó fyrir íslenska liðið og íslenska þjóð mun ekki hafa áhrif á þessa ágætu atvinnumenn. n 24 Sport 1. ágúst 2012 Miðvikudagur Það er líf eftir van Persie n Thierry Henry tjáir sig um yfirvofandi brottför fyrirliða Arsenal T hierry Henry, sem fyr- ir löngu er kominn í hóp goðsagnakenndra leikmanna hjá Arsenal, segir að stuðningsmenn liðsins skuli ekki örvænta þó Robin van Persie yfirgefi her- búðir Arsenal. Talið er nær öruggt að van Persie fari frá Arsenal í sumar, en hann hefur neitað að skrifa undir framlengingu á samningi sín- um sem rennur út á næsta ári. Ætli Arsenal að fá einhvern aur fyrir leikmanninn þurfa þeir því að selja hann í sum- ar eða í síðasta lagi í janúar. Manchester City, Manches- ter United og Juventus eru meðal þeirra liða sem nú gera hosur sínar grænar fyrir hol- lenska markahróknum. „Við vonum auðvitað að hann verði áfram,“ seg- ir Henry, sem nú leikur með New York Red Bulls í banda- rísku MLS-deildinni, í sam- tali við Sky Sports. „Ég veit ekki hvað gerist, en sem stuðningsmaður Arsenal vona ég innilega að hann verði áfram,“ segir Henry og bætir við að „allir hafi grátið“ þegar hann yfirgaf félagið árið 2007 til að ganga í rað- ir Barcelona. Félagið hafi þó yfirstigið brotthvarf sitt með sóma og ávallt muni koma maður í manns stað. Henry tjáði sig þó ekki einungis um van Persie því hann lofaði ungstirnið Jack Wilshire í hástert. Wilshire er nú að jafna sig á erfiðum meiðslum og verður vænt- anlega ekki klár í slaginn fyrr en í október. Henry segir að Wilshire eigi alla möguleika á að ná í fremstu röð í heim- inum. „Wilshire er leikmað- ur sem allir þjálfarar vilja hafa í sínu liði. Hann er mik- ill stuðningsmaður Arsenal og frábær leikmaður – svo einfalt er það. Það er synd að hann skuli hafa meiðst því hann tók stórkostlegum framförum á undraverðum tíma.“ Ísland 32 Túnis 22 Mörk Íslands: Aron Pálmarsson 8 Guðjón Valur Sigurðsson 7 Alexander Petersson 5 Ólafur Stefánsson 3 Ingimundur Ingimundarson 3 Snorri Steinn Guðjónsson 3 Arnór Atlason 1 Róbert Gunnarsson 1 Ásgeir Örn Hallgrímsson 1 Varin skot: Björgvin Páll 8 skot (42%) Hreiðar Levý 6 skot (36%) Næstu leikir 02.08 Kl 20:15 Ísland - Svíþjóð 04.08 Kl. 18:30 Ísland - Frakkland 06:08 Kl. 15:15 Ísland - Bretland Sigurður Mikael Jónsson blaðamaður skrifar mikael@dv.is Auðvelt gegn Túnis Guðjón Valur skoraði 7 mörk í sigrinum gegn Túnis. Hann hefur samið við Kiel og gjaldþrot AGK er því ekki hans vandamál lengur. MyNd: ReuTeRs Þórður kallar Kjartan óþverra: Ætlaði engan að meiða Kjartan Henry Finnboga- son, framherji KR, segir Þórð Þórðarson, þjálfara ÍA, hafa haft sjálfan sig að fífli með ummælum sem hann lét falla eftir leik liðanna á mánudagskvöld. KR vann auðveldan 2–0 sigur þar sem Kjartan Henry og Óskar Örn Hauksson skoruðu mörk- in. Óhætt er að segja að netheimar hafi logað í gær- kvöldi þegar viðtöl tóku að birtast eftir leik. Þórður lét þung orð falla og vísaði sér- staklega til umdeilds atviks í fyrri hálfleik þar sem Kjartan Henry hoppaði frá tæklingu Guðjóns Heiðars Sveinsson- ar, varnarmanns ÍA, en ekki vildi betur til en svo að hann lenti jafnfætis á hendi Guð- jóns. Skagamaðurinn slas- aðist illa og þurfti að sauma 18 spor í hann. Þórður sagði eftir leik að Kjartan hefði viljandi stappað á Guðjóni og kallaði hann „óþverra“ sem margoft hefði gerst sek- ur um bolabrögð sem þessi. Í viðtali við Fotbolta.net á þriðjudag segir Kjartan það af og frá að hann hafi ætlað að meiða Guðjón Heiðar. Hann fordæmdi að auki um- mæli Þórðar. Loks bað hann Guðjón Heiðar afsökunar. Mascherano fær samning Barcelona hefur framlengt samning sinn við argent- ínska miðjumanninn Javier Mascherano um fjögur ár. Það þýðir að þessi harði miðjumaður verður á Camp Nou þar til árið 2016. Á sama tíma hefur fyrirliði liðsins, Carles Puyol, eiginlega lýst eftir nýjum samningi við fé- lagið. Hann segir við dag- blaðið Marca að hann vilji ólmur enda ferilinn hjá upp- eldisfélaginu og vilji ólmur framlengja. Buðu í Robinho Luis Alvaro Ribeiro, forseti brasilíska félagsins Santos, hefur viðurkennt að félagið hafi gert tilboð í einn af sín- um fyrrverandi leikmönn- um, framherjann Robinho. Ribeiro segir hins vegar að AC Milan hafi hafnað tilboð- inu og hann hafi ekki haft árangur sem erfiði með 4 milljóna evra tilboði sínu. „Þeir vildu 6 milljónir evra og höfðu að auki misst Zlat- an nýverið.“ UrðU atvinnUlaUsir Óþægileg óvissa Snorri Steinn skoraði þrjú mörk í leiknum en það hlýtur að naga hann að óvissa er um framtíð hans eftir gjaldþrot AGK. n Ísland vann tíu marka sigur á Túnis í miðjUm sigUrleik Frábær leikmaður Thierry Henry segir að maður komi í manns stað. Stuðningsmenn Arsenal eigi ekki að örvænta þó van Persie hverfi á braut. MyNd ReuTeRs

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.