Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2012, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2012, Síða 8
n Fyrrverandi eigandi Pennans í þrot n Skuldaði meira en milljarð í hruninu Seldi húSið Sem hann hélt að bankinn tæki Gjaldþrota Þórður Her- mann, fyrrverandi forstjóri DHL og einn af fyrrverandi eigendum Pennans, seldi húsið sitt við Granaskjól sem hann bjóst við að bankinn tæki upp í skuldir. 8 Fréttir 21.–23. september 2012 Helgarblað A thafnamaðurinn Þórður Hermann Kolbeinsson hef­ ur verið úrskurðaður gjald­ þrota vegna nokkur hund­ ruð milljóna króna skulda. Bankastofnanir hafa gert kröfur upp á 346 milljónir króna í bú Þórðar sem er hvað þekktastur fyrir að hafa keypt rekstur Pennans fyrir háa fjárhæð fyrir hrunið, ásamt fleirum. Leiða má að því líkur að skuldirnar sem keyrðu Þórð í þrot hafi verið vegna viðskipta hans með Pennann sem Arion banki tók af honum og öðrum eigend­ um fyrirtækisins í mars árið 2009, í kjölfar efnahagshrunsins. Penninn skuldaði þá bankanum ellefu millj­ arða króna. Sjálfur skuldaði hann 1.600 milljónir króna í bankahrun­ inu samkvæmt Rannsóknarskýrslu Alþingis. Seldi húsið árið 2011 DV sagði frá því árið 2010, eftir að Arion banki hafði yfirtekið Pennann, að Þórður Hermann væri með fjölda iðnaðarmanna við að standsetja hús sem hann átti við Granaskjól í vest­ urbæ Reykjavíkur. Þórður og eigin­ kona hans, Lovísa Sigurðardóttir, keyptu húsið í febrúar árið 2008 en seldu það inn í Íslenska eignafélagið ehf. í janúar 2011. Það félag skipti svo um nafn og heitir í dag Sjöstjarnan og er í eigu Skúla Gunnars Sigfússon­ ar, sem jafnan er kenndur við skyndi­ bitastaðinn Subway. Þetta eru ekki einu fasteignavið­ skiptin sem áttu sér stað í kringum hrun hjá Þórði og eiginkonu hans. Í apríl árið 2009, um það bil mánuði eftir að Arion banki yfirtók Pennann, festu þau kaup á íbúð í Bryggjuhverf­ inu í Grafarvogi, við Básbryggju. Samkvæmt Fasteignaskrá Íslands var sú íbúð hins vegar komin í eigu Landsbankans í maí í fyrra. Bjóst við að bankinn tæki húsið Í samtali við DV árið 2010 sagði Þórður að hann reiknaði ekki með að búa í húsinu þegar það væri tilbú­ ið. Mátti skilja hann svo að iðnaðar­ mennirnir væru ekki á hans vegum heldur bankans. „Ég veit af þessum iðnaðarmönnum en bankinn er þar örugglega að tryggja sína eign. Hús­ ið er enn á okkar nafni en þegar upp­ gjörinu verður lokið í bönkunum á ég von á að bankinn leysi eignina til sín,“ sagði hann. Það varð hins vegar ekki raunin og eru engin gögn til um að bankinn hafi nokkurn tím ann leyst til sín húsið. Samkvæmt Fast­ eignaskrá fór húsið af nafni Þórðar og Lovísu yfir á fyrirtæki Skúla. Kristján B. Thorlacius, skiptastjóri þrotabúsins, segir að hann hafi skoð­ að söluna á Granaskjóli með það fyr­ ir augum að kanna hvort reynt hafi verið að koma undan eignum. Það sé þó ekki búið að taka neina ákvörðun um hvort reynt verði að rifta kaupun­ um en hann telur það þó ólíklegt. „Það er eitt af því sem ég ræði við kröfuhafa í október,“ segir Kristján og vísar þar til fundar með kröfuhöf­ um sem verður haldinn 8. október næstkomandi. Samkvæmt upplýs­ ingum frá Kristjáni eru til eignir í þrotabúinu sem ganga upp í hluta skuldanna. n Penninn Þórður var einn þeirra sem keyptu Pennann fyrir milljarða fyrir hrun. Mynd SiGtryGGur Ari Granaskjól 34 n Þórður Hermann og Lovísa Sigurðar- dóttir keyptu húsið í febrúar 2008. n Seldu það Íslenska eignafélaginu ehf. 19. janúar 2011. n Samkvæmt Fasteignaskrá er húsið núna skráð á Sjöstjörnuna ehf. (sem er í eigu Skúla í Subway). Básbryggja 15 n Þórður Hermann og Lovísa keyptu íbúðina 14. apríl árið 2009. n Húsið var komið í eigu Landsbanka Íslands 3. maí árið 2011. Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is Banki eign- ast menn- ingarfélag Til greina kemur að Íslandsbanki taki hluta af landi Menningarfé­ lagsins Hrauns í Öxnadal upp í skuld, að því er fram kom í fréttum RÚV á fimmtudag. Menningarfé­ lagið Hraun í Öxnadal var stofnað 2003 með það markmið að koma á fót Jónasarsetri á Hrauni og vinna að ýmiss konar menningarmál­ um. Frá 2008 hefur félagið safnað rekstrarskuldum en það er í eigu 16 hluthafa. Þar af á Menningar­ sjóður íslenskra sparisjóða, nú í eigu Íslandsbanka, um helming í félaginu. Samkvæmt upplýsingum RÚV hættu framlög frá Menningarsjóði íslenskra sparisjóða að berast í kjölfar bankahrunsins og nema rekstrarskuldir félagsins, ásamt vöxtum og vaxtavöxtum, um 30 milljónum. Félagið á í viðræð­ um við Íslandsbanka um upp­ gjör skuldarinnar og hefur boðið bankanum um 12–20 hektara af landi Hrauns sem greiðslu upp í skuldina en þar hefur verið skipu­ lögð frístundabyggð. Hert lög gegn áfengisauglýs- ingum Ögmundur Jónasson innanríkis­ ráðherra hefur á ný lagt fram frumvarp um breytingu á áfengis­ lögum. Með frumvarpinu er stefnt að því að gera núgildandi bann við áfengisauglýsingum bæði skýrara og skilvirkara. Áfengisauglýsingar eru bannaðar hér á landi og er því lögð sérstök áhersla á það í frum­ varpinu að koma í veg fyrir að far­ ið sé í kringum bannið með því að auglýsa óáfenga vöru með ríkri til­ vísun til áfengrar vöru. Því er lögð til sú breyting að í stað þess að bannið gildi einungis um auglýs­ ingar nái það jafnframt til annarra viðskiptaboða til markaðssetn­ ingar á áfengi og einstökum áfeng­ istegundum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.