Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2012, Page 12
Grunsemdir
vöknuðu
12 Fréttir 21.–23. september 2012 Helgarblað
V
ikuna 5. til 9. mars síðast-
liðinn hafði Baldur Guð-
laugsson, fyrrverandi
ráðuneytisstjóri í fjármála-
ráðuneytinu, samband við
að minnsta kosti tvö fjármálafyrirtæki
og spurðist fyrir um sölu á íbúðabréf-
um. Að minnsta kosti í öðru tilfell-
inu sagði hann ekki til nafns en lýsti
áhuga á að selja íbúðabréf – svoköll-
uð HFF-bréf – fyrir vel á annað hund-
rað milljónir króna. Tilgangur Baldurs
hefur líkast til verið að afla upplýsinga
um þóknanir sem greiða þyrfti til fjár-
málafyrirtækjanna vegna sölunnar.
Annað fjármálafyrirtækið, HF
Verðbréf, seldi bréf Baldurs í gegnum
Kauphöll Íslands föstudaginn 9. mars,
rétt fyrir klukkan fjögur, fyrir tæplega
187 milljónir króna að nafnvirði. Kast-
ljós Ríkissjónvarpsins greindi frá sölu
Baldurs á bréfunum á miðvikudaginn.
Þremur dögum síðar, eftir lokun
markaða þann 12. mars og fyrir opn-
un markaða þann 13., var samþykkt
á Alþingi breyting á lögum um gjald-
eyrishöft. Lagabreytingin var á vitorði
„mjög, mjög fárra“, samkvæmt heim-
ildarmanni DV innan úr stjórnkerfinu,
og var því keyrð í gegn í skjóli nætur.
Breytingarnar á lögunum voru unn-
ar af Seðlabanka Íslands og fjármála-
ráðuneytinu. Lagabreytingin snérist
meðal annars um útflæði á vöxtum
af skuldabréfaflokknum sem Baldur
hafði fjárfest í.
„Blóðbað á markaði“
Lagabreytingin hafði strax um
morguninn 13. mars mikil áhrif á
markaðinn með skuldabréfin sem
Baldur hafði átt. Klukkan rúmlega
tíu um morguninn birti vefmiðill-
inn Vísir frétt með fyrirsögninni
„Blóðbað á markaði, íbúðabréf falla
um 14%“. Þar var rakið hvernig laga-
setningin hafði leitt af sér lækkun á
skuldabréfunum sem Baldur hafði
átt. „Lagasetningin um hert gjald-
eyrishöft á Alþingi í nótt kallaði
fram mikil viðbrögð á skuldabréfa-
markaði í morgun. Þannig hafa stutt
íbúðabréf eða flokkurinn HFF14
lækkað um 14% í verði og HFF24
hafa lækkað um 2,5%. Þessar lækk-
anir hafa síðan smitað út frá sér yfir
í ríkisskuldabréf.“
Bréf úr þessum skuldabréfaflokki
seldust fyrir meira en þrjá milljarða
króna á fyrstu klukkutímunum eftir
opnun markaða þennan dag. Vegna
þeirra aðstæðna sem sköpuðust á
markaðnum í kjölfar lagasetningar-
innar heimilaði Íbúðalánasjóð-
ur, útgefandi íbúðabréfanna, verð-
bréfamiðlurum sínum að vinna
með aukið verðbil á milli sölu- og
kauptilboða í klukkustund eft-
ir opnun markaða þann 13. mars,
samkvæmt tilkynningu sem sjóð-
urinn sendi frá sér þá um morgun-
inn. Þetta var gert til að bregðast við
mikilli sölu á íbúðabréfunum þá um
morguninn.
Grunsemdir vakna
Þegar lagabreytingin hafði gengið í
gegn byrjuðu starfsmenn annars fjár-
málafyrirtækisins sem hinn ónafn-
greindi einstaklingur hafði haft sam-
band við að velta því fyrir sér hver
það hefði verið sem hringt hefði
nokkrum dögum áður til að spyrjast
fyrir um söluna á íbúðabréfunum.
Þeir sáu að skömmu eftir að viðkom-
andi hafði haft samband til að spyrj-
ast fyrir um söluna á bréfunum höfðu
slík bréf verið seld fyrir sömu upp-
hæð og nefnd var í símtalinu. Við eft-
irgrennslan kom í ljós að um væri að
ræða Baldur Guðlaugsson.
Viðkomandi fjármálafyrirtæki
íhugaði að senda ábendingu um mál-
ið til Fjármálaeftirlitsins í ljósi þess að
óeðlilegt þótti að bréfin hefðu verið
seld þetta skömmu fyrir setningu lag-
anna. Fjármálafyrirtækið lét þó ekki
verða af þessu. Salan á skuldabréfun-
um fór hins vegar inn á borð til Fjár-
málaeftirlitsins eftir öðrum leiðum,
samkvæmt heimildum DV.
Rannsókn ólíkleg
Afar ólíklegt er að salan á bréfun-
um verði kærð til embættis sérstaks
saksóknara. Fyrir því eru nokkrar
ástæður. Baldur var ekki innherji á
þeim tíma sem hann seldi íbúðabréf-
in og bjó því ekki yfir upplýsingum
um lagasetninguna sem hann hafði
augljóslega öðlast í krafti starfs síns.
Hann var hættur störfum sem ráðu-
neytisstjóri og beið eftir því að hefja
afplánun dóms fyrir innherjasvik –
hann fór á Kvíabryggju þann 13. mars,
sama dag og hin nýju hertu lög tóku
gildi. Til að eitthvert vit væri í rann-
sókn málsins þyrfti að finna hvort og
þá hvernig Baldur komst yfir upplýs-
ingar um væntanlega lagasetningu.
Slíkt gæti reynst nokkuð snúið. Mál-
inu telst því víst lokið án þess að náðst
hafi að upplýsa hvort um hafi verið að
ræða upplýsingagjöf til Baldurs sem
leiddi til sölunnar á bréfunum eða
hreina tilviljun. Sjálfur segir Baldur
að eðlilegar ástæður hafi verið fyrir
sölunni þar sem bréfin hefðu hækkað
mjög í verði það sem af var árinu, líkt
og lesa má hér til hliðar. n
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
eftir laGa-
setninGuna
n Baldur sagði ekki til nafns n Íbúðabréf hrundu í verði
Yfirlýsing Baldurs
Baldur Guðlaugsson sendi frá sér yfirlýsingu á fimmtudag
vegna umfjöllunar Kastljóss um söluna á skuldabréfunum.
Yfirlýsingin er svohljóðandi:
Í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í gærkvöldi var fjallað um það að undirritaður hefði selt íbúðarbréf í mars sl., nokkrum dög-um áður en gerðar voru breytingar á lögum um gjaldeyrismál
sem þrengdu heimildir erlendra eigenda slíkra bréfa til að fá
gjaldeyrisyfirfærslu fyrir afborgunum og vöxtum af bréfunum.
Var látið að því liggja að undirritaður hefði vegna fyrri starfa í
stjórnarráðinu haft vitneskju um að umræddar lagabreytingar
væru í farvatninu.
Af þessu tilefni skal eftirfarandi tekið fram:
1 Ég lét af störfum í stjórnarráðinu á árinu 2009 og hef ekki frá þeim tíma haft neinn aðgang að upplýsing-
um um þau mál sem á hverjum tíma eru til vinnslu í stjórn-
arráðinu eða annars staðar í stjórnsýslunni. Hef ég hvorki
leitað eftir slíkum upplýsingum né þær verið látnar mér í té.
Gildir það jafnt um breytingar á lögum um gjaldeyrimál sem
önnur mál. Mér var því með öllu ókunnugt um að til stæði
að leggja fram frumvarp til breytinga á lögum sem þrengdu
gjaldeyrisyfirfærsluheimildir erlendra eigenda íbúðabréfa.
2 Ástæða þess að ég ákvað að selja íbúðabréf sem ég átti í flokki HFF 14 var ósköp einföld. Þessi bréf höfðu
hækkað mjög í verði á fyrstu mánuðum þessa árs, að því er
fram hafði komið vegna áhuga erlendra krónueigenda á að
eignast þau af þeim ástæðum sem að framan greinir. Um-
rædd íbúðabréf eru með afborgunum tvisvar á ári og loka-
gjalddaga á árinu 2014. Segir sig sjálft að eftirstöðvar bréf-
anna – og þar með andlag viðskipta með bréfin – lækkar
eftir því sem búið er að greiða fleiri afborganir af bréfunum
og nær dregur lokagjalddaga þeirra. Ég ákvað því að selja
íbúðabréf sem ég átti í flokki HFF 14. Þar sem fyrir lá að ég
myndi hefja nýjan kafla í lífinu sunnudaginn 11. mars sl.
lagði ég áherslu á að ljúka sölunni fyrir þann tíma. Hafði ég
fyrst samband við verðbréfafyrirtæki um söluna um miðbik
vikunnar á undan. Viðskipti komust síðan á föstudaginn 9.
mars. Tímasetning tilkynningar verðbréfafyrirtækisins sem
annaðist viðskipin til Kauphallar þann dag um viðskiptin er
mér hins vegar með öllu óviðkomandi. Rétt er að taka fram
að það sem fram kom í umfjöllun Kastljóss um söluverð
umræddra bréfa er rangt. Söluverð bréfanna var miklum
mun lægra.
3 Mér er ekki kunnugt um að umrædd viðskipti eða önn-ur sem fram fóru á þessum tíma sæti sérstakri rann-
sókn. Það á hins vegar að vera sjálfsagður hluti af verkefn-
um Kauphallar og Fjármálaeftirlits að kanna hvort eitthvað
telst óeðlilegt við viðskipti á verðbréfamarkaði sem eiga sér
stað í aðdraganda lagabreytinga sem áhrif geta haft á verð-
myndun á markaði. Vonandi hefur það verið gert í þessu til-
viki sem öðrum.
Ég mun ekki tjá mig frekar um þetta mál.“
Segir viðskiptin
eðlileg Baldur
Guðlaugsson segir
að viðskipti hans
með íbúðabréf í mars
síðastliðnum hafi verið
eðlileg og að hann hafi
enga vitneskju haft
um lagabreytingar
sem ollu verðrýrnun á
þessum bréfum.
Á Vernd Baldur sést hér ganga inn á Vernd eftir vinnudag á lögmannsstofunni Lex. Hann
var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir innherjasvik árið 2011. ynd eyþóR ÁRnaSon