Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2012, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2012, Page 14
14 Fréttir 21.–23. september 2012 Helgarblað Í slenska ríkið hækkar fjárfram- lög sín til Bændasamtaka Ís- lands á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar- innar. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir hækkun um rúmar níu milljón- ir króna frá því sem var í fjárlögum fyrir árið í ár. Ríkið áætlar að veita 425,1 milljón króna til samtakanna á næsta ári. Fjármunirnir fara all- ir í skilgreind verkefni samkvæmt búnaðarlagasamningi frá árinu 2010. Samningurinn er nú til endur- skoðunar. Hækkun í raun lækkun Hækkunin er, samkvæmt fjárlaga- frumvarpinu og svörum atvinnu- vega- og nýsköpunarráðuneytisins, vegna verðlagshækkana og í raun sé skorið niður um 7,3 milljónir króna. Frumvarpið, sem Oddný G. Harðar- dóttir fjármálaráðherra kynnti við þingsetningu í síðustu viku, gerir ráð fyrir hagræðingu hjá mörgum ráðu- neytum og er það einnig gert hjá at- vinnuvegaráðuneytinu. Þess fyrir utan er gert ráð fyrir verðlagshækk- unum upp á 16,6 milljónir króna á næsta ári sem þýðir að hækkun er á greiðslum til samtakanna sem nem- ur mismuninum. Í ársreikningi Bændasamtak- anna yfir þau verkefni sem samtökin sinna fyrir ríkið kemur fram að veru- lega hefur dregið úr framlögum frá ríkinu síðan 2008. Framlög ríkisins voru í heild, samkvæmt skýrslunni, 638,7 milljónir króna árið 2008. Árið 2011 voru framlögin í heild búin að lækka niður í 541,6 milljónir króna, eða um 97 milljónir króna. Á síð- ustu fjórum árum hafa fjárframlög til samtakanna numið samtals 2.570 milljónum króna. Dregur úr framlögum Bændasamtökin skila skýrslu til rík- isins á hverju ári um hvernig pen- ingarnir eru nýttir. Samtökin skila líka ársreikningi, sem er endurskoð- aður af skoðunarmanni samtak- anna, til atvinnuvegaráðuneytisins, Fjársýslu ríkisins og Ríkisendur- skoðunar. Í skýrslu sem Ríkisendur- skoðun vann um útvistun opinberra verkefna til Bændasamtakanna kom fram að stofnunin teldi að ríkið þyrfti að efla eftirlit með stofnunni. „Að mati Ríkisendurskoðunar verður sjávarútvegs- og landbúnað- arráðuneytið að efla verulega faglegt og fjárhagslegt eftirlit sitt með fram- lögum til landbúnaðar. Það verð- ur að ganga betur en nú úr skugga um að nýting og dreifing fjármuna sé í samræmi við lög, reglugerð- ir og samninga,” sagði í ábendingu stofnunarinnar til ráðuneytisins. Þá- verandi landbúnaðarráðherra, Jón Bjarnason, tók ágætlega í þessa til- lögu miðað við þau svör sem birtast frá ráðuneytinu í skýrslunni. Peningar bara í verkefni ríkisins Öllum þeim fjármunum sem ríkið veitir til Bændasamtakanna er ætl- að að nýtast í þau verkefni sem sam- tökin sinna fyrir ríkið. Þessi verkefni eru samkvæmt núgildandi búnað- arlagasamningi ráðgjafarþjónusta og búfjárkynbótastarf auk umsjónar með úthlutun framlaga til einstakra bænda vegna þróunar- eða jarð- bótaverkefna. Bændasamtökin sjá einnig um að ráðstafa fé til bænda sem stunda sauðfjár-, mjólkur- og ylræktarframleiðslu til jarðræktar og þróunarverkefna. Í svari atvinnuvegaráðuneytisins við fyrirspurn DV um þau verkefni sem Bændasamtökin sinna fyrir rík- ið kemur fram að fjárframlag ríkisins dugi ekki til reksturs ráðgjafarþjón- ustu sem samtökin reka. Umfram- kostnaður við þau verkefni er að mestu fjármagnaður með rukkun sérstaks búnaðargjalds. n Bændasamtökin fá meira af peningum „Á síðustu fjórum árum hafa fjár- framlög til samtakanna numið samtals 2.570 milljónum króna. Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is Bændahöllin Bændasamtök Íslands hafa fengið 2,6 milljarða króna frá ríkinu á síðustu fjórum árum vegna verkefna sem samtökin sinna fyrir ríkið. MynD RóBeRt Reynisson endurskoðar samninginn Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, er nú með bún- aðarlagasamninginn til endurskoðunar í ráðuneyti sínu. MynD sigtRygguR ARi n Ráðuneytið segir framlögin í raun skorin niður um 7,3 milljónir króna Könnun AsÍ á matvælaverði: Vörukarfan lækkaði hjá Krónunni Vörukarfa ASÍ hefur ýmist hækkað eða lækkað hjá mat- vöruverslunum milli verðmæl- inga verðlagseftirlitsins í júní og nýjustu mælingarinnar nú í september. Á þessu þriggja mánaða tímabili hækkaði vöru- karfan mest hjá 10-11, um 2 prósent. Hjá Víði hækkaði hún um 1,9 prósent, Nettó um 0,8, Samkaupum-Strax um 0,4 og Nóatúni um 0,1 prósent. Verð vörukörfunnar hefur lækkað töluvert á milli mælinga hjá Krónunni, eða um 5,5 pró- sent. Hjá Hagkaupum lækkaði hún um 3,7 prósent, Samkaup- um-Úrvali um 2,6 og Bónus um 1,5 prósent. Vöruflokkurinn mjólkurvörur, ostar og egg hef- ur hækkað hjá öllum aðilum, eða um allt að 8,2 prósent. Þetta kemur fram í tilkynningu sem ASÍ sendi frá sér á fimmtudag. Í lágvöruverðverslun- um lækkaði verð vörukörf- unnar eins og áður segir mest hjá Krónunni, en mest lækk- aði vöruflokkurinn kjötvörur, um 14,5 prósent. Grænmeti og ávextir lækkuðu um 11,2 pró- sent og drykkjarvörur um 9,5 prósent. Hjá Bónus lækkaði verð vörukörfunnar um 1,5 prósent, en þar lækkaði vöruflokkurinn grænmeti og ávextir mest, um 13,3 prósent, en á móti hækkaði vöruflokkurinn mjólkurvörur, ostar og egg um 5,6 prósent. Hjá Nettó hækkaði vöru- karfan um 0,8 prósent, aðallega vegna hækkunar á vöruflokkun- um mjólkurvörur, ostar og egg, um 4,8 prósent, og kjötvörur um 3,2, en á móti lækkuðu vöru- flokkarnir hreinlætis- og snyrti- vörur um 3,3 og ýmsar matvörur um 2,5 prósent. Sló hana með hálskeðju n Dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að nauðga stúlku á heimili hennar S tefán Þór Guðgeirsson var sak- felldur í Hæstarétti á fimmtudag fyrir að hafa nauðgað stúlku á heimili hennar þegar hún neit- aði að sofa hjá honum gegn greiðslu. Þegar hann hafði lokið sér af stal hann einnig fartölvu stúlkunnar. Hann var dæmdur í fimm ára fangelsi. Atvikið átti sér stað þann 20. september árið 2009, en í dómsorði segir að Stefán hafi komið í íbúð stúlkunnar, lagt 20 þúsund krónur á borðið og krafist þess að fá að sofa hjá henni. Forsaga þessa er sú að hann hafði hringt í hana til að falast eftir vændi, en hún kvaðst þreytt og bað hann um að koma seinna. Hann mætti hins vegar til hennar og hún neitaði að verða við kröfu hans. Hann brást þá ókvæða við, þröngvaði henni til þess að veita sér munnmök, sló hana með hálskeðju í lærið, hélt höndum hennar og nauðgaði henni. Taldist ósannað að hann hefði slegið hana í andlitið, sem hún sakaði hann um. Hann braut einnig leirtau í íbúð hennar og hótaði að taka vegabréf hennar. Þar að auki mun hann hafa sprautað yfir hana úr slökkvitæki. Eft- ir þetta tók hann 20 þúsund krónurnar aftur, tók fartölvu stúlkunnar og hafði sig á brott. Stefán var sýknaður af því að hafa tekið í hár hennar og dregið hana á því um íbúðina og ógnað henni með hnífi. Ákærði viðurkenndi við rann- sókn málsins og fyrir dómi að hafa hringt í stúlkuna og falast eftir kynlífi gegn greiðslu, komið í framhaldi þess á heimili hennar í því skyni og greitt henni 20 þúsund krónur fyrir „tott án smokks“. Hann kvaðst síðan hafa viljað fá peningana til baka, sem hefðu leg- ið á hillu við rúm í íbúðinni, þar sem hún hefði ekki viljað veita þá þjónustu sem hann bað um. Til stimpinga hefði komið milli þeirra: „Þegar við fórum að rífast og ég var að ná í peninginn og tölvuna þá hélt ég henni bara frá mér.“ Nánar aðspurður um þetta kvaðst Stef- án hafa ýtt henni frá til að komast að tölvunni og peningunum, sem hann hefði svo haft á brott með sér. Stefán var sakfelldur í Nordhorn í Þýskalandi í nóvember 2007 og dæmdur í 21 mánaða fangelsi, skil- orðsbundið í þrjú ár, fyrir fíkniefna- lagabrot. Í Hæstarétti var hann dæmd- ur í fimm ára fangelsi. Honum er gert að greiða stúlkunni 600 þúsund krón- ur með vöxtum í skaðabætur. Þar að auki þarf hann að greiða allan máls- og áfrýjunarkostnað, tæplega 1,2 millj- ónir króna. n Hæstiréttur Íslands Stefán Þór Guðgeirsson lét sér ekki nægja að nauðga stúlkunni heldur stal hann líka af henni tölvu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.