Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2012, Síða 18
„Það velur sér
18 Viðtal 21.–23. september 2012 Helgarblað
L
oftur var yndislegur strákur.
Hann mátti aldrei neitt illt sjá.
Mikill dýravinur og góður við
öll systkini sín.“ Þannig lýs-
ir Þórunn Brandsdóttir, móð-
ir Lofts Gunnarssonar sem lést þann
20. janúar síðastliðinn, syni sínum.
Loftur, sem varð 32 ára, var útigangs-
maður síðustu árin, bjó að mestu á
götunni en hafði afdrep í Gistiskýl-
inu í Þingholtsstræti yfir næturn-
ar. Hann var líka ávallt velkominn á
heimili móður sinnar og stjúpföður
í Garðabænum og dvaldi stundum
þar. Hann var ofurseldur áfengisböl-
inu og virtist að mestu vera búinn að
sætta sig við þann lífsstíl. Móðir hans
segist þó vita að innst inni hafi hann
viljað annað líf. „Þetta er hryllilegt líf
og ég held það velji sér enginn þetta.
Ég held að innst inni hafi hann viljað
eitthvert annað líf,“ segir móðir hans.
Blaðamaður mældi sér mót við Þór-
unni í Garðaskóla, vinnustað hennar
og gamla skólanum hans Lofts.
Litu ekki á hann sem útigangs-
mann
Margir þekktu Loft af götum mið-
borgarinnar. Þar sást hann gjarnan
í hópi annarra útigangsmanna, oft
sitjandi á bekk og gjarnan með vín
við hönd, íklæddur grænum her-
mannajakka, alskeggjaður með blá
tindrandi augu. Vinir Lofts lýsa hon-
um sem rólyndismanni sem hafi
haldið sig utan við átök, viðkvæmum
einfara sem gerði ekki flugu mein.
Fáir skilja þá leið sem hann fór í líf-
inu – fjölskylda hans og vinir í Garða-
bænum reyndu oft að fá hann til að
taka sig á.
„Ég veit eiginlega ekkert hvað
gerðist,“ segir Þórunn og yppir öxl-
um aðspurð hvort hún hafi leitt hug-
ann að því af hverju Loftur hafi far-
ið þessa leið í lífinu. Hún kann ekki
svarið við því frekar en neinn annar.
Ekkert benti til þess í æsku hans að
hann myndi fara þessa leið. Eftir að
Loftur dó hefur hann á vissan hátt
orðið að táknmynd baráttunnar fyr-
ir bættri aðstöðu fyrir útigangsmenn.
Móðir hans, ásamt góðum hópi fólks,
hefur barist fyrir því að grunnþarf-
ir og mannréttindi þessa hóps verði
virt.
Saga hvers og eins er misjöfn og
ljóst að hver útigangsmaður á sína
sögu, líkt og allir menn. Saga Lofts
er kannski frábrugðin sögu margra
annarra útigangsmanna að því leyti
að hann kom frá góðu heimili og átti
sterkt bakland þó að auðvitað séu
aðstæður hvers og eins misjafnar. „Í
okkar huga var hann aldrei útigangs-
maður, hann var svona bóhem, en
við litum aldrei á hann sem útigangs-
mann,“ segir Þórunn.
„Rosalega ljúfur strákur“
Móðir hans lýsir honum sem fjör-
ugum og fallegum litlum dreng sem
ólst upp í Garðabæ með fjölskyldu
sinni. Loftur fæddist 11. september
1979. Stór og pattaralegur. „Hann var
22 merkur þegar hann fæddist, eins
og lítill Búdda,“ segir Þórunn hlæj-
andi.
Hún segir Loft hafa verið yndislegt
barn. „Hann var bara rosalega ljúfur
strákur. Ég segi það ekki, á unglings-
árunum var hann að grallarast með
vinum sínum, eitthvað að prakkarast
í einhverjum byggingum og svona.
Ég frétti nú ekkert af því fyrr en eftir
á – jafnvel mörgum árum seinna, það
er nú oft þannig,“ segir hún hlæjandi.
Röð áfalla
Síðustu mánuðir hafa verið erfið-
ir. Að lifa barnið sitt er nokkuð sem
enginn vill. Enda var samband þeirra
mæðgina kannski ekki týpískt að því
leyti að Þórunn lokaði aldrei á son
sinn, líkt og margir foreldrar í sömu
aðstæðum neyðast til að gera. Þór-
unn var alltaf í sambandi við Loft
og reyndi allt til þess að hjálpa hon-
um að snúa á aðra braut. Hún reyndi
eins og hún mögulega gat að fylgjast
með honum en stundum reyndist
það erfitt, þar sem Loftur lifði ekki
hefðbundnu lífi.
Loftur var þriðji í röð fjögurra
afar samheldinna systkina, að sögn
móðurinnar. Elsta systirin, Kolbrún
Petrea, er hönnuður, svo kemur
Brandur, sem starfar sem fasteigna-
sali, þar á eftir var Loftur og svo yngst
í systkinaröðinni er Ellen Ágústa.
Fjölskyldan hefur staðið þétt saman
en áföllin hafa verið nokkur undan-
farin ár. Meðal annars veikindi innan
fjölskyldunnar.
Byrjaði seint að drekka
Verulega fór að halla á ógæfuhliðina
hjá Lofti fyrir um 5–6 árum. Fram
að því hafði hann drukkið en yf-
irleitt stundað vinnu inni á milli,
meðal annars vann hann á sjó,
við útkeyrslu, á bensínstöð og við
Kárahnjúkavirkjun. „Hann byrjaði
frekar seint að drekka, ekki fyrr en
svona um tvítugt, og þá bara eins og
hinir. Eflaust var hann eitthvað far-
inn að smakka það fyrr en ég varð
vör við það þegar hann var í kringum
tvítugt.“
Fyrst um sinn var drykkjan bara
um helgar eins og hjá mörgum ung-
mennum. Fljótlega fór að bera meira
á drykkjunni en hún segir það ekki
hafa verið fyrr en fyrir nokkrum
árum sem drykkjan jókst svo mik-
ið. „Þetta þróaðist svona smátt og
smátt og maður tók eftir því en samt
ekki. Þetta var eiginlega bara svona
síðustu ár sem þetta fór svona rosa-
lega niður. Hann kom alltaf heim um
helgar en ég vissi að hann svaf oft úti,
hann sagði mér það. Hann svaf undir
trjám og fannst það fínt. Hann kvart-
aði eiginlega aldrei – það var eigin-
lega gallinn. Það hefði verið betra ef
maður hefði vitað að eitthvað amaði
að,“ segir hún hugsi.
Til að bregðast við vandanum
reyndi Þórunn að banna honum að
vera undir áhrifum áfengis heima
við. Undir lokin var það þó breytt.
„Þetta er langt ferli. Fyrst bönnuð-
um við honum að vera í víni hérna
heima hjá okkur í kringum barna-
börnin,“ segir hún en alls eru barna-
börnin fimm. „Síðan sáum við að
það var ekkert hægt, hann var alltaf
í víni þannig að hann fékk að vera á
endanum þó að það væri,“ segir hún.
Hætti allt í einu
Framan af var Loftur öflugur á hjóla-
bretti og þótti einnig liðtækur í öðr-
um íþróttum, til að mynda körfu-
bolta. „Hann var í öllum íþróttum
en mest í körfubolta. Þar náði hann
langt, komst í meistaraflokk lang-
yngstur allra. Hann var líka góð-
ur í golfinu en við erum í golfi, fjöl-
skyldan,“ segir hún. „Svo bara allt í
einu, þá hætti hann í öllum íþrótt-
um og ég hef heyrt frá vinum hans
að á sama tíma hafi hann líka fjar-
lægst þá,“ segir hún. „Ég veit ekkert
hvað gerðist. Það var engin útskýr-
ing, hann bara hætti allt í einu. Það
var ekkert sem kom fyrir. Við reynd-
ar skildum, við pabbi barnanna, og
hann tók það nærri sér, en það eitt
og sér er kannski ekki skýring,“ seg-
ir hún og viðurkennir að það sé ekki
hægt að reyna að leita skýringa. Ekki
sé þar baklandinu um að kenna en
fjölskyldan er að hennar sögn afar
náin. „Ég held við séum bara rosa-
lega venjuleg fjölskylda. Við erum
rosalega sterk fjölskylda saman og
ofboðslega samheldin. Við förum oft
saman til Flórída, við förum í sum-
arbústaði saman, þau eru heima hjá
mér í mat, við förum í gönguferðir
um helgar saman og erum bara mjög
mikið saman. Mjög náin,“ segir hún.
Fjölskyldan fer árlega saman að
Geysi í Haukadal, heggur jólatré og
fer á jólahlaðborð. „Loftur náði einu
sinni að koma með okkur í jólahlað-
borðið, þá var edrútímabil hjá hon-
um og það var alveg yndislegt
tímabil. Það eru 2–3 ár síðan.“
Reyndi að fylgjast með honum
Þórunn segir Loft hafa verið mjög list-
rænan. „Hann var alltaf að tálga út
hérna heima og hann hefði átt að læra
eitthvað listatengt. Það er mikið af
listafólki í ættinni minni og hann hafði
þetta í sér. Við hvöttum hann til þess
að læra það sem hann hafði áhuga á,
sem var útskurður meðal annars. En
ég held hann hafi bara verið orðinn
svo brotinn,“ segir hún alvarleg.
„Það er kannski ekkert skrýtið. Að
vera þarna í Gistiskýlinu og þetta, ég
held maður brotni endanlega niður í
þessum aðstæðum,“ segir hún.
Þórunn segir það ekki góða tilf-
inningu að fylgjast með barninu sínu
fara þennan veg. „Það er auðvitað al-
veg hryllilegt að horfa upp á þetta.
Og langt ferli sem maður gengur í
gegnum. En þetta er barnið manns,
sama hvað gerist, en það er ekki
gaman. Það eru alveg óteljandi and-
vökunætur sem ég hef upplifað allan
þennan tíma. Ég var mjög hrædd um
hann. Maður ímyndaði sér alls konar
hluti – yfirleitt það versta. Ég reyndi
alltaf að fylgjast með honum eins og
ég mögulega gat. Við hittumst oft og
ég fylgdist með honum. Ég hringdi á
Monte Carlo, Mónakó og Gistiskýlið
og lét skilja eftir skilaboð til hans ef
hann var ekki á staðnum. Einstaka
sinnum var hann með síma en týndi
þeim alltaf.“
Átti sín góðu tímabil
Inni á milli átti Loftur sín góðu
tímabil. Hann var í sambúð með
Tinnu Óðinsdóttur um tíma. Eftir
að þau hættu saman héldu þau þó
alltaf sambandi og móðir hans seg-
ir hann alltaf hafa verið mjög hrifinn
af henni. „Hann var alltaf ofsalega
hrifinn af henni og maður sá það að
auðvitað langaði hann innst inni að
eiga venjulegt líf. Eignast börn og lifa
venjulegu lífi.“
Þórunn er baráttukona og hef-
ur einsett sér að bæta aðstöðu úti-
gangsmanna. Eftir að Loftur dó
kynntist hún Ölmu Rut Lindu-
dóttur, vinkonu Lofts, og saman
hafa þær ásamt fyrrnefndri Tinnu,
sem var kærasta Lofts, og Hrafn-
hildi Jóhannsdóttur staðið að
ljóðasamkeppni fyrir útigangs-
menn, útgáfu ljóðabókar í kjölfar-
ið og minningartónleika ásamt vin-
um Lofts, þeim Mána og Frosta,
útvarpsmönnum á X-inu. Allur
ágóði af sölu ljóðabókarinnar sem
og af tónleikunum og fleiri við-
burðum fara í sjóð sem ætlað er að
nota til að bæta aðstöðu útigangs-
manna.
Loftur Gunnarsson lést langt fyrir aldur fram í byrjun þessa árs. Þrátt fyrir ungan
aldur hafði hann um nokkurra ára skeið verið útigangsmaður. Að baki Lofti stóð
samheldin fjölskylda sem vonaði að hann sneri til betra lífs. Móðir Lofts,
Þórunn Brandsdóttir, segir son sinn hafa verið ljúfan og góðan dreng, sem
þótti efnilegur í íþróttum á uppvaxtarárunum í Garðabæ. Hún líkt og aðrir spyrja
sig hvers vegna hann fetaði þessa leið í lífinu. Eftir andlát Lofts hefur móðir hans
barist fyrir bættri aðstöðu útigangsmanna í minningu sonar síns.
Viktoría Hermannsdóttir
viktoria@dv.is
Viðtal
enginn Þetta líf“
Mæðginin Loftur með Þórunni, móður sinni. Þau voru alltaf mjög náin og móðir hans hélt
sambandi við hann þrátt fyrir líferni sonar síns.
Samheldin systkini Loftur með systkinum sínum, þeim Kolbrúnu Petreu, Brandi og Ellen
Ágústu. Móðir þeirra segir Loft hafa verið náinn systkinum sínum. „Ég veit eiginlega
ekkert hvað gerðist.