Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2012, Blaðsíða 20
Þ
úsundir íbúa í eyríkinu
Sri Lanka út af suðaustur-
strönd Indlandsskaga glíma
við dularfullan og banvæn-
an nýrnasjúkdóm. Ástandið
er verst í North Central-héraðinu,
einu fátækasta héraði Sri Lanka, þar
sem þúsundir einstaklinga þjást af
þessum sjúkdómi. Samkvæmt upp-
lýsingum frá heilbrigðisráðuneyti
Sri Lanka er allt að 15 prósent íbúa
héraðsins með sjúkdóminn – mikill
fjöldi miðað við að fjöldi íbúa í hér-
aðinu slagar í eina milljón. Flestir
þeirra sem þjást af sjúkdómnum eru
hrísgrjónabændur.
Hefur enga starfsorku
Þó að margt sé á huldu um sjúkdóm-
inn benda nýlegar rannsóknar til þess
að hann megi rekja til mikillar notk-
unar á skordýraeitri og gróðuráburði.
Breska ríkisútvarpið, BBC, fjallaði um
stöðu mála í héraðinu á dögunum.
Sampath Kumarasinghe er 21 árs
hrísgrjónabóndi sem býr skammt
frá þorpinu Halmillawetiya. Þar býr
hann ásamt móður sinni sem er
ekkja og fleiri skyldmennum. „Ég er
veikur,“ segir Sampath, en hann er
einn þeirra sem þjást af sjúkdómn-
um. Hann hreyfir sig hægt og er með
ullarfat á höfðinu þegar hann tekur á
móti fréttamanni BBC, Rhitu Chatt-
erjee. Sampath var áður fullur af orku
en að undanförnu hefur hann ekki
haft orku til að sinna vinnu sinni.
Nýrun í honum eru hægt og bítandi
farin að hætta að sinna hlutverki
sínu. Hann þarf að fara í himnu-
skiljun tvisvar í viku til að deyja ekki
og mun væntanlega þurfa á nýrna-
ígræðslu að halda.
20 ár frá greiningu
Sjúkdómurinn var fyrst greindur á
almenningssjúkrahúsi héraðsins, í
borginni Anuradhapura, fyrir um 20
árum og talið er að allt að 22 þúsund
dauðsföll megi rekja til sjúkdóms-
ins á þessum tíma. „Dauðsföllum
af völdum nýrnabilunar hafði snar-
fjölgað skyndilega,“ segir Dr. Rajeewa
Dassanayake, nýrnasérfræðingur
á sjúkrahúsinu. Sjúklingarnir sem
létust voru ekki dæmigerðir fyrir
einstaklinga sem alla jafnan þjást af
nýrnabilun; voru ekki með sykursýki
eða of háan blóðþrýsting sem er ein
algengasta orsök nýrnabilunar. Enn
þann dag í dag er engin lækning til
við sjúkdómnum, segir Dassanayke
og bætir við að ómögulegt virðist
vera að koma í veg fyrir sjúkdóminn.
Umfangsmikil rannsókn
Fyrir fjórum árum sameinuðust Al-
þjóðaheilbrigðisstofnunin og yfir-
völd á Sri Lanka um að komast til
botns í málinu og hófu umfangs-
mikla rannsókn. Vísindamennirn-
ir tóku sýni úr einstaklingum sem
þjáðust af sjúkdómnum og úr um-
hverfinu sem þeir voru í alla jafna;
má þar nefna þvagsýni, blóðsýni,
vefsýni og sýni úr loftinu, matnum og
vatninu. Samkvæmt einnar blaðsíðu
útdrætti úr rannsókninni sem birtur
var í sumar var spjótunum beint að
tveimur eitruðum málmum; kadmí-
um og arseniki sem mengaði mat-
inn og andrúmsloftið. Þessir málmar
fundust einnig í blóð- og þvagsýnum
sem tekin voru þó magnið hafi verið
innan hættumarka.
Samkvæmt niðurstöðum rann-
sóknarinnar komu þessir tveir
málmar úr skordýraeitri og gróður-
áburði sem notað hefur verið óhóf-
lega. Kadmíum finnst í gróðuráburði
en arsenik í skordýraeitri. Efnin eru
hræódýr í Sri Lanka þökk sé niður-
greiðslu yfirvalda á Sri Lanka.
Frekari rannsókna þörf
Hagsmunaaðilar á Sri Lanka, þeir
sem flytja skordýraeitrið og gróður-
áburðinn inn og selja til bænda, segja
að taka beri niðurstöðum skýrsl-
unnar með fyrirvara. „Við teljum að
sönnunargögnin séu ekki fullnægj-
andi og það sé ekki hægt að fullyrða
að þessi efni séu sökudólgurinn,“
segir Senarath Kiriwaththuduwage,
rannsóknarþróunarstjóri Crop Life
Sri Lanka, verslunarsamtaka bænda
á Sri Lanka. BBC hefur eftir fulltrú-
um Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinn-
ar að skýrslan verði birt í heild sinni á
næstu mánuðum. Þá hefur BBC eftir
læknum og vísindamönnum að frek-
ari rannsókna sé þörf. Þó megi slá því
föstu, með nokkurri vissu, að um-
ræddum málmum sé um að kenna
að einhverju leyti.
Bændur vita lítið
Bændur í héraðinu vita lítið um
rannsóknina sem gerð var og niður-
stöður hennar – raunar hafa flest-
ir ekki heyrt af því að rannsókn hafi
verið gerð. „Ég mun nota áburðinn
fyrir næstu uppskeru,“ segir J.A. Jay-
arathne, 46 ára, sem býr í þorpinu
Mihintale. Enginn hefur sagt hon-
um að efnin sem hann notar á upp-
skeru sína innihaldi hættuleg efni
– efni sem gætu verið ástæða nýrna-
sjúkdómsins sem hann þjáist af eins
og svo margir aðrir. Þá hefur enginn
komið þeim upplýsingum til bænda
að maturinn sem þeir neyta kunni að
vera eitraður. Það, að heildarniður-
stöðurnar hafi ekki verið birtar op-
inberlega, hefur reitt marga lækna í
landinu til reiði. Dr Palitha Bandara,
yfirmaður heilbrigðismála í North
Central-héraðinu, vill að stjórnvöld
framkvæmi frekari rannsóknir á efn-
unum sem flutt eru til landsins.
„Við vitum ekkert hvaða efni eru
notuð í áburðinn,“ segir hann en
mest af honum er flutt inn frá Kína.
Hvað varðar skordýraeitrið þá hafa
verið tekin sýni af innfluttu eitri. Í
fjórum tegundum fannst arsenik
þrátt fyrir að bannað sé að flytja skor-
dýraeitur sem inniheldur arsenik
inn til landsins. Aniruddha Pdani-
ya, landlæknir Sri Lanka, segir að
það varði hreinlega þjóðaröryggi að
komast til botns í málinu. „Við erum
að missa afkastamikið fólk – bænd-
urna sem fæða okkur. Við verðum að
bjarga þeim því þeir bjarga sér ekki
sjálfir.“ n
„Við verðum
að bjarga
þeim því þeir bjarga
sér ekki sjálfir
Einar Þór Sigurðsson
blaðamaður skrifar einar@dv.is
Nýrun bila Kumarasinghe, 21 árs bóndi á Sri Lanka, þarf væntanlega á nýrnaígræðslu að halda á næstunni.
Dularfullur
sjúkDómur
stráfellir
unga bænDur
Hrísgrjónabóndi
Talið er að rekja
megi 22 þúsund
dauðsföll á undan-
förnum 20 árum til
sjúkdómsins.
Slæmt ástand Nort Centra-héraðið er hér
merkt rauðu. Talið er að allt að fimmtán pró-
sent íbúa héraðsins þjáist af sjúkdómnum.
Stefnir leikstjóra
hatursmyndar
Bandarísk leikkona, Cindy Lee
Garcia, hefur ákveðið að stefna
leikstjóra myndarinnar Innocence
of Muslims, Nakoula Basseley
Nakoula. Myndin vakti upp hörð
viðbrögð meðal múslima á dögun-
um og ætlaði um tíma allt um koll
að keyra. Cindy segir að henni hafi
verið talin trú um að myndin væri
ævintýramynd sem ætti að gerast
í eyðimörkinni. Þegar á hólminn
var komið reyndist myndin hins
vegar áróðurskennd og niðurlægj-
andi fyrir múslima. Cindy hef-
ur einnig krafist þess að lögbann
verði sett á sýningu myndarinnar,
meðal annars á myndbandavefn-
um YouTube þar sem hún hefur
verið aðgengileg.
Betlarar
í búri
Skipuleggjendur helgihátíðar
í Nanchang í Kína liggja und-
ir ámæli þessa dagana. Ástæð-
an er sú að þeir ákváðu að læsa
betlara á hátíðinni inni í búri til að
halda þeim frá gestum hátíðar-
innar. Um er að ræða einskon-
ar musterismessu sem haldin er
ár hvert og dregur þúsundir gesta
að. Betlarar hafa gjarnan leit-
að til gesta um ölmusu við litla
hrifningu skipuleggjenda. Því var
ákveðið að grípa til þessa ráðs í
ár og hafa mannréttindasamtök
gagnrýnt ákvörðunina harðlega.
„Þeim er haldið þarna eins og dýr-
um í dýragarði,“ segir aðili sem
gagnrýnir fyrirkomulagið. Skipu-
leggjendur segja þó að það væsi
ekkert um betlarana. Það fari vel
um þá í búrunum og þeim sé ekki
haldið þar gegn vilja sínum. Ætli
þeir að yfirgefa búrin verði þeim
þó fylgt af svæðinu þar sem hátíð-
in fer fram.
Fær risabætur
vegna poppáts
Wayne Watson, 59 ára Bandaríkja-
maður, mun fá tæplega 900 millj-
ónir króna í bætur vegna alvar-
legs lungnasjúkdóms sem rakinn
er til poppáts. Watson er með það
sem kallast popplungu sem gerir
það að verkum að hann er mjög
andstuttur, verður fljótt móður og
er með þurran hósta – einkenni
sem líkjast lungnaþembu. Sjúk-
dómurinn er rakinn til efnis sem
kallast diacetyl sem finnst gjarnan
í smjörpoppi. Fjölmargir starfs-
menn fyrirtækja í poppiðnaði hafa
greinst með sjúkdóminn og fengið
háar bætur greiddar. Watson starf-
aði þó aldrei í iðnaðinum heldur
borðaði hann poppið á hverjum
degi um árabil.
20 Erlent 21.–23. september 2012 Helgarblað
n Deilt um sökudólginn n Spjótin beinast þó að skordýraeitri og áburði