Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2012, Page 21

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2012, Page 21
Erlent 21Helgarblað 21.–23. september 2012 Þ egar ástand mitt var sem verst áttaði ég mig ekki á því. Ég áttaði mig ekki á því hvað ég væri að gera sjálfri mér og fjölskyldu minni,“ segir Emma O‘Neill, 22 ára stúlka frá Glasgow í Skotlandi, sem um langt skeið glímdi við anorex- íu. Emma, sem um tíma vó einung- is tæp 20 kíló, hefur náð undraverð- um bata og hefur nú sett á laggirnar samtök sem hafa það hlutverk að aðstoða anorexíu- sjúklinga í sömu stöðu og hún var. Samtökin stofn- aði Emma ásamt tveimur vinkon- um sínum og bera þau nafnið The Only Way is Up. Kynntist sjúklingum sem létust Emma stundaði íþróttir á sínum yngri árum og var ávallt í góðu lík- amlegu formi. Þegar hún var fjórtán ára fór að bera á þyngdarmissi og sama ár var hún greind með anor- exíu. Á unglingsárunum var hún oft lögð inn á sjúkrastofnanir og sögðu læknar henni að þeir hefðu aldrei séð sjúkling í jafn slæmu ásigkomu- lagi og hana. „Ég átti vini á þessum stofnunum sem hafa dáið úr þess- um sjúkdómi. Og þeir voru ekki jafn veikir og ég,“ segir hún við breska fjölmiðla. Hún telur sig vera stál- heppna að vera á lífi. „Ég vil taka eitthvað jákvætt frá þessari hörmu- legu lífsreynslu og gera allt sem ég get til að aðstoða aðra.“ Léttist um 13 kíló á stuttum tíma Foreldrar Emmu áttuðu sig á því að ekki væri allt með felldu þegar hún fór að grennast óhóflega mikið. Á einungis nokkrum mánuðum fór hún úr 45 kílóum niður í 32 kíló og var í kjölfarið lögð inn á sjúkrahús. „Ég man ekki nákvæmlega hvern- ig þetta byrjaði. Ég var aldrei þybbin eða of þung en ég man eftir að hafa velt því fyrir mér hversu létt ég gæti orðið.“ Emma hélt áfram að léttast þrátt fyrir að vera undir eftirliti lækna enda neitaði hún að nærast. Eftir að hafa verið á sjúkrahúsi í tvö ár lenti Emma í atviki sem breytti lífi hennar til frambúðar. Þá var hún að ganga yfir götu þegar hún hneig skyndilega niður. Bifreið kom aðvífandi og var nálægt því að aka yfir hana. „Læknarnir höfðu leyft mér að fara út í einn dag. Ég fór með föður mínum í verslanir í Glasgow. Ég var svo veikburða að ég gat varla geng- ið. Svo þegar ég gekk yfir götu þá örmagnaðist ég,“ segir hún og bæt- ir við að þá hafi hún áttað sig á því hversu slæm heilsa hennar var. Munu hjálpa fólki Eftir þetta atvik náði Emma bata hægt og bítandi. Hún segir að bataferlið hafi verið langt og strangt og þurft mikla vinnu. „Anorexían var eins og fangelsi sem ég gat ekki flúið. Ég sá hversu slæm áhrif þetta hafði á alla í kringum mig.“ Nú, átta árum eftir að Emma greindist með anorexíu, segist hún loksins vera sátt með sjálfa sig og hún sé búin að átta sig á því sem máli skiptir í líf- inu. „Mikilvægustu hlutirnir eru að sinna fjölskyldunni, eignast börn, eiga góðan starfsferil og búa við góða heilsu.“ Emma stofnaði The Only Way is Up-samtökin fyrr á árinu með vin- konum sínum Catherine Morran og Susan Parker sem einnig hafa þjáðst af átröskun. „Við munum fara inn á sjúkrastofnanir, aðstoða starfsfólk, fjölskyldur og sjúklinga sem þjást af átröskun. Við erum þær sem vitum best hvernig hægt er að ná bata. Ef svona þjónusta hefði verið til þegar ég lá inni er ég viss um að mér hefði liðið betur,“ sagði hún að lokum. n „Eins og fangElsi“ n Emma O‘Neill þjáðist af anorexíu n Náði bata og stofnaði samtök sem hjálpa öðrum „Ég átti vini á þessum stofnunum sem hafa dáið úr þess- um sjúkdómi Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is Heilbrigð í dag Emma hefur náð góðum bata og bætt á sig þyngd hægt og bítandi. Hún ætlar að einbeita sér að því að aðstoða stúlkur sem þjást af sama sjúkdómi og hún þjáðist af. Skelfilega horuð Emma var einungis 25 kíló þegar hún fagnaði 20 ára afmæli sínu fyrir tveimur árum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.