Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2012, Qupperneq 30

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2012, Qupperneq 30
„Ég var svarti sauðurinn“ 30 Viðtal 21.–23. september 2012 Helgarblað Þ etta gæti verið atburðarás í bók eftir John Grisham,“ seg- ir Teitur Atlason en stefnu Gunnlaugs Sigmundssonar gegn honum var vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur á mið- vikudaginn. Málið var höfðað vegna skrifa Teits um Kögunarmálið en á bloggsíðu sinni rifjaði hann upp um- fjöllun Morgunblaðsins um Kögun. Fékk stefnuna á afmælisdaginn Teitur er þakklátur, hann hefur legið andvaka vegna málsins. Hann hafði áhyggjur af fjármálum fjölskyldunn- ar færi svo að hann tapaði málinu. „Þetta mál hefur hvílt þungt á mér allt frá því að ég fékk stefnuna á af- mælisdaginn minn 23. mars 2011. Nú nenni ég ekkert að vera kúl og viðurkenni bara að ég hef misst úr svefn vegna þessa máls. Sérstak- lega í upphafi. Þá var staðan sú að ég var nýkominn með hlutastarf eft- ir nokkurra mánaða atvinnuleysi og peningarnir af skornum skammti. Að tapa var hræðileg tilhugsun, en eftir því sem málið þróaðist þá varð þetta einhvern veginn léttvægara.“ Hann segist hafa fengið stuðning frá almenningi og segist vilja endur- greiða hverja krónu til baka. „Ég fékk símtöl, tölvupósta, heimsóknir og ég veit ekki hvað þar sem fólk studdi mig með ráðum og dáð. Ég setti á fót söfnun vegna kostnaðar í málinu og fékk til liðs við mig endurskoð- anda til að fara yfir alla reikninga. Þeir eru reyndar ekki flóknir. Það er lögfræðingurinn og tveir flugmið- ar fram og til baka frá Kaupmanna- höfn. Þessi söfnunarreikningur hefur eiginlega náð að dekka stóran hluta útgjaldanna hingað til. Ég mun að endingu endurgreiða hverja einustu krónu sem fólk hefur látið af hendi til þess að styðja mig. Það verður skemmtilegt.“ Sigur fyrir málfrelsið Dóminn segir hann sigur fyrir mál- frelsið. „Nokkuð sem er ótrúlega mikilvægt, bæði í ljósi erfiðra samfé- lagslegra aðstæðna og ekki síst vegna þeirra tækninýjunga sem felast í bloggi og orðaskiptum á samfélags- miðlum eins og Facebook. Ég vona auðvitað að þessu máli ljúki núna en framhaldið er ekki í mínum höndum. Það er ljóst að það er hægt að áfrýja þessari niðurstöðu eða höfða nýtt mál á hendur mér. Ég hef frá upphafi tekið þetta mál fyr- ir skref fyrir skref og hvorki hugleitt sigur né tap sérstaklega mikið. Ég hef tekið því sem liggur fyrir hverju sinni og mun gera það áfram ef ekki verður unað við þessa niðurstöðu.“ Hinn voldugi og hinn valdalausi Hann bendir á andstæðurnar sem blasa við í málinu og að það snúist um veigameiri atriði en ærumeiðingar. „Þetta er mál sem sker úr um hvort hægt sé að gera upp syndir fortíðar eða ekki. Það sem íslenska þjóð vant- ar núna er uppgjör við stjórnartíð Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks. Þessir flokkar vilja ekki rannsókn á einkavæðingu bankanna og það er makalaust. Mitt mál hefur því víðari skírskotun en ærumeiðingar og að einhver hafi móðgast yfir umfjöllun minni. Það eru svo miklar andstæður í málinu. Það er hinn ríki og fátæki. Það er hinn voldugi og hinn valda- lausi. Það er elítan og það er gaur- inn úr Breiðholtinu sem hefur farið í meðferð og hlustar á KISS.“ Frumbyggi úr Breiðholtinu Teitur Atlason býr og starfar í Gauta- borg í Svíþjóð með kærustu sinni og tveimur börnum þeirra. Á Íslandi á hann unglingsdóttur. Hann hefur BA-próf í trúarbragðafræðum og hef- ur nýlokið námi í alþjóðaviðskiptum. Það kemur fáum á óvart sem þekkja hann að hann standi í baráttu í rétt- arsal við einn af valdameiri mönnum samfélagsins. Og allra síst félögum hans í „Djöflaklíkunni“, nánum vin- um hans sem hafa fylgt honum bróð- urpart þeirrar krókóttu leiðar sem hann valdi að fara í lífinu. Sú leiðin hófst hjá Teiti í Vestur- berginu í Breiðholti. „Ég er Reykvíkingur og er einn af frumbyggjunum í Breiðholtinu. Mamma og pabbi byggðu hús í Vest- urbergi og þaðan á ég mínar fyrstu minningar. Í þá daga var lítill gróður í hverfinu og við vorum með útsýni yfir alla Reykjavík. Í dag sést varla nokkuð út um gluggann fyrir gróðri.“ Mikið fyllerí á heimilinu Foreldrar Teits eru Atli Heimir Sveins- son tónskáld og Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Það voru læti í hjónabandinu að sögn Teits. For- eldrar hans voru bóhemar og heim- ilishaldið bar þess merki. Stundum var þó glatt á hjalla og Teitur varð ofboðslega stoltur af föður sínum þegar hann hlaut tónskáldaverðlaun Norðurlanda árið 1976. „Þá fylltist húsið af blómum,“ seg- ir Teitur. „Enginn Íslendingur hafði áður fengið þessi verðlaun og í húsið bárust kveðjur og skeyti frá sendiráð- um á Íslandi og frá mektarfólki. Þetta er björt og skemmtileg minning sem mér þykir vænt um. En foreldrar mínir voru af mikilli bóhemakynslóð. Mamma var hippi og pabbi var bítnikk. Það var eldfim blanda og það var mikið um fyllerí á heimilinu. Pabbi drakk ótæpilega og það var mikið partístand í gangi. Slíkt endar oft með látum og vitleysu og það gerði þeirra hjónband líka.“ Dulur og á skjön Teitur segist hafa verið dulur og á skjön sem barn. Hann átti vini í Breiðholtinu en þegar foreldrar hans skildu árið 1979 einangraðist hann og varð vinalaus. Það fannst honum erfitt. „Mér hefur verið lýst sem pró- fessor, ég var vissulega svolítið öðru- vísi og á skjön. Ég var í öðru en aðrir krakkar. Ég teiknaði mikið og var einn með sjálfum mér og hafði nákvæm- lega enga hæfileika í knattspyrnu. Menn voru svolítið dæmdir eftir því í Breiðholtinu og bróðir minn Auðunn var til dæmis talinn knattspyrnu- snillingur og var vinmargur eftir því. Ég átti þó nokkra vini í Breiðholtinu en svo lenti ég í því þegar mamma og pabbi skildu árið 1979 að ég einangraðist. Ég varð vinalaus og var ofboðslega einmana. Það var svolítið erfiður tími barnæsk- unnar.“ Djöflaklíkan Sem betur fer fann Teitur sína líka þegar hann fluttist á nýjar slóðir úr Vesturberginu í Vesturbæinn. Þar hitti hann nokkra stráka sem hann hefur haldið vinskap við alla tíð síð- an. Þeir kölluðu sig þá og kalla sig enn: Djöflaklíkuna. „Þegar ég fluttist vestur í bæ hitti ég félaga sem voru á sömu bylgjulengd. Við hittumst þarna nokkrir gaurar og erum enn vinir í dag. Við kölluðum okkur Djöflaklík- una og gerum enn. Við vorum mjög einbeittir í því að valda usla, hvar sem við stigum niður fæti. Stóru strákarnir úr Hagaskóla vissu ekkert hvað þeir áttu að halda um okkur og kölluðu okkur gjarnan best klæddu róna Reykjavíkur. Okkur þótti það mikið hrós, sér í lagi frá stórtöffurum eins og Bjögga Thor og Skúla Mogen- sen. Heimili Djöflaklíkunnar var Fredda bar sem var spilasalur sem var staðsettur í Fjalakettinum,“ rifjar Teitur upp um þessi líflegu ár. Brutust inn á skemmtistaði Djöflaklíkan olli miklum usla. Strák- arnir drukku landa og stunduðu skemmtistaði. Þegar þeir voru stopp- aðir í dyrunum var alltaf einhver leið til úrlausnar. „Við brutumst bara inn einhvern veginn. Klifruðum upp þakrennur og stungum okkur í gegn- um glugga.“ Teitur orðar það sem svo að þeir hafi sýnt óskaplegt frumkvæði í að skemmta sér. „Við drukkum býsna mikið. Vorum aðeins fimmtán ára gamlir þegar við vorum farnir að þróa með okkur massífan drykkju- og skemmtanakúltúr. Við fölsuð- um skilríki og redduðum okkur með ýmsum brögðum. Þetta var óskap- lega skemmtilegur tími. Við gengum undir þessu nafni, Djöflarnir, og þóttum óárennileg- ir. Landamenningin var ríkjandi þá. Það þurfti bara eitt símtal og þá var landinn kominn. Við unnum flestir með skóla og söfnuðum okkur fyr- ir lúxus, eins og að fara út að borða á Holtinu og stórveislum í turnher- berginu á Hótel Borg. Það er svolítið fyndið að hugsa til þess að sextán ára strákar standi í þessu.“ Þeir opnuðu meira að segja reikning á veitinga- stað þar sem þeir hittust og fengu sér að borða eins og heimsvanir menn. „Á kínverskum veitingastað þar sem við hittumst gjarnan og lét- um mannalega, drukkum skrautlega kokkteila og átum djúpsteiktan fisk í tamarisósu. En við borguðum samt allt fyrir rest.“ Var svarti sauðurinn Teitur segir sig og bróður sinn Auðun sem er tveimur árum yngri hafa ver- ið dæmigerð börn úr alkóhólíseruðu sambandi. Hann varð svartur sauður á meðan Auðunn reyndi að ná full- komnun í öllu því sem hann tók sér fyrir hendur. „Ég naut ákveðins frelsis, það hefði lítið þýtt fyrir mömmu að fara í stríð við mig. Hún var ein með mig og Auðun. Ég faldi líka skemmt- anahaldið vel og stóð mig ágæt- lega í skóla þá. Við Auðunn erum mjög dæmigerðir fyrir manngerð- ir sem verða til í alkóhólíseruðum samböndum. Hann varð sá full- komni og ég varð svarti sauðurinn. Við erum mjög nánir og við höf- um rætt þetta. Við höfum báðir vilj- að skipta um hlutverk. Mig langaði auðvitað til að vera eðlilegur eins og hann og hann langaði kannski til að slaka svolítið á stundum.“ Gat ekki lært heima Þegar æskunni lauk og Teitur var kominn í framhaldsskóla fór hann að missa tökin. Honum tókst ekki að halda sér að námi og skipti margoft um menntaskóla. „Ég hef örugglega verið með athyglisbrest því ég gat ekki lært heima. Ég hafði enga eirð í mér. Það er auðvitað ekki hægt að klára skól- ann án þess að opna bók. Ég hafði hins vegar komist upp með það í Hagaskóla. Þess vegna var ég að falla og vesenast. En þetta hafðist á endanum þótt það hafi tekið langan tíma. Ég var orðinn 25 ára þegar ég útskrifaðist úr Fjölbrautaskólanum í Ármúla. Það var of mikið að gerast í mínu lífi á þessum tíma. Bæði í sálarlífinu og félagslífinu.“ Þurfti að fara í meðferð Teitur segist hafa haldið áfram að missa frekar tökin á lífinu og end- að í meðferð. Félagar hans úr Djöflaklíkunni komu honum til að- stoðar þegar hann hafði keyrt sig í þrot. Þá höfðu nokkrir úr klíkunni þurft að hætta að drekka og flestir hlaupið af sér hornin. „Líðan mín varð verri. Eftir stúd- entspróf kynntist ég konu, fór að vinna og fluttist til Danmerkur. Ég eignaðist dóttur og átti að hefja inn- gönguna í fullorðinsárin en tókst það ekki. Ég átti mjög erfitt með að fóta mig í tilverunni. Ég keyrði mig í þrot og ákvað að fara í meðferð. Þá voru nokkrir úr Djöflaklíkunni hættir að drekka. Ég hallaði mér svolítið að þeim og okkar edrúmennska hefur reynst öðrum til fyrirmyndar,“ segir segir Teitur stoltur frá. Hann segist hafa gaman af því að ræða alkóhól- ismann og hverju hann hefur breytt í lífi hans. „Ég hætti að drekka og fór að geta púslað lífi mínu saman. Þá kynntist ég núverandi konu minni, Ingunni Jónsdóttur. Við höfum verið saman síðan þá, í 10 ár. Það má segja að hún hafi hitt mig á hárréttum tíma, hún þurfti ekki að hitta mig eins og ég var.“ Kláraði guðfræðinám á tveimur árum Eitt af því sem honum þykir mest vænt um í dag eftir að hafa hætt að drekka er að börn hans hafa aldrei þurft að sjá hann fullan eða timbrað- an. Nokkuð sem hann segir hafa litað æsku sína. „Það finnst mér af eitt af mestu Teitur Atlason bloggari segir málaferli sín og Gunnlaugs Sigmundssonar eins og atburðarás í bók eftir John Grisham. Þar takist á hinn voldugi og hinn valdalausi. „Það er elítan og það er gaurinn úr Breiðholtinu sem hefur farið í meðferð og hlustar á KISS,“ segir Teitur. Kristjana Guðbrandsdóttir ræddi við Teit um málaferlin og líf hans en hann var svartur sauður þangað til hann sneri við blaðinu fyrir 10 árum. Kristjana Guðbrandsdóttir kristjana@dv.is Viðtal „Það var mikið um fyllerí á heimilinu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.