Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2012, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2012, Blaðsíða 40
óhollustan horfin á heilbrigðan hátt 40 Lífsstíll 21.–23. september 2012 Helgarblað Hvað gerir súkkulaði ómót- stæðilegt? Við fáum okkur oft súkkulaði þegar okkur finnst við eiga það skilið, til að umbuna okkur eftir erfiðan dag í vinnunni eða þegar okkur líður illa á einhvern hátt. Við notum það í raun sem lyfjagjöf við vanlíðan. Þeir sem eru í ástarsorg leita gjarnan í súkkulaði til að sefa löngunina eftir ást og viðurkenningu. Það er eðlilegt að leita í súkkulaði við þær aðstæður því það inniheldur sama efni og heilinn framleiðir þegar þú ert ástfangin/n. Að neyta þess leiðir þarf af leiðandi til vellíðunar. Súkkulaði leikur við bragðlaukana og inniheldur fitu sem gerir það einnig mett- andi. Þar að auki virkar súkkulaði á svipaðan hátt og koffein og eykur orku til skamms tíma. Það er ein af ástæðunum fyrir því að konur á blæðingum sækja mikið í það.  Heilbrigðari lausn Hægt er að draga úr löngun í súkkulaði með því að anda að sér ilmi af hnetum eða kaffi. Hráar möndlur geta líka verið lausnin því þær innhalda áferð, steinefni og fitu sem draga úr súkkulaðiþörf. Besta leiðin til að draga úr löngun í súkkulaði er að koma sér í tilfinningalegt jafnvægi. Vinna í því að finnast maður elskaður og tilfinningalega fullnægður. Eyddu meiri tíma með vinum þínum, ræktaðu ástarsambandið, leyfðu þér að kaupa eitthvað nýtt, slakaðu á og byggðu upp jákvæða sjálfsmynd. Þá er nauðsynlegt að skapa sér gott umhverfi, bæði heima við og á vinnustaðnum. Afhverju saltaður matur? Líkam- inn leitar jafnvægis í hlutfalli blóðs og salts. Ef saltneysla dregst saman þá bregst líkam- inn við með því að losa sig við vatn þannig að hlutföllin haldist rétt. Þetta gangverk líkamans er nokkuð nákvæmt og ef við myndum fjarlægja allt salt út úr fæðunni þá myndum við að lokum deyja úr ofþornun. Við þurfum salt til að lifa. Algengt er að saltaður og kryddaðar matur sé jafnframt stökkur, en það er einmitt sú samsetning sem við sækjum mest í þegar við stressuð, reið eða áhyggjufull. Þessari dýrslegu þörf fyrir að tyggja verður að fullnægja reglulega. Það er einmitt ástæðan fyrir því að fólk endist sjaldan lengi á fljótandi megrunarkúrum.  Heilbrigðari lausn Forðastu að velja alltaf saltsnauðan mat því ef þú heldur jafnvæginu þá fer líkaminn ekki að þrá salt. Besta leiðin til að komast fyr- ir óstjórnlega löngun í óhollan, saltaðan og stökkan mat er að draga úr stressi og kvíða. Farðu til dæmis út að hlaupa til að losa um streitu eftir erfiðan vinnudag. Ótrúlegt en satt þá skilar það árangri. Þá er gott að læra að segja nei og láta vita ef álagið í vinnu eða verkefnum verður of mikið. Ef það virkar ekki og þú finnur ennþá fyrir þörf til að tyggja eitthvað stökkt, veldu þá eitthvað hollt. Fáðu þér sellerí eða gulrætur með fitulítilli ídýfu eða handfylli af lífrænt ræktuðum möndlum. Afhverju þráum við osta og ís? Ef þú ert niðurdreginn þá ertu líklegri til að sækja í mjólkurvörur eins og ost eða ís. Mjólkurvörur innihalda náttúruleg þunglyndislyf og hafa róandi áhrif. Þá eru þær einnig fituríkar svo þær gefa mettandi tilfinningu. Mjólkurvörur eru yfirleitt bragðbættar með miklu salti eða sykri sem hjálpar til við að róa taugarnar. Rjómakennd áferð mjólk- urvara gerir þær einnig að hinum fullkomna þægindamat.  Heilbrigðari lausn Besta ráðið til að koma í veg fyrir óseðjandi löngun í mjólkurvörur er að komast að rótum vandans. Afhverju ertu niðurdregin/n. Haltu dagbók, talaðu við trúnaðarvin eða hittu sérfræðing. Reyndu að gera heilbrigðar breytingar á lífi þínu. Þetta snýst allt um að virkja sjálfa/n þig og gera þér grein fyrir því að þú eigir betra skilið. Hvað er það við sykurinn? Löngun eftir sykri er í flestum tilfellum lærð og orsakast af því að börn eru oft verðlaunuð fyrir góða hegðun með sælgæti. Ef þú finnur fyrir óstjórnlegri löngun í smákökur, kökur eða bökur þá er gott að hugsa aftur til æskuáranna og rifja upp hvenær þú varst verðlaunuð/aður með sælgæti. Þetta er ekki tilraun til að kenna fullorðna fólkinu um heldur frekar leið til að skilja löngunina til að geta dregið úr henni.  Heilbrigðari lausn Við þurfum öll að verðlauna okkur reglulega á ein- hvern hátt en hættu að verðlauna sjálfan þig með sætindum. Gerðu frekar vel við þig með nýrri bók, fötum, leikhúsferð eða skartgripum. Þessir hlutir eru ekki fitandi og veita miklu meiri lífsfyllingu en smákaka. Afhverju sækjum við í skyndi- bitamat?Skyndibitamatur er yfirleitt steiktur og feitur og veitir fyllingu í magann í marga klukkutíma eftir að hann er innbyrtur. Virtue telur að fólk sem hefur óstjórnlega löngun í skyndibitamat sé almennt óham- ingjusamt í lífinu og ekki tilbúið að takast á við breytingar. Fólk í slíkri stöðu notar matinn í raun sem lífsfyllingu. Ein af ástæðunum fyrir því að fólk á erfitt með að breyta matarræðinu og borða hollari mat er sú að feitur matur gefur meiri fyllingu í magann. Um leið og þú skiptir yfir í fituminni mat finnurðu frekar fyrir hungri. Þrá eftir fituríkum mat virðist vera ein af okkar innbyggðu hvötum. Tilraunir með rottur, börn og fullorðna sýna að fram á að það virðist vera í eðli okkar að sækja í feitan mat.  Heilbrigðari lausn Regluleg líkamsrækt er ein besta leiðin til að draga úr löngun í fituríkan mat. Þetta á sérstaklega við þá sem reyna reglulega að fara í megrun og eru rokkandi í þyngd. Þeir einstaklingar virðast eiga erfiðast með að halda aftur af löngun í fituríkan mat, en um leið og þeir fara að hreyfa sig þá dregur verulega úr lönguninni. Afhverju viljum við kryddaðan mat? Ef þú sækir í kryddaðan mat er það líklega ekki eina kryddið í tilveruna sem þú þarft. Það er líklegt að þú sækist eftir spennu og áskorunum í leik, starfi og ástum. Ef þörfinni eftir kryddi í tilveruna er ekki full- nægt á þessum vígstöðum er líklegt að að það skapist pirringur sem brýst út í löngun í kryddaðan mat. Þeir sem sækja í kryddaðan mat hafa mikla þörf fyrir breytingar í lífinu og og verða ófullnægðir ef þeir fara að finna fyrir stöðnun.  Heilbrigðari lausn Reyndu að krydda líf þitt með einhvers konar spennu, æfðu fyrir maraþon, lærðu að sigla, farðu í klettaklifur eða á ræðunámskeið. Sterkur matur losar um nátturuleg verkjalyf í heilanum og gefur almenna vellíðan. Þetta er nátt- úruleg leið til að að deyfa tilfinningar en engu að síður tímabundin lausn. Spurðu sjálfan þig hvað er í raun og veru að angra þig og hvað er það sem vantar í líf þitt. Óseðjandi löngun í mat er alls ekki óalgeng, en hvers vegna er hún svona öflug og hvað er hægt að gera til að draga úr henni? Doreen Virtue, höfundur bókarinnar „Constant craving“, hefur rannsakað þessar langanir fólks og hvað liggur að baki þeim.„Hættu að verðlauna þig með mat Lykt af kaffi Hægt er að draga úr löngun í súkkulaði með því að anda að sér ilmi af hnetum eða kaffi. 19 tískuslys í fjallgöngu E ftir því sem mér hefur vaxið fiskur um hrygg í fjallgöng- um hef ég orðið meðvitaðri um nauðsyn þess að falla inn í þann ramma sem tíska á köllum leyfir. Fyrsta lexían mín var sú að ég gekk á fjöll með gamla skjóðu á bakinu. Hún var merkt símafyr- irtæki og bundin að framanverðu með skóreim. Ég var hvorki smáð- ur né fyrirlitinn en hornaugun voru ótalmörg. Á endanum upp- götvaði ég skömm mína og lagði símaskjóðunni og gekk þess í stað stoltur um með viðurkenndan bak- poka sem státar af tískumerki. Ég leitaði til álitsgjafa í 52ja fjalla hópi Ferðafélags Íslands um tískuslys fjallgöngfólks. Þetta er niðurstaðan. 1 Ef þú vilt vera álitin(n) algjör viðvaningur þá læturðu sjá þig í gallabuxum í hlíðum Esjunnar. Algjört tabú. 2 Ekki vera með bakpoka merktan Kaupþingi, Sambandinu eða Glitni. 3 Ef þú vilt endilega ganga með buff þá gættu þess að það sé merkt viðurkenndum aðila. 4 Ef þú notar íþróttabrjóstahaldara þá máttu ekki hafa hann yfir ullarbolnum. 5 Gættu þess vandlega að spenna ekki á þig bakpokann þannig að fitukeppir myndist að ofan og neðan. 6 Ekki nota jöklagleraugu á jafnsléttu. 7 Ef þú vilt endilega líta út eins og fífl og missa sjónina þá notarðu Ray Ban speglagleraugu í jöklaferð. 8 Regnslár – eins og tíðkast mikið erlendis – virka alls ekki á Íslandi. Sá sem íklæðist slíku sker sig úr eins og geimvera. Þá eru regnslár gjarnan þunnar og rifna. 9 Notaðu viðurkenndan skófatnað á borð við Scarpa á göngum. Tásuskór eru bannvara. Kona sást á Úlfarsfell í þannig skóm fyrir löngu og er nú alræmd. 10 Það er aulalegt að fara á fjall með verðmiða hangandi á skóm eða fatnaði. Hallærislegt að vera fremstur í brekku með verðmiða á göngskónum. 11 Háhælaðir sandalar sem vaðskór eru dæmi um átakanlegt tískuslys. 12 Alskræpóttar göngubuxur eins og Þjóðverjar gengu mikið í fyrir nokkrum árum eru harðbannaðar. En kannski fara þær hringinn og verða skæs? 13 Gotharar frá Berlín sáust fyrir nokkru á íslensku fjalli, svartmál- aðir. Hárið túberað og þeir íklæddir að- sniðnum leðurjökkum, með hliðartösku og í Buffalóskóm. Stórslys. 14 Krumpugallar í pastellitum og ýmsar tegundir af hundafötum eru algjör bannvara. Sá sem notar slíkt á sjálfan sig eða hunda sína verður ekki fyrirmynd á fjöllum. 15 Að renna sér niður snjóskafl í pilsi er ávísun á vandræði. Sá einstak- lingur sem slíkt gerir má vera viss um að verða umræðuefni. 16 Ekki ganga á Hvannasdalshnjúk í vaðstígvélum og með plastpoka. Maður sem gerði slíkt fyrir nokkrum árum er kominn á spjöld sögunnar. 17 Ekki ganga í stuttbuxum og í síðri ullarbrók undir. Hallærislegra verður það varla. 18 Ekki binda Bónus-poka utan á bakpokann þinn. 19 Ekki reykja í fjallgöngum. Leyndu því ef þú ert reykingamaður. Reynir Traustason Baráttan við holdið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.